Vísir


Vísir - 09.02.1957, Qupperneq 5

Vísir - 09.02.1957, Qupperneq 5
ILaugardaginn 9. febrúar 1957 VÍSIR 'L íí u % a 7* d a % 'i 'i *j ya tyð&flS BEITAIM, eftir IVIichael Hilf. — Gaseitrun, sagði læknirinn. — Líklega sjálfsmorð. — Mjög sennilegt, samsinnti lögregluforinginn. Hann leit í ikringum sig í þessu fátæklega svefnherbergi, þar sem gamlá konan lá dauð í rúminu undir þunnu teppi. Þarna stóð gasrör- ið út úr veggnum. Það var lítið run húsgögn í herberginu og gluggatjöldin voru gömul og slitin. Hann var búinn að festa sér vel í minni hvernig um- horfs var þarna og gerði athug- anir sínar á meðan læknirinn rannsakaði líkið. Allt benti til þess að læknirinn hefði á réttu að standa. Það var mikil gaslykt í her- berginu svo að læknirinn og lögregluforinginn fóru fram í ganginn til að ljúka athugunum sínum. Þarna var líka lítil dag- .stofa og eldhúskytra. . — Hvers vegna var sent eftir yður? spurði lögregluforinginn. — Hún var einn af sjúkling- um mínum, sagði læknirinn. — Var eitthvað alvarlegt að lienni? — Nei, það var bara venjuleg ofkæling, kvef og hósti. Hún var rúmlega 72 ára gömul og hraust eftir aldri. — Haldið þér að hún hafi haft einhvera ástæðu til að fyr- árfara sér? — Ekki svo eg viti. Lögregluforinginn setti lög- regluþjón á vörð þarna fyrir ntan svefnherbergisdyrnar og svo fóru þeir, læknirinn og lög- regluforinginn saman niður stigann og út á götuna. Margt fólk hafði safnast saman þarna fyrir framan húsið. Fleira for- vitið fólk bættist í hópinn, þeg- ar mennirnir tveir komu út og gengu yfir að lögreglubílnum, stigu síðan upp í hann og óku burt. Þrem dögum seinna sat lög- regluforinginn við skrifborð sitt og blaðaði í þykkum bunka af skölum og skýrslum. Við og við gerði hann athugasemdir með blýantinum á spássíurnar. Lögregluþjónn opnaði hurð- ina og rak höfuðið inn fyrir. — Ungfrú Harper er komin, herra. — Látið hana koma inn. Lögregluforinginn stóð upp, }>egar eldri kona gekk feimnis- lega inn í skrifstofuna. — Góðan daginn. • ungfrú Harper. Eg er Galbraith, lög- xegluforingi. Gerið svo vel að fá yður sæti. Hann ýtti frá sér skjalabunk- anum og leit á konuna. — Spurningarnar, sem eg ætla að leggja fyrir yður, eru hreint formsatriði, þó að þær séu kannske reyndar dálítið persónulegar. — Eg skal gera mitt bezta tii að svara þeim. — Þakka yður fyrir; . Þér bÍMggttðr; niðri í. húsinu, eða hvað? — Já. — Höfðuð þér mikið eða náið samneyti við systur yðar — eg meina hvort þið höfðuð sam- eiginlegt húshald? — Ekki upp á síðkastið. Okk- ur sinnaðist einu sinni og síðan hefir enginn samgangur verið milli okkar. — Var yður kunnugt um efnahag systur yðar? — Eg býst við, að hún hafi átt einhverja peninga í banka, því hún var mjög sparsöm. — Vekur það undrun yðar, ef eg segi yður, að systir yðai- hafi átt hálfa milljón í banka? Ungfrú Harper sat hreyfing- arlaus í stólnum og það sást engin svipbreyting á andlitinu. 5 — Því er mér ómögulegt að trúa; sagði hún svo, og röddin var rám. — En kemur yður það nokk- uð á óvart, að systir yðar arf- leiddi yður að öllum eignum sínum? Við þetta kipptist ungfrú Harper við í stólnum og byrj- aði nú að gráta með þungum ekka. Nokkrum tímum seinna þenn- an dag fór lögregluforinginn með lögregluþjón með sér yfir í íbúð hinnar látnu. Rúmið var nú autt, en annars var allt ó- hreyft í herbergjunum. Lögregluforinginn rannsak- aði gasrörið aftur. Einhvern tíma hafði þetta gasrör verið í sambandi við gasvél en nú stóð það þarna út úr veggnum og var í því koparkrani. Hann sneri krananum og þaðþurfti að taka nokkuð á, til að opna hann. Það suðaði í rörinu, þegar gasið streymdi út úr krananum og inn í herbergið. — Það er engin hætta á því, að þessi krani hafi opnast óvart. Bæði er hann á þeim stað og mjög stirður. sagði Galbraith. Lögregluforinginn sat fyrir framan rúmið og var að hugsa um þetta, þegar hann tók eftir