Vísir - 05.02.1957, Blaðsíða 5

Vísir - 05.02.1957, Blaðsíða 5
• >riðiudaginn 5. febrúar 1957 VÍSIB Skautamót á Akureyri, Akureyri í gær. Skautamót var haldið á Brunrtárflíeðum innan Akur- eyrar í gœr og kcppt í skauta- híanpi baifti í eldri og yngri flokkum. Þátttakendur voru 16 íalsins. Keppt vai' í 500 m. og 3000 m. skaútahlaupi í eldri flokki, en 300 og 400 m. í hlaupi i unglingaflokki. í 500 m. skautahlaupi sigi'aði Björn Baldursson á 49.2 sek., en næstur varð Hjalti Þor- 'stc-insson á 52.0 sek. í 3000 m. hlaupi varð Björn Baldursson einnig hlutskarp- astur á 6:00.1 mín., en næstur Kristján Árnason á 6:18.9 mín. í 400 m. skautahlaupi drengja sigraði Örn Indriðason á 48.5 ,sek„ en í 3000 m. hlaupi urðu Örn Indriðason og Skúli Ágústs- 'sori fyrstir á 37.8 sek. • ísinn var ekki góður, því frost hafa verið litil undanfarið, Áhorfendur voru margir. Halda átti skautamótinu á- fram í kvöld, en búist við að að það verði að fresta þvi, þar eð í morgun var komin bleytu- bríð. Mestu skrílslætin á 2 áratugum. í Kasmfr hefur verið harðlega rneitað illri meðferð á tveimur brerkmu blaðamönnum. Barst blöðum þeirra, Daily Mail og Daily Express, tilkynn- ing unr þetta í gær, en þau létu þá lesa tilkynningarnar fyrir blaðamennina, sem dveljast í gistihúsi, sem var umkringt æst- um múg, er síðast íréttist. Segja 'blaðamennirnir standa við allt, sem þeir hafa sagt, og sagði arinar, að önnur eins skrílslæti hefði hann hvergi séð á 20 ára blaðamannsferli, og liefði hann þó séð sitt af hverju um dagana. Tvö s/t/s. Seint á föstudngskvöldið var legreglan kvödd á vettvang að V etrargarðinimi vcgna slyss, sem þar hafði orðið. Hafði maður, sem þar var gestkomandi, brotið rúðu og skorizt við það mjög illa á handlegg. Blæddi mikið, svo dæla varð blóði í manninn i slysavarðstofunni og var hann látinn dvelja þar fram á laug- ardag. Á laugardaginn varð annað slys á Réttarhoitsvegi við Hóhngarð. Það atvikaðist með þeim hætti, að bifreið var ekið aítur á bak, en 9 ára gömul telpa. sem var á skíðum á göt- unn, varð fyrir bifreiðinni og slasaðist. Var hún flutt á sjúkra varðstofuna og síðan á Land- spítalann þar sem rannsaka átti meiðsli hennar, en ekki er blað- inu kunnugt ura hve mikil þau voru. Brídge: Sveít ívars orð- in efst. Fjórða umferð í sveitakeppni' Bridgefélags Reykjavíkur i meistaraflokkí var spiluð á surmudaginn. Þar vann ívar Hörð, Vigdís' vann Ragnar, Kristján vann Eggert_ Guðmundur vann Ein- ar Baldvin og Ólafur vann Árna. Eftir fjórar umferðir er sveit Ivars Andersen orðin efst með 7 stig, hefur enn engri keppni tapað, en unnið þrjár og gert jafntefli í einni. Næstir eru sveitir þeirra Harðar Þróðar- sonar og Eggerts Benónýsson- ar með 6 stig hvor. Sveit Krist- jáns Magnússonar hefur 5 stig og sveit Ólafs Þorsteinssonar 4 tig. Hinar sveitirnar hafa færri stig. Fimmta umferð verður spiluð í kvöld. ★ Njiega var hleypt af stokk- unum í Harland og Wolff’s skipasmíðastöðinni í Bcl- fast( í Norður-íslandi, 34.900 smálesta olíuskip, sem smiðað er fyrir Sivald Bergesen, Stafangri. Skip- inu var gefið nafnið Stor- forin. Duglegur sendisveinn óskast. Ventlunin Straumnes, Nesvegi 33. Þorrablót heldur Rangæingafélagið í Skátaheimilinu við Snorrabraut íaugard. 9. þ.m. BAGSKRÁ: Hlaðborð, hangikjöt, svið o. fl. Ðr. Guðni Jónsson segir draugasögur. Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari flytur erindi. Stutt íslenzk kvikmynd. Dans. Þátttökugjald 65 kr. greiðist í Klæ'ðaverzlun Andrésar Andréssonar fyrir fimmtudagskvöid. Vegna útfarar Heíga Bergs, verður Kjötbúð Sólvallagötu 9 lokað frá kl. 12 á hádegi, miðvikudaginn 6. febrúar. Vegna útfarar Heíga Bcrgs, forstjóra, verða. verksmiðja, skrifstofa og sölubúðir okkar lokaðar frá hádegi á morgun. Iíllarverksmí5jan Framtíðin Vegna útfarar verða verzlanir okkar og vöruafgrciðslur lokaðar frá kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 6. febrúar. Sláturfélag Suðurlands Skrifstofur okkar verða lokaiar miðvikudaginn 6. febrúar, vegna útfarar Helga Bergs, forstjóra. Sláturfélag Suðurlands Skrifstofur vorar verða lokaðar, íniðvikudaginn 6. þessa mánaðar kl. 10—12 vegna jarðarfarar. H.f. Ölger&n Egili Skdllagrímsson Karlmannafnt - Frakkar Seljum næstu daga í verzlun vorn Vesturgötu 1 7 nokkur sett af karlmannafötum og frökkum meÖ smá efms- eða framleiðslugöllum. Tækifæriskaup - Aðeins fáa daga Andersen & Lauth Vesturgötu 17 Atgreiðslustúlkur óskast strax. -— Uppl. kl. 5—7. Aúloii AðaKfræii 8 Sími 6737. Stefnul jós Complet sett fyrir fólksbíla, stakar luktir, blikkaxar og ódýrir sjálfvirkir rofar. — Einnig framluktir og þoku- luktir. Smyrill, Húsi Sameinaða Sími 6439 Tögtah Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengn- um úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrir- vara, á kostnað gjaldénda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftir- töldum gjöldum: Söluskatti og framleiðslusjóðsgjaldi 4. árfjórðungs 1956, sem féll í gjalddaga 15. jan. s.l., áföllnum og ógreiddum gjöldum af innlendum tollvörutegundum, matvælaeftirlitsgjaldi og tryggingariðgjöldum af lögskráð- um sjómönnum. ,• V* \ ' * ,v'.‘ • ‘ Borgarfógetijm í Reykjavik, 4. febr. 1957. Kr. Kristjánsson. b

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.