Vísir - 15.01.1957, Blaðsíða 8

Vísir - 15.01.1957, Blaðsíða 8
Þeir, sem gerast kaupendur VfSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1G60. VÍSIR VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó Jiað fjöl- breyttasta. — Hringið í sima 1660 og jjerlst áskrifendur. Þriðjudaginn 15. janúar 1957 Vaxandi sjálfstæðishugur pólskra kjósenda. Gomulka okyrrist vegna óþægi- legra spurninga þeirra. Kosningabaráttan í Póllandi er nú að ná hámarki. Umræður ,á kosningafundum eru frjáls- legar og verða frambjóðendur pft að svara óþægilegum spurn- ángum. | Segja fréttaritarai’ frá því, að þeir hafi m. a. verið spúi’ðir að þvi hvers vegna rússneska sé eina málið, sem kennt sé í pólsk um skólum. Hafi þá margir hrópað: „Við heimtum kennslu í málum vestrænu þjóðanna.“ j Þegar húsnæðismálin eru til .umræðu er mjög fundið að .því, að á þeim hafi verið tekið með vettlingatökum, og þess krafist að á sviði húsbygginga fái einstaklingsframtakið að beita sér. Á einum fundi var sagt við írambjóðanda: „Þér áttuð sæti á seinasta þingi og viðurkennið allt, semj jaflaga fór. Hvernig stendur á l því, að : þér hreyfðuð hvorki þönd né fót til umbóta? Hvers! yegna gagnrýnduð þér ekki sleifarlagið? Af ræðu sem Gomulka hélt í gær kemur glöggt fram, að ( stjórnin hefur nokkurn beyg af frjálsræðinu í kosningabarátt- unni og varar við lýðæsinga- jJiönnum. Gazaiænian. Áður höfðu borizt fregnir um, að ísrael mundi hvorki láta Sinaiskaga allan af hendi né Gazaræmuna af hendi, nema fullt öryggi fengist og í fregn- um í gær var afstaða ísraels tal in harðnandi, en fregnirnar í morgun segja að eins frá áform- um, sem framkvæmd verða, þegar ákveðin öryggisloforð hafa fengist. Vart er það tilvilj- un, að Lester Peirsson tekur til máls um sama leyti og þessi mál • koma aftur á dagskrá en þau eru svo samtengd Egypta- ( landsmálinu, að eitt verður ekki leyst án samkomulags um hin. Um Gazaræmuna hefur áð- ur verið stungið upp á, að þar yrði að staðaldri nægilega öfl- ugt gæzlulið Sþj. Eftirlitsnefnd Sþ. hefur birt skýrslu um manntjón þar í á- tökunum í vetur og segir um 450 hafa fallið þar, en ísraelsstjórn þykir kenna hlut- drægni í skýrslunhi. | Gæzlulið verði með öllum landa- mærum Israels og Arabaríkja. í iátnríhisrúðherr« Kan~ ttdtt gerir tiliögu uwn pviia ísrael krefsl öriisjtjra o» frjálsra sigliuga iim Akabafloa og Súezskurð Kjaradeilan í Grindavík cleyst. í dag heldur sáttasemjari fund mjeð fulltrúum utgerðar- tnanna og sjómanna frá Grinda vík. Ekkert nýtt hefur komið frani í þessari kaupdeilu isíð- ustu viku, og engar samninga- umleitanir liafa átt sér stað. Ef samningar takast ekki í dag hefur verkalýðsfélagið í Grindavík boðað til vinnustöðv unar. Flestir aðkomubátar, sem gerðtr verða.út frá Grindavík! eru komnir þangað og eru þeir| ásamt heimabátum tilbúnir að i . Skemmdir af ofsaveðrí á Vestf jörðum. I fyrrinótt og gær gcrði svó mikið veður af vcstri í Onund- arfirði, að menn muna ekki annað eins. j Varð tjón all-víða af veðr- inu, en mest á Vífilsmýrum, þar sem tvær hlöður fuku, auk fjárhúss, en skemmdir urðu á fjósi. Vörubifreið, sem kom að Vifilsmýrum, svifti veðrið á hvilf, og staurar bi’otnuðu í símalínum. heíja róðra strax og kjarádéil- an leysist. AUs mun 21 bátur veiða gerður út frá Grindavík 1 vetur. Enn sem komið er hefur deila