Vísir - 15.02.1957, Blaðsíða 9

Vísir - 15.02.1957, Blaðsíða 9
Föstudaginn 15. íebrúar 1957 VtSIP 9 Þjóðar frelsi, þræl- dóms frelsi....44 99 Frh. af 4. s. iviargir á bandi stúdenta. „Morguninn eftir, hinn 23. okt- óber, tróðum við vasa okkar fulla af bæklingum og dreifðum þeim síðan um alla Búdapest. Verkamennirnir slógust í för með okkur, er við héldum til utanrikismálaráðuneytisins í Budapest. Skyndilega virtist svo sem helmingur allra borgarbúa væri á okkar bandi. Engin átök áttu sér stað. Við voru óvopnuð. En þá byrjuðu Avóarnir (ungverska leynilögreglan) að skjóta, og Gerö (leiðtogi kommúnista flokksins) kallaði á Rússana og bað þá um hjálp. Þá var það, að ég gekk í lið með frelsissveitun- um.“ Öllum ber saman um að Gyorgy hafi barizt vel og drengi- lega. Þarna stendur hann í íor- ugum bakgarði Eisenstadt, með húfu á höfði og skátabakpoka hangandi á öxlinni, og segir okk- ur frá þvi, livernig kommúnistar kenndu honum að fara með vopn á margra mánaða heræfinga- námsskeiðum. „Það eina, sem þeim tókst að gera var að kenna okkur að skjóta af byssum", segir Gyorgy hörkulega. „Við notuðum þessa kunnáttu okkar til þess að berjast gegn þeim.“ I>að vill snúa heim aftur. Þetta er undarlegt samansafn af fólki. Það er ekkert likt hin- um þjakaða og stefnulausa fólks- fjölda, sem átti enga ósk heitari en að flýjá deilurnar og ofríkið í Ewópu. Það er furðulega fátt gamalt fólk og sjúklingar meðal þeirra. Að minnsta kosti 3/4 hlutar alls þessa fólks er undir 35 ára aldri. Nú þegar það er frjálst í Austurríki og hefur nógan tíma til hugleiðinga, er margt þeirra undrandi á því mikla hugrekki, er það sýndi að- eins nokkrum dögum áður. Þetta fólk yfirgaf heimili sín, sökum þess að það hefði átt víst að vera flutt burtu nauðugt, þegar Sovétherinn hafði náð tangar- haldi á landinu aftur. Fólkið lít- ur til framtiðarinnar, en ekki fortíðarinnar, og með þvi leynist sú von, að það geti snúið heim aftur og tekið upp baráttuna á ný, ef á einlivern hátt væri hægt að leysa Ungverjaland úr járn- gi’eipum Sovétríkjanna. Þeir, sem hafa dvalið nokkra ■daga innan um þetta fólk eru ekki í minnsta vafa um það, að byltingin, sem hófst í októbei'- mánuði s. I. hafi verið uppreist helllar þjóðar, sem barðist fyrir eigin frelsi. Þetta eru ekki „aft- urhaldssinnar" né „gagnbylting- armenn“, sem leiðtogarnir í Moskvu tala svo mikið um. Það varð að beita rússneska hernum til þess að verja „framkvæmdir kommúnista“ í Ungverjalandi.\ Þetta fólk er í raun og veru kjami ungversku þjóðarinnar. ingjar í ungverska hernum, óbreyttir hermenn, verkamenn úr verksmiðjunum og opinherir starfsmenn gengu í lið með þeim. Eftir að rússneski herinn hóf skothríð á borgarbúa á göt- um Búdapest, varð uppreisnin að einni allsherjabaráttu milli ungversku þjóðarinnar og rúss- neska hersins. Einu undantekningarnar voru hinir liötuðu og fyrirlitnu Avóar, en fólkið reyndi að hefna sín á þeim, sökum hryðju\'erkanna, er þeir höfðu framið undaníarin 10 ár. Ungir flóttamenn segja frá því, að Avóar hafi verið hengdir í næsta ljósastaur, eða verið kastað út um glugga á þriðju hæð. Slikar hefndaraðgerðir eru óíagrar aíspurnar, þær eru ekki betri en hinar ógurlegu pynting- ar, er Avóarnir beittu á meðan harðstjórn Rakosis réði öllu í landinu og þær eru engu afsak- anlegri. Kröfurnar voru auðskilclar. Það er nú augljóst ’ mál, að byltingin var ekki gerð sam- kvæmt neinni ákveðinni póli- tiskri áætlun og fyrir hennistóðu engir sérstakir leiðtogar. 