Vísir - 09.02.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 09.02.1957, Blaðsíða 4
r VlSIR Laugardaginn 9, febrúár 1957 ww&wm D A G B L A © Ritstjóri: Hei'steinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfssti'æti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (finarn línur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Ekki af bski dottnir. Alþingi ræddi í fyrradag um rétt Eggerts G. Þorsteins- sonar til þingsetu sem vara- manns fyrir Alþýðuflokk- inn. Eggert var í fjórða sæti ' á lista flokksins við kosn- t ingarnar hér, en í þriðja ( sæti var Rannveig Þorsteins- f dóttir, sem afsalaði sér rétti Itil þingsetu þegar eftir kosn- ingarnar. Eins og almenn- ingi er kunnugt, hefur yfir- j kjörstjórnin hér í Reykja- ’ vík ekki viljað gefa út form- } legt kjörbréf til handa Egg- ) erti, þar sem slíkt sé ekki heimilt lögum samkvæmt. Sameinað þing hefur síðan tekið afstöðu til tillögu frá framsókn og krötum um það, að Eggert sé tekinn gild- ur sem réttkjörinn vara- þingmaður, og var tillagan felld með litlum mun. Jafn- framt var svo boðað af hálfu forsætisráðherrans, að lagt mundi verða fram frum- varp til laga um breytingu á kosningalögunum, til þess að hægt væri að smeygja þessum manni, sem er ekki rétt kjörinn varamaður lög- um samkvæmt, inn í þingið. Má segja, að hræðslubanda- lagsmenn sé ekki af baki dottnir, þegar þeir ætla að láta þingið ákveða, hverjir sé rétt kjörnir í kosningum, sem fram fóru á síðasta vori. Er þetta þó aðeins í beinu framhaldi af því, sem þá var gert með kosningaklækjum hræðslubandalagsflokkanna. Kommúnistar snerust . gegn þeirri tillögu krata og fram- sóknarmanna að Eggert Þorsteinsson skyldi fá að sitja á þingi, þótt hann hefði ekki kjörbréf. En þeir fá víst annan „sjans“ hjá vin- um sínum í ríkisstjórninni, þegar frumvarpið, sem á að komahonum á þingið, verður lagt fram. Það er því enn hægt að verzla í þessu máli, og áreiðanlegt er, að áhug- inn er nægur sums staðar. Hví ekki að kjcss ? Framsóknarmenn og aðrir stjórnarliðar voru hinir roggnustu í útvarpsumræð- unum á dögunum, og þóttust eiginiega í einu og öllu hafa framkvæmt stefnuskrár sín- 1 ar fyrir kosningarnar með þeim aðgerðum í varnar- og efnahagsmáluvium sem framkvæmdar voru fyrir áramót. Ræðumenn þessarra flokka voru meira að segja svo borubrattir, að þeir sögðust vita, að þeir mundu vinna glæsilegan sigur, ef | þing væri rofið og efnt til nýrra kosninga. Sjálfstæðis- flokkurinn mur.di hinsvegar stórtapa fylgi. En þrátt fyrir þetta voru þessjr flokkar ekki alveg á því, að gefa kjósendum tækifæri til að dæma þá á verkum þeirra. Bjarni Bendiktsson komst svo að orði við umræðurnar um tillögu framsóknar og krata um að Eggert Þorsteinsson skuli fá sæti á þingi, að hinir vígreifu stjórnarflokkar ættu að grípa tækifærið til að færa sönnur á fullyrð- ingar sínar um það, að þeir mundu vinna fylgi í kosn- ingum og sjálfstæðismenn tapa að sama skapi. Þeir vildu ekki láta rjúfa „allt þingið“, en beir gætu efnt til kosningar hér í Reykjavik. Þá mundi verða úr því skor- ið hvaða augum almenning- ur liti hinar „varanlegu ráðstafanir", sem