Vísir - 24.01.1957, Blaðsíða 5

Vísir - 24.01.1957, Blaðsíða 5
!Fimmtudaginn 24. janúar 1957. vísra Einkennilegasta „smástyrjöld" heims. Átökin milli Yemens og Adens frekar orðaskak en stríð. JÞar iellur maöur sgaldnast nohkur ■ . . «töSi se st u asa - *. Brezkur fréttaritari símaði Syrir nokkru frá landamærum Yemen og Aden, að þar sé háð einhver ,,einkennilegasta smá- istyrjöld í heimi“, sem sögur fari af. Nasser hvatti eindregið til þessara átaka, og hún er háð með „þegjandi samþykki“ og stuðningi Kremlverja en ein af meginreglunum í þessari styrjöld er að forðast eftir megni, að drepa nokkurn rnann. Samt fór það nú svo að í jbessum átökum var maður veg- inn fyrir nokkrum dögum, og að sögn höfðingi þjóðflokks nokkurs í Yemen, og er ekki ‘búið að bíta úr nálinni með af- leiðingarnar af því. Virðist hér ihafa sannazt það, sem kerlingin sagði: Þeir hætta ekki fyrr en J>eir drepa einhvern. En þetta gerðist eftir að fréttaritarinn sendi frásön sína og hér verð- 'ur sagt frá. .Hefir staðið :í 3 mánuði. Þessi átök, sem aðallega hef- ir verið sagt frá í fréttum sein- asta hálfan mánuð_ hafa staðið í ársfjórðung. Megintilgangur- :inn er ekki einu sinni að valda misklíð milli ættarhöfðingjanna á Aden. Nasser er kaldur karl og ákveðinn og það, sem fyrir honum vakir er framar öðru, að gera Bretlandi og jafnvel Sameinuðu þjóðunum erfitt íyrir. Og þess vegna er alið á |>ví i áróðri til allra þjóða, að traðkað sé á réttindum Yemen- toúa, Bretar haldi uppi misk- unnarlausum loftárásum á þorp þeirra, í þeim tilgangi að færa út kvíar hins brezka heimsveld- is, en Sameinuðu þjóðunar horfi upp á þessar miskunnarlausu og Ijótu aðfarir, án þess að aðhaf- ast neitt. jRakalaus ósannmdi. Allt eru þetta rakalaus ósann :indi, segir fréttaritarinn „við skulum forðast að nota orð eins og ýkjur og nefna hlutina sín- um réttu nöfiium, en við skulum játa að það þarf slunginn ná- unga eins og Nasser til að ljúga því upp, að styrjöld sé háð, og fá milljónir manna til þess að frúa lýginni, blása þettasvo upp, að þegar kæra verði lögð fyrir Sameinuðu þjóðirnar með við- eigandi helgisvip, verði hún tekin „til alvarlegrar íhugun- ar“ Og á því virðist enginn vafi, að í þessa áttina reki, og 'þetta verði gert“. „Ofbeldi“. — „Varnir.“ Nasser kom af stað árásunum á landamærunum og neyddi Breta til þess að verja það land, sem þeir höfðu umboð til að •verja. Hann hvatti til ofbeldis og ofbeldi var framið, en þegar Bretar gripu til varna kallaði hann það ofbeldi út um allar jai'ðir. Hann kann sína tækni, Nasser, og énginn þarf að efast umt í hvaða skóla hann hefir gengið. Og í rúma þrjá mánuði hefir það gengið svo til, að út- hlutað hefir verið rifflum og skotfærum handa öllum, sem vopnum valda í landamærahér- uðum Yemen, og menn hvattir til þess að nota þau En einkan- lega er það meðal óánægðra kynflokka, sem vopnunum er j úthlutað. Árásarmennirnir I I smyrja á sig lit, eru naktir und- ir gömlum brezkum hermanna- jökkum, sem konur í hjálpar- sveitum brezka flughersins notuðu_ og Nasser hefir ein- hvern veginn komizt yfir. Þetta lið kemur inn yfir landamærin og gerir árásir á herbúðir eða þorp, þ. e. a. s. skotárásir oft úr 7—800 metra fjárlægð og hörfar svo burt, en í þessari „algeru styrjöld", sem Nassér segir að Bretar heyi hefir ekki einn einasti Breti særzt