Vísir - 06.02.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 06.02.1957, Blaðsíða 10
ííi 10 VÍSIR Miðvikudaginn 6. febrúar 1957 :s; 2 iC/i'l'J n.H.;" JBJH ¦ ¦ ¦¦¦ ¦ ¦¦¦ EÐiSOM MARSHALL: ¦¦¦¦ VíkiHqutiHH 44 'valr il3fl [i —¦ Hingað til hef ég aðeins sungið söngva mína. Nú langar mig til að lifa einn. — Það er of seint. Þú munt deyja. — Söngur minn mun lifa, þótt ég deyi. — Þú talar í gátum. — ,Ég fylgi þér þangað til annar hvor okkar deyr. Er það ljóst? — Ég held, að dauði minn verði betra efni í ljóð, en nokkurt ]jóð, sem ég hef sungið. — Ég mun syngja fyrir þig og um þig, og þegar söngnum er lokið mun ég deyja með þér. Er það hyggilegt? — Nei, en komdu samt með mér. Við ýttum bátnum á flot og tókum að róa ofan eftir ánnii Sól var að setjast og innan skamms mundi myrkrið de'tta á. Allt í einu stefndi ég bátnum að öðrum árbakkanum og batt hann þar við eikarbol. — Ég verð að snúa við, sagði ég við Kitti. Hún þagði stundarkorn, en svo brosti hún og sagði við Kuola: — Við verðum að snúa við. Kuola glotti líka og sagði: —¦ Þetta fannst mér, að við hefðum gleymt einhverju. -— Við verðum að snúa við, sagði ég við Alan. — Svona fljótt? Það er sama og að kalla f jandann á sinn fund. .—¦ Þú getur farið í land, ef þú vilt og gengið til baka. Ég held það sé ekki meira en míla. — Nei, því að ljóðið, sem ég fæ að lifa, verður miklu skemmtilegra en ég b'jóst við, enda þótt það verði styttra. — Er nokkur leið til þess að ég geti fundið Morgana og i" tekið hana með mer? — Ég veit, hvar á að leita að henni. í kvöld mun Aella balda veizlu til að fagna dauða Ragnars. Hann mun verða f>|' drukkinn. Það er ofurlítil von til þess að þú finnir hana. — En kemst ég lifandi á brott? — Þú hefur lifað fram að þessu, sagði gamli maðurinn hlæj- , , andi. Því næst sneri hann sér að Sendlingi og gerði merki með fingrunum, en þannig merki hafði ég aldrei séð áður. Sendling- ' ur horfði á hann með athygli og svaraði svo með samskonar merkjum, mjög hratt. Þegar Alan hristi höfuðið, endurtók hann merkin nokkru hægar og virtist óþolinmóður. — Murray heldur, að þú verðir drepinn, sagði Aian. — Þekkirðu hann? j., •;. — Ogier! Ég hef ferðast víða og sungið marga söngva. Ég ,1 ,hef líka séð mörg andlit. Þetta andlit tilheyrir Murray. , i: — Hvernig lærðirðu þessi merki, sem þú notaðir til þess að tala við hann? spurði ég. J —¦ Maður, sem kann að lesa, getur lært þau á klukkutima. En það tekur um hálfan mánuð að æfa sig og ná hraða. Ég jærði þetta til að geta flutt daufdumbum konungi kvæði. — Ef við lifum báðjr ætla ég að hlusta á kvæðið, sem þú fluttir Murray. því að það hlýtur að vera gott kvæði. En nú ,. er að verða dimmt og við snúum aftur sömu leið og við komum. Því næst snerum við aftur og rerum upp ána. Mér fannst ¦ ,ljj, sem hinn kristni guð horfði niður til okkar og glotti. Það ..,j£,j,dimmdi óðum og áður en ferðinni var lokið tindruðu stjörnur á vatnsfletinum. Alan lét mig lenda á öðrum stáð en áður. í þetta skipti var -- Sendlingur eftir hjá