gerðar hafa verið. Kirkja og trúmál: Hvað er trú? Þeir þora ekki. Stjórnarflokkarnir þorðu ekki að.samþykkja tillöguna um að rjúfa þingið og efna til kosninga. Þeir felldu tillög- una, af því að þeir vita upp - á sig skömmina. í öllum þeim höfuðmálum, sem þeir gerðu að kosningamálum sínum á síðasta vori, hafa þeir breytt þveröfugt við í það, sem þeh; sögðu, að f þyrfti að gera og þeir mundu i þess vegna gera. Það er ekki 1 . nema eðlilegt, að' þeir óttist. v almennmgsálitið þeún j; sökum. Þeir munu þess vegna ekki heldur þora að láta efna til kosningar hér í Reykjavík einni, og ástæðan er sú, að stjórnarflokkarnir eru hræddari við viðbrögð kjós- enda hér en annars staðar á landinu, af því að allir skattar koma þyngra niður á Reykvikingum en öðrum landsmönnum. En hræðsla þeirra er jafnframt trausts- yíirtýsing Sjáifstæðisflokkn- um til handa. Hvað er trú? Rakalaust álit, segja sumir. Þegar vitneskju þrýtur, tekur ti íru við, af því að menn vilja ekki né geta neitað sér um að gera sér hugmyndir um hlutina, þótt þeir viti ekkert um þá. Raunskyn mannsins' er eins og ljósið, sem bregður birtu yfir ákveðið svæði. Birtan dvinar eftir þvi sem fjær dregur ljósinu, síðan tekur við rökkur og loks myrkur. 1 dimmunni utan við mæri raunverulegrar vitneskju má margt leynas: og ímyndanir um iiulda dóma úti í myrkrun- um eru undirstaða trúarbi'agð- anna, kristin trú þar með talin. En nú fleygir þekkingu ört fram. Henni er ekki lengur að líkja við hlóðarglæður, grútartýrur og tólgarskör fyrri tíma. Nú flæðir nenonljós yfir sviðið og lu'óit- ugar ljósvörpur visindanna senda leiftur lengra og lengra inn í myikurheimana. Að sama skapi þrengist svigrúm trúarinn- ar, endá hörfar hún úr einu skoti i annað, elt af leitarljósum mannlegra rannsókna og raun- hyggju og sér fram á algera útlegð sína innan skamms. Á þessa leið hugsa margir, sem halda sig hugsa og er hald þeirra trú fyrir sig, mikil trú, má reyndar segja, miðað við málavexti. Það er svolítið broi af viti þessu, eins og í flostri fásinnu. Samkvæmt málvenju hafa sagnirnar að trúa og að lialda sömu merkingu í mörgum samböndum, en þar er ekki um trúarlega merkingu að ræða. 1 anrian stað er nokkurt samband milli trúarafstöðu mannsins og takmörkunar hans Þegar mark- inu er náð í heini fullkomleilwns umbreytist trúin í skoðun, segir Nýja testamentið, en sú skoðun á ekkert skylt við það, sem vér köllum þekkingu nú. „Skoðunin" er sama eðlis og trúin, en trú og þekking eru ólíks eölis. Vér trú- um ekki lengur á eilift líf þegar vér höfum öðlazt það. Vér lifum það, en með nokkrum hætti á sama veg og vér liíum það nú i samfélagi trúarinnar víð Guð. En grunnfærni þeirra algengu hugmynda, sem vikið var að, er auðsæ við nánari athugun. Höld- um líkingunni: Sjónhringur mannsins markast af því, sem ljós þekkingarinnar nær. — Áð- ur hafði hann dauía kyndlfi. Þá var sjónhringurinn þröng- ur. — Nú er ljósmagn vitn- eskjunnar margfaldað. En af þvi leiðir ekki, að hið óþekkta umhveríi minnki. Þvert á móti. Því stærra sem svæðið er innan hringsins því víðari er hringur- inn sjálfur og að sama skapi ætti umhverfi