Vísir - 08.02.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 08.02.1957, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Föstudaginn 3. febrúar 1957 EDISOIM MARSHALL: Víkincfurim Hi syngja kvæði um mig, er það ekki Alan? Þessi þraut mun sýna það, hvort Morgana gaf ást sína manni, sem mun rita nafn sitt gullnum stöfum á spjöld sögunnar — eða þýbornum hórusyni. Ég er of stoltur til þess að vilja drepa þig, án bess að komast fyrst að sannleikanum um þetta mál, iafnvel þótt ég verði að treysta dómgreind minni. — Hver er þrautin? — Það segi ég þér ekki strax. Þú verður að bíða. Þú getur byrjað baráttuna strax, ef þú vilt.. Ef til vill fer dómur minn éftir því, hvort þú gerir það eða ekki. Ég var of altekinn hugarvíli til þess að vita hvað af skyldi ráða. En ég minntist þess, að Ör Óðins stóð kyrr, þegar Hastirig hjó af henni vænginn. Og Ragnar stóð kyrr, þegar ég hrinti hon- um ofan í ormagryfjuna. — Ég vil ekki berjast nema ég fái að berjast við þig, sagði ég. — Þetta svar geðjast mér vel. Konungurinn sneri sér að, varðmönnum sínum. — Farið með hann nær arninum, takið ekki af honum böndin, en losið um þau svo að hann geti hreyft sig ofurlítið. Setjið síðan brennikubb milli handa hans. Varðmennirnir drógu þungt andann meðan þeir gerðu eins og konungurinn lagði fyrir þá. Konungurinn sneri sér nú að smávöxnum manni, sem var að ; hvetja þungan slátrarahníf. Allt í einu fór hrollur um mig og ' ég varð því nær örvita af reiði. — Bítur kutinn nógu vel? spurði konungurinn. —• Ágætlega, sagði maðurinn. — Högg þú þá! Mér fannst ég verða að ís, þegar ég fann til nístandi sársauka í vinstri úlnlið. Og mér fannst vinstri handleggu.rinn verða til- finningalaus. Þegar ég leit á hann, sá ég að vinstri handlegg- urinn var styttri en hinn, en blóðið streymdi úr sárinu í rauð- ■ um gusum. Enda þótt ég finndi ekkert til nú, sneri ég mér við og stakk stúfnum inn í glóandi kolaeldinn á arninum. Það brann fyrir sárið og blóðið hætti að renna. Ég hrópaði: Óðinn! Óðinn! um leið og ég dró stúfinn, sem nú var orðinn svartur, út úr eldinum. Því næst sortnaði mé.r fyrir augun og tíminn leið, án þess ég vissi af því. Þegar ég vaknaði aftur, sá ég stjörnur leiftra yfir höfði mér. Ég lá á hreindýraskinni um borð í leikfangi Óðins. Öldurnar gjálfruðu við kinnunga bátsins. Murray og Kuola reru, en Alan stýrði. Kitti var að slíta brunnið hold af handleggsstúfnum á mér. Ég fann ekkert til. — Hvað gerði konungurinn við Morgana? spurði ég. Hann gat ekkert gert. henni verra, en að láta hana horfa á þraut þína, og banna henni að fara með þér. — Heyrðirðu hana segja nokkuð, Alan? — Bróðir Godwin sagðist mundi fara með hana í klaustur þar skammt frá. Þegar tækifæri gæfist, sagðist hann mundu senda hana til Rhodri, föður hennar. — Heldurðu, að hún sé í öryggum höndum? — Enginn er öruggur á þessum róstusömu tímum, en henni er minni hætta búin þar en hér. — Veit hún að ég kem aftur? —Þú fullvissaðir hana um það, þegar þú rakst blóðugan handlegsstúfinn inn í eldinn. ÖNNUR BÓK. XI. KAFLI. HÖLL DREKANS. Þar eð ég hafði kosið lífið fremur en dauðann, var ekki um annað að ræða en halda áfram að lifa. í næstu þrjá mánuði gerði ég ekki neitt. Mér leið sæmilega í félagsskap Kitti, Alan, Kuola og Sendlings, sem hét réttu nafni Murray. í fyrstu gekk mér illa að sofa, því að ég hafði þrautir í sárinu meðan var að gróa fyrir stúfinn, Á þessum tíma lærði ég að nota hægri hendina eingöngu: Ég gat kastað spjóti jafn- langt og örugglega og áður og ég fór jafnfimlega með sverð og fyrr. Sendlingur smíðaði mér tréhanzka við stúfinn og var járn- krókur á endanum. Mér þótti vænt um þetta, því að það hjálp- aði mér mikið. Ég gat siglt, stýrt, höggvið í eldinn, veitt og unnið fleiri verk. Ég gat'jafnvel skotið ör af boga en ekki eins beint og örugglega og áður. Ég hafði aldrei fyrri vitað hvílíkt kraftaverk mannshöndin g'etur unnið. En samt getur manns- hugurinn unnið meira kraftaverk. Þessa þrjá mánuði fórum við með ströndum íram og veidd- um fiska og fugla, en hliðruðum okkur hjá að berjast við menn og villidýr. Ég varð mjög kunnugur enskri strönd, og þar eð Alan varð annað hvort að syngja eða deyja, lærði ég mörg kvæði og margar sögur frá framandi