einhverju, sem lá þarna í horn- inu upp við vegginn. Hann rétti höndina inn undir rúmið. — Hér er þá ein til. sem hefir sofnað fyrir fullt og allt. Hann dró dauða mús undan rúminu. Lögregluþjónninn hló: — Hún hefir verið að koma til að ná í matinn sinn. Það er ostbiti þarna undir rúminu, við höfðagaflinn. — Eg hefði varla trúað því, að mús léti drepa sig á gasi, sagði lögregluforinginn, Ungfrú Harper sat öðru sinni inni hjá lögregluforingjanum. — Eg fór að heiman daginn áður en systir mín dó til að heimsækja bróðurson minn í Seaford. Eg sagði systur minni ekkert frá því, að eg færi þang- að, enda, var enginn samgang- ur á milli okkar og eg sá hana ekki þemian morgun. Eins pg þið vitið, fór hún mjög sjaldan út, og eg heimsótti hana sem sé afar sjaldan. — Hvenær fóruð þér að • heiman? — Það var um hálf ellefu um morguninn að eg held. — Hvenær var systir yðar vön að hátta á kvöldin? — Hún fór venjulega að hátta þegar dimma tók. Hún hefir því sennilega farið að hátta um níuleytið. Lögregluforinginn þagði. — Eitt enn. ungfrú Harper, þið urðuð ósamála og ykkur sinnaðist. Um hvað voruð þið að deila, hvað bar á milli? — Ekkert sérstakt. Þér vitið hvað gamlar konur geta verið ósanngjarnar og deilt út af smámunum. — Yoru það peningamál, sem þið deilduð um? — Eg' veit ekki hvað þér meinið með þessu .... — Við höfum sannanir fyrir því. að þér skulduðuð systur yðar tuttugu þúsund krónur. Er það ekki rétt? Ungfrú Harper sat hreyfing- arlaus og ósnortin af þessu. Þegar hún loksins opnaði munn inn var röddin eins og hvísl. — Eruð þér að reyna að halda því fram, að eg eigi sök á dauða systur minnar? — Eg held engu fram. Það eina sem eg geri er að leggja fram spurningar og eg sagði yður, að þær gætu orðið per- sónulegar. Viku seinna hittust lögreglu- foringinn og lögregluþjónninn aftur í rannsóknarstofu lög- reglunnar. — Þeir vilja láta rannsaka gasrörið betur, sagði lögreglu- þjónninn. Þeir eru að rífa niður þilið og ætla að hringja til yðar um tólfleytið. ef þeir finna eitt- hvað merkilegt. — Það er ágætt, sagði lög- regluforinginn, eg ætla svo að tala svolítið við dýrafræðing- inn okkar. Viljið þér svo senda ungfrú Harper til min rétt fyrir klukkan tólf. Þegar klukkan var fimmtán mínútur yfir tólf sátu lögreglu- foringinn og lögregluþjónninn, ásamt ungfrú Harper, inni í skrifstofu Galbraiths. Ungfrú Harper var hin hressasta og mjög einbeitt að sjá. Af tilvilj- un vai'ð henni litið á borðið hjá Galbraith og þá sá hún gasrörið liiggja þar. Síminn hringdi. Lögreglufor- inginn tók upp heyrnartólið. — Já, sagði hann og hlustaði svo í svo sem hálfa 'mínútu. — jÞakka yður fyrir, sagði hann síðan og lagði tólið á. Svo sneri hann sér.að kounni. j — Ungfrú Harper. Eg hefi beðið yður að koma hingað til ' að hlusta á. greinargerð mína um mprðið á systur yðar. Eins og þér vitið. er hægt að venja margskonar dýr á það, að koma á" vissum timum á vissan stað, ef þau eiga von á að fá mat. Hundurinn stendur á afturfótunum. ef hann venst á að fá sykur að launum. Svan- irnir í dýragarðinum hringja klukku til að fá mat og svona má lengi telja. Við þekkjum þetta -611. En það, sem eg er að meina núna, er músin. Það er líka kunnugt, að mýs eru mjög vanafastar. Ef maður tii dæmis lætur otsbita á ákveðinn stað í herbergi, líður ekki á löngu, unz músin finnur hann og hún kemur aftur og aftur, ef hún verður ekki fyrir vonbrigðum, og leitar að ostbitanum sínum. Ef maður lætur nú til dæmis ostbita í endann á röri dag eft- ir dag í lengi'i tíma, gengur músin þar að honum eins og sjálfsögðum hlut. Ef þetta er nú gasrör, þá getur osturinn verið einskonar tappi í rörinu svo að gasið streymir ekki út á meðan osturiim er í því. Auðvitað kemur músin ekki fyrr en dimmt er orðið. Þegar hún bítur í ostinn losnar hann úr gasrör- inu og gasið streymir út, ef maður hefir verið búinn að skrúfa frá krananum. Þannig dó systir