Vísir - 25.02.1957, Síða 4

Vísir - 25.02.1957, Síða 4
VÍSIR Mánudaginn 25. febrúar 1957 ligar á tll Síauftmanna- hafnar i risastökkum* Viö slciptum um flugvél í Bangkok. Hét hin nýja flugvél ,'TorkiI Viking“ og tók 64 far- þega. Urðu því 10 farþégar að bíða þarna í nokkra daga eftir & fari heim með annarri flugvél. ’ Eftir að allir höfðu matazt á flugstöðinni, var lagt af stað frá Bangkok kl. um 1 e. h. í sólskini og um 28 st. hita. Hinn nýi flugstjóri skýrði frá því í •' ávarpi sínu til farþega í talstöð flugvélarinnar, að næsta við- kom&ijHrði í Karachi, tæki á- i'anginn þangað 10% klst., og / ftögiS yrði í 3700 m. hæð. Fyrst eftir að kornið var á loft var flogið yfir marflatt áveituland með hrísgrjónaökr- um, Býlin voru eins og dálitlar smáeyjar, dökkgrænar vinjar með trjágróðri kringum húsin, á hinum ljósgræna fleti rís- akraflatneskjunnar. Var svo alllengi. Seinna varð landið þurrlendara og varð þá liturinn ekki eins samræmdur, því nú skiptist landið í skákir, misstór- ar og mislitar. Ennfremur sáust þarna nokkur fell. Enn seinna, einkum er kom inn yfir Burma, komu skógarspildur, en viða voru rjóður og graslendi á milli spildanna. Land var þarna tals- vert mishæðótt, en allt var vafið gróðri. Við flugum yfir Rang- oon um 2-leytið, eða vel það. Aðalborgin var á vinstri hlið, svo ég sá ekki gerla til hennar og ekki sá ég Gullna hofið (Shwa Dagon Pagode), sem er ein stórfenglegasta og frægasta bygging Austurlanda. Ég sat hægra megin. Vestan við Irra- wadyfljótið, sem ekki er langt vestan við Rangoon, sá ég þétt- asta og víðáttumesta frumskóg, sem ég hef nokkurn tíma aug- um litið. Land er þarna tals- vert fjöllótt, svo ekki er þetta samt fenjaskógur, En á þessum slóðum er eitthvert mesta úr- komusvæði í heiminum; aðal- .úrkomutíminn er maí—sept., jSneðan suðvestur „monsooninn“ jfblæs. En nú sást varla ský á í|lofti. Brimið brotnaði í sífellu. Er við nálguðumst Bengal- flóann, kom mjótt skóglaust belti niður að ströndinni. Ben- galflóinn ,var blár og fagur og sýnilega lygnt á öldum hans, þó sást þarna eitt skip „djúnk- ur“ undir seglum. Út yfir fló- ann flugum við klukkan 2,45. (Flugtíminn til Indlandsstrand ar er líklega 2—2Vi tími, hafði ég skrifað hjá mér). Fyrst í stað var skýjafarið einkenni- lega smáir skýhnoðrar á jafn- dreifðum strjálingi; þarna var logn eða aðeins andvari. Um miðjan flóann urðu skýin þétt- ari og stærri, en er kom vestur undir Indlandsströnd, svo að vel sá til lands, var algerlega heiður himinn og hvergi ský að sjá, hvorki undir okkur eða yf- ir. En talsverð brot sáust þarna á kviku. Kl. 5,15 flugum við inn yfir ströndina — eftir stefn unni að dæma að líkindum rétt norðan við borgina Paila Kim- edi, — er teygðist bugðulaust norðaustur eftir og hvarf í hita- beltismistrið. Þetta var gulleit sandströnd, er brimið brotnaði við í sífellu; þó var ekki stór- brim. Þarna var lítið þorp á hægri hlið niðri við ströndina. Strax upp frá ströndinni flug- um við inn yfir fjallaklasa, ekki mjög víðáttumikinn. Innan við hann tók við gulleitt sléttlendi, skóglaust land, og svo brátt aft- ur hærri fjöll. Þarna var lítill skógur, en strjálingur samt, og vai’ð fljótt þéttari og víðáttu- meiri, í hinu hæðótta fjalla- landslagi. Nú sáust þorp í döl- unum milli fjallanna og var skóglaust kringum þau. Annars voru þarna víða rjóður með gulum sinulit, þótt engin mann- vii’ki sæjust. Þetta svæði allt var víðáttumikið fjalllendi upp frá austurströndinni, fjöllin víða þétt og dalir þröngir. Við og við sjást aílháir fjallahnúkar. Yfir fjöll og skóga. Menn ræðast við í vélinni og lesa, aðallega blöð, norsk og sænsk (þau nýjustu frá 30. nóv., er gefur í skyn að flugvél okkar sé nýkomin að „heim- an“). Ég sit hjá Daníelsen spjót kastsmeistara, en á aðra hönd mér situr danskur ræðari eða boxari, sem ég veit ekki hvað