Vísir - 07.02.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 07.02.1957, Blaðsíða 4
3 VlSIR Fimmtudaginn 7. febrúar 1957 wisixs. D A G B L A Ð | 1“ ' Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. | j Auglýsingastjóri: Ki'istján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Ti! að auka traust? Ríkisstjórn íslands ætlar ber- sýnilega að leggja mikla rækt við að velja heppilega fulltrúa til að senda á al- þjóðafundi, einkum fundi Sameinuðu þjóðanna. Það kom í ljós þegar upp úr ára- mótunum, þegar fundir alls- | herjarþingsins voru hafnir á j nýjan leik, að ekki fannst betri og heppilegri maður til að sækja .samkunduna en ungur sonur forsætisráðh. Það minnti óþægilega á það, er Trujillo, einræðisherra í Siðleysi ráðherrans — i Vestur-Indíum_ taldi rétt að gera son sinn nokkurra ára. j að foringja í hernum, og hlóð jafnframt ýmsum vegtyllum á bræður sina. En utanríkis- ráðherra íslands varð að gera svo vel að velja þenna mann til sendifararinnar, af því að flokkur hans átti for- sætisráðherranum og flokki hans líf að launa. Dg fyrir nokkru hefur utanrík- isráðherra orðið að launa kommúnistum fyrir að | mynda stjórnina með hræðslubandalagsflokkun- ] um. Hann hefur gert út nýj- an sendimann á allsherjar- þing S.Þ., og samkvæmt frá- i sögn Þjóðviljans hefir hann ] ekki verið valinn af verri ’ endanum. Þetta er Finnbogi ] Rútur Valdimarsson. sem ] hefir verið einskonar sér- ] fræðingur kommúnista í 7 utanríkis- og alþjóðamálum, meðan hann hefir átt sætj á ] Alþingi, og nú þykir komm- 1 únistum sjálfsagt, að Sam- ] - einuðu þjóðirnar fái að njóta hygginda hans og forsjár. Og ] Þjóðviljinn fer svo sem ekki dult með það, þegar hann ; ræðir um hinn nýja fulltrúa, ’ að val hans hafi nú tekizt ; öllu betur en þess^ sem send- ur var vestur á undan hon- um, því að piltur sá hafi ekkert til brunns að bera, sem alþjóðafulltrúi af þessu tagi þarfnist til að vera hlut- j gengur á fundum Sameinuðu þjóðanna. Ríkisstjórnin vill fyrir alla muni telja lýðræðisþjóðun- um trú um, að hún sé hlynnt stefnu þeirra og afstöðu til; einræðisríkjanna og ofbeld- ! isstefnu þeirra — eða það láta a. m. k. tveir flokkar hennar í veðri vaka. Gerðir þeirra bera því þó ekki vitni. að þeim sé alvara í þessum efnum. Leik þeirra með varnamálin þekkja allir og mun hringlandahátturinn í því efni sízt til þess fallinn, að auka traust íslendinga með lýðræðisþjóðunum. — Skipun fulltrúanna á alls- herjarþing Sameinuðu þjóð- anna mun heldur ekki tii þess fallin, og munu ýmsir ekki harma það, meðal ann- ars vinir nýja fulltrúansý Þeir vita sem er, að val hans mun veikja traust íslendinga meðal lýðræðisþjóGanna og vera jafnframt sönnun þess i augum húsbænda þéirra i Moskvu, að þeir vinni vel og dyggilega að framgangi stefnunnar hér á landi. Það er megintilgangurinn hjá þeim. Utanrikisráðherrann er ekki í öfundsverðri aðstöðu. er hann verður að velja slíka fulltrúa til að sitja mikil- vægar ráðstefnur. En verst er þó, að það er islenzka þjóð in í heild, sem verður að súpa seyðið af slikum ráðstöfun- um þvi að árangurinn verð- ur álitshnekkir í augum þeirra þjóða, sem yfirgnæf- andi meiri hluti íslendinga vill vera í vinfengi við. Framh. af 1. síðu. Blekkingar Lúðvíks. Ráðherra kommúnista, Lúð- vík Jósefsson, kom einnig fram með „uppstillt“ dæmi um ó- hóflega álagningu og staðhæfði, að sú lækkun á álagningunni, sem kommúnistar hafa fyrir- skipað, mundi koma á móti öll- um hinum nýju álögum ríkis- stjórnarinnar, 250 mill. kr. Verðlag mundi því alls ekki hækka! Þessi sannleikselskandi ráð- herra las upp nokkur dæmi um innkaupsverð á vörym og gerði svo samanburð á því og álagn- ingunni. Hann forðaðist að geta þess, hversu mikið varan kost- ar komin hér í hús með öllum tollum og sköttum, sem ríkis- stjórnin leggur á vöruna. Nú er varla nokkur vara flutt inn án þess að hún taki á sig tolla og skatta sem samsvara 