Vísir - 14.07.1956, Side 1

Vísir - 14.07.1956, Side 1
46. érg. Laugardaginn 14. júlí 1956. 161. thL Þessi mynd var tek- in - sjónvarpsstöð í New York í byrjun vikunnar. — Stúlk- urnar höfðu farið á fætur kí. 4,30 eftir New York tíma, en þá er klukkan 11,30 að kvöldi hér. Guðr laug er fyrir miðju og stendur í engu að baki stallsystrum Nasser forseti og forsætis- ráðherra Egyptalands er í opinberri heimsókn - Belgrad. Honum var tekið með virkt- um. Tito forseti bauð hann vel- kominn og við allar götur, sem ekið var um, var mergð manna, sem hyllti Nasser hjartanlega. Viðræður eru hafnar milli for- setanna. — Tito sagði eftir fundinn, að hann væri sann- færður um, að unnt væri a<$ koma því til leiðar að þjóð- irnar í hinum nálægu Austur- löndum gætu búið við velmeg- un og frið. Nasser sagði, að á sviði utanríkismála væri stefnt að sama marki og í Egypta- landi. , Bandaríkjasíjórn hefur Iýst yfir, að hún harmi mjög, að Pólverjar liöfnuðu tilboði hennar um matvælagjafir. mun vera orðii 40—50 niillj. kr. Söltunarstöðvar norðanlands og austan eru um 65. Liðlega þriðjnngnr þeirra er á Siglnfirði. Saltsíldaraflinn norðanlands var > gærkvöldi orðinn 123,500 tn. á öllum söltunarstöðvum nyrðra og eystra s.I. sólarhring var saltað í 12,224 tn, en norð- anlands í 31,500 tn. Á sama tíma í fyrra nam heildarsöltun 34 þús. tn., þar af 17.800 á Siglufirði. Síldin af Grímseyjarsvæð- inu er svo feit og stór og falleg, að önnur eins síld hefur ekki sézt síðan árið 1944. Söltunarstöðvar munu nú vera um 56 norðanlands, allt frá Fáskrúðsfirði og vestur á Húnaflóa. Þar af eru 24 á Siglu- firði. Fyrirframsala tii hinna ýmsu viðskiptalanda er sem hér segir: Til Póllands 10,000 tunnur. Til Rússlands 150 þús. tunnur. Til Finnlands 70 þús. tunnur. Til Svíþjóðar svipað og í fyrra. Nógar tunnur eru fyrir hendi til að salta, enda eru tunnu- : verksmiðjur bæði á Siglufirði Qg Akureyri. Ekki er enn þá hægt að segja um, hvaða útflutningsverð verður á síldartunnunni, en í fyrra keyptu Rússar saltsíldar- tunnuna á tæplega 360 krónur fob. á íslenzkri útskipunarhöfn norðan og austan lands. Öhætt mun að gera ráð fyrir, að útflutningsverðmæti sait- síldaraflans, sem nú er kominn á land, nemi 40—50 millj. kr. Fregnir í gærkveldi hermdu, að 10 skip hefðu fengið góð köst, allt upp í 500—600 tn., út af Sléttugrunnshorni. Hálfgerð bræla var fyrrihlut dags, en veður batnandi síðdegis og mörg skip að búa sig undir að kasta. Veiðiútlit var fremur gott. Þegar Vísir átti tal við Siglu- fjörð um tíuleytið í gærkveldi, höfðu þær fréttir borizt af flot- anum, að skipshafnirnar væru víðasthvar komnar í bátana og allt útlit benti til góðrar veiði í nótt. Hins vegar hafði lítið veiðzt í gærdag. Viðanki við isímaiskrá. Póst- og símamálastjómm hefur nýlega gefið út Viðauka við símaskrá 1954. í þessum viðauka munu vera bæði ný símanúmer og breyt- ingar á símanúmerum. Viðaukinn er prentaður 1 rík- isprentsmiðjunni Gutenberg Tveir toprar béðan fara á síldveiðar. Tveir togarar héðan úr bæn- um stunda síldveiðar í