Vísir - 08.02.1957, Blaðsíða 11

Vísir - 08.02.1957, Blaðsíða 11
VfSIB í'cMtudaginn 8. febrúar 1957 11’ Skemmtilegir hljómleikar Orion-kvintettsins. Þeir hljómleikar, sem best eru sóttir af ungu fólki, eru miðnæt- urhljómleikar ýmissa danshljóm- sveita. Sá, er þessar línur ritar hefur oft efast um, að miðnætur- hljómleikar, þar sem jass eða þess háttar tónlist er leikin, gætu farið fram aðstendendum til fulls sóma. Það hefur of oft verið svo, að hljómleikar „jass- ista" hérlendis eru ekki nægi- lega vel undirbúnir, og algengt er að sjá söngvara eða hljóm- sveitarmenn í „Þreytulegum" fötum, svo manni dettur í hug að viðkomandi hafi gengið lang-. an veg í rigningu — frakkalaus. En í gærkveldi brá svo við að hljómleikar Orionkvintettsins í Austurbæjai’bíó voru gleðilegir og óvæntir. Húsið var nær þéttsetið, og er tjaldið fór frá voru á sviðinu smekklega klæddir ungir menn, sem sýndu þannig óvænta virð- ingu fyrir áhorfendur þeim er yfirleitt sækja jasshljómleika. ★ ★ ★ Orionkvintettin hefur að unda- förnu kannað nýjar leiðir, dval- ist meðal framandi þjóða og leik- ið lögin sin við góða dóma og þeir ,,ku“ eiga þess kost að fara utan á ný og undrar það engan eftir tónleikana í gærkveldi. Kvintettinn er þrautæfður, skip- aður duglegum einstaklingum, sem í starfi rnynda óbrotna lieild undir stjórn gítarista, sem á engan sinn líka hérlendis og þótt víðar væri leitað. Tækni Eyþórs er mikil og hann þekkir hljóðfæri sitt til hlítar, og hann lætur það hlýða sér án fyrirhafnar. Glæsileg frammi staða. Lögin sem leikin voru af hljóm- sveitinni eru mörg eftirlæti hinna færustu manna, svo sem 1 Goodman og Ellingtons. Hver maður fékk tækifæri til að sýna mátt sinn yfir sínu hljóðfæri. Saxafónleikarinn Andrés Ingólfs- son er feikna skemmtilegur, með sviðsframkomu hins vanamanns. Guðjón Ingi hélt vel á spöðunum j og trommueinleikur hans var frábær, og hann er blessunarlega : laus við alla kæti og hausahrist-! ing eins og sumir trommuleikar- arjhafa tileinkað sér, svo maður óttajst að heilahristingur íylgi í kjöljfarið. I heild eru piltarnir góðjr „Show“ menn með lipra og iátl^usa framkomu. ★ ★ ★ Ðægurlagasöngkonur koma nú fram sem úr fjöldaíramleiðslu, og haldnir sérstakir hljómleikar, þar sem fjöjdi fólks borgar 33 krónur fyrir að héyra, hve mis- heppnaðir „söngvararnir" eru. Þó hefur það komið fyrir, að fundist hefur á meðal þeirra kölluðu, nokltrar útvaldar. Ellý Vilhjálmsdóíiir „fannst" á söngvaralcynningu hjá K. IC. sextettinum. Ellý hefur að öllum öðrum dæguriagasöngkonum ólöstuðum skotiSt hátt yfir þær. Maðúr sat undrandi og hlýddi á þessa ungu stúllcu, sém hafði svo mikið vald yfir verkefninu. Ellý er viðsfjarri „eldhúsraul"-stil svo margra söngkvenna. Þarna er á ferð söngkona, sem er að íæra' mg þroskast og' mun ná ícngt, ef áhugi hennar heíst. Hún hefur mikið raddsvið og söng aldrei í „falsett". Haukur Morthens kom fram sem gestur á hljómleikum þess- um. Hann er ekki aðeins þrosk- aður og smekklegur söngvari heldur einn mesti „show“ maður sem ég hefi séð. Hann söng öll nýjustu lögin, sem heimsfrægir söngvarar eru búnir að „frysta" á plötur, en hann var ekki líkúr einum ein- asta þeirra, hann vai- bara Hauk- ur Morthens og þó nokkuð mikið af horium. Hann söng með sinni vel þekktu rödd og klæddi auk þess lögln lífi leikarans eftir efni textanna, og vakti mjög mikinn fögnuð. Hann hefur aldrei fengið svo góðar viðtökur né átt þær betur skilið. Það er af þvi að Haukur er enn að klífa brattann, og honum aukast vinsældir á hverri hæð er hann sigrast á. Þau Ellý og Haukur sungu sam- 1 an nokkur lög, mjög fallega og glæsilega. Guðmundur Ágústs- son skemmti áhorfendum vel litla stund með glensi sinu, í honum býr neis'ti gamanleikar- ans. Ólafur Stephensen var kynnir, látlaus en nokkuð ófram- færin. Svolítið hressilegri Ólaf- ur. Hann sýndi gleðilega tilbreyt- ingu, með því að mæta sam- kvæmisklæddur og kórónaði hann þannig það er ég fartn í upphafi tónleikanna, að litið var á okkur sem áhorfendur en ekki bilaða peningaskrínu. I lolrin fóru allir undrandi heim, undrandi yfir getu þessá unga fólks, sem hélt mönnum vakandi og ósyfjuðum i tvo tíma eftir miðnætti og allir hefðu viljað sitja aðra tvo til viðbótar. P. S. Plötuútgefendur! Kynnið ykkur Orionkvintettinn og söng- konu hans þegar þið farið að hugsa fyrir nýrri plötu á næst- unni. Og þið eru aottnir í lukku- pottinn. 