Vísir - 05.02.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 05.02.1957, Blaðsíða 7
3*riÖJudaginn 5. febrúar 1957- vlsœ IX ■■■« v. ■ ■ EDISOIM MARSHALL: Víkinyurínn 43 > —■ Það liggur ekkert á. Hann var mjög glaðlegur í bragði og hvers vegna ekki. Ég hafði gert honum mikinn greiða. Hann hafði alltaf lifað í ótta við Ragnar. Máttur Egberts, keppinutar hans, hafði allur verið undir Ragnari kominn. Enginn annar en Ragnar hefði getað búið hann út með leiðangur til að leggja England undir sig. En nú gat hann verið öruggur og óhræddur um sig. —• Það er byrjað að fjara, sagði ég, Þú verður samt að bíða andartak. Ég ætla að láta færa þér bikar af víni. Bróðir Godwin. Er mér ekki óhætt að að drekka heiðnum manni til, þegar hann hefur gert kristninni jafn mik- inn greiða og þessi maður. Þetta er ekki venjulegur maður, heldur mikilmenni. — Mér geðjast ekki málhreimur þinn, Aeella, og ekki svip- urinn heldur. — Hvers vegna, gamli sálnaþulur? — Við höfum nýlega horft á hræðilega sjón og þú fagnar því. Skyrta sonarsonar járnsmiðs er að verða þér of þröng. —• Þá sé ég enga ástæðu til að vera í henni lengur. En ég er ekki of stór til að bera kórónu Osberts, sem ég öðlaðist af eigin ramleik. Og ég skal bera kórónu Bretaveldis, áður en öll nótt er úti. Hann bandaði hendi til lávarðanna og frúnna. — Komið! Við skulum drekka Ogier til og ef þessi guðscrða- snaklcur vill ekki drekka með okkur, getur hann farið inn í klefa sinn og beðist fyrir og talið perlumar á talnabandi sínu. — Þér væri nær að telja þá daga, sem þú átt eftir. — Burt með þig langnefjaði skrÖggmd Komdu, Ogier Gyrfalcon! —■ Hvemig veiztu, að ég er kallaður Gyrfalcon? — Af því að Raðnar nefndi þig því nafni. Ég náði að vísu ekki nafninu, en einn af mönnunum, sem hér eru inni kann danska tungu. — Ég ætla hvorki að borða hér né drekka, Aella konungur, heldur ætla ég að leggja af stað ásamt félögum mínum. — Þetta kalla ég mikið vanþakklæti, en ég mun ekki hamla ferð þinni, þar eð þú hefur gert mér svo mikinn greiða. Því næst sá ég hann kalla til sín helzta ráðgjafa sinn. — Hvaða greiða áttu við? spurði ráðgjafinn. — Mér fannst jþú hafa kaupskap við Ogier hinn danska, þannig að hvorugur skuldaði hinum. — Það var svo í upphafi. En hann var of rausnarlegur. En ég átti rétt á Morgana og gaf henni hann eftír. Ogier tók Ragnar af lífi sjálfur. Ogier! Ég óska þér, gulu konunni og tungu- lausa manninum góða ferð til heimalands þíns. Welska prins- essan og Bertha verða eftir hér. — Hvað á þetta að þýða Aella? hrópaði Godwin, áður en ég gat komið upp orði. — Þú ert stöðu þinni til skammar Godwin! sagði Aella. — Hvernig geturðu vitað til þess, að kristin kona faðmi heiðinn mann? Ef hún samþykkir það af fúsum vilja, er synd hennar enn þá meiri. — Þú lezt hann hafa griðabréf, Aella, til að ferðast um ríki þitt, og undir því skjali er þitt konunglega iiinsigli. Þú sórst, að hann og fangar hans....... — Líttu aftur á plaggið, bróðir Godwin. —■ Hvað áttu við? —• Þú þarft ekki að lesa nema upphafið. — Það er stílað til Ogiers,:höfðingja Horikg.... — Ef þú værir lögfræðingur, en ekki mimkur, mundirðu vita, að ein villa í plaggi nægir til að ógilda það allt saman. En það sem verra er, Ogier hefur fengið þetta skjal á fölskum forsemdum. — Ég spyr enn, hvað þú átt við. — Hann er ekki höfðingi hjá Horik og ekki hirðmaður hans. Hann er hermaður og fyrrum þræll Ragnars. Hugh af Orkn- eyjum heyrði hann segja það sjálfan. Já, ég er hermaður, hrópaði ég og réði nú ekki við mig lengur. — Og veit hvernig á að fara að gagnvart svikurum. — Ég ætlaði að draga sverð mitt úr slíðrum, en þá heyrði ég rödd, sem olli þvi, að ég hikaði. — Bíddu, Ogier! Aella, segðu varðmönnum þínum að vera kyrrum. Aella lyfti hendinni til vsrðmanna sinna. Því næst kinkaði hann kolli háðslega til Morgana. — Ég er hræddur um, að það sé of seint, prinsessa. Hann hefur hrakið mig í orðum og ógnað mér með sverði sínu. — Það var í verndarskyni fyrir mig. — Hvað áttu við? — Það var í varnarskyni fyrir dóttur