Vísir - 23.01.1957, Blaðsíða 6

Vísir - 23.01.1957, Blaðsíða 6
VfSIR Miðvikudaginn 23. janúar 1957. DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Ólögleg framleiðsla á ópíum í hámarki 1955. Deyfilyfja neyta milljónir manna þrátt fyrir alþjóða eftirlit. Fyrirfaafnarlaus sigur. tað var efnt til „kosninga“ í Póllandi á sunnudaginn, og það er rétt að hafa slíkar kosningar innan gæsalappa, því að úrvalið var litlu meira en venjan er í ríkjum kom- múnista. Að vísu vildi svo til að frambjóðendur voru að þessu sinni fleiri en þau þingsæti, sem um var ,,bar- izt“, en þó voru þeir allir frá sömu flokkasamsteypunni, þar sem kommnistar hafa tögl og hagldir. Það er því > ástæðulaust að tala um það, Íað Pólverjar hafi fengið að taka þátt í „frjálsum" kosn- ingum, og varla verður efnt ] til þeirra í landi þeirra, } meðan Gomúlka og kumpán- ] ar hnns fá einhverju að ráða. iVIenn voru að vísu ekki skyld- aðir til að greiða atkvæði eins og áður( en fáir munu hafa treyst því, að ekki gæti orðið um hefndarráðstafanir að ræða gegn þeim, sem sýndu stjórninni fjandskap. Og tök kommúnista á þjóð- inni með fulltingi rauða hersins eru svo traust, að ekki var við öðru að búast en að Gomúlka hefði „sig- ur“. Og sennilega hefir það heldur ekki komið neinum á óvart, að hann skyldi fá 99,5 af hundraði þeirra at- kvæða, sem greidd voru í kjördæmi hans. Að líkindum hafa þau úrslit verið vís, áð- ur en kjörfundur hófst — að góðurn einræðdssið. ■ I Annars var aðvörun sú, sem Gomúlka gaf Pólverjum fyrir kosningarnar, á marg'- an hátt merkilegri en úrslit „kosninganna“. Hann sagði,! að hætta væri á því að Pól- land yrði þurrkað út af landabréfinu, ef stjórn hans hefði ekki sigur. Gomulka þekkir vini sína í Moskvu, hann veit, að þeir hefðu ver- ið reiðubúnir til að leika Pólland eins og Ungverja- land, ef þar yrði vart alvar- legrar andspyrnu. Það er ekki á hverjum degi, að kommúnistar gefi slíkar yfir- lýsingar varðandi drengskap þeirra, sem í Kreml sitia og segja þeim fyrir verkum. „Burt raeð herinn ...." J»jó5/iljinn segir frá því í gær, I að haldinn hafi verið aðal- ) fundur Verkamannafélags }í Akureyrar á sunnudaginn, f og hafi þar meðal annars í verið samþykkt ályktun um } það, að herinn skuli hverfa á brott úr landinu. Sam- J kvæmt frásögn Þjóðviljans J skoraði fundurinn „alvarlega J og eindregið á ríkisstjórn ’ íslands að taka aftur til af- J greiðslu hið allra fyrsta [ uppsögn herverndarsamn- f ingsins við Bandaríki Norð- f. ur-Ameríku. Bendir fundur- ! inn á viljayfirlýsingu Al- f þingis frá 28. marz s.l., svo J og það, að núverandi ríkis- T stjórn hét þjóðinni tafar- f arlausri afgreiðslu á málinu, J þegar hún tók við völdum. f .... (Fundurinn) telur all- f an drátt í málinu vera al- f varleg svik frá (svo!) gefn- V. um fyrirheitum.