Vísir - 20.02.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 20.02.1957, Blaðsíða 10
u 10 VlSIR Miðvikudaginn 20. febrúar 1957 EDiSOIVi MARSHALL: VíktHífUtÍHH Jfí laMiis — Serkir hafa þegar tekið stærri munnbita, en þeir geta kingt. — Heldurðu þá, að kristnir konungar munu verja Róma- borg? — Allir kristnir menn, sem einu sinni voru heiðingjar, munu verja Rómaborg. Og þú munt brátt farast. — Hvar munum við enda göngu vora, söngvari? Á hafsbotni? — Við förum þangað, sem aðrir heiðingjar hafa farið, ef mér skjöplast ekki því mejr. Ég hefði getað skilið hann, þó ég hefði reynt það, en ég reyndi það ekki. — Segið mér eitt, Alan! Ef við ráðumst á Rómaborg, gerum við þá öllum kristnum heimi mikinn miska? — Ef satt skal segja þekki ég lítið guð kristinna manna. En ég efast ekki um, að það verði kristindóminum allt að því rothögg. — Þá ráðumst við, heiðnir menn, á Rómaborg, áður en við 'Snúum aftur í átt til Pólstjörnunnar. Þar sem við gátum ekki farið þetta án samþykkis Hastings og forystu mátti kalla það svo að ég hefði sagt fullmikið. En í rauninni var ég hérumbil viss um, að hann mundi gefa sam- þykki sitt — af ýmsum ástæðum. Ein ástæðan var sú, að mennirnir mundu verða uppi til handa og fóta. Ég kom þessu á loft með því að spyrja ýmsa af skipstjórnarmönnum, hvernig þeim litist á þessa ráðagerð, og augu þeirra ljómuðu af ákefð og eftirvæntingu. Og Hasting mundi, á sinn hátt, hafa gaman af bardaganum. Þegar við hittumst um borð í skipi hans, til þess að ræða málið, varð ég þess var, að hann liafði þegar hugsað mikið um erfiðleikana, sem voru þessu samfara og gerði ráðstafanir til að mæta þeim. Enda þótt lítið væri um varnir í Rómaborg, yrðum við að koma íbúuunm á óvart og fara þar hans. En söngvar hans voru frægir við margar hirðir. Þannig hafa gullin lauf vaxið á þyrnum. — Meira munum við fá, ef við ráðumst á Rómaborg. — Já, ekki efast ég um það, Menn vorir tala þegar um það sem ævintýri Ogiers. Hvers vegna gerðu þeir það ekki, hinir miklu víkingahöfðingjar, Haraldur blátörin, Hringur, Sigúrður eða Ragnar, sem var mestur þeirra allra. En þeir höfðu ekki völvu með náttúru villigæsarinnar til að vísa sér veginn. Svo hugmyndaríkir voru þeir ekki. - — Hvers vegna datt þér þetta ekki í hug, Hasting? — Til þess er ég of góður skipstjóri — og of lélegur vík- ingur. Þegar þú stakkst fyrst upp á þessu, fannst mér hættan of mikil. Heppnin hefur verið með okkur upp á síðkastiðí syo að hættan hefur minkað, en erfitt verður þetta samt og mikil áhætta. Ég horfði á hann og hlustaði á orð hans. Rauðu örinn á kinnum hans hreyfðust ofurlítið, þegar hann talaði og rrieira þegar hann hló. — Þú varst talinn mikill víkingur, sagði ég. — Já, satt er það, sagði hann. — Því fallegri, sem höllin var, því ákafari var ég að kveikja í henni. Eii þú gerðir mig útlaga í mínu eigin landi. Ég fór að hugsa hugsanir, sem ekki eru sæmandi víkingum. — Er það þess vegna, sem þú hefur látið mig lifa til þessa dags? — Já, en ég veit ekki, hvort þú hefur gert þér það ljóst, eða" verður nokkurntíma fær um að skilja það. — Vittu til. — Þú heyrðir mig segjá við Meera, að óhætt væri að treystá mér vegna þess að ég væri alltaf trúr.sjálfum mér! Þér er því óhætt að treysta mér, Ogier, til hins síðasta. . Hann brosti, en það bros boðaði mér ekkert, gott. Hann var of upptekinn af sjálfum sér til að taka eftir því, að ég virti hann gaumgæfilega fyrir mér. . ' ■ ... — Hverju ætti ég fremur að hafa áhuga á en þér? Þú sæmd- ir mig þessum níu örum. Þú rændir mig 'prinsessanni’ m'in'ni’.' og ef til vill er ekki þar með upp talið. Og þú 'gerir þér ekki ljóst, hvers vegna ég sækist eftir félagsskap þírium. Það er vegna þess.að félagsskapur þinn er meira spennandi, en nokk'- urs annars. Ef til vill skilurðu riú, livérs vegna ég vil að þú komist langt. Ég ætla að bíða, þangað til þú ort orðinn þekktúr um allan hinn kristna heim sem Ogier hinn danski. En veiztu, hvers vegna ég ætla að bíða? • ' Ég hef grun um það, en vil ekki segja það. — Ég skal þá koma orðum að því fyrir þig. Qg ég ætla að ránshendi, áður en hinn vaski sonur Lothars hefði tíma til að I segja þér það á máli Rómverja: ,,Aquilla non captat muscas.