sjómanna og útgerðar- mann ekki h'aft verulegt tjón í för með sér, þar eð stöðugar ó- gæftír hafa vérið og' hefði í mesta lagi vérið hægt að fara einn til tvo róðra þaðan frá ára- mótum, segir í frétt frá Grinda- vík í morgun. Það, sem á millí ber í kjai’a-1- deilunni má segja að sé, að út gerðarmenn bjóða svipuð kjörj 'og eru í Vestmannaeyjum á þeim forsendum að aðstaða til; I • Lester Pearson utanríkisráð- herx-a Kanada hefur haldið ræðu á sambandsþingi Kanada og stungið upp á, að'gæzlúlfö frá Sameinuðu þjóðunúm verði haft r. öllum landamærum Isra-: els og Arabaríkjanna friðinum til örýggis. • Kvað ráðherránn hér brýná nauðsyn til’ bei’a, þar sém iandamæraárekstrar værh tíð-1 ir, einkanlega á landamærhm Jordaníu og ísrael í seinni tíð.' Vildi hann, að Sameinuðu þjóð irnar hefðu nægilegt gæzlulið ( þarna unz búið væri að ganga! frá samkomulagi, er tryggði frið í þessum hluta heirhs á komandi tírnhm. Ekkert nema; slíkt gæzlulið gæti komið í veg fyrir vopnuð átök og jafnvel heímsstyrjöld. Hann kvað ísrael lífsnauðsyn að siglingar væru frjálsar á Akabaflóa, en að eins þar ætti ísrael aðgöngu að sjó (að Ind- landshafi) á mjórri ræimt. — Sömuleiðis bæri að tryggja israelskum skipum frjásar sigl- ingar um skurðinn. Tíminn svarar út í hött. Fer i kringum aÖalatriði olíumálsins, eins og köttur í kringum heitan graut. Tíminn er enn ófáanlegur til að greina frá því, með hvaða flutningsgjöldum eigendur Hamrafells hafi reiknað, þegar þeir festu kaup á skipinu, og ekki vill blaðið heldur svara því, hversu há gjöld skipið þurfi til að bera sig. Var kannske ekki von á því, að blaðveslingurinn vildi fletta svo rækilega ofan af okrurunum, en þögnin er hinsvegar nóg sÖnnun fyrir málstaðnum. — — En í morgun reynir Tíminn að svara með ýmsum fyrirspurnum, svo sem um niðurgreiðslur af hálfu ríkisins á olíuverði vegna hárra flutningsgjalda. Þeim spurningum er mjög auðsvarað. Ef samherji Þjóðviljans, kommúnistinn Lúðvík Jósepsson, hefði viljað láta reynda menn hafa vit fyrir sér við skipa- leigu, hefði verið hægt að taka skip á leigu með miklu lægra verði en gei-t var. Flutningsgjöldin væru þá kannske fjórðungur eða þriðjungur þess verðs sem nú verður að greiða. Mundi þá ekki þurfa að verja stórfé í niðurgreiðslur. En Lúðvík Jósepsson var staðráðinn í að vinna spelivirki, og það hefur honum tekizt. Eigendur Hamrafells njóta góðs af og geta okrað í skjóli þess. Þess vegna eru „samvinnu- menn“ nú engum þakklátari hér á landi en kommúnista þessum. Hann er maður þcim að skapi — — Um kaup annara olíufélaga á stóru olíuskipi er það að segja, að þau mundu áreiðanlega hafa keypt stórt skip af því tagi fyrir löngu, EF ÞAU NYTU SKATTFRÍÐINDA EINS OG SAM- VINNUFÉLÖGIN. Það gerir gæfumuninn fyrir framsókn, að í landinu giHa tvenn lög. Sumir eru í náðinni, og þeir geta okrað. útgerðar í Grindavík sé áþekk og þar t. d. er framan af vertíð notuð lína, en skipt um veiðar- færi í marz og þá tekin net. Og einnig það að Vestmannaeyja- bátar og Grindavíkurbátar sæki á sömu mið. Sjómenn hafa aftur á móti farið fram á að fá sömu kjör og tíðkast við Faxaflóa. , Mál Adams lækn- is tekið fyrir. Stórir citurlfjija- skuBatm iur bunnvtcnir Réttarhöld í máli dr. Adams hófust í gær í Eastbourne í Eng- ( landi, en læknirinn er sakaður um að liafa banað á eitri 81 