Vísir - 24.01.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 24.01.1957, Blaðsíða 4
vísm Fimmtudaginn 24. janúar 1957. irlsm DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Vfnirnír bregðast líka. Tíminn er gramur Þjóðviljan- um fyrir það, að hann skuli ekki standa algerlega með I framsóknarmönnum í olíu- málinu. Segir Tíminn í gær, að Þjóðviljinn leyfi sér að taka undir „íhaldsrógmn um Hamrafell og eigendur þess“, en rógurinn vitanlega fólginn í því, að bent er á það, hversu mikla fúlga eigendur skipsins taka úr vasa almennings með því að j láta skipið flytja olíu til I landsins fyrir miklu hærri 1 farmgjöld en skipið þarf til ' þess að sKÍla hagnaði. En það er fleiri en kommún- istum^ sem hefir ofboðið framferði eigenda Hamra- j fells og framsóknarmanna yfirleitt í þessu máli. Það j má til dæmis minna á það, j að farmgjöld skipsins og j skattlagning eigenda þess á olíunótendum með íulltingi 1 ríkisstjórarinnar voru til j umræðu í bæjarstjórn j Reykjavíkur ekki alls fyrir ! löngu. Þar treystist aðeins } einn maður til að mæla okr- j inu bót, og það var vitanlgea framsóknarmaðurinn, sem telur sig víst ekki kosinn í bæjarstjórn til þess að gæta hagsmuna kjósenda sinna, heldur fyrst og fremst fram- sóknarmannanna og gróða- sjónarmiða þeirra. Allir aðr- ir bæjarstjórnarfulltrúar fordæmdu athæfi framsókn- armana, og gengu í lið með „íhaldinu“ í málinu. Það eru - einungis þeir fram- sóknarmenn, sem eru alger- lega handjárnaðir er reyna að mæla Hamrafellshneyksl- inu bót. Allir aðrir viður- kenna, að framsóknarmenn hafi misnotað aðstöðu sína í stjórn landsins á herfilegasta hátt til að hafa milljónir króna af óbreyttum borgur- um, er standa berskjaldaðir gagnvart svo ríkistryggðu okri. Ákvörðun farmgjald- anna fyrir Hamrafell mun ævinlega verða talin dæmi um hámark misnotkunar ríkisvaldsins, og vita menn þó, að framsóknarmenn kalla svo sem ekki allt ömmu sína, þegar um slíkt er að ræða. ftMinningarorð : Eggert Eggertsson, dóin- og stcfnuvottur. Spádómar eða staðreyndir. Þjóðviljinn hefir orð á því í gær, að „íhaldsblöðin" birti I nú daglega „miklar frásagn- ) ir um verðhækkanir, sem í ) vændum séu og fjölbreytta útreikninga um það efni“. Síðan segir blaðið, að nær væri að birta frásagnir um vörur, sem sé þegar komnar á markaðinn með nýju á- lögunum, án þess að álög- urnar hafi yfirleitt kom- ) ið fram í útsöluverði ennþá, því að álagning milliliða hafi verið lækkuð sem skött- . unum nemi. Nú hefir Þjóðviljinn tekið því svo dæmalaust illa þegar i birtir hafa verið útreikning- ar á hækkun vöruverðs á Þegar rætt er um lögfræði sem fræðigrein og störf sem lagaþekkingu þarf til að gegna, svo sem dómstörf og málflytj- enda, er ein tíðasta spurning ólögfróðra manna sú, hvort lögfræðin sé ekki þur og þyrk- ingsleg og lagastörfin þreytandi og gleðilítil. Hvoru tveggja þessa svarar sá neitandi er saman fer hjá þekking í fræði- greininni og hæfileikar til starfanna. Það er hvorki þurt né þyrkingslegt að nema vísindi þeirra reglna, er mennimir hafa sett um samskipti sín, né heldur þreytandi eða gleðilítið að virða hin óteljandi tilbrigði lífsins til umbunar eða viðurlaga í sam- ræmi við þau. Verður þó að sjálfsögðu bjartara yfir hvor- tveggju námi og starfi, í.aug- um þeirra manna, er notið hafa góðra leiðsögumanna við nám og samstarfsmanna eftir að al- varan hófst, en til hvors tveggja hefir sú kynslóð lög- manna, sem nú er í blóma lífs- ins, borið gæfu. Það er vant að meta góða