100— 200% af innkaupsverði. Ráð- herrann gat ekki um þetta vegna þess, að blekkingin nær betur tilgangi sínum þegar á- lagningin er aðeins borin saman við innkaupsverðið en tollun- um og sköttunum sleppt. Þessi siðlausa rógsiðja ráð- herranna á hendur verzlun- arstéttinni er alveg nýtt fyr- irbrigði í opinberu lífi hér á landi, og er þá mikið sagt. Það sýnir bezt á hvaða menn- ingarstigi þeir menn standa sem nú halda um stjórnar- taumana. Hver er álagningin? í öllu þessu moldviðri og rógi um álagninguna, er aldrei minnst á það, hvaða hlut kaup- félögin eigi í þeim 184 milljón- um kr., sem ráðherrarnir segja að tekhar hafi verið af þjóðinni í of háu vöruverði. Er látið líta svo út, að hér hafi aðeins kaup- menn verið að verki. Sannleik- urinn er sá, að kaupfélögin selja á flestum stöðum vörur á sarna verði og kaupmanna- verzlanir og sumsstaðar á hærra verði. Framsóknarmenn segja sjálfir, að kaupfélögin hafi 40% | af verzluninni. Eftir því ættu I þau að hafa dregið sér óhæfi- ; legan gróða á síðasta ári sem ’ nemur um 74 millj. króna. Hér j i Reykjavík er stærsta kaup- . : félag landsins í svo harðri sam- | keppni við kaupmenn, að það tapar stórfé árlega á rekstrin- um. Allir hljóta að sjá, hvílík fjarstæða er hér á ferðinni. Og fullyrðingar kommúnist- anna, að hægt sé að lækka álagninguna svo, að engin verðhækkun komi fram, þrátt fyrir hina nýju 250 millj. skatta, er hrein fjar- stæða og frekleg ósannindi, j sett fram eingöngu til að blekkja almenning. Ef þeir fá að ráða, getur ver- I ið að þeim takizt að leggja alla , verzlun í landinu í rúst með I verðlagsákvæðum, sem eru svo mikil fjarstæða að slíkt þekkist hvergi á byggðu bóli. Ef þeim verður leyft að framkvæma i slíka fúlmennsku, þá verða hvorki kaupmenn né kaupfélög í landinu, því báðir þessir aðil- ar hafa svipaðan dreifingar- kostnað, sem mæta verður með álagningunni, ef þeir eiga að geta starfað. Nú er eðlilegt, að menn spyrji: Ef verzlunin hefir að ó- þörfu tekið svo hundruðum millj. kr. skiptir af þjóðinni á síðasta ári í álagningu, hvernig stendur á því að kaupfélögin taka þátt í þeim Ijóta leik með því að selja vörur sínar á sama verði og kaupmenn? Eða cru allar fullyrðingar ráðherranna auðvirðileg ó- sannindi og blekkingar, sem þeir gera ráð fyrir að al- menningur taki trúanlegt? Það á eftir að konia í ljós. < Siglingatekjur Dana 1350 millj. kr. 1956. Aukníngín 110 millj. — Samkeppni og aukin framleiftsla. Algeriega ástæðulaust? I>egar forsætisráðherra var . kominn að lokum ræðu sinn- j ar við útvarpsumræðurnar á mánudagskvöldið. komst hann meðal annars. svo að orði: „. .. En hvers vegna j ætti ríkisstjórn, sem hefir j stóran þingmeirihluta að j baki sér, að ákveða það nú j að efna til nýrra kosninga á ■ fyrsta ári kjörtímabils, áður ] en fjárlög eru afgreidd og ] án þess að fyrir' liggi frá ] stjórnarandstöðumii neinar f ákveðnar tillögur um lausn þeirra mála. sem nú eru efst á baugi með þjóðinni.“ Já. forsætisráðherranum. finnst k sem sagt -algerlega ástæðu- laust að gefa almenningi í landinu tækifæri til að leggja dóm sinn á það, sem stjórnin hefir gert, dæma um það, hvort hann telur, að stjórnarflokkarnir hafi staðið við loforð sín eða ekki. Þarna er „móral“ forsætis- ráðherrans rétt lýst. Fyrst semur hann glæst loforð, treður sér í ráðherrastól út á þau, svíkur þau öll og finnst það ósvífni að al- menningi sé gcfinn kostur á að dæma um orðheldni hans. Aðaláhugamál hans er að vera við völd og skip.tir engu máli, hvort hann hefir gert ,það, sem hann hafði heitið Frá fréttaritara Vísis. K.höfn í fyrradag. Tekjur af verzlunarflota Danmcrkur árið sem leið námu 1350 millj. d. kr. j Þetta kemur fram i ársskýrslu Félags stórkaupmanna, „Heims- | markaðurinn og Danmörk". i Aukningin frá 1955 nemur 110 millj. kr. ' í skýrslunni segir, að 10 i'yrstu mánuði ársins hafi verzl- unarflotinn aukizt um 98.000 jsmál. (deadweight) upp í 2.3 millj. smál. Árið áður nam aukn ingin 162.000 smál. Til frádrátt- í ar brúttóaukning, 44 skipa samtals 171.000 smál., koma 20 skip, samt. 73.000 smlá. Hinn 1. nóv. voru í smíðum í dönsk- |um skipasmíðastöðvum ný skip jsamt. 