Vísir - 06.02.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 06.02.1957, Blaðsíða 7
Píliövikudaginn 6. febrúar 1957 VÍSIR Flugirca-nnaverkfall lamar santgöngur mnanlænds. Enginn árangur af fundi með sátta- semjara. E'.igar viðræður hafa farið frain, síðan á mánudag milli l'lugmanna og stjórna flugfélag- amia og' hefur sáttasemjari ekki jboðað til nýs fundar. Á fyrsta fundinum, sem stóð í tvær og hálfa khikkustund náð.st engínri árangur og gáfu • fulltrúar flug- jnanna ekki í skyn að þeir miyndu veita tilslakanir á kaup- jkröfum síniun. Flugsamgöngur oru nú algor- ]ega stöðvaðar innanlands og til útlanda. 1 gær kom síðasta flug- félagsvélin heim frá Akureyri, en þar hafði hún verið veður- teppt. Báðar millilandaflugvélar Flugfélags 'íslands eru i Kaup- mannahöfn og er önnur þeirra, sem. verið hef ur þar i klössun er væntanleg heim þann 10 þ.m. Ferðaskrifstofum og öðrum, sem selja farmiða fyrir Flug- félag Islands erlendis hefur ver- ið tilkynnt um verkfallið. Kemur þetta sér illa fyrir þá, sem far- seðla höfðlt keypt og- ráðgert höföu ferðir til oða frá íslandi, 90 marins á rlag. E£ flugmannavcrkfallið heldur áíram um nokkurn tíma, sem eftir núverandi ástæðum er mjög liklegt, veldúr það sérstaklega miklum truflunum á samgöng- um innanlands. I janúarmánuði s.l. flutti flugfélag Islands 2455 manns eða um 80 til 90 manns á tíag. Þá voru samgöngur all- gre'ðar um vegakerfi landsins. Það sem af er þessum mánuði hafa samgöngur við Norðurland, Áusturland og Vestfirði aðeins verið í lofti að undanteknum strjálum skipaferðum. Var því óhætt að gera ráð fyrir að loft- ílutningarnir innanlands myndu aukast að mun í þessum mánuði. Póstur byrjar strax að hrúgast itpp á póststofunum, þvi mikill hluti bréfa og bögglar>ósts er fluttur með, ílngvélun-. Þeir eir.u loftflutningar sem eiga sér stað eru með flugvélum flugskólans Þyts, sem taka að sér leiguflug og að sögn forráða- manna þar. er útlit fyrir að það Erfðaskrá Francos. Efíír 20 ára sfjórn leggur hann á ráEin um framtíðarskipulag Spánar. aukist, ef um lagvarandi verk- fall er að ræða. Þá mun Björn Pálsson að sjálfsögðu fljúga sjúkraflugvél sinni að vanda án tillits til veðurs og verkfalls. Loftleiðir. Flugvélar Loftleiða eru allar í Stafangri, þar sem viðgerða- verkstæði þeirra er. Loftleiða- flugmenn eru allir komnir heim. Því fólki erlendis og hér heima, sem pantað hefur far með Loftleiðum er ráðstafað til annarra flugfélaga vegna verk- fallsins. Verkfallið verkar eins og lamandi högg á félagið í sam- keppni þess við erlend flugfélög í Atlanzhafsflugi, • I Áreiðanlegar fréttir eru ekki fyrir hendi um að flugmenn Pan American félagsins hafi í hyggju að gera verkfall. j Hraðskákkeppni á Akureyri. Akureyri í morgun. Hraðskákkeppni um svokall- aðan Jónsbikar er nýlokið á Akureyri og voru þátttakendur þrettán talsins. Bikar þann, sem um var keppt, gaf Jón Ingimarsson í vetur. Vinnst hann til eignar í þriðja skipti í röð eða 5 sinnum alls. Keppt var nú um hann í íyrsta