bátnum, en Kuola, Kitti og ég gengum á land undir leiðsögn Alans í litlum vogi. Við læddumst fram með veggjum og fórum gegnum lítið hlið, sem ég býst við, að bein- ingamenn hafi notað til þess að stela, og að lokum komum við inn í stóran garð. Rétt hjá var turn og þar sýndist mér vera hermaður á verði, vopnaður spjóti. Rétt hjá turninum var stórt tré. Alan benti á svalir, rétt við krónu trésins. — Ef hún er ekki þarna fyrir innan; þá erum við á rangri leið, sagði hann. Mér datt í hug, að Kitti hefði hlegið, ef hún hefði kunnað ensku. — Hvers vegna heldurðu, að hún sé þar? —: Aella bað bryta sinn að fara með hana þangað. Það býr enginn í þessum hluta turnsins og henni mun vera óhætt þar. Það var auðvelt að klifra upp tréð. Svo stökk ég þaðan yfir á svalirnar, en þar voru dyr og lítill gluggi. Ég gægðist gegnum gluggann og sá þar stórt rúm. Það voru tjöld fyrir rúminu, en ég sá samt höfðalagið á rúminu og greindi, að tvær persónur lágu þar. -'--„ — Ég opnaði hurðina og gekk inn. í sama bili sortnaði mér fyrir augum. Varðmenn hlupu fram, felldu mig og bundu á höndum og fótum. Því næst var ég borinn niður nokkra stiga og út í garðinn, þar sem Kitti, Kuola og Alan stóðu reíðubúin að hjálpa Morgana og Bertu niður stigann. Kitti stóð róleg og sparaði krafta sína þangað til á þyrfti að halda. Þrír stórir varð- menn gættu Kuola. Ég hafði búizt við að sjá Alan hlaupa hlæjandi á brott, en í þess stað sá ég hann krjúpandi á jörð- unni og tveir varðmenn voru að berja hann. — Lofið mér að tala hrópaði hann. — Jafnvel konungar mundu ekki þora að synja mér um að tala, þegar ég bið um það. — Talaðu þá, sagði annar varðmaðurinn. — Ogier! sagði hann. — Ég sver það, að ég heyrði Aella segja, að konurnar skyldu geymdar í þessum turni. — Það var líka ætlast til að ég heyrði það. En það hefur aðeins verið gabb. Og því miður hef ég komið þér í sömu ógöngurnar og sjálfum mér. — Ég býst ekki við, að þú eigir langt líf fyrir höndum nú. Vegna kvæðisins, sem ég ætla að yrkja, er þvi bezt, meðan tími er til, að þú segir mér, hver það var, sem elskaði þig. — Ég veit ekki um neinar, sem hafa elskað mig nema Kitti og Morgana. Kitti er enn á lifi og Morgana var á lifi síðast þegar ég vissh — Hún er enn á lífi. Aella mundi ekki þora að skerða eitt hár á höfði hennar. J — Hvernig geturðu ort um mig, ef þú deyrð umieið og ég? — Aella mun ekki þoi-a heldur að skerða, háv á höfði mínu.1 Þessi varðmaður, sem hefur barið mig, verður hengdur. Mér til mikillar undrunar hrökk varðmaðurinn til baka, ná- | fölnaði, augun ætluðu út úr höfðinu og hann glennti sundur fingurna. Það var eins og hann finndi begar snöruna um hálsinn. | Varðmenn mínir skáru líka böndin af fótum mér, svo að ég gat gengið og bað mig að fylgja sér yfir garðinn og gegnumj þröngar dyr. Tveir menn gengu á eftir mér og ráku í mig spjótsoddana. Kitti, Kuola og Alan gátu farið eða verið, eins og þeim þóknaðist, en ég þurfti ekki að líta við til að vita,' hvað þau kusu heldur. Ég var leiddur inn