árs gamalii, efnaðri konu. Er Adams læknir grunaður um að hafa flýtt fyrir dauða margra fleiri aldraðra efnaðra kvenna, í auðgunar skyni. Nokkur hluti réttarhaldanna fór fram fyrir luktum dyrum. Adams var sakaður um að hafa gefið konunni mjög stóra skammta af morfíni og heroini, að hún hefði beðið bana af. Konan hafði ánafnað Adams^ silfurmuni sína o. fl. Réttar- I höldum verður haldið áfram í dag. | Afstaða ísraels. ísrael hefur .nú látið sendi- nefnd sína hjá Sameinuðu þjóð- unurri gera Hammarskjöld grein fyrir áformum sínum varðandi brottflutning ísraelska herliðs- ins frá Súez, og jafnframt falið henni að krefjast þess, að Sam- einuðu þjóðirnar g'eri öruggar ráðstafanir til þess að ísraelsk skip geti óhindrað farið ferða sinna um Akabaflóa. Þar sem á skurðinum hafa Egyptar beitt ísrael ofbeldi og þess vegna eru ísraelsmenn nú tregir til að fara frá Sinai-skaga og' úr eyj- um, sem þeir náðu á sitt vald í Akabaflóa í innrásinni, nema þeir fái öryggi í staðinn. Fara frá E1 Ariz í dag. ísraelsmenn fara í dag með hersveitir sínar frá E1 Ariza eftir að hafa afhent gæzluliði Sameinuðu þjóðanna þar yfir- ráð. ísraelsmenn óttast nýtt hafnbann af hálfu Egyptalands. Á. Akabaflóa hefur komið til átaka milli. Saudi-arabisks gæzluskips og israelsks,. óg kennir hvor aðili hinum um uþptökin. Á fundi allsherjarþingsins í New Yörk er frú Mayers, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanná, og Malik utanríkisráðherra Bretlands og fleiri ráðherra meðan hann dvaldist í Lundúnr um, og einnig gekk hann á'fund Harolds McMillans forsætisráð- herra. Malik þykir einna líkleg- astur allra arabiskra stjórnmálá manna til þess að geta greitt fyrir framtíðarsamkomulagi um deilumálin. Eden fer til Nýjffi Sjálands. Sir Anthony Eden og kona hans leggja af stað áleiðis til Nýja Sjálands föstudag næst- komandi og hyggjast dvelja þar mánaðartíma. Holland forsætisráðherra Nýja Sjálands hefur látið í ljós mikla ánægju yfir ákvörðun þeirra hjóna. Eins og kunnugt er bauð Holland þeim íyrir hönd nýsjálenzku stjórnarinn- ar í desember s.l. að koma í heimsókn eða réttara sagt end- urnýjaði boð um heimsókn, en Eden gat ekki þegið það. Sumar bráðabírgðaráðstafanir verði til frambúðar. Vnticrthurnciattl uthaatjnr rctjnsi* ataau ui jtáiuaaaaaierdiataai. Ráðstafanir þær, sem uni- ferðarmálanefnd bæjarins greip til fyrir jólin til að greiða fyrir umferð þóttu takast vel, og um ferðin gekk greitt þrátt fyrir gífurlegt álag á þröngt gatna- kerfið. Reynslan af þessum ráðstöf- unum leiddi í ljós, að sumar þeirra væri rétt að taka upp til frambúðar og hefrn’ umferðar- nefnd nú samþykkt að leggja til. að bifreiðastöður verði bann aðar við 3 götur, þar sem slíkt bann þótti gefast vel til þess að gii’ða fyrír umferðartruflanir um jólin. Göturnar eru Njáls- gata, Barónsstígur og' Ægisgata. Leggur nefndin til, að bif- reiðastöður verði algerlega bannaðar allan sólarhringinn norðan meg'in á Njálsgötu allri, vestan megin á Barónsstíg milli Bergþórugötu og Hverfisgötu og báðum megin á Ægisgötu milli Tryggvagötu og Vestur- götu. Enn fremur hefur nefndin til athugunar að setja einstefnu- akstur á Lindargötu, sem þótti takast vel fyrir jólin. Árangur af öðrum ráðstöfunum i jóla- umferðinni í bænum er í athug- un.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.