Vísir - 21.01.1957, Side 4

Vísir - 21.01.1957, Side 4
4 VÍSIR Mánudaginn 21. janúar 1957, Fiskafli í heiminum hefur aukist um 40% á 7 árum. Um 70% af heimsaflanum veiðist á norðlægum hafsvæðum. Fiskafli í heiminum hefur aukist um yfir 40% frá 1948, frá 19.400.000 smálestum í um það bil 27 milljónir smálesta 1955, samkvsemt Árbók FAO um fiskveiðar V. bindi, sem fjallar um fiskframleiðslu og fiskiskip. Aflinn er næstum 40% meiri en hann yar fyrir síðari heimsstyrjöldina 1939— 1945. Þetta bindi árbókarinnar nær yfir 150 lönd og birtir sund- urliðaðar, nákvæmar skýrslur í , töluformi, og niðurstöður. Sér- J stakar skýrslur eru birtar um 73 valin lönd, sem landa 75% af heimsaflanum. Birtar eru þær upplýsingar, sem fyrir hendi eru, um fislcveiðar Ráð- stjórnarríkjanna, og ef þau eru talin með fyrrnefndum 73 lönd- ixm, nemur afli hinna völdu iiskvéiðalanda 84% af heims- sflanum. Samkvæmt árbókinni er Kína, að því er skýrslur þar leiða í ljós, fjórða mesta fisk- veiðalandið með 2 millj. smál. 1955. Önnur lönd, þar sem fiskafl- inn er yfir 1 millj. smálesta, eru Noregur (1.867.000 smál. og Stóra-Bretland 1.099.700). Belgía ................. Danmörk (að undanskildu Gi’ænlandi) ......... Færeyjar ............... Grikkland .............. ísland ................. Ítalía ................. Holland ................ Noregur ................ Portúgal ............... Spánn .................. Svíþjóð ................ Fiskiðnaður. Talsverður hluti aflans er hagnýttur í iðnaði, búið til úr honum fiskimjöl, olíur o. s. frv. — Árið 1938 fóru 656.000 smál. til þessara nota, en það hefir aukizt ár frá ári frá 1948 upp í 1.164.000 smál. 1955. Fiskframléiðslan hefur auk- ist í Afríku, Asíu og Suður- Ameríku sem og í Evrópu. Frá 1938—1955 hefur fiskfram- leiðslan aukist sem hér segir: Afríka 168%, Norður-Ameríka 18, Suður-Ameríka 124, Asía 27, Evrópa 35, Kyrrahafséyjar 33 og Ráðstjórnarríkin 66. Evrópulönd. Hér fer á eftir afli nokkurra Evrópulanda í smálestum: 1938 1948 1955 42.900 70.800 80.000 97.100 225.900 425.300 63.000 92.300 105.600 25.000 33.600 60.000 274.300 478.100 480.300 181.200 156.600 217.900 256.200 294.000 319.000 1.152.500 1.504.000 1.867.700 240.000 274.500 390.600 408.500 547.200 762.800 129.200 193.900 200.000 Japanir fremstir Tölurnar leiða í ljós hina iurðulegu aukningu, sem átt hefur sér stað á sviði sjávar- ’útvegsins eftir styrjöldina, en þar er Japan fremst í flokki. Árið 1948 landaði japanski fiskiflotinn 2.430.000 smálest- um, en 1955 4.720.000 smál., eða 2 millj. smálestum meira en næstmesta fiskveiðaþjóðin Bandaríkjamenn, en fiskafli Bandaríkjanna að Alaska með- töldu nam 2.687.00 smálestum 1955. Ráðstjórnarríkin eru þriðja mesta fiskveiðalandið með 2.500.000 smálestir. Litlar breytingar urðu á þessum tíma að því er varðar aflamagn í Frakklandi og Bret- landi. í Frakklandi 530.300 smál. 1938 og 522.700 1955 og Bretland 1.197.800 1938 og 1.099.700 1955. Tölur frá Vestur-Þýzkalandi vekja athygli. Aflinn í Þýzka- landi öllu 1938 nam 776.500 smál., en 1955 Vestur-Þýzka- lands 776.900, með öðrum orð- mn var aflamagn þess svipað og alls landisns áður. Ástralía og Nýja Sjáland hafa aukið afla sinn. Ástralía úr 33.500 upp í 52.100 og Nýja Sjáland úr 27.00 upp í 39.200 smál. I Aflinn flokkaður. Síldarmagn er um 7 millj. jsmálesta árlega eða 27% af heildarmagninu, 26.600.000 smál. miðað við fisk úr sjó, en í næsthæsta flokki er þorskur, ýsa o. fl. 4.200.000 eða 16%. Norðursvæðin fiskauðugust. Norðurhafsvæði jarðar á tempraða beltinu og í Norður- iíshafi eru fiskauðugust og þar jfiskast 18.700.000 smál. miðað við fisk veginn úr sjó eða 70% af heildarmagninu. Hitabeltis- 'svæðin: 4.100.000 (16%) og suðurhvels hafsvæði 1.400.000 1(5%). 