Vísir - 30.01.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 30.01.1957, Blaðsíða 4
4 VÍSIR Miðvikudaginn 30. janúar 195T Gera þarf víðtækar breytingar á aksturskerfi strætisvagnanna. Bækistöð þeirra þarf að hverfa úr Miðbænum. Albherjarmiðstöð langleigubíla konii þai' ■ síaðimo. Miðstöð allra áætlunarbíla þarf að komast upp í miðhluta Reykjavíkur, en strætisvagna- miðstöðin að hverfa þaðan. Gcra þarf jafnhliða verulegar breytingar á aksturkerfi stræt- isvagnanna í heild, því það er flókið og ólientugt. í sumar var ráðinn hingað þýzkur verkfræðingur, dr. Max- Erich Feuchtinger að nafni til þess að leggja á ráð um skipu- lag umferðar í Reykjavik og hefur hann sent frá sér ítarlega greinargerð í sambandi við þetta. Varidamál umferðarinnar. í inngangi sínum að greinár- gerðinni kemst dr. Feuchtinger m. a. að orði: „Reykjavíkurbær er í öfari framþróun en flestar aðrar borgir í Evrópu. Það fylgir framförum á sviði efnahags- mála, að bærinn þenst svo mjög út, að tæpast er mögulegt að gera kerfisbundnar eða skipu- legar áætlanir um byggingu hans. Nátengd þessari þróun efnahags- og byggingarmála er að í bænum, sem hefur nú um 65000 íbúa, eru um 8000 bif- reiðir. Vandamál umferðarinn- ar lýsir sér einkum í því, að stöðugt verður meiri hörgull á því rými, sem umferðin þarfn- ast, á sama hátt og í öllum öðrum borgum í Evrópu um þessar mundir.“ Varðandi strætisvagnana í æskilegt né ráðlegt að gera heildaráætlun um umferðar- akipulag um lengra árabil en 20—25 ára fram í tímann. Hann segir jafnframt að með skyn- samlegu skipulagi hverfanna í bænum sé unnt að skapa þar góðar umferðaraðstæður, en það þýðir jafnframt að hægt sé að forðast óþarfa umferð. Varðandi strætisvagnanna í Reykjavík telur hann mikinn kost að hér skuli hvorki vera spoi'vagnar né járnbrautir, því fyrir bragðið megi breyta leið- um eftir vild og aðstæðum. Hann vill láta gera miðstöð á- ætlunarbifreiða í miðhluta borgarinnar, ei^ láta bækistöð strætisvagnanna hverfa þaðan. Um þetta segir dr. Feuchtinger meðal annars: Miðstöð langleiðabíla í miðhluta bæjarins. „Þegar áætlunarbifreiðir frá öðrum héruðum koma til borg- arinnar eiga þær að aka rak- leitt inn að miðhluta hennar. Þær eiga þá að geta notað af- kastamiklar götu, sem eru ætl- aðar til innaksturs í borgina og forðast jafnframt ofhlaðnar verzlunar. og umferðargötur. í miðhluta borgarinnar þarf að vera miðstöð allra áætlunar- bifreiðanna og verður að ætla henni stað og rými í skipulagi borgarinnar. Það þarf að gera vandaðar áætlanir fyrir þessa miðstöð áætlunarbifreiðanna og reikna út afkastagetu hennar. Miðstöðin verður að vera í nánum tengslum við umferðar- | götur í umhverfinu. Og hún | þa-rf að líta vel út, enda gegnir j hún sama hlutverki og járn- brautarstöðvar annarra borga. Breytingar á aksturskerfi strætisvagnanna. Leiðum strætisvagna þarf stöðugt að breyta til samræmis við þarfir hinnar vaxandi borg- ar. Núverandi aksturskerfi þeirra er mjög flókið og það ætti að endurskoða það með til- liti til þess að leiðir þess og rekstur yrðu hentugri. Væntan- lega mun þá koma í Ijós, að mögulegt sé og hentugt, að fækka leiðunum, sem eru nú, 19 að tölu. Ennfremur eiga vagn- arnir ekki að vera bundnir tímaáætlun sinni einungis á endastöðvunum, heldur eiga þeir að fylgja henni á allri leið sinni. Þetta er jafn þýðingar- mikið fyrir farþegana, sem koma í vagnana á leiðinni og fyrirtækið sjálft. Því að þá er væntanlega