Vísir - 31.01.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 31.01.1957, Blaðsíða 4
VÍSIR vzsxxs. r i *m';. í J í|í D A G B L A Ð i j . . Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. ,j Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sí:ni 1660 (firr:m línur) Útgefandi: BLÁÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Skólanemendur vilja láta loka „sjoppunni“. Samþykkt í nemendafélagi G. A. Vanstilling Aíþýðublaðsins. i Alþýðublaðið er harla vanstillt í gær, og er ástæðan sú, að yfirkjörstjórnin hér í Reykjavík hefir ekki talið fært að gefa út formlegt kjörbréf til handa Eggerti G. Þorsteinssyni, fjórða manni á lista Alþýðuflokks- ins þegar þriðji maður, Rannveig Þorsteinsdóttir, Íhefir afsalað sér sæti vara- þingmanns. Beinist reiði Al- þýðublaðsins gegn „íhald- I inu”, eins og við var að bú- j ast, og gerir blaðið sig að Íviðundiú með því. Hér er ekki við ,,íhaldið“ að sakast, enda þótt blöð Sjálfstæðis- [ flokksins hafi talið sjálfsagt [ að skýra frá þessu máli, [ þegar það hafði komið til [ kasta kjörbréfanefndar, og [ þar hafði verið lagt fram bréf yfirkjörstjófnar, sem [ Alþýðublaðið hefir þó ekki | talið neina ástæðu til að J skýra lesendum sínum frá, hvernig svo sem á því stend- ur. tað er rétt að benda Alþýðu- blaðinu og öðrum á það aft- [ ur ef það skyldi hafa farið [ fram hjá þeim, að þegar yfir- [. kjprstjórnin færist undan [ því að gefa út kjörbréf til Eggerts G. Þorsteinssonar, i þá vitnar hún til stjórnar- skrárinnar og telur, að með tilliti til ákvæða hennar, geti hún ekki gefið út form- legt kjörbréf. Alþýðublaðið [ tekur hinsvegar ekkert tillit til þess, en talar af fjálgleik í um það, að það eigi að hafa einhvern heilagan rétt af þess vesala flokki. Það er svo [ sem ekki að hugsa um það, ; sem stjórnarskráin segir um brölt flokksins. Mönnum til fróðleiks skulu hér tekin upp nokkur ummæli úr forustugrein Alþýðublaðs- ins í gær: „Annars er frum- hlaup Morgunblaðsins og Vísis glögg sönnun þess, j hvernig komið væri lýðræði og þingræði á íslandi, ef ^ Sjálfstæðisflokkurinn réði lögum og lofum á Alþingi.! Þá yrðu kosningaúrslit virt J að vettugi til að ná sér niðri á andstæðingum. Úlfshár nazismans koma í ljós gegn- um sauðargæru Sjálfstæðis- flokksins, þegar mál eins og kjörbréf Eggerts G. Þor- steinssonar ber á góma. Vilji flokksins á að mega sín meira en lög og réttur. Og aðalábyrgðarmaður þessarr- ar svívirðingar er fyrrver- andi lagaprófessor og dóms- málaráðherra. Sannarlega má segja um Bjarna Bene- diktsson. að honum er ekki sárt um háskólann eða önn- ur trúnaðarembætti, er hon- um hafa verið falin vegna sérþekkingar, sem hann hef- ur nám og próf upp á Hér sannsst enn einu sinni, hvað skapsmunir mannsins eru vankantaðir.“ Allir sjá, hversu fráleit skrif þetta er. Þegar yfirkjör- stjórn færist undan að gefa út formlegt kjörbréf, þá er það skyndilega Sjálfstæðis- flokkurinn eða jafnvel að- eins einstaklingur innan hans, sem sökina á. En þeg- ar á kosningaklæki hræðslu- bandalagsins á sl. sumri er litið, þá er ekki að furða, þótt Alþýðublaðsmönnum þyki illt, að þeir skuli ekki geta haldið áfram á sömu braut. Fram til þessa liafa það verið foreldrar, kennarar og aðrir uppalendur, er barizt hafa gegn því að tóbak og sælgætisverzl- anir og svonefndar „sjoppur“ væru staðsettar nærri barna- og unglingaskólum á þeim for- sendum, að nemendur liangi þar í frímínútum og eyði vasapen- ingum sínum í tóbak og sæl- gæti. Svo virðist, að unglingarnir ætli sjálfir að taka málið í sínar hendur, því samkvæmt fréttatilkynningu frá nemenda- félagi Gagnfræðaskóla Reykja- víkur var þetta vandamál m. a. tekið til umræðu á mjög fjö!