starfsmenn í greindum efnum til raðar, en sú er þó sannfær- ing mín að sá þeirra, sem síð- ustu áratugina hefir átt drýgst- an þátt í því að létta störf okk- ar lögmanna þessa bæjar, lífga andrúmsloftið og fjölga sól- skinsstundunum, hafi verið Eggert Eggertsson, dóm- og stefnuvottur, sem við í dag kveðjum hinstu kveðju virðing- ar og þakklætis. Ekki er það ofmælt, að Egg- ert Eggertsson hafi verið vinur allra lögmanna þessa bæjar og þeir allir vinir hans. Drýgstan þátt í myndun þeirrar vináttu áttu að sjálfsögðu mannkostir Eggerts, velvild hans til stétt- arinnar og hugsunarsemi er nálgaðist föðurlega umhyggju við hvern einstakling hennar. Allir söknum við því vinar í stað og öllum mun okkur þykja tómlegra að koma í bæjarþings- stofuna, er við ekki lengur mætum þar vinalegum augum og vinsamlegu brosi Eggerts Eggertssonar, sem við vissum, að öllum og öllu vildi vel og ætíð streymdi frá góðvild og göfugmennska. En jafnvel svona menn legg- ur lífið á oss að kveðja hinstu kveðju og verður ekki þar um þokað. Skal því staðar numið og góður vinur kvaddur, en lokakveðju mína til hans fel eg í þeirri ósk, að nú sé honum orðið að hinni einlægu og fölskvalausu trú sinni á fram- hald lífsins. G. A. P. næstunni, að það mætti gjarnan léggja fyrir hann þessa spurningu: Hvers vegna tekur hann sér ekki fyrir hendur að birta al- menningi verð á varningi, sem álögurnar hafa þegar verið lagðar á, án þess þær hafi komið fram í hækkuðu' verði? Hvers vegna er hann með fullyrðingar um þetta, úr því að hann ætti auðveld- ' lega að geta birt tölur máli sínu til sönnunar ef í þessu liggur eins og hann vil vera láta? Hvers vegna stingur hann ekki upp í „íhaldsblöð- in“ með nokkrum velvöldum tölum? 99 K omdu mí Vonlaust verk. Bannleikurinn er vitanlega sá, að þótt hægt sé að finna ein- hverja vöruflokka, þar sem um litla hækkun er að ræða ] kemur þó hækkun fram á i langflestum vörutegundum, ) og hana verður almenning- j ur vitanlega að greiða. Og ) algert handahóf virðist hafa ) ráðið um það í hvaða toll- ) flokkum vörur lenda, svo að | margskonar varningur, sem ) almenningur getur alls ekki ) án verið hefir verið settur í 1 mjög háa flokka. Þjóðviljinn hefir hingað til tal- ið sig og kammúnista vernd- ara smælingjanna þeirra, sem hafa úr litlu að spila, en hagsmunir láglaunamanna hafa ekki verið hafðir í huga við uppfinningu bjarg- ráðanna — hvorki þegar á- kvörðun var tekin um þau í heild eða er vörur voru toll- flokkaðar. Þar hafa komm- únistar aðeins hugsað um að tryggja setu sína í ríkisstjórn nokkra hríð, meðan þeir eru að vinna nauðsynleg mold- vörpustörf fyrir húsbændur- sina í Moskvu. Áður hafa verið birtar hér í þættinum vísur eftir Káin. Hér fara á eftir fleiri vísur eftir hann, því að úr nógu er að velja. Eftirfarandi vísa heitir í Forester, en „Forester“ var bræðra- og lifsábyrgðarfélag og var leynifélag. Fór. inntöku- athöfnin fram með miklum seremoníum. Vísan er svona: Það á að flengja þig og hengja, þegar iþú gengur inn. Það er enginn efi lengur á því drengur minn. ¥ ' Sami bragarháttur er á eft- irfarandi vísu eftir Káin: Hryssugreyið hún er að deyja, á hrygginn fleygir sér, ég skal segja, ég skal segja, ég skal segja þér. ¥ Eftirfarandi vísu kallar hann „Spaugvísu í þreskingu“: Sorg uppræta mína má muna innst úr djúpi. Daga og nætur dvel ég hjá dætrum Björns frá Núpi. ¥ Eitt sinn var Káinn beðinn um vísu og sagði hann þá: a$ hve&aót á ... Mér er óðar erfitt stjá, enginn ljóðasvanur. Yngisfljóðum