í stórt herbergi. Þar logaði eldur á arni og ljós var á mörgum kertum, sem stóðu á langborði. Þar sátu1 fjórar manneskjur á stólum, en nokkrir stóðu fram með veggj- unum. Þessar fjórar manneskjur voru Morgana, Berta, Aella og Enid. Morgana stóð á fætur um leið og ég gokk inn og tók' upp hvítt klæði, sem hafði verið breitt fyrir framan konunginn. Hún gekk til mín og þurrkaði blóðið af andliti mínu og hári. Því næst kyssti hún mig, tók í hönd mína og stcð hjá mér. ] Allt í einu rak Berta upp óp^ spratt á fætur og tók í hina hönd Morgana. Þannig stóðum við þrjú andspænis konungin- um. Aella leit ekki strax til okkar en vék niáli sínu að Alan. ' —- Njósnararnir segja, að þú hafir fylgt Ogier til turnsins. J iú 1 ¦sisO lwö*M«v«ö*k«ii*n*iM I banka einum, sem nýbyggð- ur var í þýzkri borg, var öll innrétting og tækni eftir nýj- ustu tízku. Meðal annars vax sérstakt fótstigið tæki sem gjaldkerinn haf&i við fætur sér og ef stigið var á það hringdi bjalla í varðstofu lögreglunnar. Þetta átti að gera henni aðvart ef bófar gerðu skyndilega árás á bankann og lögreglumenn- irnir voru mjög hrifnir af þessu nýja tæki. Þar kom að ræningjaflokkur gerði árás á bankann. Og á meðan bófarnir héldu starfsliði bankans í skefjum, en aðrir tæmdu fjárhirzlur gjaldkerans, hringdi síminn hans allt í einu. Bófaforinginn tók upp tækið. „Þetta er á lögregluvarðstof- unni," var sagt í símann. „Vilj- ið þér vera svo góður og skila til gjaldkerans, að hann hafi staðið samfleytt í fimm mínút- ur á hættubjöllunni og hann sé beðinn að hætta því strax." „Það skal gert," svaraði bóf- inn, lét símann á en rak gjald- kerann af bjöllunni og að því búnu hröðuðu ræningjarnir sér út með feng sinn. Hans Leibelt sat úti í garð- inum og strauk litlum hundi, sem hann átti_ þegar læknirinn kom í sjúkravitjun. „En hvað þetta er fallegur hundur," sagði læknirinn. „Já, það er hann vissulega og hefur auk þess bjargað lífi mínu." „Þetta litla dýr! Hvernig má það, vera?" „Síðast þegar eg varð veikur, voru þrír læknar sóttir til mín — en hundurinn beit þá alla og stökkti þeim á flótta áður en þeir kæmust að rúminu mínu." Eg mætti Úrsúlu Herking á götu_ klæddri í leðurjakka og mislitar flúnelsbuxur. „Þú litur út eins og karl- maður í þessum búningi," sagði eg. „Eg vildi líka að eg væri kaiimaður," svaraði Úrsúla. ,.En eina huggunin við að vera kvenmaður er það að þurfa ekki að giftast konu." >a* £. @. Sutmtgh.ó TARZAN 2284 m< '•M.J pva ÖtÍEf ívd );, í ¦ í-í-' ,9Í ! ,.,^ | 'i'arzan var nú klæddur og búinn vopnum Johns Shea og seztur á bak reiðskjóta hans. Taktu mig með þér, pkrækti apinn. Það er betra fyrii' þig að yera kyrran, þar sem þú ert, Manu, sagði Tarzan, því þangað, sem ég fér, é'r' sólin brennandi og skinn þitt mundi stikna. Svo hélt apamaðurinn áfram ferð sinni og ekki leið á löngu þar til þann hafði fyrir framan sigauðnina miklu, sandhóla eyðimeikurinnar og nú var hann kominn inn á yfirráða- svæði Frakkanna. ;,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.