“ — Þar eð ég er lítill latínumaður, viltu ef til vill segja mér, hvað þetta þýðir? — Ernir veiða ekki flugur. ,© Jl r=-=C koma með lið sitt ofan frá Langbarðalandi. Auk þess urðum við að hraða för vorri um norðurströnd Miðjarðarhafsins, áður en Serkirnir hefðu tíma til að koma flotadeildum sínum saman á einn stað og leggja til höfuðorustu við okkur við Njörvasund. — Faðir minn, Ragnar, hefði haft gaman af að kveikja í Rómaborg, sagði Hasting. — En, meðal annarra orða, Ogier, hvar er Ragnar? Ertu viðbúinn að segja mér það? — Heldurðu að fíkjur vaxi á þyrnum, sagði ég. — Stundum getur það skeð. Það hefur eitthvað furðulegt komið fyrir þig, Ogier, síðan þú sæmdir mig þessum örum. Hann lagði nú fingur á öll örin. — Hefurðu bíómstrað svona af því að vinna ástir Mcrgana, eða hefurðu Vökvað stolt þitt með blóði Ragnars? Ég horfði á hann og glotti — Tveir Lappar, tungulaus og heyrnarlaus maður, tvær enskar konur, fangar, og einn fyrr- verandi þræll. Ef við höfðum lagt Ragnar að velJi, þá kalla ég það hraustlega af sér vikið. -— Telurðu ekki skáldið með? — Ég fan* 'hann, þar sem ég týndi Morgana. En það bætti ■'ekki úr þeirri villu, sem ég hafði gert. — Skáldiö kom til þín, eftir að þú flýðir frá Ragnari í mynni Elbu. En hvað hafðirðu gert, sem olli því, að hann kom til þín? Þú áttir ekkert gull til að gefa honurn, að því er ég veit bezt, og ekki var frægðinni fyrir að fara, sem gæti blindað augu í 4. Eftir að við höfðum átt mikla orustu við Karl konung í Prov- ence, rændum við hið auðuga land. Einn a'f hverjum fimm hafði fallið og okkur fannst það ekki mikið manntjón fyrir allt það rauða gull og hvíta silfur, sem við fengum og hina leiftrandi demanta. Öllu herfanginu var komið fyrir á drekanum okkar og auk þess ógrynnum af silki og öðrum íínum og dýrmætum vefnaði. Auk þess fengum við skrautleg beizli og söðla, stunda- glös til að mæla tímann með og ýmislegt fleira. Við höfðum farið lengra burt frá lieimalandi okkar en nokkr- ir víkingar höfðu áður farið, svo sögur færu af, að undanteknum þeim, sem höfðu farið í vesturátt að leita að ey þeirri, sem heitir ísland. Og nú ætluðum við að reka endahnútinn á þetta með því að ræna Rómaborg. — Ég gerði Alan að leiðsögumanni á Grímhildi, aem fór á undan öllum flotanum. Hann fór eftir bendingum mínum og Sendlingur var okkur til aðstoðar. Eftir langa siglingu komum við að fagurlegri strönd. Og þegar við komum í sund nokkurt, sagði Alan okkur, að þegar við kæmum út úr sundinu, mundum við sjá Rómaborg. Bannaðar reykingar í vagnin- um_ sagði bílstjórinn. „Eg er ekkj að reykja,“ sagði farþeginn móðgaður. „Þér hafði pípuna upp í yð- ur,“ sagði bílstjórinn byrstur. „Rétt er það,“ sagði farþeg- inn, „en eg er með fæturna í skónum þótt eg' sé ekki á gangi.“ Wilbur Damon skipstjóri á amerísku flutningaskipi, heimt- aði skilnað við konu sina, eri hún' áfsagði. Hann tók hana þá með sér í ferð„ laumaði henni í land á óbyggða eyju og skildi hana þar eftir. Af hreinni til- viljun fannst hún þar þrem mánuðum seinna, liafndi að vísu, en brjáluð. Væntanlegur kaupandi við byggingameistarann: Þessir veggir líta vissulega ekki út fyrir að vera tráustir. By'ggingameistarmn: Auðvit- að ekki, við erum ekki búnir að líma veggfóðrið á. . — Hvernig stendur á því, að þú berð aðeins einn planka þeg- ar hinir mennirnir bera tvo í einu? spurði verkstjórinn. Það er af því_ að þeir eru svo latir, að þeir nenna ekki að fara tvær ferðir eins og eg_ sagði verkamaðurinn. Texasbúi var, ásamt mörgu fólki,, að horfa á Old Faithfuí gjósa fallegu gosi. Allir voru hrifnir nema Texasbúinn_ seni heyrðist segja: „Eg skal segja ykkur, að ég veit um pípulagn- ingarmann heiam í Texas, sem ekki væri lengi að stoppa þenn- an leka.“ ★ Aldrei hafa jafn margir um- sækjendur sótt um lögreglu- þjónstöðu nokkurs staðar í heiminum sem um stöðu lög- regluþjóns á baðstaðnum Chrystal Beach i Kanada. Það fellur. m. a. í hlutverk lögregl- unnar þar að fylgjast með lág- markssídd baðfata kvengesta, sem baða á ströndinni. £ Buneuqki *—TAHZAN — 229fí Arabahershöfðinginn var í þann vera fullt af hermönnum og kúlurnar En það var Tarzan, og hinir fáu veginn að leggja til atlögu, þegar þutu úr hverri skotrauf. eftirlifandi, sem hlupu á milli og k_____________ hann tók eftir því að virkið virtist skutu vfir axlir hinna dauðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.