Vísir - 14.07.1956, Blaðsíða 10

Vísir - 14.07.1956, Blaðsíða 10
10 'XSlh Laugardaginn 14. júlí 1956. HAMMOND ÍNNES: æ i matmravmwm, 31 Það var skömmu eftir klukkan 9, sem við vorum á þeim slóðum, þar sem við bjuggumst við að hitta fyrir Hval V. Þetta var að morgni 8. febrúar og skygni var mjög slæmt, svo að við gátum ekki notað borgarístindinn til að átta okkur á, svo að ég beitti skipinu upp í vindinn og lét það hefjast við, meðan ég beið þess, að létti í Jofti. Mér virtist tíminn aldrei ætla að líða. Hið eina, sem hélt við hugrekki mínu var tilhugsunin um það, að ég gæti komið Judie til bjargar. Það eitt yljaði mér og að ég var nálægt henni. En nú kom Gerda og sagði mér, að allt í einu hefði rofnað allt samband við hval V. — Allt í einu, — „í miðri setningu", sagði hún. Og hún var óttaslegin á svip. Allt varð einmanalegra, ömurlegra, vonlausara, á einu andartaki. , „Hvað var í seinasta skeytinu?" „„fsinn er farinn að þykkna. Við erum að —" Það var allt og Bumt. Mér fannst ég heyra einhvern reka upp neyðarhróp. —" i Hún þagnaði skyndilega, starði á mig. ', „Fáðu Raadal til þess að kalla á Hval V. lotulaust." ' „Hann e rað því." 'i „Hann verður að halda því áfram meðan nokkur von er." Hún kinkaði kolli og fór niður aftur. í sömu svifum kom Howe upp. Ég spurði hann, en hann hrissti höfuðið. „Við reynum stöðugt," sagði hann, „en það er ekkert svar." :' Ég stóð þarna hugsi, en heyrði ekkert nema ísskruðninginn. .Allt í éinu tók Howe viðbragð. „Við verðum að aðhafast eitthvað. Skipið, að setja vélina í gang. Við verðum að f inna þau." Ég bjóst til að skipa svo fyrir, það væri skárra að gera þetta en aðhafast ekkert, en sex ára þjálfun í flotanum sagði tiTsín. Ég mátti ekki rasa fyrir ráð fram. ¦"„Nei,. Það er tilgangslaust, fyrr en léttir svolítið til. Ég verð líka að hugsa um líf þeirra, sem eru á þessu skipi." Skömmu eftir klukkan tíu fór að rofa til og brátt létti að íhun í lofti. Gerda kom á stjórnpall og glennti nasir í, allar áttir. „Þetta er skárra, ha?" . ¦'-"'••.'.•¦•• '.'• \ ' Ég kinkaði kolli. •..-..' *'¦%.' „Engar fréttir?" : „Nei. Þau svara.ekki." Andartaki síðar var orðið albjart, — það var sem dökku tajldi hefði verði kippt alveg burtu, og við sáum ísinn allt í kring og rennuna framundan. Hún var eins og dökkur vegur á mjallarhvítri flatneskju. í suðvestri var þykkni þar sem slydduhryðjan nú fór ýfir, og allt í einu sáum við glampa á borgarísinn. Ég skipaði að sigla með hálfum hraða, og er við heygðum lítið eitt, hvarf glampinn, og allt varð á svipstundu grárra, en nú vottaði fyrir, að aftur mundi þykkna í lofti. • „Við getum átt von á nýrri hryðju — ef til vill fannkomu," sagði Gerda, sem horfði á stormskýin, sem urðu æ þéttari í norðaustri. .... Ék kinkaði kolli. Nú var hvert augnablik dýrmætt. Ef til'vill y.rði sæmilega bjart aðeins í nokkrar mínútur. Ég greip 'sjón- auka minn og rýndi á svæðið norðaustur af borgarísjakanum. ísinn var til að sjá eins og hvít hraunbreiða, samfelld með háum hraukum og glufum á milli. Og allt í einu kom ég auga á skip — það var eins og dökkur díll í þessari íshraunsbreiðu. Eftir því sem ég rýndi lengur þóttist ég kenna af yfirbyggingunni, að þetta væri hvalveiðibátur, sem lægi næstum á hliðdnni. Ég kippti þrívegis snöggt í eimpípustrenginn. Því næst kállaði ég á varðmanninn í siglutunnunni og kleif upp þangað. Úr tunhunni gat ég séð skipið greinilega. Það var ekki nema mílu vegar í burtu. Það virtist inniklemmt í ísbreiðunni, sem þrýstist að borgarísjakanum. Ég renndi augum yfir allt svæðið milli skips okkar og hins inniklemmda skips og sá, að á einum stað úr rennunni mundi vegalengdin ekki vera nema um hálf míla. En nú fann ég slyddubleytu á andliti mínu. Ný skýja- var að koma. Það var engu likara en vindurinn þrýsti skýja- feldi niður á ísbreiðuna. Ég horfði enn yfir þetta allt og reyndi að setja allt sem bezt á minnið, Þegar ég kom niður á þiifar voru næstum allir þar og hölluðu sér fram á borðstokkinn og töluðu hver í kapp við annan í allmikilli hugaræsingu. -Ég steig á stjórnpall og tók sjálfur við stýrishjólinu og með hægum hraða reyndum við nú að þreifa okkur áfram rétta leið. Framundan heyrðum við eins og fallbyssudrunur, þar sem ís- breiðan þrýstist að borgarísjaka. í tíu mínútur eða svo héldum við þannig áfram og alltaf var blásið í skipsflautuna anna'ð veifið, en á milii lögðum við við hlustirnar, en heyrðum