Vísir - 16.02.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 16.02.1957, Blaðsíða 7
Laugardaginn 16. febrúar 1957 vfsm m v B n ■ 55 ■ 0 IS sa ís 0 'SS EDI§Ory MARSHALL: ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ - ■■■■ SMUttítH 53 BBESEBHBlBBIBBBSHaaEaaaaBBHBBBaSBBBa — Ef ég held, að það sé niér í hag. — Spurningin er mjög einföld. Er Morgana á lífi? — Að því er ég bezt veit er Morgana á lífi. — Hvað viltu fá mikið fyrir að vera leiðsögumaður flotans til hlið Herkúlesar? — Ég vil fá jafnan hlut við ykkur Björn af herfanginu. Hasting rak upp skellihlátur. — Ég þarf ekki að biðja þig afsökunar, Ogier. sagði hann, þegar hann hætti skyndilega að hlæja. — Það er verið að gera gys að mér, en ekki þér. Þetta er líka mjög hlægilegt, að ég Hasting, eftirlætissonur Ragnar, skuli fá svona tiJboð frá Ogier, íyrrverandi þræli Ragnars. Jæja, því ekki þaö? Ég geri ráð íyrir, að ef við getum siglt dag og nótt, og hvernig sem viðrar, fáum við helmingi meira herfang en við gerðum ráð fyrir. En ég vil nú samt ekki láta þig fá til jafns við okkur. Ég vil fá fjóra níundu, Björn fær þrjá niundu og þú færð tvo níunda. — Ég býst við, að það sé mjög sanngjarnt. Ogier Gyrfalcon! Þú hefur ekki enn þá spurt mig um Meera — eða Ragnar föður minn. — Er Ragnar enn á lífi, Hasting? — Þegar hann skildi við flotann, fór hann að ieita að þér. Menn mínir héldu, að hann hefði fengið boð frá Meeru. Þeir bera migla virðingu fyrir henni. En reyndar voru boðin frá imér. Nokkrir fiskimenn sáu hann sigla hratt út frá mynni Elbu. Sumir sögðu, að hann hefði verið að elta seglbát, sem stefndi á haf út. Ég hef engan hitt, sem hefur séð hann eftir það. Ef til vill er hann í Englandi — að minnsta kosti eru uppi sögusagnir um það. Hafi hann verið að clta þig, þykir mér ósennilegt, að Leikfang Óðins hefði sloppið við ofviðri, sem hafði grandað Orminum langa. — Það er ekki sennilegt, þegar þess. er gætt, að ég var far- inn frá mynni Elbu löngu áður, en Kiíti lærði að rata í myrkri. — En sé hann dauður, Ogier, geri ég ráð fyrir, að þú hafir drepið hann. Mig hefur oft dreymt illa, en þessi draumur er verstur: Mig dreymdi, að það hefði verið Ragnar, en ekki Judit, sem sendi Gorm til að biðja mig að þyrma lífi þínu. Ragnar, Jiinn milki víkingur. Ragnar, æðsti maður allra heiðinna .manna. Skyldi Judit hafa náð í hann og snúið honum til kristni? Hamingjan góða! Og hið andstyggilega andlit Hast- ings varð fölt af hrvllingi. Allir englar himinsins og árar Vítis hefðu ekki getað snúið .Rafnari til kristni. XIII. KAFLI. HINIR LJÓSHÆRÐU HÚNAR. Fei'ðala" okkar frá suðurodda Bretagne til Asiuría var jafn- langt og flóttinn frá mynni Elbu til Eyjai'innar helgu. En með ;því að róa og sigla dag og nótt komumst við báð á fiórum sól- arhringum. Við réðumst á hýfuðborgina, en fengum þar varmar viðtökur. íbúarnir, ákölluðu dýrðlinga sír.a og lóku hraustlega á móti. Björn stjórnaði árásinni og barðist eins og ;ærður skógar- björn, en Hasting gerði sér ljóst, að við mundum missa helm- inginn af mönnum okkar, svo hann -skipaði liðinu að hverfa aftur. Við snerum því aftur, ekki erinda fegnir, og fórum um borð og settum upp segl.'.En þar að við höfðum ekkert tjón beðið, snerum við ekki við, en sig.ld.um áfram, ákveðnir í a'ð höggva strandhjögg,.annarsstaðar og sigra. En við . komumst fljótt að raun um, að við vorum á hættu- svæði. Við þurftum að fara á land til .að birgja okkur að vatni. Þá varð eitt skipa okkar viðskila við flo'tann. Komu þá þrjár galeiður fram undan ey. einni og réðust á skipið. Galeiðunum var róið af þrælum og hermennirnir um borð voru svartleitir menn, vopnaðir bjúgsverðum. Áður en við gátum komið félög- um okkar til hjálpar, var skip þeirra yfirunnið og þeir komnir í sjóinn. Þarna var krökt af hákarli og við gátum bjargað aðeins átta af níutíu og átta manna áhöfn. Tvær hinna serknesku galeiða komust aftur upp undir land, en við náðum því þriðja. Við fimm, áhöfnin af Leikfangi Óðins, vorum um borð i Sægamminum, en bátur okkar lá bundinn við bryggju í höfn einni á Bretagne. Skip okkar hafði af tilviljun borið að serkn- esku galeiðunni, þegar skip Björns hafði fest í því. Þeir höfðu fleygt hermönnunum fyrir borð fyrir hákarlana og ætluðu síðan að bora gat á botn galeiðunnar, en þrælarnir sátu hlekkjaðir við árarnar. — Bíddu við, Björn! hrópaði ég. Hann heyrði til mín og leit upp. — Hvað viltu, Ogier? kallaði hann. — Þetta er hraðskeirtt skip. Ég held bá ættir ekki að sökkva því. — Hvað gætum við gert við hana og þrælana, sem ekki