Rhodris. Þú ætlaðir að halda mér hér gegn vilja mínum. Þér væri hyggilegra að gæta þín, Aella, þrumaði Godwin. — Þú hefur ekki verið lengi konungur og ert farinn að ganga of langt. Ég, Godwin, munkur af Benediktsreglu, kom hingað með Norðmanninn og lofaði honum fyllsta öryggi. Ef þú lætui' myrða hann, verðurðu bannfærður. Ég veit ekki, hvers vegna konungurinn þagnaði við þessi orð. Hann þagði lengi og hugsaði sig um. Hann strauk sítt, silki- mjúkt skeggið, en því næst kallaði hann ráðgjafa sinn til sín og talaði við hann einslega. Því næst svaraði hami rólega. — Bróðir Godwin! Ég efast um, að þú hafir nokkurn tíma séð mig hræddan. — Nei, það hef ég ekki séð. — Ég er ekki heldur hræddur við að viðurkenna skyssu, sem mér hefui' orðið á. Ég hefði átt að vera þolinmóðari við þennan unga heiðingja, því að hann kom hingað í góðri trú, þótt hann sigldi undir föslku flaggi að því við kemur stöðu hans og ætterni. En ég vil ekki, að Morgana fari með honum. Rhcdri mundi aldrei fyrirgefa mér það, og ekki þú heldur, þegar þú ert búinn að átta þig. Berta fylgist auðvitað með húsmóður sinni. En sem laun fyrir að ná henni og taka Ragnar af lífi borga ég honum þrjátíu silfurpeninga. — Ég þigg ekki einn eyri, sagði ég. — Sem yður þóknast og mér yrði það sönn ánægja að þér, gula konan og mállausi maðm'inn legðu sem fyrst af stað heim- leiðis. En ef þér komið aftur, skúluð þér hafa öflugan her, því að þér munið fá varnai'viðtökur hér. Hann tók verndarskjalið úr hendi Godwins, reif það í tætlur og sagði: — Þið megið fara. Hann sneri við mér baki, en Morgana gekk til mín, vafði örmunmn um háls mér, kyssti mig og sagði: — Ég mun bíða þín, hvenær sem þú kemur. — Það verður svo að vera, sagði ég. — Ég mun bíða, sagði hún. — Hvernig geturðu beðið? — Ég er Morgana, dóttir Rhodri konungs, unnusta Ogiers hins danska. Vertu óhræddur um mig. —• Ég skal verða þér trúr, Morgana. — Vertu vaskur maður. Það er það eina, sem ég bið þig um. Hún var mjög föl og teygði sig á tá til að kyssa mig. Það var eins og hún væri að hefja sig til flugs. 2. Áður en ég vissi af, var .ckkur íylgt'út um bakdyr og út í garðinn. Þaðan var okkur fylgt niður að ánni. Þegar ,ég nálgað- ist bátinn, sá ég þar tvo menn, sém aðeins átti að vera einn. Það var gamall, gráhærður maður með hörpu á brjósti. — Hvað ert þú að gera hér, Alan? J k*v*ö*!*d*v«ö»k»u»n«n»i í síðustu för „Belinda" dó einn hásetanna og Wilm Reim- ers skipstjóri, sem ekki var mjög vanur ræðuhöldums varð andvaka alla nóttina á eftir, og braut heilann um það hvað hann ætti að segja þegar líkinu yrði sökkt í sjóinn. Og svo morguninn eftir þeg- ar öll áhöfnin stendur við borð- stokkinn og bíður þess að at- höfnin hefjist, tekur skipstjór- inn fram skipsbiblíuna. ræskir sig nokkurum sinnum og segir: „Látum okkur biðja fyrir sálu okkar góða gamla félaga,“ Síðan bíða hásetarnir eftir- væntingarfullir eftir að útfar- arræðu skipstjórans hefjist.. Þeir líta til hans aftur og aftur með húfunnar milli handanna, en ekkert hljóð heyrðist úr barka Wilen Reimers skipstjóra. Skipverjrnir byrja að ó- kyrrast og sumir eru teknir að ræskja sig til merkis um að eitt- hvað ver'öi að ske. Þá allt í einu geílur ?'ödd skip- stjórans við, hvell og byrst að venju: „Til andskotans með það allt saman. Eleygið þið Jikivru í sjóinn.“ u "V M.s. Dronning Alexandríne fér til Færnyja ogKaupmanna- hafnar laugardaginn 9. febrúar kl. 12 á hádegi. Tilkynningar um flutning óskast sem fyrst. Farþegar sæki farseðla á morg- un, miðvikudag. Skipaafgreiðsla Jes Zirasen Erlendur Pétursson. £ /?. SuncuqkA imiAN Tarzan léit upp þegar hann heyrði tiross hneggja og þá sá hann hið ótrúléga að hestar hermannanna, sem Sam hafði drepið, stóðu á beit þar skammt frá. Hann sá strax hvað gera átti. Hann losaði sig við bogann og örvarnar og klæddi sig í einkennisföt. Það gátu fleiri en Sam leikið þann leik að ganga undir tösiku "náfni og nú var Tarzan John Shea hermaður í útlendingahersveit Frakká.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.