Vísir - 01.03.1957, Síða 1

Vísir - 01.03.1957, Síða 1
12 bls. VI 12 bls. 47. arg. Föstudaginn 1. marz 1957 51. tbl. Samgönguerfiðleikar um allan Borgarfjörð. Líkfylgd var meira en V2 sólarhring frá Akranesi til Reykholts. Frá fréttaritara Vísis. — Borgarnesi * morgun. Miklir erfiðleikar voru I gær að koinast um vegi í Borgar-1 firðinum, en sérstaklega var þungfært á kaflanum fiá Hafn- j arfjalli og austur undir ^ Grímsá, og bar sátu bílar fastir iangdvölum í gær. í gærdag átti að jarða að Reykholti aldraðan Borgfirð- ing, sem lézt á Akranesi fyrir skemmstu. Líkfylgdin lagði af j stað árla í gærmorgun frá; Akranesi, en bílamir festust hvað eftir annað bæði undir Hafnarfjalli og eins ofar í hér- | aðinu og komust ekki upp að Reykholti fyrr en klukkan 1 í nótt. Mjólkurbíll se-m fór frá Skeljabrekku klukkan 10 í gær- | morgun áleiðis ■ til Borgarness komst þangað ekki fyrr en - klukkah hálf fjögur í nótt. Áætlunarbílar Norðurleiða, sem komu norðan yfir Holta- vörðuheiði að Fornahvammi í fyrrakvöld lögðu þaðan áfram suður í gærmorgun. Um kl. 22,30 í gærkveldi komust þeir i Borgarnes, þar sem bílstjórar og farþegar fengu sér hress- ingu, en ætluðu svo áfram í nótt áleiðis til Reykjavíkur. í gærkveldi fréttist til 10 bíla sem sátu fastir skammt frá Hesti í Borgarfirði og voru þeir ýmist á norður eða suðurleið. Ferjubakkaflóinn er búinn að vera lengi ófær og fer öll um- ferð um efri leiðina og' um brúna yfir Rlljáfossi. Vesturleiðin um Mýrar og Snæfellsnes er algerlega ófær, en í dag átti að opna hana vest- ur að Langá. Þá átti ennfrem- ur að senda ýtu með sleða aftan í til þess að sækja mjólk vest- ur að Görðum í Kolbeinsstaða- hreppi og er þeíta fyrsta til- raunin sem gerð hefur verið í Borgarfirði með slika flutn- inga. Snjóbílar þeirra Guðmundar Jónssonar og Páís i Forna- hvammi hafa verið i stöðugum flutningum og nú síöírstu dag ana hafa þeir flutt vörur s Kaupfélagið í Stykkishólma gat komið á bílum suður að Vega- mótum, en snjóbilarnir síðan dreift milli bænda á sunnan- verðu SnæfeÚsncsi. Var von á öðrum snjóbílnum með farþega og flutning til Borgamess í dag. Samkvæmt frásögn roskinna manna á Mýrum vestur telja þeir snjó elcki nærri eins mikl- an nú eins og snjóaveturinn 1920, því þá sá ekki á dökkan díl, en nú standa holt öll upp úr. Það sem gerir færðina hins- vegar svo erfiða eru hinar miklu og djúpu snjótraðir sem komnar eru á öllum vegum. — Eru snjógarðarnir víða eins háir eða hærrj en bílarnir og við minnsta skafrenning fyll- ast traðirnar að nýju og tor- velda umferðina. Vestur á Snæfellsnesinu er hinsvegar miklu meiri snjór en á Mýrunum, og kemur munui'- inn greinilega í Ijós þegar kem- ur vestur að Haffjarðará. í Borgarnesi var gott veður í morgun en skafrenningur uppi í héraðinu. Loðnan segir til sín: Hátui’, sesn beitíi IssHiin, félck 20 lestii* þorsks. Ðrengur fé!l af paili rotaðist. Laust fyrir hádegi í gær var hringt eftir sjúkrakílnum inn í Voga. Hafði 8 ára gamall drengur, Tómas Tómasson. Skeiðarvogi 80 rotast og hlot- ið meiðsli er hann féll ol'an af vinnupalli þar sem liann var að leik ósamt fleiri börnum. Drengurinn var kominn til meðvitundar, þegar sjúkrabíll- inn kom. Hafói Tómas hlotið meiðsli á höfói og í fæti og kvartaði undan sársauka inn- vortis. Blaðinu er ekki kunn- ugt um hversu alvarleg eru meiðsli drengsins. Fyrir nokkru handtóku' ung- versk yfirvöld norskan stúdent, og var hann sakaður um að hafa farið yfir landamærin tii að lijálpa fólld til að komast úr i landi. Þegar mótmæit var kröftulega h.andtölai hans, létu inenn Kadars Norðmanninn laus- ★ I næsta mánuði vcrður hmdbúnaðarsýning í París. Bretar sýna þar landbúnað- artæki, m. a. nýja gerð drátt arvéla „Massey-Harris pony 820“, sem er ætlaður bænd- \an °S' sí‘st hann hér við konnma uin á smærri jörðum. til Austun-íkis. Yemen heldur áfram árás- um á Aden. Æfsitzðef Sfretcí htirðnaattli. Stóra salthúsíð h|á Kol & Salt brann í morgun. Miklar skemmdir á verkfærum, salt- birgðum og öðru er í húsinu var. 1 morgun kom upp eldur í stóra salthúsinu lijá Kol og Salt li.f. við höfnina og brann suðurgafl hússins og mikill hluti af þakinu. Húsið er stór- skemmt. Eldsins varð fyrst vart er menn, sem þai' vinna, voru að drekka morgunkaffið sitt í kranahúsinu. Kom eldurinn upp í suðurenda salthússins en þar er bílaviðgerðarverkstæði Kol og Salt h.f. Enginn bíll var þar