Vísir - 14.07.1956, Blaðsíða 3

Vísir - 14.07.1956, Blaðsíða 3
Laugardagiim 14. júlí 1956. VlSIR Vinsæiustu lirtiar. Títiaariíið „Variety" segir( að eftirtaldar fimm kvikmyndir liafi gefið mestan arð fyrstu viku nóvembermánaðar: „Cinerama Holiday" — ferða- mynd— (Independent); „Trial" — Kéttarhaldið — (Metro- Goldwyn-Mayer); „Gentle men Marry Brunettes" — Heiðursmenn giftast dökk- hærðum — (United Artists); „Rebel Without Cause" — Uppreistarmaður án hugsjónar i^- (Warner Brothers); „Desper- ate Hours" — Örlagastundir — (Paramount). y, spennandi Hitchcock-mynd. „Vandræðin með Harry" (Iieitir mynd frá Paramountfé- laginu, byggð. á samnefndri skáldsögu eftir Jack Trevor Story. £\ Stjórnandi og framleiðandi er Alfred Hitchcock. Sýningar á myndinni hófust fyrir skömmu í New York og hef ur hún hlotið góða dóma gagnrýnenda og á- horfenda. Blaðið New 'York Tribune segir: „Hitchcock skýtur skolleyrum við hinum' venjulegu morðmyndum. Allir leikendur hafa náð að túlka hina næstum því ósvífnu efnis- meðferð hans. Tvíræðar merk- insarV. gahga eins og r.auður þráður gegnum verkið. Flest fólk mun hafa jafnmikla á- nægju af að sjá þessa gaman- mynd og Hichcock hefur auð- sjáanlega haft af að búa hana til." Blaðið World Telegram & Sun segir að myndin „The Trouble with' Harry" sé „með skemmtilegustu myndum árs- ins". Daily Mirror segir, að „allir snilldarhæfileikar Hitch- cocks njóti sín í þessari mynd". Aðalhlutverkin eru leikin af Edmund Gwen, John Forsythe og Shirley MacLaine. Þetta er VistalVision litmynd. með feguri sinni ©g „fimm ára áættun, íi ¦ -?¦- Van Johnson leikur í mynd- inni „Keíly and Me" (Kelly og eg) frá Universal kvikmynda- félaginu. Þetta er ævintýri sem Ever- ett Freemah hefur samið. Van Johnson leikur þarna söngvara og dansara^ sem ekkert verður ágengt á braut sinni, fyrr en hann af tilviljun tekur að koma fram með hundinum Kelly. Hann verður frægur og lifir góðu lífi, þar til hann skyndi- lega gerir sér það ljóst, að það er hundurinn, sem er hin raun- verulega stjarna. Þá er það af- brýðisemin, sem skilur þá. Díana Dors, brezka léikkon- an, sem heimsfrægð hefur híot- iS fyrir líkamsfegurð sína, síður en svo slaka leikhæfileika, á- gæta kaupsýsluhæfileika^ og bnittni í tilsvörum, er nú kom- in til Holiywood ásamt manni sínum, Dennis Hamilton, og hefur koma hennar heldur en ekki verið fréttaefni vestra. Diana Dors hefur stundum verið kölluð „Marilyn Monroe Bretlands" og jafnvel Evrópu, og þykir því að minnsta kosti sambæriieg Marylin að líkams- fegurð^ en annars ólíkt meiri hæfileikum gædd. Ekki hefur það rýrt álit Ðandaríkjamanna á henni, að hún hefur kaupsýsluvit gott og er ófeimin, að fæða um hlutina, eins og henni býr í brjósti. Og ekki hafði hún verið sólarhring vestra, er hún skýrði „Holiy- wood hreykin af „fimm ára áætl un sihni"% eins og fréttaritarinn Christopher Lucas kemst að orði: . „Eg hefi gert 'rnér ákveðna, tímabundma áætlun. I fimm ár ætla egmér að græða eins mik- ið fé og mér er framast unnt, og það er það, sém eg aðhefst hú, m. ö. o. eg ætla mér að græða fé meðan eg er.ung og get notið þess. Fimm ár — svo f jölskyldu- líf^ þar sem eg get notið hins sanna, raunverulega lífs." Diana Dors er þegar með hæsflaunuðu „stjörnum" Breta og hún hafði áður gefið í skyn, að hún mundi íhuga öll góð boð, sem henni kynnu að berast vestra, til þess að auka dollara- sjóð sinn_ segir Wren, og hann hefur þetta eftir henni: „Þegar allt kemur til alls eru fimm ár hæfilega áætlað „stjörnu"-skeið. Skeið sumra kann að vera 10 ár og miklar leikkonur eins og Joan Craw- ford og Barbara Stanwyck geta gert ráð fyrir frægðarferli æv- ina á enda, en eg geri mér eng- ar vonir um að verða í þeim flokki." Myndir af Diönu Dors eru birtar í öllum blöðum Banda- ríkjanna og kvikmyndajarlarnir í Hollywood hafa áreiðanlega áhuga fyrir fimm ára áætlun leikkonunnar. — Stærstu blöðin birtu fyrirsagnir af komu Diönu og kalla hana „brezka