leyndardómsins að vaxa. En svæðið sjálft, sem birt- an fellur yfir? Vissulega er það rétt, að ný og betri birta breytir mörgu þar og leiðréttir margar hugmyndir. En þar koma líka nýir leyndardómar í ljós, sem menn hafði ekki órað fyrir. Neonljósið birtir margt, sem manninn með grútarlampann grunaði ekki að væri til. Hver leyst gáta leiðir aðrar stærri fram. „Vér erum umkringdir lendardómum", sagði Louis Past- eur. Ef hið hulda og óþekkta er svæði. trúarinnar, þá stækkar það svæði eftir þvi sem sjón- vídd mannsihs vex en minnkar ekki. Hitt er annað, að fari svo, að maðurinn hætti að skynja undrið í tilveru sinni og ,um- heimi; þá érú dagar trúarinnar sjáifsagt taldir þat” með - ekki af þvi aS maðurinn bafi-vitkazt, heldur hinu, - að hann hefur heimskað sig með ofreynslu vissra heilastöðva og hrapað of- an af skör mennskunnar. Afstaða mannsins til umhverf- is síns er margs konar. Hann er ekki allur í þekkingu sinni, þótt mikilvæg sé. Hugmyndir um óþekkta hluti eru ekki alltaf hugarrórar. Þær geta iíka verið hugboð, meira eða minna rétt. Án hugboðs um ókunn og órannsakanleg efni, hefði mann- kyni miðað hægt áfram og alls ekkert. 1 visindum hefur munað meira um hugboð og imyndun- arafl en menn gera sér alltjent grein fyrir. Menn styðjast við leiðsögutilgátur. Þær geta jafn- vel verið gagnlegar, á vissu reki, þótt þær reynist rangar í ljósi nýrra staðreynda. Eins má full- yrða, að lifandi átrúnaður hafi alltaf haft sitt gildi, þótt hug- myndum og háttum hafi verið áfátt að skilningi annarra trúar- bragða eða timabila. En út í það skal ekki frekar farið að þessu sinni. Vísindamaðurinn hefur tiltekna afstöðu til umhverfis síns, hann gengur á vit veruleikans með akveðnar spurningar. En hann lifir jafnframt veruleikann. Jarð- fræðingur kannar Þingvöll og brýtur hverja hnútuna af annari til mergjar. En hann lifir jafn- framt náttúruna, verður fyrir áhrifum af þessu umhverfi, sem eru mjög svo óvísindaleg en raunsönn fyrir því. Eitthvað hefði Jónas og þjóðin hans misst, hefði hann sneypt frá sér þau áhrif, sem kvæðið um Skjald- breið fæddist af. Efnafræðingur veit allt, sem vitað verður um liti og samsetningu þeirra. En þegar Iiann skoðar málverk eftir Kjarval eða Ásgrím, öðlast hann hlutdeild i innblæstri, sem á jafnlitið skylt við hans visindi sem önnur, en túlkar veruleik eigi að síður. Og þegar þú heyrir Pál Isólfsson leika Bach, kemstu í snertingu við eitthvert svæði veruleikans, sem vísindi ná tak- mörkuðum tökum á og eru þó vissulega til tónlistarvísindi. Þetta var sagt til þess áð benda á, að það eru til viðhorf til veru- íeikans, sem eiga ekkert skylt við raunþekkingu en eru fullmæt fyrir þvi og ómissanleg. Trúin er ekki sambærileg við neitt slikt horf en þetta má þó nægja til þess að sýna, hversu dæmið, sem þetta mál var hafið á, er skakkt sett upp. En annað fleira, sem um þetta er að segja, verður að bíða betri tíma. S. Doktorsvörn um íslenzkt efni viö Uppsalaháskóia. I dag ver sænskur jarófræð- ingur doktorsritgerð sína við sænskan háskóla, en ritgerð hans fjallar að meira eða minna leyti um íslenzkt efni. Doktorsefnið er Áke Sunn- borg, en