inni annar en snjóbíll, sem tókst að ná út, en nokkuð skemmdist hann í eldinum. — Ýmst tæki. sem í verkstæðinu voru, munu hafa eyðilagzt. í norðurenda hússins er salt- geymsla og munu saltbirgðir, sem þar voru. hafa skemmzt af reyk. Einnig brann mikið af pokum, er þar voru geymdir. Þegar Vísir fór í prentun voru slökkviliðsmenn enn að starfi, því eldur logaði í þaki og varð að rífa stóran hluta þess. Suðurhlið hins stóra húss gereyðilagðist. Grind hússins er úr tré og er það klætt með bárujárni. Mikinn reyk lagði frá eldin- um yfir miðbæinn. því vindur var á norðaustan. Ekki er vitáð hvað orsakaði edlsupptök. S.l. föstudag gerði stórskota- lið frá Yemen svo öfluga árás á vúrki innan landamæra Yemens, að varnarliðið varð að yfirgefa það. Var skotið á [það úr fall- hyssum, sem staðsettar voru inni í Yemen nokkur huudruð metra frá landamærunnm. Virki þetta nefnistDjilial og er nálægt Lazarek á Dhala- svæðinu. Hafa skæruflokkar frá Yemen gert bar tíðar árás- ir á brezka varðflokka og inn- 1 borna menn, sem veita þeim lið. | Samkvæmt upplýsingmn brezku leyndarþjónustunnar þar eystra bendir allt til, að þjóðhöfðinginn af Yemen á-1 formi stórárásir á þessum slóð- um. Hefir stjórn Yemens nú ver- ið aðvöruð — að ríkisstjórn Bretlands muni gi'ípa til allra nauðsynlegra ráðstafana til varnar, haldi Yemen áformr unum til streitu. Á Belhansvæðinu í Yemen hefur þjóðhöfðinginn beðið Breta um aðstoð. Brezki flugherinn hefur ekki getáð svarað árásum Ýemens méð loftárásum vegna sam- komulagsins uih að fljúga ekki inn yfir landamæri Yemens. Þetta samkomulag hafa Bretar virt. Árásin á virkið virðist vera ,,svar“ Yemenstjórnar yið til- lögmn Breta um vopnahlé og samkomulagsumleitanir um landamæri. Líklegt er, að Yemen hafi fyrir nokkru fengið fallbyssur frá Rússum. Ekki var vitað. að þeir hefði að'rar fallbyssur en nokkrar úreltar tyrkneskar og þýzkar fallbyssm' úr fyrri heimsstyrjöld. Seinasta mótmælaorðsend- ing Breta var hin harðorðasta, sem þeir hafa sent Yemens- stjórn. Allar tilslakanir og lempni af þeirra hálfu hefur haft gagnstæð áhrif við það, sem til var ætlast, og er afstaða þeirra nú harðnandi. Stjornarkreppa í Finnlandi. Stjórnarkreppa er komin til sögunnar - Finnlandi. Varð deila um verð á land- búnaðarafurðúm- stjóm Fager- holms að falli. Vildi Bænda- flokkurinn hækka verð á smjörlíki. en lækka smjörverð, í þvi skyni, óð smjörkaup ykjust. Áður var aflinn mest ýsa, langa og keila. ^lcttn vænía a£la í kvóíSil. Frá fréttaritara Vísis. — Eyjum í morgun. Vestmannaeyjabátar reru í gær í fyrsta sinni á vcrtíðinni — með loðnu í beitu. Fanney, sem er á loðnuveiðum, kom í gær með 175 tunnur af loðnu og auk þess fengu ýmsir Vest- mannaeyjabátar loðnu í háfa og bárust alls á land 315 tunnur al' loðnu og fengu allir nóga loðnu til beitu. í gærkvöldi tók Skaftfelling- ur 55 tunnur af loðnu, sem fer til Hafnarfjarðar og Akraness og verður þeirri loðnu beitt þar í dag. Loðnugangan er allmikil og er hún nú nokkuð austuy af Vestmannaeyjum og færist vest ur á bóginn. Árangurinn af að beita loðnu er þegar kominn í Ijós, því einn bátur, Hrafnkell frá Norðfirði, kom inn með 20 lestir af þorski, sem fengizt hafði á loðnuna. Hrafnkell hafði háfað upp loðnu í fyrrakvöld og beitt henni sam stundis, Aðrir bátar, sem voru á sömu slóðum og Hrafnkell og beittu síld, voru með sáralítinn afla eins og undanfarið, og voru Vestmannaeyjabátar yfirleitt með 3 til 5 lestir. Menn gera sér nú miklar von ir um góðan afla í kvöld, þegar bátarnir koma að úr fyrsta róðr inum með loðnu. Fram til þessa hefur mikill hluti aflans verið ýsa, langa og keila, en það, sem Hrafnkell kom með, var nær eingöngu þorskur. Mjög gott veður er í Vest- mannaeyjum í dag, norðanand- vari, stillt í sjó og glaða sólskin. Deilt um N.-Guineu. TiIIaga varðandi ágreining Indonesíu og Hollands um Hol- lenzku Guineu náði ekki lög- mætum meirihluta á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Greiddu henni atkvæði 40 fulltrúar, en 25 inóti. — Full- trúar 13 þjóða sátu hjá. •— Tvo þriðju atkvæða þarf til löglegrar samþykktar. Tilkynnt er í London, að stofnað hafi verið samveldis- félag til framleiðslu á frétta- kvikmyndum. Aðilar eru brezka útvarpið, Ránk-félagið, kanadiska út- varpið og ástralska útvarpið. Félagið hyggst taka frétta- myndir um heim allan.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.