Vísir - 11.02.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 11.02.1957, Blaðsíða 4
4 VÍSIR Mánudaginn 11. íebrúar 19á7 Fjórum sinnum rifnaði trollið af völdum mikils síldarmagns, r*^H, “I .;i)r 4 ■4 Sb M V€>iði é íi B'BB ti BS BS' Í^BBBSBS^ BSBBfÖ flotvÖB'pu. Allmiklu fé hefir að imdan- förnu verið varið lil síidveiðitil- rauna við SV-Iand. 31.a. var Neptúnus við slíkar tilraunir og einnig' vélskipið Fanney. Grein sú, sem hér fer á eftir um þær tilraunir, er eftir Ingvar Pálma- son skipstjóra, og birtist áður í Ægi. Laug-ard. 17. nóv. 1956 var farið frá Reykjavík á vb. Fanney til síldveiðitilrauna með kana- díska flotvörpu, sem fengin var þaðan, og þeir Kanadamenn liafa notað með sæmilegum árangvi. Dæmalaus ótíð var þann tíma, sem tilraunir þessar sóðu. Ekki var hægt að kasta á þessu tíma- bili nema 10 sinnum á sildar- svæðinu, vegna veðurhamsins og einnig þegar útskot urðu vegna þrengsla á síldarsvæðinu fyrir reknetabátum, sem allir vildu leggja net sín þar sem síldin var mest. Stóð síldin oftast i einni sámfelldri torfu á þó nokkuð stóru svæði, oftast ofarlega í sjónum, en ekkert þar utan við. En óhemju magn síldar virtist vera i þessari miklu torfu. Fjórum sinnum sprengt troll. - Fjórum sinnum kom trollið upp rifið, — sprengt af síld, og var greinilega hægt að sjá, að meira eða minna af síld hafði verið í þvi, enda þótt ekkert næðist nema það, sem ánetjað var. Mjög er erfitt að greina á trollinu hvort komin er síld í það, þegar vont veður er og sérstaklega, þegar sildin stendur hátt í sjónum. Aldrei var togað lengur en 12 — 20 mínútur í einu. Hin skiptin sem hífað var upp var ýmislegt að. Ýmis var trollið ekki á því dýpi, sem síldin hélt sig á, eða aðrir byrjunar- örðuleikar, sem ekki er hægt að lýsa hér, en sem aðallega stöfuðu af óvana og illum veður- skilyrðum. 1 stuttu máli sagt virtist mér samt að slíkt troll geti fiskað síld við vanaleg skil- yrði hér — haust og vetur. — Varpan er of lítil. Hinsvegar kom það í ljós, að þessi varpa, sem við höfum fengið frá Kanada, er alltof veik — úr of fínu garni — fyrir okkar aðstæður. Hún er heldur ekki gerð fyrir svona stóran bát, með kraftmikilli vél, og ennfremur höfum við miklu meiri og þéttari síld en tíðkast vestra. Það skal tekið íram, að þegar fiskimálastjóri, Davíð Ólafsson, pantaði þessa vörpu eftir minni tilsögn, bað hann um vörpu fyrir ‘ 130 tonna bát með 320 ha. vél, og hafði þá Fanney í huga, en Kanadamenn nota eingöngu minni báta .til þessara veiða og með kraftminni vélum eða 150 til 170 hestafla; einnig er kyrrari sjór, þar sem þeirra togveiðar ^ fara fram. Gefur að skilja, að. því íínni og léttari sem flot-j vörpur eru, því fisknari eru þær og sérstaklega á sild, sem er yfirleitt stygg og fljót í för- um. 1 þessum tilraunum höfum við einnig með annað troll. (Ég nota hér nafnið troll, en ekki vörpu, þar sem ég hef rekið mig á að margur blandar þessu nokkuð saman, þegar talað er um vörp- ur — stóru hringnótinni, sem Sturlaugur Böðvarsson fékk frá Kanada og þessari flotvörpu, trolli). fslenzkt troll. Þetta annað troll er frá Akra- nesi og hefur búið til hagleiks- maður nokkur þar — Runólfur Ólafsson húsgagnameistari. I-Ief- ur það áður verið reynt á Fanney, en var þá stærra. Þegar það var minnkað, var tekið veru- lega úr belg þess og hann stytt- ur. Ekki tókst okkur að fá nema mjög lítið í einu í þetta tro.ll, þó að allt væri í lagi og ítarlegar - tilraunir gerðar í ágætri síld og tel ég það stafa mikið af því, að belgur þess var sem sagt enginn. Þegar' síld var komin í pokann, kom svo mikil mótstaða, að sild- in gat ekki gengið inn í trollið. Einnig var það klætt innan með þéttriðnu neti og olli það þyngsl- um í sjónum. Hlera hafði Run- ólfur á endum togvirsins og úr þeim tvöfalda 25 faðma hliðar- víra (grandara) í væng trollsins. Hlera