heitir. Hann er oftast sofándi. Daníelsen varð 23 ára daginn, sem við fórum frá Melbourne og missti því af afmælisveizl- unni, sem öllum var heitið, ,er afmæli áttu meðan þeir byggju í Olympíuþorpinu. Hálfri klukkustund eftir að við komum inn yfir Indlands- strönd, sést hvítur þokuflekkur framundan og vélin fer. að ó- kyrrast. Sama landslag heldur áfram. Sumir fjallakambarnir eru hvassir, en skógur- yirðist allsstaðar ná upp á brúnir. Aft- ur tekur við búsældarlegt ak- urlendi með einstökum fjöllum, allháum. Vestan við það tók við dalur með allbreiðum ár- farvegi, en áin var mjög vatns- lítil og gráar eyrar standa víða | upp úr. En vestar tók við mjög víðáttumikið frumskógarflæmi, i með einstökum, gulum rjóði’um, ' er sjálfsagt hafa verið byggð jbol. Eitt þessdra rjóðra var 1 mjög stórt, með litlu þorpi, sem 'byggt var að einhverju leyti í \ vesti'ænum stíl. Við flugúm þai’na yfir um 6 leytið. Þar nokkru vestar var allstórt stöðu vatn og enn nokkru vestar all- stórt fljót, er rann til suðurs, að því er virtist (Wainganga?), exi lítið vatn í því. Annað vatn, svipað að stærð og hitt, var þai'na vestar. Það var mjög vog- skorið. Eftir flugtímanurh að dæma, er þetta 700—800 km. inni í landi, Smávötn voru þarna lika á sti’jálingi. Undir það er skyggja tók (um hálf átta leytið), flugtxm við inn yf- ir afar víðáttumikið, slétt og skóglaust svæði. Voru þar þorp og býli svo langt sem augað eygði. Eftir að komið var vest- ur fyrir þetta svæði sá lítið nið- ur fyrir myrkri, nema að ljós sáust í einni eða tveim allstór- um borgum. „Fr«>ístingar“ í Karaclii. Framanskráð lýsing er það litla sem mér auðnaðist að sjá af hinu fræga Indlandi — landi fakira og tígrisdýra, Movglis og Gandhis. Því miður verður mynd sú, sem manni berst af landi, sem maður flýgur yfir í 5 km. hæð og rheð 4—500 km. hi-aða, heldur yfirbox’ðsleg, að- eins hin stói’gerðari fyrii’brigði j landslagsins verða sýnileg. Öll! smæri'i atriði hverfa vegna fjar- j lægðarinnar. Þegar maður ætl- j ar að reyna að sjá smærri at- j riði, eins og t. d. mannaferðir j og umfei'ð á vegum, er engu. líkara en maður horfi í smá- j sjá. Ég sá s.tundum bifi’eiða- J umferð á vegum, með þvi að hvessa sjónina um stund á lít- | I inn blett. Bílarnir voru ekki I stærri en maurar, alveg á tak-' j mörkum þess sýnilega fyrir : mannsaugað. Fór þetta líka eftir litamismun vegarins og öku- tældsins. Sjónaukar koma líka! að litlum notum í flugvélum, ] nema þá helzt með lítilli stækk- un eins og leikhúskíkjar. Éftir að fór að skyggja höll- uðu menn sér út af eða lásu. Til Karachi var komið á tilsettum tíma eða um 11-leytið. Þar var staðið við lil ld. 12, eftir Bang- kok-tíma, eða heldur lengur. ar þarna ýmislegt girnilegt á boðstólum og flest með öði’um og austurlenzkai’i blæ en í Bang kok. Voi’u þetta ýmiskonar smíð isgripir úr kopar, látúni og’ silfri. baldíi’aðar handtöskur og afar skrautlegir „hai’emskór“ í ýmsum litum. Fx’eistaði. varn- ingur þessi margra, því verðið var mjög lágt. Þarna voru líka persneskar ábi’eiður. Þær voru fi-emur dýrar. En fallegar voru þær. Þegar lagt var af stað til Abadan fóru flestir að sofa og ljós voru deyfð. Svaf ég nokk- vaknaði og leit út, sá ég fyrst' þrjú rauð Ijós eða elda, er ég gerði mér helzt í hugarlund • að myndu vera frá olíuhreins- unarstöðvum í Abadan. Þegar við fói’um frá Karachi, hafði Daníelsson verið svo vinsám- legui’, að bjóða mér sæti sitt, næst glugganum, því hann fann að ég haíði áhuga á útsýningu; sá ég því betur út hér eftir en áður. Við burtförina frá Kar- achi gaf flugstjói’inn okkur þær upplýsingar, að við yrðum 5% klst. til Abadan og að flogið yrði í 1500 m. hæð. Var það lægsta flughæð okkar í allri ferðinni. BÖrghl vár eins og fagurt djásn. Til Abadan var komið kl. 5% eftir Bangkok-tíma — við höfð- um ekki fengið upplýsingar um tíniann