Vísir - 23.01.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 23.01.1957, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Miðvikudaginn 23. janúar 1957. EDISOM RÆARSHALL: VíkiHtfurim 33 BHSQBSIBBIBBHHÐHISB'iSDaiHeSfflBQBBaHHaMaaaB í drekanum, svo að sólin skini ekki á þá og vekti bannig athygli á skipinu. Nú var drekinn skaraður skjöldum, sumum svört- 'um, sumum gullnum. Það var falleg sjón að sjá þetta. Svo heyrðist hundrað radda hróp: — Óðinn! Óðinn! — Óðinn! Óðinn! hrópaði ég sem svar. — Heilagur Davíð! Heilagur Davíð! hrópaði Morgana, og lokkar hennar þyrluðust í storminum og augun leiftruðu. Og Berta hrópaði: — Heilgur Georg! Heilagur Georg! — En Kitti og Kuola þögðu, eins og þau hefðu ekki orðið xeins vör. Og Sendingur gamli heyrði ekki neitt og gat ekki sagt neitt. — Við stefndum að lítilli eyju, vegna þess eins, að vindurinn bar okkur þangað. Ég ætlaði að reyna að sigla hjá henni, og <ef við gætum haldið undan fram í myrkur mundum við sleppa. — Viltu líta á sjókortið? spurði Morgana, þegar ég hafði sagt henni og Bertu frá ráðagerð minni. — Ég athugaði það í gær, meðan þig sváfuð, en það mundi ekki saka, þó að þið lituð á það ef mér skyldi hafa yfirsést. — Ég þóttist viss um, að mér hefði ekki yfirsést, en ég vissi, að Morgana vildi vera til aðstoðar, eins og hún gæti. Hún og Berta krupu því niður og fóru að athuga kortið. —• Ef þú ferð fyrir vestan eyjuna, er þér óhætt, sagði llorgana. — Ég hafði líka ætlað mér það. En hvað er austan við hana? — Það virðast vera hættuleg sandrif. — Það var gott, að þú komst auga á það, sagði ég. Það xefði vel getað komið fyrir að ég hefði skipt um skoðun og þá ihefði ég strandað þar og Ragnar náð okkur---------- Ég þagnaði allt í einu og báðar konurnar störðu á mig með spurningarsvip. — Hvað er að? spurði Berta. — Ég var bara að hugsa um það, að Ragnar gæti ekki náð ckkur þar án þess að stranda sjálfur. Ormurinn langi er miklu öjúpsigldari en Leikfang Óðins. Ef við létum hann elta okkur þangað, gæti svo farið, að hann færist, en við lifðum. — Ég vildi, að svo færi, sagði Morgana rólega. — Iíann er Tbölvun gervallri kristni. — Það er ekki vegna þess að mig langi til að sjá skip hans hrotna í spón, menn hans skolast í sjóinn og lík Ragnars fkolast á land. Einhvern tíma getur að því komið, að ég verði bölvun gervallri kristni. Það er vegna þess, að hann er að elta þig, að ég vil, að hann drukkni. Jæja, ég ætla að velja austari leiðina. Það skiptir engu um okkur. Kitti, hvort við lifum eða deyjum, bara ef Ragnar deyr. Kuola kom með okkur og verður að taka því, sem að höndum ber. Svo var til skilið í samn- ingnum. Og Sendling skiptir það engu máli, hvað fyrir hann 3temur. Ef þið Berta deyið, farið þið til himins. Ég mun ekki ætlazt til þess, að þú fylgir mér. — Hvert ferð þú? spurði hún. — Ekki til Valhallar. Engin valkyrja mun koma eftir mér. ÍÞær munu allar koma eftir Ragnari og mönnum hans, vík- iagunum. Þær munu koma syngjandi á hvítum fákum, og and- lit þeirra munu verða bjartari en sverð þeirr, þegar þær flytja burtu hina látnu. 1 — Ætlar þú að fara til Avalon? spurði Morgana og augu hennar leiftruðu. — Vel getur svo farið, að mér skoli þar á land, því að örlög mín eru mjög einkennileg. ... :— Þá ætla ég að fara með þér. — Ég veit ekki hvernig þú ættir að geta það. Jafnvel þótt þú vildir afsala þér himninum mín vegna, geturðu ekki skilið við Bertu. -— Belrtu væri alveg sama, þótt hún færi til Avalon. Hún hefur trúað mér fyrir því. Fólk hennar er frá Devon og hefur ekki verið kristið mjög lengi. Ef við förum þangað, verðum við að taka — gula fólkið með okkur. — Nei, sálir þeirra munu fara í líkami fug'la og fljúga aftur heim til Lapplands. — Það er ágætt. Og ef Sendlingur kemst til Avalon mun hann læknast af áverka sínum og geta talað aftur. — Það geta verið örlög mín að hverfa niður til Heljar, af því að ég hef verið svo hamingjusamuf. — Ég hef líka vgrið hamingjusöm. Morgana reis upp og kyssti mig á munninn. — Hvað áttu við með þessu? — Ég á vfð'það, að ef þú ferð til Heljar, æcla ég að biðja dýrlinga mína að lofa mér að fara þangað líka. r , j' , • '' i, ‘flib Eg losaði linuna Sem fest'var við borðstokkinn, svo að seglið hékk niður. Það leit svo út sem hún hefði slitnað og mér fannst ég heyra hláturinn í mönnum Ragnars. Við létumst vera í óða önn að gera við línuna. Meðan þessu fór fram, hafði dreki Ragnars unnið á okkur um eina