Vísir - 21.01.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 21.01.1957, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Mánudaginn 21. janúar 1957. _ . _________ EDISON MARSHALL: 'M • mi HfUNHH 29 _H_BB_HBBEHBBBBBB-BflBflflBBI . Elskarðu mig, Morgana? — Ég hélt, að ég elskaði Aella af því einu að frétía um hugprýði hans og hversu mikill konungur hann væri. Og hvað sem öðru líður er ég enn þá heitbundin honum og mun elska hann, ef ég verð eiginkona hans. Þú ert heiðinn og ef til vill líka þýborinn. Hvernig ætti ég þá að elska þig? — Geturðu ekki svarað annað hvort já eða nei? £—' Nei,'€n þú mátt kyssa'mig, eins og bú vilt, og ég ætla að kyssa þig, eins og mig lystir. ' '" •' ¦• Hún dró andann ótt og títt, meðan hún sagði þetta. Það var Morgana, sem sagði þetta við mig, Ogier, óreyndan óg orð- stírlausan hermann, sem einu sinni var þræll. Ég hefði getað haldið að ég væri sofandi og að mig væri að dreyma, en storm- urinn æddi og það brakaði í seglunum. Ég horfði beínt fram og sá ekki andlit hennar, en ég fann varir hennar við eyra mér og heitan andardrátt hennar. Orð hennar voru undarleg og magn- þrungin og þyngri en spádómur völvu. Myrkrið var dular- fullt. Hún settist á hné mér og var eins og í dvala. Og þegar varir hennar voru saddar, voru mínar varir hungraðar og þyrstar ennþá. Ég hneppti því frá henni tölunum í hálsmálinu. Ég óttaðist alltaf að hún mundi stöðva mig. Því næst þreif ég á húð, sem var eins mjúk og andlit hennar var fagurt. Hin ný- lega fullþroskuðu brjóst hennar voru stinn og kúpt og hæfðu prinsessu. Ég gat ekki trúað þessu enn þá, og þegar ég minntist þess, hver hún var, var ég hálfhræddur við að hætta mér lengra. En þá þrýsti hún sér að mér og þá varð mér ljóst að hún þráði gælur mínar. En ég var ekki ánægður enn þá og langaði til að hætta mér lengra. — Ég held, að þessir rósaknappar séu fullir af hungri sagði ég. — Kanntu ekki ráð til að athuga það sjálfur? spurði hún og stóð á öndinni. Ég sá ekki andlit hennar fyrir myrkri. — Ég held, að það' sé fyrsta villihunang vorsins, sagði ég löngu seinna. — Ég held að þú getir ekkert sagt um það svona fljótt. Meðan ég lék mér þannig að brjóstum hennar, grúfði hún sig sð hálsi mér. En þegar ég vogaði mér neðar, ýtti hún mér írá sér. En ég var víkingur og elskaði hana af allri ástríðu míns nprðlenzka hjarta. Ég hafði ekkert vald á ástríðum mínum lengur. En hún hélt mér frá sér. — Bíddu, Ogier, sagði hún. — Hlustaðu á storminn. — Ég hafði gleymt fárviðrinu, sem æddi og geysaði. — Við getum bæði dáið á hvaða stundu sem er, hélt hún áfram. — Hvers vegna ligg ég ekki á hnjánum og biðst fyrir? Þú átt engan himin til að hverfa að, svo að þú átt að hylja ásjónu þína ótta. En í stað þess liggjum við hér í faðmlögum í syndsamlegri ástríðu. — Ég vissi ekki að ástríðan væri syndsamleg. — En hjarta mitt er hamingjusamt þrátt fyrir allt. Og ef þú vilt fá að heyra sannleikann, þá vissi ég það ekki heldur. — Farðu þá frá með handlegginn. — Ég mundi gera meira en bað, ef ps væri viss um, að við myndum deyja. Ég mundi gera.þig að eiginmanni og veita þér allt. Það væri syndsamlegt að giftast án blessunar prests, og áreiðanlega mundi enginn prestur fást til þess að vígja mig heiðum manni, en samt held ég ekki að mér yrði varpað til heljar. Ég trúi því í sannleika að mér yrði sýnd miskunn og okkur yrði skolað á land á strönd eyjarinnar Avalon. — Stormurinn er á vestan, sagði ég. — En ég held að það skipti engu máli í augum svo mikils guðs. . — En það getur verið að ég lifi og k.omi til Englands, svo að ég verð að vera trú Aella, enda sór ég það við kné föður míns. Þrátt fyrir það elskarðu mig og hefur hætt lífi þínu fyrir mig. í stað. þess að blygðast mín fyrir að þiggja atlot þín, er ég hreykin af þeim. Ég ætla að geyma Aella það, sem honum var heitið, en þú getur fengið allt hitt. Hún vafði handlenggjunum um háls mér og þiýsti vörunum á munn mér. — Ef ég giftist Aella, mun ég ekki segja honum frá þessu dásamlega ævintýri, hvíslaði h.