5. febrúar. Áhorfandi. i-nrnHssar -xmm sstíswn &aw&tttr &£ei Allir hafa verið vitni að slíku atviki, sem kemur sér illa fyrir þann, er fyrir því verður. Hvað sem menn reykja — pípu, vindla eða vindlinga — verða þeir að nota eldfæri og sérstáka reyk- ingamannahluti, eins og tóbakspípur, vindla- og vindlingamunnstykki, tóbaksöskjur og vindl- ingahylki. Vér getum ekki aðeins boðið yður slíka hluti fyrir karla, heldur einnig fjölbreytt úrval fyrir konur af gerfiblómum, gerfiávöxtum, hattaskrauti, rafskartgripum, silfurmunum, og skartgripum af margvíslegu öðru tagi, mjög vönduðum. Innflytjendur, er vilja fá tilboð, auðkertni bréf sín með Nr. 11-3. V. Deutscher Snnen-und Aussenhandel KULTURWim ■ K * ií ■ ■ «■1 iny?. óscj iug gá rvl :-sn S Berlin C 2, Schicklerstrasse 5—7, Deutsche Demokratischc Bepublik. (Þýzka Alþýðulýðvcltlið) Frávísunartillaga um Alsír. Fulltrúi Kúbu í stjórnmála- nefndinni og 17 fulltrúar annara Mið- og Suður-Ameríkuríkja hafa lagt frarn tillögu um^ að uínræðum um Alsírmálið vcrði slitið og tckið fyrir næsta mál á dagskrá. Atkvæðagreiðsla mun ekki fara fram fyrr en þeir haía tekið til máls, en þeir eru hvorki fleiri né færri en 39, og hafa þó 19 þegar gert grein fyrir afstöðu sinni. Fulltrúi Tunis sagði í gær, að Frakkar hefðu unnið stór- virki í Alsír,-en öll í þágu franskra manna og inðja þeirra. ístanzk deild í ksupsiefstunsti fyrsta sinn á r I BsSeFtzksi 7(3- femtetrar. Kaupstcfnan í Leipzig hefir nú, í inn það bil 800 ár verið aðalmiðstöð evrópískrar verzl- unar. Síðari árin hefir kaup- stefnan verið haldin tvisvar á ári þ. e. vorkaupstefnan í marz og haustkaupstefnan í scptem- ber. Kaupstefnan hefur átt mjög mikilvægan þ'átt í að efla heims viðskiftin yfirleitt. Hin alþjóðlega kaupstefna í Leipzig, verður að þessu sinni haldin dagana 3. til 14. marz í vor. Véladeild sýningarinnar Verður sérstaklega yfirgrips- mikil og mun reynast traustur tengiliður milli stærstu markaða heimsins. Þar vei'ða gerðir nýj- ir viðskiptasamningar rrtilli þjóða óg einstáklinga og gera má ráð fyrir að umsetningin verði nú það mikil, að slíks hafi ekki áður þekkst dæmi. í fyrsta sinn í sögu Kaup- stefnunnár í Leipzig, sýna is- lenzkir útflytjendur vörur sín- ar þar. Sýndar verða aðallega sjávárafurðir, sem ætlaðar eru til útflutnings. íslenzkir kaup- sýslu- og iðnaðarmenn hafa, sérstaklega tvö síðustu árin, fjölmennt í Leipzig. Reynsla þeirra af viðskiptunum er yfir- leitt mjög góð og fjölmargar nýjungar hafa ferðamennirnir séð, bæði á sviði verzlunar og iðnaðar. Hafa ferðirnar eigi að- eins fært þeim viðskiptalegan hagnað, héldur hafa þeir einnig öðlast þar verðmæta reynslu og þc-kkingu. Þar gefst mönnum kostur á, að ná samböndum við fjölda kaúpsýslu- og iðnað- armanna, því auk Austur- og Vestur Þjóðverja, sýna kaup- sýslumenn frá meira en 40 þjóð- um vörur sínar. Meðal íslenzkra aðila, sem sýna á Kaupstefnunni í Leipzig eru Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, Samband íslenzkra sam- vinnufélaga og Fiskiðjuverið. — Skipuð hefur verið sýningár- nefnd og er Gunnar Friðriks- son formaður hennar. íslenzka deildin verður 70—80 fermetr- ar á staerð og sér Már Elías- son um uppsetningu. Morðinginn varð lögregluþjónn. í s.I. viku var lögregluþjómi einn handtekinn í borginni Colorado Springs : Bandaríkj- i unum. Var hann handtekinn fyrir morð, sem hann hafði framið i Missouri-fylki fyrir meira en aldarfjórðungi. Hafði hann sloppið úr fangelsi 1929, komizt til Colorado og orðið þar lög- regluþjónn 1944. Undlrbúa hesmsóknir 8F,ZT AÐ AUGl.YSA I Vbi Forsætisráðuney tið hef ir skipað nefnd til þess að hafa með höndum undirbúning að heimsókn þjóðhcfðingja Sví- þjóðar og Finnlands á' sumri komanda. Eiga þessir menn sæti í nefndinni: Birgir Thorlacius, ráðuneyt- isstjóri. Haraldur Kröyer, forsetarit- ari. Henrik Sv. Björnsson^ ráðu- neytisstjóri. Hörður Bjarnason, húsaeist- ari ríkisins. ;tn 'iii :nu ut?. á?. ún 'ív't Úrvals hangikjöt TT.“T~fT' "■1 :tí—;—^7"""™— MetgBifoús &~É0&a Símar 4241 og 7080. 1 «8

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.