mílu. Ég undraðist það, að engin skip skyldu vera á þessum slóð- um. Hvergi, svo langt sem augað eygði, gat ég komið auga á frísneskt kaupskip, engir þorskveiðibátar og ekki svo mikið sem róðrarbátar við strendurnar. Svo virtist sem þorpið á eynni væri vita mannlaust.'Hvergi sást reykur úr reykháfi. Sýnilegt var, að floti Ragnars hafði verið hér nýlega og að hinir frísnesk:u menn, sem höfðu flúið undan þeim höfðust enn þá við í fylgsnum sínum og þorðu ekki enn þá að.hverfa aftur til heimila sinna. Ef. við gætum lokkað Ragnar til að stranda dreka sínum á sandrifi, var enginri nálægur til að bjarga honum. ■ ■ . . Hinir norrænu víkingar voru voldugif, en voldugastur þeirra allra var Ragnar. Hvaða vit var þá í því, að fyrrum þræll hans, Ogier, óreyndur í hernaði, reyndi að hefia styrjöld við hann. Svo leit út sem við værum að flýja í ógn og skelfingu. En ef guðirnir hefðu litið inn í hjörtu okkar, héfðu þeir varla rumdi Mantins, 4 k*vö»l»d*v*ö*k*u*n*n*i Hér er saga frá Þýzkalandi. Hún er aldargömul: Eduard Mantins var blá- fátækur stúdent sem varð að láta hverjum degi nægja sína þjáning óg vissi 1 raun og veru aldrei hvort honum tækizt að seðja hungur sitt í dag eða ekki. Hann varð að finna upp á ein- hverju til þess að geta stundað námið áfram, greitt leigu fyrir herbergisholuna sína og aflað |sér einhvers matar. Það sem 'hjálpaði honum hvað mest var það að hann var söngelskur og gat gripið inn í þar sem skorti söngkrafta á skemmtanir eða í \reizlur. Þá bar það við nepjufullt rigningarkvöld í nóvember- mánuði að dyrabjöllunni njá Eduai’d Mantins var hringt. Fyrir dyrum úti stóð maður og bað hann að vera mættan klukk an átta stundvíslega í veizlu hjá Strörner sendiráðsmanni, því þar vantaði söngmann til að skemmta. Þetta er fín veizla og fataður væri kjóll, hvítt vesti og hvít slaufa. Sendimað- urinn kvaðst koma aftur eftir tíu mínútur til þess að sækja hann. ..í þessu hundaveðri fer eg trúað sínum eigin augum — við dirfðumst að leggja gildru fyrir hann. Létum við okkur dreyma um það, að við gætum sigrazt á Ragnari, hinum voldugasta allra víkinganna. Skyndilega opnuðust augu mín. Morgana stóð við hlið mér og hár hennar þyrlaðist í vindinum. Mér sýndist hún líkjast gyðju. Hún hafði sagt mér, að nafn hennar þýddi Dóttir hafsins. Þegar ég sleppti seglinu aftur, efuðust víkingarnir ekki um, að stagið hefði slitnað, þegar mér reið mest á. Þegar ég reyndi árangurslaust að grípa það, öskruðu víkingarnir af gleði. Því að akuryrkjuþrællinn, sem hafði gerzt ræningi, mundi nú brátt falla 1 hendur þeirra aftur. Nú voru þeir ekki í meira en fjögur hundruð metra fjarlægð. Ég gat þegar greint Ragnar meðal víkinganna. Sjórinn framundan æddi og freyddi, og þegar Kitti stikaði dýpið, var það ekki meira en þrjú fet. — Óttastu Orminn langa! hrópuðu víkingarnir. — Það er skömm að því fyrir ykkur, að ná ekki Leikfangi Óðins! hrópaði ég aftur. Þá dimmdi mér fyrir augum og það, sem ég sá, var eins og úr gömlu ævintýrakvæði, þegar jötnar börðust við goðin, áður en Loki var hlekkjaður. Á öllu þessu hafi var ekkert sýnilegt nema Ragnar, víkingar hans og við. Mávar og hafsúlur sveimuðu yfir okkur. Strönd- in var hljóð og kyrrlát, á stöku stað sást hákarlsuggi upp úr sjónum. Ég starði á Sendling. Hann renndi sýnilega grun í, hvað ég ætlaðist fyrir, því að deyfðarsvipurinn var horfinn úr augum hans og hann hafði rcðnað í framan. sem var í illu skapi og hafði auk þess aurað sér saman nægum peningum til að geta lifað af morgundaginn. „Eg hreyfi mig ekki hvað sem í húfi er, þótt eg féngið heila milljón," bætti hann við með áherzlu. „Þvaður og bull,“ sagði sendim. og byrsti sig. „Þér fá- ið hálfan annan dal fyrir að koma og auk þess er alltaf góð- ur matur hjá Strörner borgar- ráðsmanni.“ ..Já, hálfur annar dalur og góður matur það er nú annað mál. Kannske að maður slái til.“ Þessi veizla varð upphaf þess að Eduard Mantins var ráðinn að hirðóperunni í Berlin, en þar varð hann frægur söngvari. MAGNÚS THÖRLÁCIUS~ hæstaréttarlögnisður Málflutningsskrifstofa Aðalstræti 9. — Sími 1875 c. a. SuM'cuífkA 2273 %■ %í t * Að lokum, eins gert ráð fyrir, elti og Tarzan hafði, Tantor nú þriðja hlauparann, sem skaust upp í tré skammt frá þar sem Tarzan beið. Nú var komið að Tarzan sjálfum, sem skaut nokkrum örvum í búk fíls- ins. Tantor ærðist enn einu sinni og tók á sprett á eftir Tarzan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.