ún,: þegar hún náði andanum aftur. Ég gat nærri því séð ljómann í augum hennar í myrkr- inu. En við skulum þá láta sem svo aS það séu ekki grófir fing- ur Víkingsins ástleitna, heldur fimm hvítir tavfar, sem voga sér inn í töfragarð. ¦¦ . — Hvers vegna viltu að við látum svo? —< Vegna þess að ef þú lofar þeim að ganga á beit hvar sem er — og lætur þá kroppa gras að lyst sinni og ekki láta þá hætta fyrri en ég skipa þeim,. þá verð ég ef til vill djarfari. — Vertu eins djörf og þú g.etur, Morgana. '•¦" — Þá get ég trúað þér fyrir því, Ogier, að ég á fimm litlar hindir, sem langar líka í ævintýri, ef þeim væri sagí til vegar. VII. KAFLI. , VEIÐIN MIKLA. Storminn lægði, eins og jafnan er um alla storma um síðír. Hinn nýi máni óx og varð fullur. Allir.vindar sumarsins komu og hurfu og öll veður með. Vistabúr okkar tæmdist oft, en við urðum aldrei svöng, því að við veiddum í vogum og víkum og uppi á ströndum. Einu s-inni keyptum við farm frísnesks báts fyrir silfurkamb. — Eitt sinn hrakti stormurinn okkur langt út á haf, og þar hefðum við dáið úr þorsta, ef storminn hefði ekki lægt. Há- karlar eltu okkur. Fyrstu vikuna eftir fárviðrið minnti ég Mqrgana oft á þær hættur, sem biðu okkar og þess vegna væri bezt fyrir okkur að nota tækifærið. Tunglskinsnætur og skýþungir dagar veittu okkur óþjót'andi tserfeifæ'rí''tíTað skemmta okkur. Morgana hafði sagt mér söguna um hinn fyrsta mann og hina fyrstu konu. Þeim var gefinn aldingarður fullur af ávöxtum og þau máttu borða af öllum trjánum, nema af skilningstrénu. Þannig var um okkur Morgana. — Borðuðu þau aldrei hina forboðnu ávxeti? spurði ég. — Höggormurinn freistaði Evu, og hún freistaði Adams, sagði hún og roðnaði. Fyrir þetta voru þau rekin úr aldin- garðinum og urðu að neyta brauðs síns í sveita síns andlits. — Voru þau ung og ástfanginn, eins 'óg við erum? spurði ég. — Ég efast ekki um að svo hafi verið. — Þá hefur það verið misskilin lagasetning og heimskuleg, sem þau brutu, og það var rétt af þeim að gera það. — Prestarnir segja að þetta hafi verið syndsamlegt athæfi, og syndin býr í okkur núna. — Jæja, það gleður mig. — Satt er það að ég er ekki eins iðrandi og ég ætti að vera. En ég mun skrifta þetta fyrir skriftaföður minum þegar ég kem í kristið land. — Ef þetta er ætlað ungu'm elskendum, hvernig er þá hægt að segja, að það sé ljótt. — Ég veit það ekki, en ef til vill gætu prestarnir útskýrt það. Vissulega mundi ég vera sorgbitin ef þú og ég — og allt annað fólk hefði aldrei fæðzt. Ef til vill værum við þá öll á himrjum. — Við heiðingjarnir líka? J _=o k*v*ö»hd«v«ö*k«u»n«n-i >ooe«oe»ooooeoðee«c»eeo» I Vestur-Berlín var barna- kennari dæmdur í 30 marka sekt fyrir að löðrunga nemanda sinn. Nokkru seinna reiddist kenslukona í sömu borg við nemanda sinn og kvaðst mundu slá hann utanundir ef hann hlýddi sér ekki skilyrðislaust. „Það kostar 30 mörk," svar- aði strákur hortugt. „Það er mér alveg sama og jafnvel þótt það kosti 100 mörk," öskraði kennslukonan í bræði sinni. „Bíddu! Bíddu!" heyrðist þá allt í einu hljóð úr horni. Það var annar strákur úr bekknum, sem rétti upp hendina í ákafa. „Hvað viltu?" spuði kennslu- konan önugt. „Þú skalt heldur berja mig, eg skal ekki taka nema 20 mörk fyrir það." Nokkru eftir að Brown haf'ði lagt af stað frá Knoxville — enn í bíl sínum — var hann stöðvaður af tveimur fótgang- andi mönnum. Brown varð ekki um sel. í fyrsta lagi var orðið myrkt af nóttu og engin umferð eftir veginum, og í öðru lagi virtist honum mennirnir næsta skuggalegir. Hann reyndi samt að sýnast rólegur^ brosti góðlátlega — oft hjálpar það — og spurði hvort hann gæti nokkuð gert fyrir þá. Brown varð rólegur aftur, þegar annar náunginn vék sér að honum og .spurði hvort hann gæti hjálpað þeim um eldspýt- ur Feginshugar þreif hann eld- spýtnastokk upp úr vasa sínum, fékk manninum og bjóst til að halda áfram. „Bíddu andartak," sagði þá hinn maðurinn. „Við félagarnir eigum eftir að koma okkur sam an um hvernig við eigum að skipta með okkur reitunum, hvor á að hirða bílinn og hvor peningaveskið þitt." C. @. &UW9U$ká -TARZAW- 2271 ':-!!!, Að lokum komu þeir að stað ein- um þar sem þefur af Tantor lá í loftinu. Gætið að ykkur, hvíslað, ísonungur frumskógarins. Leggið vel á minnið, allar dýra- götur og sterk tré sem voru á leið og þú Hemu, þú byrjar. Við bíðum á ljós hinn grái stóri búkur Tantors. meðan. í skyndi þreif hann stein og kastaði Hemu fór gætilega og brátt kom í honum í Tantor til að æsa hann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.