yðar. Lögregluforinginn þagnaði. — Þannig hefi eg hugsað mér, að þetia hafi gengið til. Nú kem eg að yðar þætti í málinu. Það var ekkert ósamkomulag milli yðar og systur yðar og ykkur sinnaðist ekki eins og þér sögðuð mér. Við vitum það, að þér komuð daglega til henn- ar; það segja nágrannarnir. Þér skulduðuð hennj tuttugu þús- und og hún hefir verið treg til að láta yðui' fá meh'i peninga. Þér voruð búnar að komast að því, hvernig erfðaskráin hljóð- aði. Þess vegna ákváðuð þér að myrða hana, svo að þér fengj- uð alla peningana strax. Þetta átti svo að líta út eins og sjálfs- morð. Yður tókst að koma þessu svo fyrir. að þér gátuð verið fjarverandi þegar hún dó. Lögregluforinginn þagnaði aftur. En nú hrey'fði ungfrú Harper sig í stólnum og' sagði: — Þér getið aldrei sannað neitt á mig. Röddin var titrandi. Galbraith rétti út höndiná í áttina til símans. — Yður sást yfir eitt. Þér og systir yðar höfðuð ekki sama smekk á ost. Þið keyptuð sína tegundina hvor. Við fundum leifar af gódaosti í herberginu hennar, en hún keypti aldrei þá osttegund. Þetta vitum við allt frá kaupmanninum, sem þið verzluðuð báðar við. Það er mjög ótrúlegt að systir yðar hafi keypt sérstaka osttegund, sem hún vildi ekki sjálf, til að gefa músinni,enda gerði hún það ekki — það voruð þér, sém keytuð ostinn handa músinni. Lögregluforinginn tók nú upp símatólið. — Gefið mér samband við Scotland Yard, sagði hann. Tekjur af siglingum Norðmanna 2 milljarðar sl. ár. Skipustóiiinn cr hntninn upp i iS,l£ tnilljj. tcsta. Frá fréttaritara Vísis. — Osló í janúar. Um áramótin var kaupskipa- floti Noregs um það bil 8,2 milljónir lesta. Norðmenn áttu þá alls 2538 skip í siglingum, þar af 453 ol- íuflutningaskip, sem eru tiltölu- lega miklu stærri en hin, því Börnum gefin öryggisbönd. Vátryggingarfélagið h.f. hcf- ,ir sent Umferðanefnd Reykja- víkur öryggisbönd úr endur- skinsefni, til notkunar fyrir börn í myrkri. Umferðanefndin afhenti Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur þessi öryggisbönd til úthlutunar og hafa þau verið afhent skóla-! stjórum barnaskólanna í Reykja vík til notkunar íyrir alla nem- 1 endur í 7 ára deildum skólanna. I Öryggisböndin eru borin á upp- handleg I Blaðið hefir verið beðið að þakka géfendum þessa góðu og nytsömu gjöf. ★ Egyptar hafa boðoð þjóðnýt- ingu allra erlendra banka fjandsanrlegra rikja þegar, en bankar vinveittra rikja fá 5 ára frest, Fyrir Breía og Frakka skiptir þetta ekki miklu því aðegypzka stjórn- ijn lagði hald á eignir brczkra og franskra banka sl. haust eftir iniirásina. að þau voru samtals 4,4 millj. lesta. Jókst skipastóllinn um 195 ný skip á árinu, og voru 70 þeirra smíðuð í Noregi. Skip, sem smíðuð voru á árinu eða keypt, voru samtals um 900.000 lestir, en skip, er voru seld, höggvin upp eða fórust, voru um 300.000 lestir, og nam aukningin því 600.000 lestum. Hefur hún því verið mjög svipuð því, sem hún hefur ver- ið á síðustu árum. Otalin eru þá skip, sem norsk skipafélög hafa pant- að og verða afhent á næstu árum, en þau eru milli 4,5 og 5 milljónir lesta. Telja Norðmenn ekki, að þar sé í of mikið ráðizt. Norðmenn mundu ekki lifa því lífi, sem þier gera nú, ef þeir héldu ekki úti svo miklum skipaflota, sem kemur oft ekki í heimahöfn mánuðum eða jafnvel árum saman. Tekjurn- ar af siglingunum námu í er- lendum gjaldeyri hvorki meira né minna en 2 milljörðum norskra króna á síðasta ári. En útgerðarmenn hafa á- hyggjur af því, hversu skattar eru þungir á útgerðinni. Rikið tekur í sinn vasa nærri 70% af tekjunum, en í öðrum löndum V.-F.vrópu tekur það 31—5Ó%, að ekki sé minnzt á Panama, Honduras og Liberíu, þar sem mikill fjöldi skipa er skráður, en þau eru að kalla skattfrjáls. Ef kreppa skellur yfir, verður útgerð Norðmanna ómögtdegt að keppa við skip, sem skráíí eru í þessum löndum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.