- mennum nemendafundi 25. þ m. þar sem margir tóku til rriáls. Á fundinum, segir í tilkynn- ingunni, var samþykkt með yf- irgnæfandi meirihluta atkræða sú tillaga, að skora á bæjar- stjórn Reykjavíkur að beita sér fyrir því, að óbaks- og sælgæt- isverzlun á Leifsgötu 4 verði lögð niður. Tveir ungir og efnilegir drengir úr gagnfræðaskólanum komu með tilkynninguna til blaðsins í gær. Aðspurðir sögðu þeir, að það væri nokkuð al- gengt að þrettán ára drengir væru orðnir háðir tóbaksnautn. Tóbaks- og sælgætisverzlanir nærri skólum veita strákunum nokkra undankomu til að geta reykt í frímínútunum, enda Vinnustöðvun í Ford- verksmiðjum. í Dagenhamverksmiðjum Fordfélagsins í Bretlandi hafa 7000 verkamenn orðið að hætta störfum í bili. Þar eru aðallega settar saman bifreiðar, en vinnan hefir stöðv- ast vegna vinnudeilu í Briggs- verksmiðjunum, sem smíða hluti í Fordbifreiðar og hefir það verkfall breiðzt út til ann- arra verksmiðja, sem einnig starfa í tengslum við Dagenham verksmið j urnar. safnast á þessum stöðum eins margir og inni rúmast, þegar frímínútur eru. Þótt það sé ef til vill ekki rétta lausnin að fjarlægja freist- inguna frá ákveðnum stöðum, þá glæðir þessi viðleitni ung- linganna vonir manna um að 1 rótleysi eftirstríðsáranna sé að líða hjá og að æskan ætli sjálf að leggja drögin að siðgæðdsupp eldi sínu, sem hefur verið stór- lega vanrækt á umbrotatímum þjóðlífsins. Félagi Napoleon, teikniiiiTnd ei'tir frægri sogu. Þessa dagana sýnir Nýja bíó teiknimyndina „Félagi Napó- leon“, eftir samnefndri skáld- sögu Georgs Orwells. Sagan og myndin er napurt háð um kommúnismann. Dýrin á búgarði einum gera uppreist, reka eigandann af höndum sér, og taka sjálf við allri stjórn. Síðan hefst sama sagan og menn þekkja mætavel frá lepp- ríkjunum — dýrunum er skipt í hópa, og mega sumir strita, en aðrir helga sig skriffinnskunni. Svínin gerast yfirstétt méð lög- reglu og öllu slíku, enda telja þau sig' gáfuðust dýranna, og[ þau leggja sér einnig til siðu mannanna. Og vitanlega kemst upp um svik í þessari paradís, eins og menn þekkja frá sælu- ríkjunum austan tjalds, og með svikat'anan er farið samkvæmt hefðbundnum hætti. Mynd þessi er vel til þess fallin. að vekja menn til um- hugsunar um það, sem gerzt hefir viða úti í heimi síðustu árin. Sá heitir Louis de Rouge- mont, sem gert hefir myndina, einn þeirra kvikmyndagerðar- manna, sem vinnur jafnan á eigin spýtur, óháður þekktustu kvikmyndafélögunum, og hefir . hlotið heimsfrægð fyrir störf ' sín. Hvað kostar það? Sjálfstæðismenn eru ekki í neinum vafa um það, að stjórnarflokkarnir . muni troða margnefndum Eggerti inn í þingið í krafti meiri- hluta síns þar. í rauninni á hann það skilið af þeim, úr því að þeir hröktu þenna eina vinnandi mann Al- þýðuflokksins úr kjördæmi því, sem hann hafði boðið sig fram í áður. Spurningin er aðeins, hvað þetta kostar Alþýðiiflokkinn og Framsóknarflokkinn, því að kommúnistar ætla að láta [ kaupa sig í þessu máli eins og öðrum. Kommúnistinn í ' yfirkjörstjórninni var látinn sþila út í byrjun. Hann var l. peirrar skoðunar, að sam- , Frá Alþingi: Veriur ópera stofnuð hér? * Ovísí iim aí'stöðu ineniiiamálu- ráðherrans. kvæmt lögum væri ekki hægt að gefa út formlegt kjörbréf, og síðan tekur Alfreð Gísla- son við í kjörbréfanefnd Al- þingis og æskir eftir fresti í málinu. Hvað gerist svo? Jú, kratar og framsókn koma til kommúnista og spyrja um verðdag á fylgi þeirra í þessu máli. Það tekur kannske nokkra daga að þjarka um hóflegan prís, en samkomu- lag mun nást — ef ekki fyrir helgi, þá jafnskjótt og út- varpsumræðunni á Alþingi verður lokið á mánudaginn, svo að þetta óhæfuverk bætist ekki ofan á önnur, sem alþjóð verður þá skýrt frá. W. í.i Þingsályktunurtillaga sjálfstæð ismanna um stofnun íslenzkrai' óperu var rædd i sameinuðu þingi í gær. Ragnhildur Helgadóttir gerði grein fyrir tillögunni, þar sem slcorað er á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því, að ráðnir verði að Þjóðleikhúsinu 5 — 10 einsöngvarar og þar verði síðan fluttir 3 — 4 söngleikar á hverju leikári. Minntist Ragnhildur þess, að ekki væru nema 6 