skipti. Hlutsk arpastur varð Júlíus Bogason skákmeistari Norð- lendinga er hlaut 11 vinriinga. Næstur varð Margeir Stein- grímsson fyrrv. skákmeistari Norðlendinga með 10 vinninga og þriðji í röðinni Haraldur Ólafsson með 9V2 vinning. Skákþing Norðlendinga hefst þann 17. febr. n. k. á Akureyri og mun standa yfir í hálfan mánuð. Búist er við mikilli þátt- töku bæði frá Akureyri_ víðar úr Eyjafirði og annarsstaðar að. **0*m**ff * Kvenféiaglð Htíf á Akureyri háSfrar aklar g&malt. Stii'rsía áíak þess er by««SBni» fjiarnaiacimilísins Pálmholt. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í gær. Kvenfélagið Hlíf á Akureyri mhuitist í gær hálfrar aldar af- anælis síns með veglegu hófi að Mótel Kea. Sátu það hátt á ann- .að hundrað gésta. Elinborg Jónsdóttir, formað- ¦ur félagsins, setti hófið með ræðu, en auk þessa voru fjöl- margar aðrar ræðtxr fluttar. Heiðrekur skáld frá Sandi las frumort kvæði er síðar var sung ið undir borðum; einnig las frú Laufey Sigurðardóttir kvæði eftir sig. Milli ræðuhalda var almennur söngur og stjórnaði Askell Jónsson lögreglustjóri honum( en Eiríkur Stefánsson söhg einsöng'. í í hófinu var rakin saga Hlíf- ar í stórum dráttum en starf- semi félagsins hefir frá önd- verðu bsinzt að margháttuðum líkr.arstörfum á. Akureyri. — Mesta átak félagsins er bygging barnaheimilisins Pálmholts, som starfað hefir í sjö sumur, og þar fá 60—70 börn 3% mán- aðrar dvöl á hverju sumri. Stofn endur félagsins voru 7 konur og eru tvær þeirra enn á lífi. I hófinu var og tilkynnt að sjö konur hefðu verið kjörnir heið- ursfélagar. Gefið hefir verið út vandað afmælisrit í tilefni afmælisins og tók Eiríkur Sigurðsson yfir- kennari það saman. Stjórn Hlífar skipa nú Elin- borg Jónsdóttir, formaður, Lauf ey Tryggvadóttir, féhirðir og Dóróthea Kristjánsdóttir( ritari. í félaginu eru nú 100 konur. Að borðhaldi og ræðum lokn- um í afmælishófinu í gær- kveldi, var sýnd kvikmynd frá barnaheimilinu að Pálmholti, en að því búnu var stíginn dans fram á nótt. Franco, einvaldur Spánar, sem hefur setið 20 ár í valdastóli, er nú að gera hina pólitísku erfða- skrá sína. Enginn skyldi þó halda, að hann ætli að leggja niður völd, þó að hann sé orðinn 64 ára. Hann er hinn hraustasti, hefur fullan hug á að halda völdunum og er langt frá að vera valtur í sessi, þótt smávegis ókyrrðar hafi gætt innanlands. Ákvörðun hans, að gera erfðaskrá sína nú er einmítt miðuð við það að tryggja völdin, efla einræðið og búa svo um hnútana, að áhrifa hans gæti eftir dauða hans eða ef hann skyldi af öðrum ástæð- um óska að endurskipuleggja einræð.