sprengi- efnið", „kepþinaut Ginu og Marylin" og þar fram eftir goi- unum. . vésfan hafs. Vií5 síðustu talningu reyndist tala - kvikmyndahúsa í Banda- ríkjunwm vera rúmlega 20.000. Þar af eru rúmlega 5,000 úti- kvikmyndahús —¦ þ. e. þar sem fólk ekur inn á afmarkað svæði og horfir á kvikmyndir úr bif- reiðum sínum — og um 15.000 venjuleg kvikmyndahús. Úti- kvikniyndahúsum í Bandaríkj- unum fer ört fjölgandi, og eru þau mjög vinsæl, sem og er ekki að furða, þar eð 48 milljón Ameríkumenn eiga bifreiðir — þ. e. að meðaltali ein bifreið á minna en tvær fjölskyldur. Cary Grant; muii leika aðal- hlutverkið í Paramountmynd. mni ;,Houseboat". Hún er byggð á rómantískri gamansögu eftir B. Winklé. Fjallar hún úm ekkjumann, sem er að leita að móður fyrir börn sín. Leikstjóri verður Melville Shavelson, en stjórnandi verður Jack Pose. Þessi franska stúlka heitir raunverulega Odile Eodin? en hún hefir tekið sér nafnið Sofia Lollobrigida, !því að hún þykist vera jafnvel vaxin og fögur og þær stöllur, Sof ia Loren og Gina Lollobrigida. Hafa þær báðav mótmælt 'því opinberlega, að Odile noti nofn þeirra. UFA er að taka til starfa, KvikmyndafélagiS þýzka, UFA, fer nú aS taka til starfa aftur. Það ætlar að koma sér upp stóru kivkmyndaveri í úthverfi því í Berlín, sem Marienfelde heitir. Hefir borgarstjórnin látið lóðina endurgjaldslaust^ til þess að auka atvinnu í borginni. fjar- verta Marilyn Monroe hefur að sögn gert nýjan samnihg við Fox-félagið. Á meðan hún átti í þrefi við það félag, heppnaðist, annarri leikkonu, Shei-ee North, að verða forrík, en hún líkist Marilyn mikið og lék öll hlut- verk, sem Marilyn voru ætluð. Sheree þessi hafði áður um- sjón á bílastæðum í'Hollywood og ætlaði með því móti að vinna iis fraon iftiilátið. Einhver kurteisasti maður í Hollywood i—¦ og jafnframí bezÉ búin, er Adolph Menjou. Sést hann því miður ekki ema oft I myndum og áður, enda.fær ast nú árin yfir hann. Nýlega spurði einn vina hans, hv'órt' hann hefði ákveðið áletrun a legstein sinn. Menjou kvað já við. Þar á. að "standa: „Afsakið', að eg stend ekki upp." •»•••¦ »>»«?¦ ¦ * a" ¦ » sér inn skilding til þess að kosta dansnám sitt. Nú er hún orðia fræg leikkona. © s s • 9 9 » Þarna fékk hann nýja skó, litli snáð- inn, og það ber ekki á öðru en að hánn sé bærilcga ánægður með bá! Myndin hér að ofan var tekin undir vetur árið 1946, 'þegar eymdin og harðréttið var hvað mest í Evrópu af völdum styrjald- arinnar. Rauði kross Bandaríkjanna hóf þá víðtæka söfnun á matvælum og fatn- aði handa löndum þeim í Evrópu, sem verst höfðu orðið úti, og meðal annars var fatnaðarsending send til munaðar- leysingjahælis í Vínarborg, þar sem þessi litli drengur var meSal vistmanna. Enginn vafi er á því, að hann kann aS meta gjöfina. Harðýðgi Austurlandabúa er við- brugðið, og frá Kína hafa árum saman borizt hroðalegar sögur um meðferð stjórnarvalda á kommúnistum á and- stæðingum sínum, bæði innlendum og útlendum. Hafa embættismenn komm- únista stært sig af að hafa komið millj- ónum manna fýrir kattarnef, þar sem þeir voru „andbyltingarsinnar". Mynd- in hér sýnir, hvernig réttlætinu er út- deilt þar eystra. Bóndi nokur hefur neitað að láta af hendi jörð sína, „taka þátt í skiptingu jarSnæðis", svo að hann er tekinn, dæmdur og dóminum full- nægt þegar í stað öðrum til aðvöruriar. mammim Libya var fyrsta landið, sem öðlaðist sjálfsforæði fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna. Árið 1950 var efnt til kosn- inga í landinu, og fengu landsmenn þá að kjósa í fyrsta sinn. Myndin er tekin þegar kosnir voru fulltrúar til þjóð- fundar, sem setti landinu stjórnarskrá, en 'þeir nutu aðstcðar fulltrúa Sam- einuðu þjóðanna við bað starf, enda flestir algerlega óvanir stjórnarstörf- um af öllu tagi. Libj'a v.arð síðan opin- berlega frjálst og fullvalda ríki meS blessun SÞ á aðfangadag jóla 1951. Konungur landsins er Arabahöfðingi, Idris I.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.