eða beð ið bana. Árásunum er svarað, vanalega með vélbyssuskothríð á féndur. sem ekki eru sjáan- legir, og vélbyssuskothríðdn ætluð til þess að fæla burt árásarmennina, enda halda þeir þá vanalega undan sem hrað- ast, og ekki hafa borizt fregnir um mannfall í liði þeirra, sem mark er á takandi. i „Loftárásirnar“. Loftárásirnar eru gerðar í sama tilgangiog í 9 skipti af 10 særist ekki enin einasti maður úr liði fjandmannanna, En svo koma til tilkynningrnar frá Kairo: Morð-flugvélar Breta aftur á ferðinni o. s. frv. Hundr- 1 Nasser og félagar hans hafi bet- ur, hvað sem Bretar geri. Nass- er á upptökin og Bretar gætu gert annað af tvennu: 1. Gagnárásir í varnar skyni. Þá væri það notað af Nasser til þess að krefjast alþjóða aðgerða til að hindra ofbeldi. 2. Þar sem hættulegar árásir hafa ekki enn verið gerðar, gætu Bretar lofað árásarmönnum að leika lausum hala á landamær- unum, en í því fælist sú hætta, að þeir teldu Breta deiga og færðu sig upp á skaftið. Þá gætu þeir alið enn frekara á sundr- ungunni sem kommnistar þríf- ast bezt á. Nasser ánægður. En Nasser er ánægður hvern- ig allt gengur fyrir sig. Hann getur haldið áfram að birta til- kynningar eftir sínu höfði_ og lagt tallt út á versta veg. — Bretar hafa flogið um 60 könnunarflugferðir á þessum tíma og til þess að fæla frá árás- arliðið — það hefir Nasser kunnað að notfæra sér, þótt menn ættu að vita, að ógerlegt sé að sjá menn á jörðu úr þrýsti loftsflugvél. Bretar hafa 300 manna lið í Dhala, sem á að gæta 50 km. langra landamæra, þar sem eru allt að 8000 feta há fjöll en handan landamær- annan hefir liðsafli Yemen verið tvöfaldaður og varalið haft til taks — og básúnað um allar jarðir, að það sé vegna yfirvof- andi árása Breta. En vitanlega trúir því enginn nema Arabar, sem búið er að æsa upp og hata Breta. Þjcðhöfðingjar í Aden kvarta yfir að Bretar geri ekki nóg Aden til varnar og þeirra meðal er emirinn í Dhala, sem ræður yfir 35.000 þegnum. En hvað sem öllu þessu líður, er þetta styrjöld orðanna frekar en byssukúlnanna. Hættan er sú, að hér gerizt nýtt Súez- ævintýri". Hitt byrjaði líka með áróðurs orðaflóði. Nasser er staðráðinn í að hrekja Breta burt af þessu hnattsvæði — og milljónir manna trúa lygum hans. Fjöldi stórvirkra tækja við snjóruðning í bænum. Snjómokstur óhjákvæmtiepr tH ú bæjar- trufEist ekki. ÞaS sem af er þessum vetri hefir tiltölulega litiu af fé skatt- borgarans verið varið til að hreinsa snjó- af götum bæjar- ins, sem betur fer, og er ekki óskandi að snjókoman verði eins og 1952 hegar snjómokstuv kostaði Reykvíkinga hundruð þúsunda króna. Snjómokstur af götum bæj- arins hefir nú staðið yfir í nokkra daga. Er hann fram- kvæmdur á vegum gatna- hreinsunarinnar sem hefur til úr gatnahreinsunardeildinni að viðbættum þeim mönnum, sem annast að jafnaði viðhald gatna. Ekki hefur þótt ástæða að taka fleiri menn til snjómoksturs þar sem umferðin hefur gengið allgreiðlega þrátt fyrir mikinn jafnfallinn snjó. Snj óhreinsunarf lokkarnir hafa unnið venjulegan vinnu- dag en þeir sem hafa stjórnað ýtum og öðrum tækjum hafa unnið nótt sem dag'. Áherzla hefur verið lögð uð Yemenbúa særðust, 'þeirra þegg apmarga veghefla ýtur, 3 að -hreinsa aðalumferðargötur þ. e. meðal konur og börn. Og vitan- snjótnokstursvélar lega áttu Bretar upptökin, og mokstursskóflur