28 ára gamall rauðhærður aðstoðar- maður á rannsóknarstofu, sem varð að hætta læknanámi í Búda- pest, þegar hann var dæmdur i 18 mánaða fangelsi árið 1951 „af pólitískum ástæðum", skýrði svo frá, að aðalkröfur „byltingar- ráðs stúdenta" hafi verið mjög auðskildar. „Við báðum um, að sovétherinn yrði fluttur úr land- inu, að efnt yrði til frjálsra kosn- inga og leynilögreglanlögðniður. Á meðan Irme Nagy var forsæt- isráðherra voru allir önnum kafnir við að stofna nýja stjórn- málaflokka. Það var hrein óstjórn, en ákaflega spennandi." Rússneski herinn réðst aftur inn í Búdapest með hundruð skriðdreka þann 4. nóvember. „Auðvitað hlutum við að tapa, en það kom alls ekki til greina að gefast upp“, segir hann. „Flokkurinn, sem ég var í, barð- ist frá sunnudeginum (4. nóvem- ber) til föstudagsins (9. nóvem- ber). Við áttum einskis annars úrkost. Fimm úr okkar hóp ætluðu að gefast upp og létu af hendi vopn sin en voru síðan skotnir niður með vélbyssum Við, sem eftir vorum, áttum þvi ekki annars völ en að halda áfram að skjóta. Að síðustu íöld- um við vopn okkar og yfirgáfum Budapest, en við getum fundiö vopnin aftur, ef þörf krefur. Mig langar til þess að vera kyrr í Austurríki og ljúka við nám mitt. Kanske rennur einhvern tima upp sá dagur að ég get farið aftur heim til Ungverja- lands og barist aftur fyrir frelsi föðurlands míns.“ Margir eru óttaslegnir. Auðvitað eru ekki allir flótta- mennirnir hetjur. Meðal þeirra eru eiginkonur, mæður, ungbörn og miðaldra fólk. Og rúmlega íimmtugur klæðskeri frá Búda- pest, sem tókst að flýja land ásamt 22, ára gömlum syni sín- um segir liiklaust: „Ég er hrædd- ur. Konan mín og eldri sonur eru ennþá í Ungverjalandi. Við skildum, og við urðum að yfir- gefa þau. Sonur minn vill vera kyrr í Vínarborg og fara í há- skóla þar, en mér finnst við ennþá vera of nálægt Sovét- rikjunum. Ég get ekki trúað þvi, að þau muni nokkum tíma taka nokkurt tilit til hlutleysis Aust- urríkis. Hvenær hafa þau látið landamæri hafa áhrif á sig? Ég á bróður í Kanada. Þar myndi ég vera öruggur." Námumaður frá Komorn, sem flúði til Austurríkis með konu sína og tviburasyni þriggja ára gamla, segist vilja setjastað hvar sem er. „Ég er 34 ára að aldri, við góða heilsu og býst við að þurfa að vinna mikið“, segir hann. „í Ungverjalandi var það tilgangslaus barátta að reyna að sjá fyrir fjölskyldu minni, Ég yil, að synir mínir geti búið við betri lífsskilyrði en hægt var að veita þeim í Ungverjalandi. Kanske Ástralía sé framtíðar- land mitt.“ Starfsmaður Rauða krossins gengur til okkar og gefur tvi- burunum banana. Þeir stara með tortryggni á ávextma. Móoirin skýrir frá því að synir hennar hafi aldrei séð banana áður. Þeim eru því boðnar kartöflur og fá strax lystina aftur. Þakklátir Austurríkis- rnönnum. Frá Eisensetadt fer flótta- fólkið Traiskirchen, sem er ná- 'ægt Wiener Neustadt. Þar var áður'hinn keisaralegi austurríski herskóli. Þarna höfðu hermenn Sovétrikjanna einnig aðsetur sitt á árunum 1945 til 1955, en nú hefur þessari byggingu \’erið breytt í bráðabirgðaílóttamanna- búðir fyrir Ungverja. Þama bíður flóttafólkið eftir því að fá vegabréfsáritanir til Vestur- Evrópu, Norður Ameríku, Suður- Ameríku eða Ástralíu. Alit að 28 flóttamenn biða í einu og sarna herberginu. En í Traiskirc- hen er hlýtt, þar er góður matur á boðstólum og fólkið er öruggt. Fæstir flóttamannanna kveðja án þess að láta í Ijós þakklæti við Austurríkismenn fyrir þá hjálp, sem þeir hafa veitt flótta- fólkinu án þess að spara nokkuð. Flóttafólkið þyrpist í kringum gesti, sem að garði ber, áfjátt í að segja sögu sína og bera fram spurningar: „Ætli það sé betra fyrir ómenntaðan mann að flytjast til Kanada en Bandarikj- anna? Ætli útvarpsstöðin Frjáls Evrópa myndi vilja útvárpa til Búdapest, að ég hafi komizt heilu og höldnu til Austurríkis? Það myndi gleðja foreldra mina, ef þau vissu um það. Látið ekki kommúnista