ekk- ert, nema drunur í ísnum og vindhvininn. Smám saman var skipið umkríngt ís og nú varð ekki lengra komist. Ég skipaði að stöðva vélina og gátum við nú ekki annað gert en að láta skipið hefjast við gegn vindáttinni, og halda áfram að blása í skipsflautuna. Það var á þessari stund, sem Howe greip allt í einu í hand- legg mér. Eigi langt framundan var eins og dökk þúst. Ég neri augun. Skip var þetta án vafa, — en það gat ekki verið Hvalur V. Ég gat séð reykháfinn og stefnið. Var þetta sýn, blekking1, draugaskip, greinilegt í svip, svo horfið í kafaldinu á næsta andartaki? „Það er Hvalur V." hrópaði Howe æstur. Ég hrissti höfuðið. Nú kom ég ekki lengur auga á skipið. En ég var viss um, að það var ekki Hvalur V. Það var stærra en Hvalur V. og Stefndi gegn vináttinni, eins og við. Nú var eins og ísinn gliðnaði sundur dálítið í áttina, þar. sem við höfðum séð skipið, og ég ákvað að halda þangað og athuga þetta betur. Ég lét blásai-í skipsflautuna sem áður og hafði varðmenn frammi á og aftur á, en ég hafði vart skipað svo fyrir, að sigla hægt áfram, er kallað var frammi í skut, en Gerda æpti að setja fullan hraða á. Framundn gat að líta "framstefni skips, hvasst sem hnífsegg, og skipið stefndi beint á okkur. Það var enginn tími til neins, og þó virtist mér hvert augna- blik sem heil eilífð. Ég greip í eimpípustrenginn og sleppti hon- um ekki, en það var engu líkara en að hraði skipsins sem nálg- aðist væri að aukast. Ég sá sjó og jakahröngl þyrlast upp við stefnið. Howe æpti eitthvað og hljóp eftir göngubrúnni að hvalbyssunni. Hvað hann æpti veit ég ekki. Ég man aðeins að hann nefndi'Bland. Og nú var ég ekki í neinum vafa um skipið, sem yar með hersnekkjulagi. Og á næsta augnabliki sá ég nafnið málað með hvítum stöfum: TAUER III. Og nú rann allt í einu upp fyrir mér hvað var að gerast. Ég skipaði þegar öllum á þilfar. Ég hringdi niður, skipaði að stöðva vélarnar, gaf McPhee fyrirskipun um að koma mönnum sínum á þilfar í snarkasti, og er ég leit við sá ég How beina hvalskutlinum að aðvífandi skipi. Aðeins einn maður, skinnklæddur, stóð á stjórnpalli Tauer III. Svört sjóhattsbrúnin var eins og umgjörð um náhvítt and- litið. Hann hélt báðum höndum um stýrishjólið. Það var Eiríkur Bland. Og nú yar eins og allt gerðist í einni svipan. Skothvellur kvað við er'Howe hleypti af byssunni. Skutullinn hóf sig á lofti hálfbogá og yfif stjórnpallinn á Tauer III. og lenti ein-i Betlari barði að dyrum húss eins í Skotlandi og sagði við frúna, sem opnaði: •— Kæra frú, getið þér ekki liðsinnt mér? Eg hef misst hægri fótinn. — Ja, hann er ekki hért svar- aði frúin og lokaði hurðinni. Gömul draugavisa. Endast dagur, ég það finn, eitthvað er nú á ferðum. Drottinn leiði drösulinn minn, dimmt er í BakkagerSum. Svo sem kunnugir vita, ev mjög slæm lending í Vík í Mýr- dal, ef nokkuð er að veðri. Eitt sinn var bátur úr Vestmanna- eyjum að lenda þar í allmiklu brimi og fór þá ekki betur en svo^ að bátnum hvolfdi í lend- ingunni. Allir þorpsbúar, sem vettlingi gátu valdið, hlupu nið- ur í fjöru, til að bjarga áhöfn, farþegum og farmi bátsins, og tókst það greiðlega, nema hvaS einn farþeginn unglingsstúlka, var all-lengi á floti úti í brim- garðinum, áður en hún náðist. Þegar verið var að draga hana upp úr fjöruborðinu, veittu menn því eftirtekt, að einn heimamanna, vasklegur maður ur tvítugt, stóð álengdar með hendur í vösum og hreyfði sig ekki til hjálpar. Var hann á- vítaður mjög fyrir aðgerðar- leysið, þegar um líf eða dauða var að tefla, og þoldi hann ávít- urnar um hríð, en þegar honum þótti nóg komið, sagði hann með hægð, en þó nokkuð laundrýg- indalega, og glotti við tönn: „Hverjum var það að þakka,. að Gunna flaut?" Strákur ofan af Héraði var í kaupstaðarferð á Seyðisfirði. Hitti hann jafnaldra sinn á Seyðisfirði, sem spurði hann, hvaðan hann væri. Strákur nefndi bæ á Héraði. — Er það næsti bær við Hei- víti? spyr Seyðfirðingurinn. — Óekki, gæzkan, svaraðí strákur. — Seyðisfjörður er á milli. £ dm SwMHlfki l RZAI 2122 —¦ Þú fyrirgefur, hvað ég tók illa á móti þér, sagði Casey um leið og þeir gengu niður stiginn. En þessir innbornu vinir mínir vilja fá að vera í friði og reka alla óviðkomandi á burt. — Afsakið, sagði þekkið þér frænda Tarzan. — En — Vissulega! Það er allt í: lagi yðar vel? \ með hann, sagði Tom og glotti. — Hann er einkaerfingi minti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.