í Karachi. Klukkan Frh. á 9. síðú. Karl Bretaprins er nú kominn á skólaskyldualdur, og hóf hann skóla- gönguna í síðasta mánuði. Myndin er tekin fyrsta skóla- daginn, Jþegar hon- um er fylgt', að skólavist lokixini, til bíls þess, sem flutti hann heim, en skóla stjóriun fylgir Sion- um til dyra. I skól- anum eru alls um 100 nemendur. — £ ar gengið í lið með þeim ótil- ^kvaddii’, þegar sýnt var, að þeir niur).du verða sigursælir En þá skorti matvæli og að því ifeyti var aðstaða þeirra svo ■•$ uggv’senleg, að Lawrence afréð f að Jara tafarlaust til Egypta- lands, til þess að gefa hei’for- ingjai’áðinu skýrslu um her- förina og töku Akaba. En til- .gangur fararinnar var líka sá, ‘að fara þessá leit að vistir yrði |sendar hið bráðasta til hersins, sem svalt heilu hungri og hafði ekki annað til matar en óþrosk- tið vínber og kjötið af úlföld- txnum. sem höfðu verið drepnir j skærunum fyrir utan börgina. Lawrence lét það ekki aftra sér í þessu, að hann var dauð- uppgefinn eftir tveggja mánaða svaðilfarir. Hann lét söðla fót- hvatasta úlfaldann, sem völ var á, og í’eið af stað. þvert yfir Sinai-skagann í áttina til menn ingarinnar, til þess að biðja brezka herinn ásjár .... Hann reið hvíldarlaust í tuttugu og tvær ldukkustundir yfir fjöll og sandfláka Sinai- skag'ans. unz hann komst til Port Tefwik. Þá var hánn kom- inn að niðurfalli. Hann fór beina leið til gistihúss og fór í bað í fyrsta sinn í meira en mánuð, meðan arabiskir þjónar báru honum hvern ískaldan svala- drykkinn á fætur öðrum! Lawrence hitti Allenby hers- höfðingja á járnbrautarstöðinni í Ismailia, er hann að halda á- fram fei’ð sinni til Kairo. Þá höfðu herstjórninni engar fregnir borizt um töku Akaba. Allenby hafði verið sendur frá Englandi til Egyptalands til bess KMórna- brezka hornurr gegn Tyrkjum á Sinai-skaga. Wemyss flotaforingi. sem hafði stjórnað brezku herskip- unum á Rauðahafi, kynnti þessa tvo hei’stjórnarsnillinga hvorn fyrir öðrum og Lawrence sagði Allenby frá afrekum sínum og hernaði Araba. Allenby og Wemyss þótti báð- um svo mikið til um sigra Ar- aba, að þeir buðust til að sendá vistaskip til Akaba. Wemyss flotaforingi gekk meira að segja feti fraxnar. því að þegax- hann heyrði, að Arabar væri jhræddir um að Tyi’kir mundu í’eyna að ná borginni á nýjan leik, sendi hann „flaggskip“ sitt austur; um Suez-skurðinn og lét það varpa akkerum undan borginni. Menn Feisals höfðu verið að því komnir að missa kjai’kinn, en þeim svall móður á ný þegar þeir sáu hið glæsi- lega skip með risafallbyssum þess, sem var þeim hin bezta sönnun þess, að Bretar væri þeim hlynntir. Eftir þetta stóðu herir Araba aldrei einir í baráttunni. Sveitir Allenbys sóttu norður á bóginn vestur á strönd Miðjarðai’hafs- is og hei’ir Feisals — -annar undir stjói’n Jovces ofui’sta og hinn undir stjórn Lawrences — héldu ætið sambandi sín á milli upp frá þessu. svo að hvor unl sig gæti hagnýtt sér sigra hins. Sá af herjum Feisals, sem -var undir stjórn Lawi’ences, var s.træsti her. sem nokkuru sinni hafði verið dreginn saman í Arabiu. í honum voru um tvö , hundruð þúsimd menn, allt lítt 'agaðir Beduínar, sem höfðu flykkzt undir merki Husseihs. Hér að framan hefir lítillega verið getið um afrek þessara manna undir handleiðslu Law- rences. í minni hernum, sem var stjórnað að Joyce ofursta, voru mestmegnis Arabar, sem höfðu verið í tyrkneska hernum. Þeir voru notaðir t'il að gera áhlaup á víggirtar boi’gir eða safna saman tyrkneskum herflokkum í nági’enni borga. þar sem menn á úlföldum hefði ekki komið að eins góðum notum. Þegar Akaba hafði verið tek- in herskildi, tóku Ax-abar stefnu á Petra, eyðiboi’g. sem hafði, vei’ið reist fyrir tveim þúsilnd- um ára. í september 1917 var þar háð einhver einkennilegasta orusta vorra tíma. Framh.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.