sumar. Annar þeirra, Egill Skalla- grímsson, fór héðan í gær. — Hann leggur upp á Hjalteyri. Hinn, Jón Þorláksson, frá Bæjarútgerð Rvíkur, leggur af stað í dag. Jörundur frá Akureyri er sem kunnugt er á síldveiðum svo að alls verða þá 3 togarar við síldveiðar nyrðra í sumar. Long s Beach hefst í dag. ^iiðlaug hefwr jafnvel komið fram í sjéavarp. Veiðisaga úr Sovétinu. Útvarpið í Moskvu greindi nýlega frá því, að veiðimenn, sem legðu fyrir sig tígris- dýraveiðar austast í Síbiríu, veiddu óragadýrin með ber- um höndum. „Það er heilag- ar sannleikur,“ sagði þulur- ínin, er las frásögnina af | þessu. Að því búnu greindi hann frá því, að félagi Pisto- jev, forseti landfræðifélags- ins í Khabarovsk-héraði, hefði handsamað tvö tígris dýr riieð þessum hætti árið 1939. Fegurðarsamkeppnin í Long Beach í Kaliforniu hefst í dag, og stendur síðan í fulla viku. Fyrsta daginn koma stúlk- urnar allar fram í þjóðbúning- um, og verður Guðlaug Guð- mundsdóttir í skautbúningi. Birti Vísir mynd af henni í þeim búningi í síðustu viku, eins og menn rekur minni til. Gert er ráð fyrir^ að um það bil 20,000 manns muni verða við keppnina í dag, og verður þá meðal annars unnið að fjár- söfnun meðal sýningargesta. Allt, sem safnazt rennur til styrktar börnum í ýmsum sjúkrahúsum í Bandaríkjunum. í bréfi, sem Náll Símonarson, fylgdarmaður Guðlaugar_ skrif- ar á þriðjudag til Einars Jóns- sonar, forstjóra Tivolis, segir hann m. a. svo: I „Hér hefir allt verið á ferð og flugi frá morgni til kvölds, síðan við komum. Finnst mér I prógrammið vera helzt til strembið fyrir dömurnar, T. d. urðu þær að fara á fætur kl. 4,30 í gærmorgun (þá er hátta- tími margra hér á Fróni. Inn- skot Vísis)_ en þær áttu að koma fram í sjónvarpi, sem byrjar kl. 7,30. Voru þær á þön- um allan daginn og fram undir miðnætti. Þá er alltaf verið að bjóða stúlkununl í hádegisverð eða kvöldverð. í fyrradag voru þær í hádegisverði hjá hinu mikla verzlunarhúsi Macy’s. Síðar um daginn komu þær fram á sund- fötum í viðurvist nokkurra þús- unda forvitinna viðskiptavina. . . .. f gærkveldi bauð svo CotjT'- firmað fræga í kvöldverð. Fegurðardísirnar vekja alls® staðar mikla eftirtekt, hvar setia þær fara í borginni. Þær aka saman tvær og tvær í opnuröf, gljáfægðum bílum (ísland off Belgía saman), með nöfnurfi : viðkomandi landa á hliðunuiö. og blaktandi þjóðfánum. Ekki þarf að minnast á það, að það£' hafa hver sinn einkabílstjóra. Guðlaug vekur hvarvetna at« hygli fyrir glæsimennsku og góða framkomu. Hún kom fram í sjónvarp í gær^ ein allra stúlknanna. Var það í frétta- sendingu frá Daily News, og spjallaði þulurinn við Guðlaugu góða stund. Stóð hún sig með miklum ágætum, og var þarna um prýðilega landkynningu að ræða, þar sem tugir milljóna hafa séð og heyrt þessa frétta- sendíngu. Þá talaði Guðlaug í gær inn á segulband fyrir þýzka I útvarpsstöð hér í New York. j Bjargaði hún sér ágætlega á ’ þýzkukunnáttu sinni, en auk hennar kom þarna fram „Miss Germany“. Framh. á 12. síðu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.