hægt að draga til muna úr því að margir vagnar safnist saman á endastöðinni í miðbænum. Það ætti að keppa að því marki, að stór strætis- vagnamiðstöð í miðbænum verði óþörf, með því að gera viðeigandi ráðstafanir, um reksturinn, svo sem hér segir: fastbundin tímaáætlun — bið- tími á endastöðvum í útjarðri bæjarins, en ekki í miðbænum — sem allra flestar leiðir liggi þversum gegnum bæjarsvæðið frá einum útjaðri til annars, en ekki aðeins frá miðbæ til út- jaðra — forðast verði að láta vagna, sem aka á mismunandi leiðum^ vera samtímis á Lækj- artorgi, ncma að því leyti sem þarf, til að fólk geti skipt um leiðir — leiðirnar liggi um vel gerðar og afkastamiklar aðal- umferðargötur — viðkoniu- staðir séu valdir vandlega — og svo framvegis.“ IlllIDGIilÞÁTTfJR ♦ ♦ % visi.s 4, Mér hafa borist nokkur spil frá heimsmeistarakeppninni í bridge og ætla ég því að til- einka þennan þátt, henni. ítalir spila, sgm kunnugt er, allflókið kerfi með fjölda gerfisagna og hefur það stundum valdið mis- skilningi milli þeirra. Er skemmst að minnast Evrópu- meistararrótsins þegar þeir brugðu sér í 7 grönd, sem voru tvöfölduð og andstæðingarnir hirtu 6 fyrstu slagina. í heims- meistai'amótinu gætti hinsvegar aldrei stórkostlegs misskilnings á milli þeirra og bar lítið á því, að Bandaríkjamenn tækju þá „í bakaríið". Hér er þó eitt spil, |þar sem þeir urðu þrjár niðury tvöfaldaða á hættu. Frú Sobel 8-7 A-10-8-5-4 D-9-2 D-97 AEIsherjarverkfall í Alsír. All — alinenn þátttaka er sög'ð í allslierjarverkfallinu í Alsh'. Alsírskir þjóðernissinnar stofn- uðu til þess. Það á að standa 8 daga og var miðað við, að það stæði meðan umræða færi fram um Alsír á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. 1 Frakklandi, þar sem er mikill ! fjöldi alsírskra verkamanna, hef- ur um það bil 1/3 þeirra gert verkfall. Til nokkurra uppþota hefur komið út af kröfugöngum þeirra og lögreglan orðið að dreifa þeim. D’Alelio: K-D-G-5-4 K-6 10-8-6 8-6-3 Chiaradia: A-9-6-3-2 3-2 A-5-4 A-5-2 Seamon: 10 D-G-9-7 K-g-7-3 K-G-10-4 Sagnir gengu: V: P. N: P. A: 1S. S: D. V: 3S. N: 4H. A: 4S. S: P. V: P. N: D. Allir pass. Eins og sjá má á spilunum er allhart meldað. Forhandar- doblið hjá Seamon var vægast sagt frekar lítið, enda hugsaði hann sig lengi um, áður en hann trúði dobli frú Sobel. A hinu borðinu spiluðu Banda- ríkjamenn einnig 4 spaða, þrjá niður, en ódoblaða. Annað spil, einnig doblað, spiluðu ítalir og unnu, sem tapaðist á hinu borðinu. Þar var það einnig doblað, en spilað í hinni áttinr.i Hérna er spilið og sagnirnar, inorður og suður voru á hættu. Fimmburar fædd- ust á Indlandi. Fyrir nokkru fæddust fiitun- burar í Pondidierry á Indlandi. Varð lögregla að slá hring um sjúkrahúsið, þar sem börnin fæddust, því að almenningur vildi ryðjast inn og skoða börn- in, en tvö þeirra dóu raunar sólarhringi eftir fæðinguna.Var efnt til samskota handa fjöl- | skyldunni, því að þar voru þrjú ! börn fyrir maðurinn atvinnu- laus og konan hafði unnið fyrir sem svaraði 30 kr. á mánuði. Koytchou: K-10-8-5-3 A-4 D-8-7-4-2 9 ★ í Noregi eru 36—37 þúsund dráttarvélar í notkun eða fleiri, miðað við fólksfjölda, en í nokkru öðru landi. ★ Norsk blöð segja, að enn hafi ekki fundizt svo mikið Avarelli: Belladonna: » . .. - - - N. D-G-9-6 • K-8-2 V. A. D-10-9-6-3 K-J-10-9-5 A-8-5-4-3 5. K-D-G-2 Ogust: K-7-4-2 G-7-5 10-7-6 A-6-3 úraníummagn í Noregi að vinnsla svari kostnaði. N: 1S A: P S: 2S V: 