Vísir - 30.01.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 30.01.1957, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Miðvikudaginn 30. janúar 1951, ■■■■ . . ■■■■ EDSSOIM MARSHALL: ■ ■■■ Víkh ■ ■■■ ■ ■■■ MUNHh (r 38 IX. KAFLI. VÍKINGURINN MIKLI. Þegar ég var að athuga sjókortið ásamt Morgana og Bertu kom Scndlingur til okkar. Hann benti á staðinn, þar sem hann áleit vera styzt til Englands frá þeim stað, þar sem við álitum, að við værum. — Hvernig veit hann, að við ætlum til Englands? spurði Kitti. i — Hann horfir stundum á varir okkar, þegar við tölum saman og hann getur lesið ýmislegt af vörum okkar og gizkar svo á hitt. Sendlingur brá upp fingrinum eins og hann vildi vekja athygli mína og dró síðan krókótta línu. Því næst brá hann upp öllum fingrum tvisvar sinnum, sem átti að þýða tvö hundruð mílna ferðalag. — Mynni Humber? sagði Berta og benti á munninn á sér. Sendlingur kinkaði kolli og við vorum öll harðánægð með hann. Samt hafði hann ekkert sagt mér, sem ég vissi raunar ekki áður. Með því að fara síðan með ströndum fram, yrði vega- lengdin um sex hundruð mílur. En nú dró Sendlingur með hníf sínum beint strik að ákvörð- unarstaðnum frá þeim stað, sem við vorum á. — Hann ætlast til þess, að við förum yfir Norðursjóinn, sagði Berta undrandi. Ég dró ofurlitla ör á þetta strik og leit síðan á Sendling. Hann rétti upp tíu fingur þrisvar sinnum og fimm fingur einu sinni, sem átti að þýða það, að vegalengdin væri þrjú hundruð og fimmtíu mílur. Því næst sneri hann við okkur baki og fór til bátsins og settist þar. — Yrði sú leið svona mikið styttri? spurði Morgana. — Það efa ég ekki, sagði ég. — Og ef byr yrði góður ættum við að komast þetta á þremur sólarhringum. — En hvað yrðum við marga sólarhringa með því að fara lengri leiðina? — Hálfan mánuð til þrjár vikur með því að fara með strönd- um fram og sigla aðeins, þegar hvergi sést til skipa. — Hefur ekkert skip farið enn þá yfir Norðursjóinn? — Nokkur skip hefur hrakið yfir hann að því er víkingar herma. En þrjú skip reyndu einu sinni að sigla yfir, og það hefur ekkert til þeirra spurzt síðan. ¥ — Hvað heldurðu að hafi komið fyrir þau? — Þau hafa getað lent í röst eða hringiðu og sogast niður. Það er sagt, að þar úti komi svo harðir fellibylur, að þeir hefji upp skipin, feyki þeim langar leiðir og brjóti þau svo á klettum strandanna. Og öldurnar geta risið svo hátt, að þær bera skipin á land. En sennilegast er, að þau hafi lent í þoku og hafvillum svo lengi, að allar skipshafnirnar hafi dáið úr hungri og þorsta. Svo geta einnig sjóskrímsli hafa dregið þau í kaf. Allir þögðu, þegar ég hafði lokið máli mínu, en sjáöldur Morgana þöndust út, þegar hún horfði í augu mér. — Ég veit ekki, hvaða hættur kunna að bíða okkur þarna úti, hélt ég áfram. — En ég veit um eina hættu, sem við þurf- um ekki að óttast. Það er floti Ragnars. — Við Skulum fara þá leið, hrópaði Morgana. — Það verður tafl um líf og dauða, sagði ég. — Við höfum teflt það tafl fyrri — og unnið. Ef við kom- umst þetta klakklaust, skulum við láta það vera tákn þess, að við getum komist til Avalon. Ef við förumst komumst við þangað aldrei. Ég ætla að biðja til dýrlinga minna, en þú skalt ákalla Óðinn. Hvern ætlar þú að ákalla, Kitti? spurði ég gulu konuna á hennar eigin máli. Hún hló grófum hlátri. — Ég mun verða hrædd, sagði hún. — Hvenær eigum við að leggja af stað? — Horfðu á skýin og reykinn og athugaðu útlitið. — Ég held hann sé að koma á austan. Fylltu vatnsbélgina og leitaðu í húsunum að eldsneyti, brauði og kjöti. Hún kallaði á Kuola, og þegar Sendlingur sá, að nú átti að fara að gera eitthvað, fylgdist hann með þeim. Þó að konurnar væru báðar kristnar, aftraði það þeim ekki frá að leita í hús- unum að góðum fatnaði handa þeim og mér, þegar við kæmum á land í Englandi. Eigendunum væri það ekki nema mátulegt fyrir að verzla við víkinga, sagði Morgana. Ég fór að athuga stýrið. — Hvert á nú að halda? spurði Ragnar og teygði sig. Hann var nývaknaður eftir langan svefn í sólskininu. — Þú munt bráðum komst að raun um það. Hann starði út yfir sjóinn og augnaráðið var dálítið skrýtið. — Ég var farinn að vona, að flotinn minn væri kominn í sjónmál, og að þið væruð hlaupin í felur. En ég verð ekki var við neitt