“ Með frásögn sinni af aðalfund- J inum birtir Þjóðviljinn ) mynd — af formanni Verka- f mannafélags Akureyrar. En ? blaðið gleymir alveg að geta r þess_ að sá sami maður er [ einn af þingmönnum kom- f múnista nú, og hefir þess T vegna verið í hópi þeirra, J sem lögðu blessun sína yfii' '. það, að herinn skyldi vera I lifer Sfram. Þegar á þetta er f litið, virðist alveg vanta í I i frétt Þjóðviljans nokkra frásögn af því, hvort fund- armenn á Akureyri hafi ekki spurt formann sinn og þing- mann, hvert hafi verið fram- lag hans á þingi eða meðal stjórnarflokkanna þegar varnarmálin voru til um- ræðu fyrir nokkrum vikum. Þjóðviljinn getur þess hins- vegar að ofangreind álykt- un hafi verið samþykkt ein- í’óma og hefir því þingmað- urinn og formaðurinn senni- lega tekið undir þessa á.<jkor- un á sjálfan sig. Það er ósennilegt. að þessi á- lyktun Verkamannafélags Akureyrar hafi mikil áhrif. Félög þau, sem kommnistar ráða yfir, hafa hvað eftir annað samþykkt ályktanir í svipuðum dúr á undanförn- um árum, og þingmenn kom- múnista sýndu áþreifanlega, þegar varnarmálin komu til kasta alþingis fyrir fáeinum vikum, hversu mikla á- stæðu þeir telja til að fara eftir þeim. Vafalaust hefir formaður Verkamannafélags Akureyrar gert sér grein fyrir því_ þegar hann rétti upp höndina á fundinum á. sunnudaginn, að uppbótar- þingmaður kjördæmisins mundi ekki sinna ályktun- inni. | Hin Iöglega frainleiðsla deyfi- lyfja unnu úr ópiumplöntunni hefir aukist stöðugt síðustu árin og sérstaklepa liefur eftirspurn eftir kodein verið mikil. Hin ólöglega framleiðsla, sem erfitt er að hafa gætur á, virðist einnig vera mikil, þrátt fyrir al- þjóðlég átök til þess að halda henni í skefjum. Að mijansta! kosti má gera ráð fyrir, að fram- leidd séu ólöglega deyfilyf, er nægi daglegri þörf nokkurra milljóna manna. | Þetta kemur fram í S. Þ. — skýrslu fyrir árið 1955 og styðst við upplýsinga frá um 80 lönd- um er vinna saman með milli- göngu deyfilyfjanefndar S.Þ., en nefnd þessi hefir einmitt um þessar mundir starfað í 10 ár. Nefndina stofnaði fjárhags- og félagsmálastofnun S.Þ. á sínum tíma til þess að annast þau við- fangsefni á þessu sérstaka sviði, sem þjóðabandalagið áður hafði haft með höndum: Eftirlit með framleiðslu og verzlun um löglegar leiðir og tilraunir til að stemma stigu við leynisölu og ólöglegri framleið-( slu. Sem stendur vinna S.Þ. að þvi að safna saman öllum gild- andi alþjóðasamningum um þessi atriði í eina sameiginlega samþykkt. Tekti samþykktar- innar hefur þegar verið saminn að mestu leyti og verður vænt- anlega lagður fyrir alþjóðafund á þessu eða næsta ári. Með milligöngu S.Þ. hefir þó þegar náðst töluverður árangur. Mörg lönd hafa þegar takrharkað eða hreint og beint bannað að tyggja coca-lauf, og Iran hefur nú nýlega sett algert bann við ópíumframleiðslu í 'landinu. Hvaða þýðingu þetta liefur kem- ur í ljós, þegar tekið er til greina, að 1,5 milljón manna í Iran eru þrælar eitursins og að 100.000 Persar deyja árlega vegna misnotkunarinnar. Kodein neysla eýkst, heroln minnkar. S.Þ. skýra frá, að á árinu 1955 hafi lögleg framleiðsla og eftir- spurn ópíumlyfja aukist sam- tímis. Þetta á aðallega við um kodein. Af þeim 88,5 smál. af ópíum, sem framleiddar voru 1955, — mesta framleiðsla sem S.