3L N: 3S A: 4L S: 4S V: 5L N: D Allir pass. Utspilið var spaðaás, sem sagnhafi trompaði. Lágu hjarta var spilað og norður drap með ás og spilaði hjarta til baka, sem sagnhafi tók með kóng. Þá tók hann mannspilin í laufi og síðan þrjú fríhjörtun og kastaði tveimur tiglum heima. Spaða- drottningu var spilað, suður lagði ekki á, og enn var hennt tígli. Síðan var gefinn einn slag- ur í tigli og restin stóð. Á hinu borðinu fékk, Leventritt, aust- ur, spaðatvist út og gaf þrjá slagi, einn niður doblaður og 750 til Ítalíu. Síðustu dagar Berlínar- borgar. Þó hættan yxi með hverjum degi, hélt Wood enn á ný heim til Berlínar, því hann vildi vera á sínum stað þar, ef svo skyldi íara, að fallhlífahersveitir Banda- ríkjamanna yrði nú þrátt fyrir allt látnar taka borgina. Enn- fremur vildi hann sjá- um að Gerda kæmist á tryggan stað og loks vildi hann hafa auga með forsprökkum nazista og tilkynna um undirbúning þeirra, ef þeir réðust í að veita mótspyrnu í Bayersku ölpunum eða annars- staðar. Borgin var sem helsærð þegar hann fór þaðan, var nú í dauða- ieygjunum og ástandið hrylli- legt. Um hábjartan daginn réð- ust 1200 amerískar risasprengju- flugvélar á borgina. Ein loftárás stóð samfleitt í sautján sólar- hringa. Herir vesturveldanna brutust yfir Rín hjá Remagen, Rússarnir nálguðust Stettín.' Umsátinu um Berlín var að hefj- ast. Gerda neitaði að yfirgefa skjólstæðing sína í sjúkrahúsinu. „Ég sinni mínum skyldustörf- um," sagði hún, „og þú verður að ljúka þínu köllunarverki. Við munum ekki verða lengi að- skilin." Við búumst eltki við neinu þakklæti. Um langan tíma var ómögu- legt að komast út úr Berlín nema fótgangandi. Engar vega- bréfaáritanir til utanlandsferða voru lengur gefnar út og þær íáu járnbrautarlestir, sem voru á ferðinni voru eingöngu ætlaðar hermönnum, eða þeim borgur- um, sem nutu sérstakra forrétt- inda. En það má kalla það kald- hæðni örlaganna, að það skyldi einmitt verða Dr. Ritter sjálfur, sem varð til þess að Wood fékk vegabréf sitt til sinnar siðustu Svisslandsferðar. Ritter var piparsveinn og um sextugur að aldri, þegar hér var i komið sögu. Hann átti vinkonu eina leikkonu, sem hann vildi fyrir hvern mun að kæmist á öruggan stað. Hann fól Wood að flytja hana og tveggja ára gamla dóttur hennar í einkabil hans, stórum Mercedes bil, til Bæjara- lands. Ævintýralegl ferðalag. Vegna loftárásar komst Wood ekki út úr borginni á tilsettum tíma um morguninn og það var komið fram undir hádegi þegar hann gat lagt af stað með konu þessa og dóttur hennar svo og konu vinar hans, læknisins frá Elsass, en hann hafði lofað að* líta eftir Gerdu. Vorið var ekki gengið i garð og vegirnir voru flughálir af ísingu. Það voru mörg ár síðan Wood hafði stjórn- að bil. Farangur leikkonunnar, vinkonu Ritters, fyllti alveg aftursætin í bilnum og báðai' konurnna og barniðurðu að sitja frammi í hjá Wood, svo að eng- inn gat sig eiginlega hreyft. Ferðin til þorpsins Ottobeuren, sem er fyrir suðaustan Stuttgart, en þangað liggur nýtízku bíla- braut, tekur venjulega nokkra klukkutíma, en í þetta sinn tók hún þrjá daga. Alltaf voru tafir vegna herflutningalesta og af eyðileggingum, sprengdum brúm og sprengjugígjum. Varðmenn voru sifellt að stöðva þau og öllum fannst þeim ferð þeirra vera hin grunsamlegasta, þó skilríki þeirra gerði það að verk- um að þeir treystu sér ekki til Framh. á 9. síðu. ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.