er ég hjá ekki góðu vanur. ¥ Svo sem kunnugt er, fór Ká- inn ungur vestur um haf. Hann var Eyfirðingur að uppruna. Áður en hann fór vestur var hann fjármaður á bæ einum í Eyjafirði. Var illa skammtað á bænum. Eitt sinn kom Káinn heim í slæmu veðri og fékk að borða. Hundur háns, grind- horaður, góndi á hann og dill- aði' rófunni, meðan hann borð- aði. Þá kvað Káinn: Á baki þínu bezt mun skína, vinur, ýmsar myndir upplileyptar af eðallyndi konunnar. ¥ Eitt .sinn fylgdi Káinn konu milli, bæja og voru gárungar að flimta um það, að hún mundi hafa. launað honum fylgdina. Þá kvað hann: Heldur grána gaman kann geðs í þjáningunni, ef að lánast uppskeran eftir sáningunni. Mjög þörf tillaga hefur verið borin fram á þingi af Ólafi Björns syni um ferðamannagjaldeyri. — Með þessari tillögu er gert ráð fyrir að ferðainenn, sem hingað koma fái islenzkar krónur með sérstöku gengi. — Allir vita, hvernig skráða gengið er í I/ands- bankanum og öllum er ljóst live fjarri það er sanni. En fram til þessa og þangað til samþykkt verða lög um sérstakan ferða- mannagjaldeyri, verða þeir, sem landið Iieimsækja að selja allan gjaldeyri sinn á liinu lága skráða gengi. Það er að segja ferðamenn, sem vilja fara að lögum. Krókaleiðirnar. En það hefur verið að koma i ljós einkum síðari árin, og kom sérstaklega i ljós í sumar, að ferðamenn vilja ekki sæta þessu skráða gengi. Heldur reyna þeir að fá hærra og hagstæðara verð fyrir peninga sina með því að selja þá cinstaklingum. í Berg- máli hefur þetta verið rætt einu sinni áður, og ég' man eftir að það hefur lika verið gert að um- talsefni í útvarpserindi af Sig- urði Magnússyni fulltrúa Loft- leiða, er liefur góðar aðstæður til þess >að fylgjast einmitt með ferðafólki, er liingað kemur. Vissu það allir. í sumar er leið komu liingað margir erlendir blaðamenn, sem fylgdust með kosningunum. Þeir virtust vita vel, að óráðlegt væri að selja erlenda peninga á gengi þjóðbankans. — Flestir voru þeir þó með ferðaávisanir, en nokkrir voru með peninga, sem þeir gátu losnað við á mun hærra verði. Þeim bar öllum sanian um, að skráða gengið væri alltof lágt miðað við verðlagið í landinu, og þyrfti að lagfæra það liið bráð- asta, ef nokkur ferðamaður ætti að vilja koma tii þess að skoða okkar f-agra land. Óþægindin og smánin. Onnur hlið er á þessu máli, sem er þó allra verst, en það er cltingaleikurinn við erlendan gjaldeyri. Ferðamenn, sem hing- að koma, haf-a oft engan frið fyrir mönnuin, er elta þá á röndum og bjóðast til þess að kaupa af þeim allan erlendan gjaldeyri fyrir miklu hærra verð, en þjóðbank- inn gefur^ Eru þessir inenn óspar ir á að lýsa því hve ósanngjarnt gengið sé, og hve vitlaust sé yfir- leitt að eiga nokkur skipti við íslenzka banka í slíkum tilfellum. Þetta er verri hliðin á málinu. Það er áreiðanlegt, að það er þörf á þvi að veita heimild til jiess að kaupa ferðamanna- gjaldeyri hærra verði, en hinu skráða gengi. Það gæti líka orðið til þess að ferðamannastraumur til landsins ykist, en dýrtiðin liér á mestan þátt i þvi hve fáir koma til landsins. — kr. Dráttarvélar verða inörgum að bana. Frá fréttaritara Vísis. Osló í janúar. Tuttugu menn biðu bana af dráttarvélaslysiun í Noregi síð- astliðið ár. Blöðin, sem frá þessu skýra, segja að sennilega sé talan of lág. Auk þessa hafa orðið mörg slys við drátarvélaakstur. Tjón landbúnaðarins af vinnutapi vegna slysa er áætlað 60—70 millj. kr. árlega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.