verður nálægt komandi vegna ódauns? — Ég hygg, að það mætti nota hana til þess að r.jósna í bæki- stöövum Araba. Þrælamir geta enn unnið fyrir mat sínum. — Það er góð hugmynd. Allir menn okkar voru ánægðir með bessa íyrirætlun og þótti hún bera miklum slóttugheitum vitni. Við hlökkuðum til að sverta skegg 10—12 okkar manna, klæða þá í serknesk föt, skrautleg mjög, og senda þá í njósnaskyni inn í Sevilju, en það varð heldur lítið úr öllum þessum áfonnum, enda gerðist margt næstu daga, sem hreif okkur, og það var í stuttu máli allt annað, sem hugsanir okkar beindust að, og það sem gerðist hafði þau áhrif, að menn fóru að líta á mig í nokituð öðru Ijósi en áður. Ég var talinn hafa spádómshæfileika mikla, vera eins konar Odysseifur, fær um að taka þátt í hinura mikilvægustu ráðstefnum. -V k*v»ö*í»d*v*ö*k*’U*n»n*i >eae< Að því er galeiðuna varðar er þess að geta, að hún varo c^kí til þyrði, því að' unnt var að nota hana til snatt.ferða, þar sem grunnsævi. var, og stóru skipin gátu ekki siglt. Við þorðum ekki að ráðast á Gporto, sem mikill serkneskur her varði, og þaðan næstum alla leið til Gibraíar, urðurn við að láta okkur nægja að gera strandhögg hér og þar. Okkur íil mikils mótlætis og óánægju komust við að raun um, að í Gadiz voru fyrir 300 galeiður, og var yfirmaður þessa flota mikill skipherra, Akbar Reis að nafni. Við gátum. því ekki farið ráns hendi um þetta auðuga hérað, eins og við höfðum vonað, og urðum að láta okkur nægja, að líta á bænahústurnanna bera við bjartan og tæran himinn I vorsins. Hamingjan varð okkur hliðhollari, er sunnar dró, þegar við höfðum farið um Herkúlesarsund og vorum komnir inn í Róm- arhaf. | Ég held, að jafnvel guðirnir hljóti að hafa verið sem steini lostnir yfir að sjá okkur Norðmenn sigla fram hjá Klettinum 1 mikla — okkur Norðmenn, sem dvalist höfðum í Ultima Thule — og er vér renndum augum vorum yfir hann, munu þeir hafa talið okkur kynlega gesti til landa, þar scm kristinna manna Guð haíði ríkt unj aidir. Héðan kom næstum allt, sem við höfð- um vitneskju um, um betra oð eðlara líf. Það var jafnvel sagt um skip okkar, að þau ættu ekki sinn líka í hinum kristna heimi, og hefði verið smíðuð í líkingu við skip frá tímum Júlíusar Cæsers. Frá rómverskum kaupsýslu- mönnum hefði gorist fræðsla um skipasmíðar, hinna beztu skipa, um hversu herða mætti stál, greypa gimsteina í gull til Kunnur evrópiskur píanó- leikari var á ferð í Suður-Am- eríku og blöðin gerðu mikiö veður úr hæfileikum hans og snilli. Svo fór, að vellauðugur stór- eignamaður, sem bjó á af- skekktum stað inni í landi, fót' þess á leit við hljómlistarmann- inn, að hann kæmi til sín og héldi þar hljómleika. Listamaðurimi var ekki fjarri þessu, lék líka forvitni á. að kynnast þjóðdnni og hversu hljómelskir áheyrendurnir væru. En þar sem vegir lágu engir að heimili auðkýfingsins., varð listamaðurinn að leigja sér þyrilvængju til að komast á ákvörðunarstað. Þegar á staðinn var komið eftir mikið umstang og erfið- leika, tók auðkýfingurinn á móti listamanninum af suð- rænni kurteisi og elskulegheit- um og sýndi honum salinn, þar sem hljómleikarnir skyldu haldnir. „En hvar er hljóðfærið?1' spurði píanóleikarinn, þegav hann hafði litazt um og sá hvergi neinn flygil. ,Hvað er þetta?“ þurfið þér nú líka á hljóðfæri að halda?" spurði húsráðandi forviða. „Ei' eg hefði vitað það, • heði , eg aldrei boðið yður hingað.“ ■k í Rio de Janeiro gengur um þessar mundir laus þjófur. sem hefir sett borgina á annan endann fyrir bíræfni og dugn- að,enda má kalla hann hreinan snilling í sinni grein. Þjófur þessi heimækir að- allega auðmannahallirnar i út- hverfum borgarinnar, snýr þar öRu við og stelur þeim verð- mætum, sem hann treystir sér að komast burt með. En hvar sem hann leggur leið sína, hef- ir hann þá föstu venju, að hann skilur eftir fulla flösku með úrvals skozku whiskyi og með henni bréfmiða sem á stendur: ijVið annað glasið úr þessarí fiösku litið þér allt öðrum aug- um á þao, sem skeð heíir.“ Þegar Arabarmr urðu þess visari að þejia iiaxði misheppnast að ná virkinu á sitt vald með skyndiárás, drógu þeir sig til baka út í sand- ■uoiu.-.o 's. nú skpthríð milli þeirra og hermannanna. Maxian höfuðsmaður gekk til Tarzan og mælti. Snör hugsun, Shea, þú hefur að minnsta kosti frestað hinu óhjákvæmilega. Hinu óhjákvæmilega, spurði Traz- an. Maxian brosti dauflega og sagði: — Við erum ofurliði bornir tuttugu á móti einum og við hljótum áreið- anlega allir að deyja.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.