Þ. hafa skrásett undanfarin 10 ár — voru aðeins 4,5 smál. not- Meistaraflokks- keppni T.BíK. Spilað luifa verið 3 lunferðir í sveitarkeppni meistaraflokks, í bridge, i Tafl og bridge-klúbbn- um. í 2. umferð fóru leikar þannig. að sveit Guðm. Sigurðssonar vann sveit Hjalta Eliassonar, sv. Daníels Markússonar vann sv. Konráðs Gíslas., sv. Agnars ívars vann sv. Ólafs Ásmunds- sonar. Jafntefli gerðu sveitir Ragnars Þorsteinssonar og Ing- ólfs Böðvarss., og Jóns Magnús- sonar og Zoph. Benediktssonar. I 3. umferð vann Hjalti Ragn- ar, Daníel Guðmund, Zophonías Agnar, Ólafur Konráð og Jón Ingólf. Efstar eru nú sveitir Jóns Magnússonar og Zoph. Bene- diktss., með 5 stig hver og sveit ir Hjalta, Daníels og Agnars með 4 stig hver. Tvær umferðir hafa verið spil aðar í einmenningskeppni. Þessir fimm eru efstir: Georg Guð mundsson 103 stig, Guðl. Níels son 102, Leifur Guðjónsson 101 Þórður H. Jónsson 101, Tryggvi Gislason 100. Næst verður spilað fimmtudag 24. þ.m. aðar sem ópíum, en hinu var öllu varið til að framleiða aðrar blöndur, fyrst og fremst kodein. Heroin er alveg að hverfa úr löglegri verzlun, af því að æ! fleiri lönd hafa sett bann við þessu deyíilyfi vegna hættunnar við misnotkun. Að því er snertir framleiðslu coca-laufs er erfitt að tilgreina nákvæmar tölur, en vitað er, að hin ólöglega fram- leiðsla er nærri 20 sinnum meiri en hin lögmæta. Vegna áhuga þess, sem mörg riki hafa sýnt að hafa tangar- hald á framleiðslu deyfilyfja, er nú hægt að fylgjast nákvæmlega með löglegri framleiðslu og not- kun, en hins vegar er erfitt að gera sér fyllilega grein fyrir raunverulegu víðtæki leynisöl- unnar. Miðstöð ólöglegrar vei-zl- unar eru Austurlöndin, og eftir því sem séð verður af deyfi- lyfjasendingum þeim, sem lagt hefir verið löghald á síðustu árin, tekur leynisalan fyrst og fremst til svokallaðra náttúru- framleidd eru úr plöntum, sér- staklega ópíumplöntunni. Efnafræðileg framleidd deyfilyf. Framleiðsla efnafræðilega til- ( búinna deyfilyfja fer einnig i vöxt. Ástæðan til, að yfirvöldin íi mörgum löndum höfðu áhuga1 fyrir þessari íramleiðslu í fyrstu, j var sú, að gert var ráð fyrir, I að eftirlit yrði auðveldara. Þess vegna hafa verið gerðar tilraunir til framleislu efnafræðilega gerðra deyfilyfja, sem hafa áttu sömu lækningaleg áhrif og hin eðlilegu, án hliðstæðrar freist- ingar til misnotkunar. Deyfi- lyfjaeftirlit S.Þ. framkvæmir víð- tækar rannsóknir á rannsókna- stöð sinni í Geneve. Hingað til hafa syntetisk deyfilyf reyrist að vera jafn hættuleg og hin eðlilegu. Hráefni efnafræðilega gerða deyfilyf ja eru aðallega \ koltjara og steinolía. • Sagt er, að Imre Horvath, sonur ungverska utanríkis- ráðherrans, sé meðal flótta- manna í Vínarborg; og geri sér vonir um, að komast til Bandarikjanna. JHlann kvað hafa algerlega hafnað til- mælum föður síns um að hverfa aítur til Ungverja- lands. Hann hefur kallað föður sinn föðurlandssvik- ara og neitar að tala við hann. Umferðarmálin eru ofarleg-a ú