ð. Loks er alli'.r varinn góður, þvi auðvitað gæti svo far- ið, að hann yrði að láta af völd- tim, fyrr en honum þætti gott. Ekki gerir erfðaskráin ráð fyrir miklum grundvallarbreyt- ingum. Hvergi er það nefnt í skránni, hver skuli verða eftirmaður Francos sem æðsti stjórnandi ríkisins. Af yfirlýsingunni frá 1947 má þó ráða, að það verður konungur, sem við.tekur. Á hinn bóginn segir hvergi um- það hvort kápa einræðisherrans verði lögð á axlir sonar Alfonsar 13., Don Juans, eða hins unga sonar hans, Juans Carlos. Þetta er enn leyndarmál Francos sjálfs.. Sem stendur er Franco fer- fa'ldur i roðinu. Hann er ríkis- stjóri, forsætisráherra, forseti falangistaflokksins og æðsti maður hei-sins. Samkvæmt hinni fyrirhugðuðu stjórnarskrá, verða tvö íyrrnefndu embættin í hönd- um tveggja manna — ríkisstjóra og forsætisráðherra og skal sá fyrrnefndi tilnefna forsætisráð- herrann til fimm ára, i senn. Þingið — cortes — verður eftir sem áður skipað 500 þing- mönnum. Þriðjungur þingmann-. anna verður tilnefndur af falang- istaflokknum, þriðjungur af stéttarfélagasamböndunum — en þau eru undir stjórn falangista- flokksins og þriðjungur verður kosinn af borgarst.iórum hinna stærri borga, háskólaprófessor- r.m og öðrum mönnum, sem tald- ir eru „hafa unnið mikilvæg störf í þágu þjóðarinnar". : Þá verður stofnað einskonar senat eða efri deild við hliðina á cortes (þinginu) og verður það skipað meðlimum faiangista- flokksins eða þjóðarráös hans. Verkefni efri deildarinnar á að vera að hafa eftirlit með því, að þau lagafrumvörp, sem neðr: deildin tekur tii meðferðar, „séu í samræmi við grundvallaratriði þjóðfélagsins." I efri deildinni yrðu einungis þeir menn, er studdu Franco í borgarastyrjöld- inni og eru honum trúir á hverju sem gengur. Nýja stjórnarskráin gerir þó ráð fyrir, að vald þingsins verð' lýðræðislegra en áður. Þannig verða ráðherrar að svara fyrir- spurnum í þinginu og getur þingið fellt þá úr ráðherrastóli, ef þeir verða í minnihluta þar. Tillit til konungs sinna. Nefnd sú, sem starfar undir forsæti Arreses aðalritara fal- angistaflokksins, og vinnur að hinni nýju lagasetningu, hefur leitast við að jafna metin á milli konungssinna og falangista- fiokksins. Hinn væntanlegi kon- j ungur, sem mun' eins og áður segir, tilnefna forsætisráðherr- ann, mun sitja fundi stjórnar- ! innar og fær á þennan hátt i mikið vald. Þrátt fyrir þetta | hefur falangistaflokkurinn úr- I slitavaldið, þar sem hann velur i þjóðráðið. Þessi sterka aðstaða , falangistaflokksins hefur vakið l mótspyrnu konungssinna, frjáls- lyndra demókrata og herforingj- anna og hefur verið vakin j hreyfing, sem miðar að því að I auka enn áhrif konungssinna. Sú lireyfing er undir forustu Vell- anos ráðherra verklegra fram- kvæmda. Franco, sem er kænn stjórn- málamaður, hefur farið mjög varlega i þessum málum og beitt hinni mestu lægni til að styðja konungssinna. Hefur hann helzt farið þær leiðir, að koma konungssinnum í ýmsar áhrifastöður. Hann hefur einnig látið í ljósi „óánægju sina" fyrir því, hversu völd falangista séu mikil. Þetta leiddi þó til þess, að Arrese baðst lausnar. Hann féllst þó á að sitja i stjórn fiokksins enn um sinn. Allt þetta eru þó einíóm láta- læti. Einveldi Francos stendur föstum fóutm og hann hefur ekki sleppt neinum taumum úr hendi sér og mun ekki gex-a það, meðan honum endist lif og heilsa. Hætta á hrhum, nefti Egyptar samkcKidagi. St. Laurent