og fjarlægum löndum, sem allar fjölluðu um hetjur, sem einu sinni höíðu verið uppi eða voru enn á lífi. Mér fannst það undarlegt, að einhentur maður, sem ekki átti eyri gulls, skyldi hafa í fylgd sinni eitt bezta skáld, sem uppi var, en Alan virtist áhyggjulaus og ham- ingjusamur. Um þessar mundir lærði ég ekkert af Murray, sem vissi þó lengra en nef hans náði. Ég ætlaði að gey.ma það þangað til seinna, þegar ég gæti framkvæmt það, sem ég lærði af honum. Þegar kom fram í nóvembermánuði, héldum við til eyjar einnar við suðurströndina, sem heitir Wight. Þar hafði enginn snjór fallið í manna minnum. Þar var mergð sjávarfugla í víkum og vogum og þar vár nægilegt af skeltfiski. Þar var líka annar fiskui- og Sendlingur fitnaði dálitið, enda veitti hon- um ekki af því. Þegar fréttist, að floti Ragnars væri á leiðinni, flýðu íbúarnir, en við vorum kyrr og létum þó búslóð íbúanna í friði. Dag nokkurn reyndi ég að kljúfa við í örvar með annarri hendi og mínum sterku tönnum, — og gekk það fremur illa. Ég leit upp og sá, að Kitti horfði á mig björtum augum. — Ætlarðu að fara að gráta, gamla norn? spurði ég. — Ef svo er, þá er það ekki af meðaumkun heidur af stolti. — Manstu, að þú sagðir mér einu sinni, að til væru betri vopn en ýviðarboginn og járnörninn? — Já, mikil þekking og hyggindi. Ef þú hefur þetta tvennt, þarftu aldrei að dýfa ár í sæ eða standa undir skjaldborg í orustu. — Ég svaraði þér því, að refurinn væri gæddur mikilli kænsku, en samt væru það úlfurinn og björninn, sem réðu ríkjum í skóginum. En svar mitt var ekki fullkomið. — Hvað vantaði? — Þú talaðir um þekkingu og kænsku. Ég svaraði aðeins þessu með kænskuna. En hvað er kænska án þekkinga- Hún er eins og ör án boga. — Þú veizt þó að minnsta kosti þetta! sagði Kitti og hló við. Ég sneri mér að Alan. — Spurðu Murray hvernig hann hafi orðið heyrnarlaus og mállaus. Alan leit á Sendling og síðan á mig. Svitinn perlaði á einni hans. — Ég efast um, að það borgi sig að heyra þá sögu. Þú þarft ekki að heyra hana. Þú munt sjá hana ritaða í loftið með fingrunum. k«vö*l»d*v«ö*k*u*n*nH Þegar Mark Twain var rosk- inn maður datt honum allt í einu í hug, að hann þyrfti að lær á reiðhjóli. Þegar hann kom úr fyrstu hjólreiðarferð sinni, sem hann fór einn síns liðs, varð honura að orði við konuna sína: ,,Nú veit eg fyrst fyrir alvöru hvernig það er að bölva.“ „Eg sem alltaf hefi verið ací biðja þig að hætta þessu óguð- lega ragni,“ sagði konan í senn biðjandi og ásakandi. Mark Twain leit á hana hissa. „Hver segir að það hafi verið eg, sem ragnaði? Það var fólk- ið, sem eg ók um koll á leið- inni.“ ★ Stieve prófessor var talinn ímynd þeirra manna, sem voru utan við sig og gleymdu þ. ,e.: Sannur prófessor. Eitt sinn þegar hann var lagð-« ur af stað heiman að frá sér„ kom vinnukonan á eftir honum útí dyrnar, kallaði til hans og- sagði, að hann hefði sett hatt- inn öfugan á sig. „Hvaða þættingur er þetta,“ svaraðd prófessor Stieve önugur, „hvað, eins og þú vitir í hvaða átt eg ætla að fara.“ ★ „Hvers vegna eruð þér svona íbygginn á svipinn?“ spurði ijósefína Baker einhverju sinni Grandfour hershöfðdngja í veizlu sem var með eindæmuni viðhafnarmiki. „Öll þessi viðhöfn fer í taug- arnar á mér,“ svaraði hershöfð- inginn. „Mér er nær að halda að franskar konur verji árlega helmingi meira fé í glingur og skraut heldur en franska stjórnin ver til hernaðar- þarfa.“ „En þess ber líka að geta,“ svara'ði Jósefína Baker, „að konurnar geta státað af helm- ingi fleiri sigrum heldur eni nokkur her hefur unnið.“ Jóhann Rönning h.f. Raflagnir og viðgerðir á öllum heimilistækjum. — Fljót og vönduð vinna. Sími 4320. 1 Jóhann Rönning h.f. C. (2. SuwcuykA TARZAN Copr. 1953. Ed*»r Rlce BurroughJ. Ine,—Tm. R»*. U.8. P»t. O tt. Dlstr. by Unlted Feature Syndicate. Inc. 22HG 3/2.42-4/ Þetta virðist vera í lagi, sagði annar varðmaðurinn og skoðar skil- ríki Johns Shea. Fylgdu mér eftir, sagði hann. Hann fór með Tarzan í herbúð- irnar og benti honum á rúmfleti til að liggja á og sagði honum að hann þyrfti ekki að mæta til skyldustarfa fyrr en i fyrramálið. Tarzan leit spyrjandi á hermennina, en hann gat ekki komið auga á Pierre Bois.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.