telja ykkur trú um, að þetta hafi verið borgara- styrjöld: Við lítum ekki á Avó- ana sem samlanda okkar. Aust- urríkismenn hafa verið dásam- legir. Segið öllum frá því, að alla nóttina, sem við ferðuðumst j í lestinni frá Eisenstadt til Trai-' skirchen, hafi þeir verið að bera ungbörnunum heita mjólk." Ef yngri kynslóðin er að því spurð, hvers vegna hún hafi gripið til vopna, þá svarar hún með því að fara með kvæði eftir Petöfi, sem uppi var fyrir hundrað árum. Þetta kvæði virð- ast allir kunna utan að: „Upp nú lýðnr, land þitt verðu, loks þér tvíkost boðinn' sérðu. Þjóðar frelsi, þrældóms lielsi, þú sérð muninn, kjóstu freisi. Eið við guð vors ættlands einn og hver, sverjum þann, að aldrei þrældóm framar þolmn vér“. ★ Nýlátin er Maria Pavlona Chekhova^ 93ja ára, í Yalta. Hún var eina systir skálcls- ins fræga, var ráðskona hjá honum, og gaf hús hans í Yalta sem minningarsafn um liann, eftir að hann lézt 1904. Með undan- þágu. Þegar ríkistjórnin setti á s. 1. sumri bráðabirgðalög sín um bann við hækkun kaupgjalds, hannaði liún ehmig hækkun á vöruverði, nema með sérstakri- undanþágu. Nu hefir til dæmis sykur hæklcað í verði — strásyk- ur kominn upp í kr. 5.00 kílóið og molasykur kr. 6.35. Vafalaust hefir það verið gert með undan- þágu verðgæzlunnar eða viðkom- andi stjórnvalda. I því sambandi væri fróðiegt að fá að vita, livenær sii undanþága var dag- sett. Hafa míkíar tekjur af íþrótt smni. „Baseball“ er (þjóðaríþrótt Bandaríkjanna og eru tekjur þekktra leikmanna gífurfégar. I síðustu viku sömdu tveir þeir þekktustu við félög sín. og voru báðir ráðnir næsta leikár með 58.000 dollara árslaun (ca. 950.000 kr.). Þó eru þeir langt á eftir Joe di Maggio (hr. Mary- lin Monroe nr. 2), er lengi hafði 100 þús. dollara árslaun í íþrótt- inni. 300 mllij. njóta frfáisra viðskipta. Ráðherrafundur Efnahags- stofnunarinnar ræddi áformin um frjálst viðskiptasvæði í Evrópu og lýsti sig hlyntan hugmyndinni. Samþykkt var að vinna að undirbúningi málsins með skipun nefnda, er fái ýms sér vandamál til athugunar, svo sem vandamál varðandi land- búnaðarafurðirnar og fleira. — Thornycroft fjármálaráðherra Bretlands var falið að hafa með höndum yfirstjórn sam- ræmingarstarfsins. Vonast er til, að uppkast að samningi geti orðið tilbúið í júlí. , Ef aðildarríki OEEC gerðust áðilar að áætlun Vestur- Evrópubandaiagsins gætu 17 lönd fengið aðgöngu að hinum nýju samtökum_ en í þeim búa 300 millj. manna. Ævíntvr H. C. Andersen ♦ Ferðafélagarnir. Nr. 6. Næsta morgun hélt Jó- hannes feröinni áíram með Böm verkamanna byrjuðu Synir og dætur ungverskra verkamanna og bænda -------en feroafelaga Sinum geglium þau voru þau einu, sem fengu j háa greniskóga í áttina tll aðgang ao háskóianum----------fjallanna. Svo mikia fegurS snerust fyrst gegn Russu.m. Allir, , . . . ,, , ö-ll ungvérskir föðuriandsvinir —| ^ hmni dasamlegu veiold hvort heidur það voru íiðsfor-' hafSi Jóhannes aldrei áSur séS. Stór hvítur svanur ,,Tveir svona failegir mílur inn á miiii fjalianna, sveif hátt í lofti og söngur vængir,“ sagSi ferSafélag- þar tii aS iokum þeir komu hans varS veikari og veik- inn, ,,já svona stóra og að stórri borg, þar sem ari. Hann beygði höfuð sitt og seig hægt og hægt unz hann að lokum féll til jarð- ar fyrir fctum þeirra. — Þarna lá hann dáirm þessi stóri, hvíti, fallegi fugl. — hvíta vængi ætla ég að taka með mér,“ sagði hann og hjó báða vængma af í einu höggi. Vængina tók hann með sér og svo héldu þeir af stað og gengu margar voru meira en hundrað turnar, sem skinu ems og silfur í sólskini. í borginni miðri var höll úr marmara, lögð roSagulli og þar bjó kóngurinn. j j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.