annað en það, að vindáttin hefur breyzt. — Vertu þolinmóður, Ragnar, sagði ég um leið og ég treysti hnútana, og þú munnt verða var við fleira. — Veiztu ekki, fíflið þitt, að hér er bezta skjól, sem hægt er að fá? Bátar þeirra munu ekki koma aftur í því veðri, sem nú er í vændum. — Náðirðu valdi yfir flota á þann hátt að vera alltaf í skjóli, Ragnar? spurði ég — Ég get trúað þér fyrir því, að ef þú ferð milli eyjanna, lendirðu á rifunum, en ef þú ferð fyrir utan þær, hrekur þig' út á haf. En hvort sem er þá er mér sama. Ég svaraði engu og hann virtist ekki gera sér neina rellu út af því, þótt hann sæi fólk mitt koma með birgðar um borð og vatn og auk þess eina kistö, en ég hafði engan tíma til að rannsaka innihald hennar. Við ýttum bátnum út úr skútanum og urðum að taka harðan róður fyrir enda eyjarinnar. En loks- ins höfðum við það af. — Inn með árarnar og upp með seglin, hrópaði ég og var nú mjög glaður. Ég gat ekki varizt því að líta á Ragnar, til að vita, hvernig honum geðjaðist að þessu. Fyrst varð hann ráðviltur á svip- inn, en síðan undrandi. — Þú ert viðvaningur að sigla, en gula kerlingin þarna lætur þig ekki sigla meðfram þessari stormbörðu strönd í kvöld. Hann þagði stundarkorn, en svo hristi hann hlekkina eins og Loki. -— Það veit Óðinn, að ég skammast mín ekki fyrir þig, hróp- aði hann. -—■ Ég heyri varla til þín fyrir brakinu í seglunum. — Það voru örlög mín að verða að lúía í lægri haldi fyrir þér og ég hef alltaf fundið það á mér, en þegar það skeði for- mælti ég guðunum. Hvaða afrek hafðir bú unnið til að verð- skulda þetta? Það var talandi tákn, þegr þú sigaðir fálkanum á Hasting. Það var líka talandi tákn, þegar þú ákallaðir Óðinn í fjörunni. Bjarnardrápið var frjáls manns verk, enda hlauztu frelsi þitt fyrir það. En nú loksins verðskuldarðu virðingu mína. — Mér þæti gaman að vita, hvernig á því stendur. — Ástæðan er sú, að þú ætlar að sigla yfir Norursjóinn, en það hef ég aldrei gert. — Þetta geðjast mér betur en hlátur þinn, þegar þú settir í mig öngulinn. — Þú varst mesta skæluskjóða, þegar ég sá þig fyrst og mér datt oft í hug að gefa þér frelsi og ala þig upp sem fóstur- son minn, en það var eitthvað í svip þínum. — Sérðu eftir því núna, að þú gerðir það ekki? — Sé eftir því, að ég barðist ekki gegn örlögum minum? t k«vö»l*d*v*ö»k*u*n»n*í Hundur hafði bitið frú Leh- mann og hún óttaðist að hún. Jyrði þá og þegar gripin hunda- æði, enda þótt læknirinn reyndi lað sannfæra hana um að hún þyrfti ekkert að óttast. Hún tók að skrifa erfðaskrá sína og hún var enn að skrifa þegar læknirinn kom næst í sjúkra- vitjun. „Það er naumast að þér eruð ríkar úr því að þér eruð enn að skrifa erfðaskrána,“ sagði. læknirinn brosandi. ( „Eg er löngu búin með hana,‘f sagði frú Lehmann heiftúðlega. „Núna er eg að skrifa upp nöfnin á þeim sem eg ætla að bíta.“ Meier fór til húsbónda síns og bað um kauphækkun, því það hefði fjölgað hjá honum og hann gæti ekki lifað af söma launum og áður. „Til hamingju!“ sagði for- stjórinn um leið og hann rétti honum hendina. ,Var það piltur eða stúlka?“ „Hvorugt“, sagði Meier bit- urlega. „Það var tengdamamma^ mín sem er flutt til okkar.“ Höfundur „Don Camillo^ Guareschi_ hafði verið veikur £ nokkrar vikur. Sex læknar voru sóttir til hans en enginn þéirra hafði hugmynd um hvað að honum gekk og stóðu ráð- þrota gagnvart sjúkdómi hans. Sjöundi læknirinn var þá sótt- jur og hann var fljótur að kveða upp úrskurð um veikindi rit- höfundarins: Botnlangabólga á. háu stigi. 1 „Hvaða vitleysa. Þér vitið ekkert hvað þér eruð að segja,. læknir góður,“ sagði rithöf- undurinn. I „Hvað leyfið þér yður að segja?“ sagði læknirinn móðg- aður. „Viljið þér halda því fram, að eg viti ekki hvað eg er að segja? Mér er nær að halda, að þér vitið ekki hvar botnlanginn er í líkamanum á yður?“ I „Hann er heldur alls ekki £ líkamanum á mér. Hann er geymdur í spíritus í stóru glasi.“ C. d. Suwcuqhá TARZAN 2278 Spor Sams lágu úr hinum raka- norður. Tarzan rakti spor hans en jnetta frumskógi, eitthvað langt í gaf sér góðan tíma til að veiða sér til matar. En það var dag nokkurn arkjöt, að einhver kastaði aldini J að hann hvíldi sig og át „bara.. hjart- höfuð honum. j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.