þessa lízt mér mjög vel á, og fara þeir vel í sjónum, og er mjög gott að vinna með þeim, hvort sem trollið er haft hátt eða lágt í sjónum, eða i botni. Mér virðist þetta kanadíska troll vera liklegast af þeim vörp- um, sem ég hef séð, til að geta náð okkar síld á mismunandi dýpi uppi í sjó, ef hægt verður að nota með sama árangri sams- konar troll úr miklu sterkara garni; það er að segja, að það verði ekki of þungt og viðamikið i sem flotvarpa og þar af leiðandi | ófisknara. Verður það að sjálf sögðu reynt næst, þegar veiði tilraunir verða gerðar og borið saman við þetta fína troll Annars tel ég þessar veiðitil raunir, sem gerðar voru á Fann ey í haust ekkert að marka, þar sem aldrei kom dagur, sem hægt var almennilega að athafna sig með óþekkt veiðarfæri, veðurs vegna. Til marks um það gátu reknetabátar lagt net sín þrem sinnum og í hvert skipti eyði- lagðist meira og minna af netum þeirra, mest vegna veðurs. Þó að vitað sé að mikil sild hafi komið í trollið nokkrum sinnum og það sprungið af þeim sökum, er það ekki nein sönnun fyrir því, að þarna sé fundið veiðarfærið, sem komið geti í stað reknetja. Þörf á meiri tilraunum. Ég tel að gera þurfi ítarlegar tilraunir við vanaleg skilyrði í lengri tíma, heila vertíð t.d. og sjá hvað hægt er að veiða, og hvað þessi útgerð kostar, eða hve arðvænleg hún er; vona ég, að það verði gert. Óvíða i heimi er eins mikið síldarmagn og við strendur lands, vors, og hvergi eins langan tíma af árinu éins og hér við suðaust-1 ur, suður og suðvesturland, þvij að heita má, að meiri hluta árs-j ins sé að finna óslitnar, margraj fermilna stórar síldartorfur, j haust, vetur og vor. Hafa menn' tekið eftir þessu sérstaklega eftir að dýptarmælar komu í skip hér, en sára lítið af þessarij síld hefur verið veitt. Væril i ábyggilega ómaksins* vert að j reyna ao finna það veiðarfæri, | sem hægt væri að veiða þessaj síld i og með minni kostnaði enj reknetin sýna. Tel ég líklegt, að flotvarpan muni reynast heppileg til síld-' i veiða hér fyrir sunnan land, þar sem við eigum oft við slæm veðurskilyrði að stríða og illt að koma hringnótinni við að staðaldri. I Ilringnót og veiðitimi. En öll okkar veiðarfæri til i þess að veiða síld hér við Suður- j Iand og viðar, verðum við aö út- i búa og gera tilraunir með eftir, þeim aðstæðum, sem við eigum við að búa á þessum tíma ársins. j Annars held ég, að hringnótin eigi eftir að lengja okkar sild- veiðitímabil verulega — sérstak- lega á vorin og jafnvel seinni hluta vetrar. Auðvitað er bátalag okkar óhentugt fyrir hringnöt, þar sem tíðarfar er elcki sem best og orsakar það, að eins og er verð- um við að hafa lausan bát undirj nótina. En öruggara er það að geta haft nótina á sama bátnum. Og þótt við eigum nú liklegastj komu Fanneyjar mikið það að ^ þakka, að verulega var farið að nota hér hringnót á minni báta. * hefur þao reynzt erfitt að breyta 1 lagi bátanna að sama slcapi og tel ég það illa farið. Enda tel ég, að með allri þeirri táíkni, sem svo að segja daglega kemur 1 notlcun, séu hringnótabátar ein- mitt með Fanneyjar lagi okkur verulega hentugir, og raunar við hvaða veiði sem er. Að því er snertir síldveiðarnar á ég aðal- lega við okkar ágætu dýptar- mæla og Asdiktæki, sem komið er i flesta báta, og kraftblökk þá, sem reynd var liér í sumar til að draga nótina með inn og sem bæði sparar mann og er helm- ingi fljótvirkari. Sjónvarp við veiðar. Nýlega hef ég séð það í fiski- tímariti, að Ameríkumenn séu farnir að nota nokkurskonar sjónvarp við síldveiðitilraunir með flotvörpu, og getur maður þá séð bæði síldina og trollið inni í stýrishúsi. Væri þá ef til mögulegt að gera eitthvað við kenjum hennar. Einnig treysti ég mikið á okk- ar ágætu fiskifi’æðinga að rann- saka enn betur og fylgjast með göngum og háttum Suðurlands- síldarinnar heldur en verið hef- ur. Og mundi þáð jafnvel einnig geta haft mikla þýðingu fyrir sumarsíldveiðina. Saud Arabíukonungur hefur vcrið í opinberri heimsókn vestan. liafs, eins og allir vita. Með honuni á .nyndinni er sonur hans, sem verið liefur máttlaus að niestu í hægri fæti og handlegg frá fæðingu. A að leita honum lækninga í bandarísku sjúkraliúsi. geri þetta,“ sagði Conant, „og að ég lifi svo ekki fimm ár? Hvað gerist þá?