ár liðin frá því að fyrst var flútt ópera hér- lendis. Síð'an hefðu nokkrar verið fluttar. og ■ jafnan notið mikilla vínsadda .og verið i Þjóð- leikhúsinu betur sóttar að meðal- tali en almennar leiksýningar. Ekki yrði séð að söngleikir | þyrftu í frámtíðinni að verða dýrari í uppfærzlu en leikrit. Þingmaðurinn rakti nokkra merka þætti í sögu tónmenntar hér á landi og taldi m.a. íslenzka söngvara hafa sýnt það, að þeir væru vandanum vaxnir. Ragnh. lagði áherzlu á menningargildi söngleikjanna jafnframt þeirri gleði, sem þeir veita áheyrend- um. Gylfi Þ. Gislason, menntamála- ráðherra, kvaðst fagna þeim áhuga, sem fram kæmi hjá fl.m. fyrir þessu merka máli. Varð honum siðan tíðrætt um íjár- hagshlið málsins og taldi hennar vegna öll tormerki á framkvæmd tillögunnar. Lýsti ráðherra yfir hvoru tveggja í senn — að alJs ekki mætti láta fjárhagssjónar- mið ráða úrslitum við’ afgreiðslit slikra mála, og að þröngur fjár- Fimmtudaginh 31.[ jahúar, 193.7 .Það er oft rætt um hreinlæti og þrifnað. Ýnisum finnst þó jafn vel geta verið óf langt gengið í þeini efnum og kalla það þá hreinlætisæði. Aðrir ', eru altlrei ánægðir. Sennilega er rétta leið- in einhvers staðar mitt á milli, eins og svo oft áður. En um hreinlæti og þrifnað i verzlunum fjallar bréfið frá „Þresti“ i dag. „Vegna þess að, oft. lieyrist í blöðum og' á mtmnamótum tál að um fjölda nefnda, sem starfi hjá bæjar- og ríkisstofnunum, þær taki há laun fyrir litla vinnu, sem sagt flestum er illa við þær, — þá tek ég mér penna í hönd. Starf heilbrigðisnefndar. Eg lief litilleg-a kynht mér starf einnar nefndar, sem vinnur fyr- ir okkar kæru höfuðborg. Eg á þar við lieilbrigðisnefnd Reykja- vikur, með borgarlækninn i broddi fylkingar. Það má efa- laust þakka þessari nefnd fyrir það að allar verzlanir liér í bæ liverju nafni sem þær nefnast, eru orðnar fallegar og hreinleg- ar og uppfylla ströngustu kröfur um hreinlæti og snyrtiménnsku. Þó má ekki vanmeta þátt kaup- manna sjálfra, sem margir lvverj- ir eru miklir snyrtimenn i eðli sínu. Synishorn af hreinlætinu. Eg kom i eina af þessum riý- tizku verzlunum hérna um dag- inn með litlum vini minum. All- ir veggir verzlunarinnar voru lagðir gljáfægðum mahogniplöt- uin og glerdiskar með lokuðum skúffum fyrir sælgæti Litli vinur minn bað mig að gefa sér eitt- livað af þessum girnilega varn- ingi, 'sem' þar var á boðstólum, en þégar liann fór að gæta bet- ur i borðin, sá hann elcki það, sem hörium þótti bezt, en það var buff og kókosbollur. Eg spurði afgreiðslumanninn, livernig stæði iá því að þetta sælgæti væri ekki til hjá honum og sagði hann mér þá, að heilbrigðisnefnd hefði bannað sölu á þvi, neffia að það væri i umbúðum, en framleiðend- ur treystu sér ekki til þess vegna kostnaðar. Umbúðirnar etnar rneð. Áður fyrr var þetta afgreitt með þar til gerðum töngum, svo ekki þurfti að koma við það með beruin höndum. Eg keypti svo lakkrís lianda vini minunv. Hann var rækilega innpakkaður í selló- fanpappír, svo að drengur varð að borða bæði bréf og lakkrís, þvi auðvilað var pappírinn klesstur fastur víð lákkrisinn — en þetta , gerði ekkert til, hann var bara ' drýgri og engin hætta á þvi að bakteríur fylgdu með, þar sem hann var innpakkaður. Eg liugs- aði sem svo: svoria eiga sýslu- menn að vera. — Þetta verður að duga í bili, en ég mun siðar senda bréf og koma þá með nokkrar tillögur til liinnar liátt- virtu lveilbrigðisnefndar Reykja- víkurbæjlar unv auknar varnir gegn smitandi sjúkdómum í þeirri von að lnin taki þær til at- hugunar, þvi eins og' máltækið segir: Betur sjá augu en auga. — Þröstur.“ — kr. hagur Þjóðleikhússins leyfði ekki að tillagan yrði fram- kvæmd. Það skortir þvi talsvert á,- að heilsteypt skoðun kæmi fram af hálfu ráðherrans og er raun- verulega allt á huldu um afstöðu hans til tillögunnar,. sem vísað var til nefndar. ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.