forsiptisráðherra Kanada hefur sk.vrt frá því; að tilraunh- séu gerðar til þess að fá Egypíaland og Israel til að- ildar að samkomulagi, sem girði fyrir að til vopnaðra átaka komi að nýju milli Israe'smanna og Egypta. Hann kvað svo að orði, að ef Egyptar neituðu aðild að slíku samkomulag'l, Icæmi aftur ti! sögunnar sú hætta, að í odda skærist milli þessara aðíla. Kunnugt er af fyrri fregnum, ao á veítvangi Sameinuðu þjóð- anna er i'eynt að ná samkomu- lagi bak við tjöldin. áður en alls- herjarþingið tekur íkvörðun út af afstöðu Israelsstjórnar tií kröfunnar um brottfíutning her- liðs síns frá Gazaspikiunni og Akabaflóa. Israelsmenn hafa tvcsr. her- snekkjui' á Akabáflóa eftir að þeir í innrásinni náðu Shaim el Sheikh og Tiran. egypzkum. vrikjum þar við flóann. í inm-ás- inni. Hafa Israelsmenn nú fjög- ur kaupskip í föruin frá Elath. til Austur-Afrílcuhafna. og bjóða öðrum þjóðum að flytja vax-ning í bifi-eiðum og á járnbraut til Miðjarðahafs, og er það ódýrari flutningur en ef sigít væri suð- ur fyrir Góðrarvonarhöfða, en nokkru dýx-ari en ef siglt væri Eþíópíu fluttar þessa, leið. Fyrir skömmu \'orli 500 smá- lestir af húðum og kaffi frá Eþópíu fluttar þessa leið. Bandaríkjamenn eru nú sagð'ir tilkippilegx-i til samkomulags um. að gæzlulið fx-á Sameinuðu þjóö- unum verði sent til Akabafló". Nýjar handtökur í Ungv^rjalandi. Enn berast fregnir um hand- tökur í Ungverjalandi. Hafa 12 menn vex-ið hand- teknir, beiri-a me 5al þrír námu- menn. Menn eru bornir ýmsum sökum, svo sem að hafa vopn og sprengjur ólöglega í fórum sínum, samsærisáfoxm gegn ríkisstjórninni o. fi. Fjórir eru þeim sökum bornir að hafa hjálpað flóttafólki yfir landa- mærin inn í Júgóslaviu og Austurríki. Difl&rfull veik- indi í Moskvu. Þýzkur sérfræðingur - blóð- sjúkdómum var nú um helgina beðinn að koma í skyndi til Moskvu, vegna veikinda eins leiðtogans. — Við burtföiina kvaðst hann ekki vita hver þeirra væri veikur. Kunnugt er, að þeir Malen- kov og Shepilov utanrxkisráð- herra hafa verið allalvarlega veikir undangengna daga( en þó ekki alvarlegar en svo, að talið var að þeir myndu koma til starfs eftir nokkra daga. Síðari fregnir herma, að sér- fræðingurinn haíi veitt sjúkl- ingnum, er sé þungt haldinn, aðstoð sína, en ekki fengið að vita hver hann var. Sérfræð- ingurinn segir hann vera 50—60 ára,. og sennilega ekki neinn höfuðleiðtoganna. * Tunku Abdul Rairian sagði fyrir nokkrum dögum, að hinn vonaði. að áfram yrði á Malakkaskaga stjórnarfar eftir brezkri fyrirmynd. Ralunan er aðalráMierra stjómarinnar. Kona slasEsi á hálkir, I gær slasaðist kona í mið- bænum, er hún datt á hálku í Aðalstræti. Lögregluþjónn sem nær- staddur var þegar. konari datt, tók hana upp og bar á bekk £ garðinum við styttu Skúla Magnússonar, en kvaddi síðan til sjúkrabíl, er flutti konuna í Slysavarðstofuna. Konan hlaut aðallega mexðsli á mjöðm. Flughálka er nú víða á.götum bæjarins og mega vegfarendur gæta sín vel a5 detta ekki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.