og tæki með ársirnar voru ekki gerðai' á fæi-ibandi, en stórvirlíasta tæk- landamærunum, nei langt inn í ^ sem er svissnesk snjó- Yemen, en sannleikurinn er Þó : moktursvél með biásara, ' er sá að cngar árásir hafa verið gerðar á staði í Yemen. En í þessari einkennilegu ,,styrjöld“ eru líkurnar þær, að væntanleg á næstunni. Alls eru um 100 menn við að hreinsa snjóinn af götum bæjarins. Eru það vinnuflokkar í miðbænum, þar sem gang- stéttir hafa einnig verið hreins- aðar til að auðvelda gangandi fólki umferð.. Þá hafa strætis- vagnaleiðir í úthverfum bæj- ■arins verið ruddar til þess að þeir, sem þar búa einangrist ekki og geti komist leiðar sinn- ai'. / y-v. Eftir því sem fólkinu fjölgar og byggðin þenst út eykst að sjálfsögðu kostnaður við snjó- mokstur og þá sérstaklega vegna hins mikla bifreiðafjölda í bænum. Nokkur áraskipti eru að því, hversu miklu fé er var- ið til snjómoksturs, en mest mun það hafa verið veturinn 1952, þegar 200 manns var um langan tíma stöðugt við að hreinsa snjó af götunum til þess að eðlileg störf bæjarbúa trufl- uðust ekki vegna samgöngu- teppu. Engion sérstök fjárveiting er til snjóhreinsunar, þar sem ó- mögulegt er að gera áætlun um þann kostnaðarlið á reikningum bæjarins og oft er það álitamál hvort hefja eigi snjómokstur eða ekki, vegna hins breytilega veðurfars. En markmiðið er samt eitt, og það er að snjórinn valdi ekki röskun á hinu marg- þætta og kerfisbundna lífi Reyk víkinga. Pólsk-brezkur viðskiptasamningur. Milli Stóra-Bretlands og Pól- lands voru viðskiptasamningar undirritaðir 31. des. sl. Samningarnir verða í gildi til ársloka 1959, en árleg endur- skoðun fer fram árlega á ákvæð um um innflutningsmagn. Á þessu ári kaupa Pólverjar vörur af Bretum fyrir 15. millj. og 750 þús sterlingspund vélar, vefnaðarvörur, bifreiðar, út- varpstæki og sjónvarps, efna- vörur, fisk o. fl. í samningun- um er gert ráð fyrir að Bretar veiti innflutningsleyfi fyrir pólskum vörum og afurðum, að verðmæti 6.5 millj. stpd., m. a. fyrir niðursoðið kjöt, ýmsar matvælategundir aðrar, hús- gögn o. fl. Gert er ráð fyrir inn- flutningi á 57.000 smál. af fleski, en það er um það bil sama magn og innflutt var 1956. Ennfremur er gert ráð fyrir innflutningi á pólsku timbri hömlulaust, eggjum, sterkju og fleiru. Talsmaður verzlunarráðu- neytisins segir, að ef ákvæði samningsins verði nýtt til fulls, muni útflutningur frá Bretlandi til Póllands tvöfaldazt og Pól- verjar selja Bretum miklum mun meira en á liðnu ári. Þetta er ný gerð af vélbyssum, sem bandaríski flugherinn er að taka í notkun. Hún er sex-hleypt með 20 mm. hlaupvídd. Rússar segja Banda- rikin áforma kjarn- orkustyrjöld. Tassfréttastofan rússneska sakar Bandaríkin um að áforma að nota herstöðvar sínar úti um heim til kjarnorkuárása. Er skírskotað til frétta og greina í blöðum og tímaritum vestrænna þjóða ásökuninni til sönnunar. Nefndar eru herstöðvar ýms- ar, svo sem í V-Evrópu, Bag- dadbandalagslöndum, á Okin- awa og víðar. Þá segir Tass- fréttastofan, að ráðstjórnin telji Bandaríkjastjórn og hlutaðeig- andi ríkisstjórnir verða að taka á sig alla ábyrgð á þessu. Af hálfu Bandaríkjastjórnar hefur verið endurtékið,' áð all- ar bandarískar herstöðvar er- lendis séu eingöngu ætlaðar til varna. ,,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.