900.000 smál., en seinustu skip þesarar skipasmíðastöðvar verða afhent í961 eða 1963. j Meðal erfiðleika liðins árs jtelst: Ernðleikar af völdum i vetrarharðinda, verkföllin um j vorið og hækknn kostnaðar. í skýrslunni felst nokkui gagnrýni á gerðum hins opin- bera og tekið er fram, hve mik- ið sé undir aukinni framleiðslu komið, svo að Danir geti áfram verið samkeppnisfærir á heims- jmarkaðnum. Bent er á, að iðn- aðarframleiðslan í flestum Ev- rópulöndum hafi verið vaxand árið sem leið, en í Danmörki ,hafi verið um afturför að ræðf fyrstu 9 mánuði ársins, en i þeim tíma dró úr framleiðsl- unni svo nam 5%. Hana meg rekja til verkfállanna, söluerf- iðleika og rýrnandi samkeppn- isskilyrða í nokkrum tilfellun vegna aukins framleiðslukostn. aðar. kjósendum sínum í upphafi Lögð er áherzla á nauðsyn eða svikið hvert loforð. Al-jþess, að geta lagt fé til hliðar menningúrÁr réftláús.i hans til endurnýjunar og umbóta á augtun. v: Pi' mm íramleiðslusviðinu: Talið ert að Útvarpshlustandi hefur skrifað Bergmáli á þessa leið: Þátturinn „Kvæði kvöldsins“ í útvarpinu hefur valdið mér nokkrum von- brigðum, og hygg ég, að margir séu mér sammála. Hugmyndin er ágæt, og ef betur tækist til um val kvæðanna og lestur, hér eftir en hingað til, ætti þáttur- inn að geta orðið til að glæða ást þjóðarinnar fögrum ljóðum. Yfirleitt hafa verið lesin stutt kvæði og kann það að hafa sína kosti, t. d. að kvæði festist bet- ur í minni, og áheyrandinn standi standi betur að vigi til þess að hugleiða það sér til ánægju eftir á, en það mun því að eins verða, að vel sé vandað til vals og lest- urs. Oft hefur mér fundist, að kvæði hafi verið lesin, sem ekki höfðu á sér þann fegurðarblæ, eða geymdu nein sannindi eða lífsspeki, í stuttu máli skildu lítið verðmætt eftir í huganum, og þá er tilganginum ekki náð. Lestur kvæðanna hefur verið misjafn, stundum ágætur, sjald- an lélegur, of oft án tilþrifa. Ljóð „gömlu skáldanna“. Ég hefi saknað kvæða gömlu skáldanna. Skáld nútímans hafa setið um of i fyrirrúmi. I þess- um þætti á að lesa kvæði frá öllum ölðum Islands byggðar. Ég vil gera það að tillögu minni, að þessi þáttur verði hafður nokkru lengri en nú, og í upphafi getið skáldsins, er kvæðið orkti, með nokkrum orðum, og sömuleiðis nokkur orð um hvert kvæði til skýringar, ef ástæða er til. Valið. Ég veit ekki hver tilhögun eiv að því er val kvæðanna varðar. Ef til vill velja þeir, er lesa upp, sjálfir kvæðin, og er þá að sjálfsögðu mjög undir hælinn lagt, hversu til tekst um valið. Bezt hygg ég, að sú aðferð reyn- ist, ef smekkvís maður á ljóð og vel menntaður, veldi ljóðin, og að fámennari hópur væri fenginn til lesturs en verið hefur. Og seinast en ekki síst: Hljóm- listin á undan og eftir lestri hentaði betur á undan íþrótta- keppni en ljóðalestri. Útvarps- hlustandi." _____♦________ Meistaraflokks- keppni T.B.K. S. 1. mánudag var spiluð 6. unif- í sveitarkeppni meistaraflokks í bridge. ( Leikar fóru þannig að Guð- mundur vann Agnar, Ingólfur vantt Ólaf, Ragnar vann Jón og Daniel og Zophonías gerðu jafn- 1 tefli, Hjalti sat yfir, en sveit Konráðs Gíslasonar er hætt i keppninni. Eftir 6. umf. er sveit Hjalta efst með 8 stig, sveit Jóns með 7 og sveitir Zophoníasar, Ingólfs og Ragnars með 6 stig hver, aðrar hafa minna. Tvimenningskeppni hófst sama kvöld, með 10 pörum. Þessir eru efstir: 1. Eyþór Ólafur 122 stig 2. Guðmundur — Georg 119 stig, 3. Sophus — Ingi 116 stig, 4. Leií- ur — Vilberg 115 stig, 5. Helgi — Þórður 115 stig. Næsta umferð verður spiluð í kvöld. aUmjög kunni áð reýna á þol- rif rí&isst jórnarinnar á árihu.-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.