“ „Fjármálaráðuneytið myndi heimta erfðafjárskatt af allri upphæðinni á kostnað aðalerf- ingja.“ „Það væri enginn aðalerfingji, ef ég hefði gefið allt, — er það?“ „Fjármálaráðuneytið myndi stefna öllum, sem hefði fengið gjafir, og ef þeir — og pening- arnir — væru undir brezkum dómstólum myndi fjármálaráðu neytið innheimta. Eg ráðlegg þetta ekki Conant. Þetta gæti orðið til þess að leggja erfingj- um yðar dýrar málssóknir á herðar, því að því megið þér trúa að fjármálaráðuneytið myndi berjast fyrir sínu með hnúum og hnefum." . „Eg vil sannreyndir en ekki ráð,“ sagði Conant stuttur í spuna. „Ég er búinn að segja yður hver reyndin vei’ður“, svaraði lögfræðingurinn úfinn i skapi. „Og þér komist ekki undan henni.“ „Já, en við erum ósammála um það, Merryweather", sagði Con- ant hress í máli og ögrandi. „Það er til undankomuleið frá því sem þér kallið sannreyndir, en ég leyfi mér að kalla það blátt áfram rán, sem sósíalistahópur hefir soðið saman. Það er til undankomuleið, minn lagalegi vinur.“ „Það var til erfðafjárskattur áður en sósíalistar urðu til.“ „Já, það getur svo sem verið“, sagði Conant af dálítlum æsingi, — en hann neitaði að láta di’aga málið á hliðarspor. „En mín eign á ekki að borga neinn erfðafjár- skatt. Ekki einn eyri, heyrið þér það? Sósíalistar geta náð sér í peninga til þess að koma i verk sínum vitlausu áformum ein- hversstaðar annarsstaðar en frá mér. Þér brosið, vinur minn, en þér munuð lifa nógu lengi til að sjá, að ég hefi rétt fyrir mér. Hvernig ætla ég að gera það? Ég mun sjá um það. En i milli- tíðinni hefi ég nokkur fyrirmæli að gefa yður. Seljið jiennan stað, það er það fyrsta. Hann er of stór fyrir mig og mér hefir aldrei geðjast að honum í raun og veru. Hann kostaði mig 25 þúsund pund fyrir svo sem 20 árum. Og ég hefi eytt í hann 10 þúsund pundum og ég vil græða á honum. Byrjið strax á því. Svo vil ég að þér útbúið þrjú gjafa- bréf fyrir mig. Hafið þau lögleg að öllu leyti, en skiljið eítir eyðu fyrir upphæðirnar og svo fyrir nöfnin. Og flýtið yður. Ég vil ekki vakna einn góðan veðurdag og lcomast að þvi, að sósilistar hafi lagt skatt á gjafir. Ég vona að þeir hafi ekki gert það?“ „Nei. Nema þér lifið ekki í fimm ár eftir að þér gefið gjaf- irnar — þá kemur skatturinn inn. Er það þá eitthvað fleira?" „Já. Ég vil að þér kyrínið mig einhverju áreiðanlegu fast- eignasölufélagi í vesturlandi. Þér getið lcallað mig Smith. Eg vil gjarnan líta á einhverjar smá eignir. Þér skiljið þetta?“ Merryweather opnaði munn- inn til einhverra mótmæla, en hugsaði sig um. En að sioustu sagði hann. „Munið það, að ég vil eklci hafa neitt að gera með það, sem ólöglegt er.“ „Það sem ég ætla að gera, er lagalegt. Ég ætla að lifa í 5 ár. Er eitthvað ólöglegt við það? Þarf ég að spyrja lögfræðing um það? Verið ekki með neina vitleysu. Eins og hver annar, munið þér, þegar tíminn kemur, gera það eitt.sem hagsýn sjáifs- hyggja segir yður að gera.“ Á komandi dögum uppgötvaði John Conant aðlífið hafði fengið nýjan tilgang. I-Iann helgaði sig iþeirri vissu að forða eignum sín- um úr kióm skattstjórans. Hann varo hraðari í spori. Matarlj’st hans batnaði og með henni skap hans. Hin nýja starfsemi, sem hann rækti af svo miklum áhuga var hressandi tilbreyting frá þreytu starfsleysisins. Willis, O’Conor & Blackburn., Framh. á 9. síðu. ___r

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.