18,5 milljarða dollara útflutnlngur USA. Útflutningur Bandaríkjanna á síðasta ári náði algeru há- marki, varð um 18,5 milljarða dollara virði (yfir 300 milljarða kr. virði). Jókst útflutningurinn um hvörki meira né minna en 20% frá árinu 1955, en innflutning- urinn jókst einnig, eða um 12%,' <og komst upp í 13 milljarða, dollara. Helmingur innflutn-. jngsins var hráefni og hálfunn-^ ar vörur. | Er Poujade-bélan að hjaina? V»iugincnn lireyfingar lians Iiafa verið aðgerðalitlir. Ýmislegt virðist benda til þess, að PoUjades-hreýfingin í Frakklandi verði ekki langlíf. Eins og menn rekur minni til, vann hreyfing hans mikinn kosningasigur í Frakklandi á síðasta ári, fékk 50—60 þing- menn kjörna. Síðan hafa ýmsir helztu fylgismenn Poujades sagt skilið við hann, meðal ann- ars þingmaður einn, sem var kjörinn í kjördæmi í París. — Þingmannahópurinn hefur einnig verið eins og villuráf- andi sauðir og ekkert að þeim kveðið, svo að baráttuhugur- inn hefur dofnað mjög. Það var nokkur prófraun Mesfu pnrkar á 700 áruiti í nokkrum iandlaríkjafyíkjuiii. Landið að verða örfoka víða á 50.0 þiis. fermílna svæði. Fyrir nokkru var boðað ferða lag Eisenhowers Bandaríkjafor- seta til þurrkasvæðanna í, Bandaríkjunum, en langvinnir þurrkar hafa valdið þar gífur- legu tjóni, sums staðar undan- gengin 5 ár. Þurrkasváeðið nær yfir stóra' hluta af Nebraska, Colorado, Missouri, allt Kansasfylki og Oklahoma, mestan hluta Texas og gneiðar af Arkansas og Nýja Mexico. Samtals eru þetta 700 sýslur (counties). Á næstum því 500.000 fermílna svæði er meira eða minna uppblásið. — Sums staðar, segir í tilkynningu landbúnaðarráðuneytisins, er ástandið verra en dæmi eru til í sögunni. í Texas hefur ástandið verið þannig á undangengnum mán- uðum, að bændur hafa flykkst til bæjanna í atvinnuleit, til þess að sjá fyrir heimilum sín- um, en allir sem geta, reyna að halda heimilum sínum í sveit- inni. Unga fólkið flytzt burt. „Engin ung andlit sjást lengur,“ sagði bóndi nokkur nálægt San Angelo fyrir skömmu við frétta mann. — Dr. Schulmann við háskólann hefur komist ð þeirri niðurstöðu, að þetta sé versti þurrkakafli á þessum slóðum Norður-Amerku í 700 ár. Dreg- ur hann þessa ályktun sína af árhringum trjáa.. — Komi ekki úrkoma í seinasta lagi í apríl, munu fjölda margir bændur, sem áður áttu stórar nautgripahjarðir, flosna upp. — Til einnar borgar, Williams, verður að fyltja að langar leið- ; ir 120.000 gallón af vatni dag- ] lega — úr Chinodalnum, sem er í 65 km. fjarlægð. í Colora- do hafa verið þurrkar undan- gengin tvö ár. Þá höfðu margir bændur þrefalt og fjórfalt meiri bústofn en nú. Flestir þrauka enn — en allt undir 1957 kom- ; ið, hvort menn geta þraukað lengur. | í Kansas hafa tveir af hverj- ' um þrem bændum orðið að fá sér vinnu í borgunum, en hafa ' ekki yfirgefið býli sín. — f Oklahama, 77 sýslum, nemur ! burtflutningur fólks um 4000 á ári. Ratsjáin sýnir litmyndir. JVýtt ttflii smúðað vestan haSs. Nú er fariS að búa til nýja gerð af radartækjum ög eru íþau áð 'því leyti frábrugðin hin- um eldri að þau sýna litmynd af umhverfinu. fyrir hreyfinguna, þegar efnt var til aukakosningar í kjör- dæmi einu í París fyrir næst- um viku. Þar voru 25 fram- bjóðendur og unnu Poujades- istar duglega fyrir kosninguna, en þeim tókst samt ekki að sigra. Er það skoðun útlendra blaðamanna í París, að ú.r því að Poujades lánaðist ekki að vinna sigur þarna, muni gengi hans nú fara minnkandi, ekki sízt þar sem alþjóð sé ljóst, að þingmenn flokks hans hafa verið eins aðgerðalitlir á þingi og raun ber vitni. Þó er því ekki áð leyna, áð hann á enn tals- verðu fylgi að fagna úti um sveitir landsins. Talið er að þetta nýja tæki sé svo öruggt og gefi svo skýra mynd, að árekstrar skipa, eins og þá er Stockholm og Andrea Doria rákust á, eigi ekki að geta