ritgerð hans er um „Klarelven“, þar sem hann sýnir m. a. fram á aurburð ánna og hvernig þær grafa iarveg sinn og breytingar á þeim gegnum áídirnar. Áke Sunnborg var meðal þátttakenda í sænska vísinda- leiðangrinum, sem kom til ís- lands á' árunum 1951-—52 og hafði bækistöð sína. í Hofíelli ul. Fyrirliði leiðangursins r var. Nú hefur brugðið til batnaðar með tiðarfarið, Kominn er mið ur Þorri og fagurt veður, bjart og fremur stillt, og frostlitið eða frostlaust. 1 gær var einhver fegursti dagur vetrarins. Það liggur við, ef þessu héldur áfram, að menn geti tekið sér í munn orð skáldsins, sem í ljóði utn blessaða sumarbliðuna, kvað svo að orði: Hver dagur nú á buxum bláum og blárri treyju liður hjá. ' Heiðrikja á hverjum degi og allar hugsanir léttfleygari og í ofannefndum ' visuorðum stiga fram tvær velkomnar systur, gleðin og glettnin, og svona er það sjálfsagt almennt, að góða veðrið bætir skapsmunina. Jafnt á vetri og sumri. Eg held ekki, að mér hafi missýnzt um það, að það er léttara yfir fólkinu nú en í öllum umhlej’pingunum, sem menn hafa átt við að búa síðan í haust. SkíÖaferðir. En eins og að líkum lætur er léttast yfir æskunni. Á öllum heimilum er búið að leita í kjöll urum og á hanabjálkum, og svo ræfilslegur sleði er ekki til, að hann sé ekki kominn i notkun, enda má nú sjá rjóðar kinnar hvar sem barnshlátrar óma úti. Líklega hefur gengið mun betur að sjá krökkunum fyrir sleðum til að renna sér á en skíðum handa þeim, sem komin eru yfir 10 ára aldur. Mér er sagt, að skiði handa unglingum séu alveg ófáanleg um þessar mundir. Bet ur mun hafa ræzt úr fyrir ung lingunum í gagnfræðaskólunum, sem hafa verið í skíðaferðtim að undanförnu, enda greiðasemin 1 mikil, og væntanlega hefur flest • um, sem ekki eiga skíði, tekizt að fá þau lánuð, og ekki þurft að sitja heima með sárt ennið j vegna .skiðaleysis. I Úr þarf aö bœta. j Fátt getur verið æskunni holl- ara en að iðka sund, og renna sér á skautum og skíðum, er skil- yrði eru fyrir hendi, og það þyrfti að sjá um, að sem allra flest börn og unglingar eigi þess kost að iðka þessar iþróttir sér til holl- ustu og tilbreytingar, frá setunni á skólabekkjunum og heima yfir bókunum. Það mun auka náms- ' gleði þeirra og lífsgleði og lijálpa til að leysa eitt mesta vandamál | uppeldisins, að sjá bömum og unglingum fyrir viðfangsefni, ’ sem svalar athafnaþrá þeirra. Sjálfsagt er margt, sem hægt væri að gera, til þess að greiöa fyrir því, að börn og ungmenni geti notið útiverunnar á vetrum, þegar góða veðrið lokkar eins og'nú, og eitt af því er, að sjá svo um, að varningur eins og skiði handa börnum og ungling- um sé fúanlegur. prófessor Filip Hjulström landfræðiprófesso' við Upp- salaháskóla — frægur maður þar í landi. En einmitt við Uppsalaháskóla ver doktors- efnið ritgerð sína. Þess má geta, að í sambandi við það, sem að framan er sggt, þá gerast breytingar á aur- framburði ánna hraðar á ís- landi en víðast hvar annars- staðár í véröldinni. Heuss forseti V.Þ. fer í opin - bera heimsókn tH Tyrklandi 5; apríl og fer -v'omBreataiW um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.