baugi um þessar niundir, og hef- ur alménningur oft verið eggj- aður á að koma fram með nýj- ar tillögur, ef þær gætu orðið til úrbót-a. Hér fer á eftir bréf, sem Bergmúli liefur borizt uin þessi mál: „Vinur minn, ungur piltur, lið- lega tvitugur, varð á síðastliðnu hausti fyrir bifreið og beið bana af. Síðan þetta skeði hef ég oft verið að hugsa um það, hverjar ástæður gætu valdið svo hörmu- legu atviki. Eg hef þess vegna tekið mig til og farið i göngu- ferðir á kvöldin, þegar orðið er skuggsýnt og þá helzt i stórrign- ingu og hvassviðri, til þess að at- huga umferðina hér i bænum. Of mikill hraði. Á þessum ferðum minum hef ég orðið þess var, að því verra, sem veðrið er og minna skygni, því liraðar er bílunum ekið. Eg ætla nú að segja frá nokkrum þeirra, sem keyrðu fram hjá mér. Á Njarðargötunni taldi ég 5 bila, sem óku með 80—90 km hraða á klukkustund, á Barónsstígnum 11 bila á svipuðum hraða, á Frí- kirkjuveginum, 26 bíla á 70—80 km liraða. Á Laufásveginum sá ég litlum bíl ekið með 100 km liraða eða þar yfir, og lítið hægt á, þó að beygt væri niður Bók- hlöðustíg. Þetta eru aðeins fá dæmi af því, er ég sá eitt kvöld. Tillögur til úrbóti.. Eg mun nú bera hér fram tillög ur til úrbóta í þeirri von að þeim verði eittlivað sinnt, eða teknar til athugunar. í fyrsta lagi legg ég til, að 100 menn verði ráðnir til þess að -aðstoða um- ferðarlögregluna til þess að hafa uppi á ökuníðingum, sem virðast leika lausum liala hér i liöfuð- borginni. Þetta þurf-a að vera rosknir menn, sem liafa ekið bii mörg ár og hafa ekki verið skráðir í bækur lögreglunnar. Þeir ættu að ganga 2 og 2 saman á kvöldin og skrifa upp númer bifreið-a þeirra, er fara með ó- hæfilegum liraða. (Ef einhverj- um finrist það ólíklegt að liægt sé að áætla hraða bifreiðar, skal ég geta þess að i seinustu keppni hjá Félagi bindindisfélags öku- manna var það sú pröfraun, sem flestir stóðust). Strangari viðurlög. Siðan á að sekta þessa mcnn og ef það ekki dugir, á að taka af þeim ökuskírteini um lengri eða skemmri tima. Eg hef hugsað mér •að þeir menn, sem þannig yrðu ráðnir til þessara starfa, ýririu að nokkru leyti þessa vinnu sem sjálfboðaliðar. Eg er alveg viss um, að það eru margir góðir menn liér í þessum bæ, sem vildU fórna nokkrum tíma til þess að bjarga meðbræðrum sínum frá hörriiu- legum dauðdaga. í öðru lagi vil ég að •allir, sem eiga lóðir, sem hægt er að aka bíl inn á, verði skyldaðir til þess að aka bíl sín- -um inn á liana, í stað þess að bif- reið þeirra er látin st-anda á göt- unni, og í þriðja lagi á að livetja menn til þess að leggja bíl sínum í dinnnasta skammdeginu. Nýmæli. Eg lief nú komið hér með nokkrar tillögur, sem ég lief ekki séð, að áður liafi verið birtar á prenti. — Eg skora á ykkur, sem eigið að stjórna þessum málum, að vakna af ykkar væra blundi. og hefjast lianda til úrbóta. Það þarf m-argt að lagfæra hér hjá okkur en mest af öllu er það að.- kallandi að bjarga mannslifunum. . — Þröstur."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.