átt sér stað. Uppfinningamaðurinn, Da- vid E. Sunstein í Cynwyd í Pennsylvaníu, bendir réttilega á, að stimdum sé mjög. erfitt að greina einstaka hluta um- hverfisins í venjulegu radar- tæki, þar sem myndin sé ekki nógu skýr. Sérstaklega er þetta áberandi_ þegar sjór er ókyrr; vill þá mjög bera á því, að erf- itt sé að aðgreina skip á ferð og veldur því ölduhreyfingin. Þetta nýja radartæki hefir tvöfalt myndakerfi og koma einstakir hlutar myndarinnar fram á sjónkífunni með öðrum lit en umhverfi þeirra. ★ Kosning á eftirmanni Kör- ners Iheitins Austurríkisfor- séta fer fram 5. maí. fyrir gýg. Hann varð að gefa þeim allar upplýsingar um sjálf an sig og líf sitt, einnig nafn fyrri konu sinnar og hvaða dag þún lézt. Hann sagði þeim nafn ÍQnar síns og heimilisfang hans '■*i jSuður-Afríku, þar sem hann hafði skilið hann eftir, þegar hann fór þaðan heim til Þýzka- lands skömmu eftir að stríðið braust út. Loks varð hann að segja þeim nafn seinni konu sinnar, en hún var ættuð frá Zúrich og varð einnig eftir í Suður-Afríku. Dulles og Mayer sátu síðan fram undir morgun yfir skjöl- um þeim sem þeir höfðu nú ferigið og tóku þá ákvörðun, að gera útdrátt úr þeim sem merki- legust máttu teljast og senda hann í leynisímlykli til Was- hington og í sérstakri skýrslu röktu þeir einstök atriði þess máls og báðu um að nákvæm rannsókn og athugun yrði gerð. Að svo búnu fór Wood aftur til Berlínar. Þótt honum hefði varla komið dúr á auga þessa fjóra sólarhringa, síðan hann fót frá Berlín, fann hann ekki til þreytu. Hann var í einskon- ar eftirvæntingarfullri gleði- vímu. Að vísu höfðu Ameríkan- arnir ekki heitið honum fullri samvinnu, enda var það ekki fyrr en mörgum mánuðum seinna, sem hann fékk að vita, að ekki hefði liðið full vika unz OSS fékk þær fregnir frá Was- ington, að allar upplýsingar hans hefðu reynst ábyggilegar og fengið staðfestingu. Nú mátti hann gera ráð fyrir enn meiri hættum en nokkru sinni fyrr — en hin langa bið var nú loks á enda, og fyrsta skrefið fram á við var stigið. Hann lokaði augunum og sofn aði áhyggjulaus. Þegar hann vaknaði af þessum blundi við það að lestin nam staðar sá hann, að hann var aftur kom- inn til Berlínar. Hvar voru þér nóttina milli 23. og 24. ágúst? Þó komið væri fram yfir há- degi fór hann beina leið í skrif- stofuna í Wilhelmsstrasse og settist að störfum sínum. Nú þýddi ekki annað en vera enn þá varkárari en nokkru sinni fyrr, gæta hvers orðs og sökkva sér niður í vinnuna. Það erfiðasta var að þegja og geta ekki einu sinni talað við vini sína sem líka voru á móti' stjórninni. Svo að segja hver og einn varð að einangra sig og vinna á eigin ábyrgð. Þegar hann léit yfir skrif- borðið sitt sá h’ann, að þar lá áríðandi tilkynning. „Farið þegar í stað til öryggislögregl- unnar og tilkynnið yfirmanni hennar komu yðar.“ Það gagn- tók- hann ægilegur hryllingur. Hafði komist upp um hann? Yfirmaður öryggislögregl- unnar var eftirtektarverð per- sóna. Andlitið var mjög stórt, náfölt. f augunum skein djúp tortryggni og eftirvænting lík- ast því sem hann væri að bíða eftir því að fórnardýrið félli til jarðar, Þarna sat hann við borð- ið með símskeyti í höndunum. „Þér eruð að koma frá Bern |sem sendimaður ráðuneytisins?“ spurði hann með grafarró. „Oss hefur borizt tilkynning um, að þér hafið ekki verið í hótelýui yðar nóttina milli 23. og 24. ágúst.“ „Það er líka rétt,“ sagði Wood og reyndi að brosa. „Mað- ur þarfnast stundum afþrey- ingar, sérstaklega þegar maður er á ferðalagi. Nokkur glös á einhverjum barnum og svo kannske ung stúlka .. .. “ „Það er mjög hættulegt,“ greip lögreglustjórinn fram í, „og hver segir að það sé svo,. eins og þér segið?“ „Eg gerði mér ekkl ljóst fyrr Framh. á 9. síðu. .

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.