Vísir - 01.03.1957, Blaðsíða 3

Vísir - 01.03.1957, Blaðsíða 3
Föstudaginn 1. marz 1957 VlSIR 3 Hvaií fæst í matinn ? Saltkjöt baunir gulrófur Hcr koma stökkhestar í mark á kappreiðum Fáks árið 1944. Orð§ending írá €lau§en§bnð Vienarpylsur, medisterpylsur, reyktar medisterpylsur, bjúgu. — Allt frá okkar eigin pylsugerð. Húsmæður reynið pyls- urnar frá okkur. Clausensbúð, kjötdeild Nýjnng frá Clau§en§búð Krydduð feiti á brauð. Svínasulta, lifrarkæfa og kindakæfa. 15 tegundir af áleggi. Niðurskorið brauð í pk. 7 sneiðar í pk. aðeins kr. 1,50. Clausensbúð, kjötdeild Saltkjöt, baunir og gulrófur Kjölbúðan Bræðraborg Bræðraborgarstíg 16, sími 2125. Fákur 35 ára: Félagið ætlar að út- búa nýjan skeiðvöll. Ætlar cinnig að Iiaia tillæka liesla frrir almciiiiing. Hestamarmafélagið Fákur er 35 ára um ]>essar mundir. Það var einn sunnudag á miðjum þorra 1922 að nokkrir hestamenn voru samankomnir að Árbæ, að þeir bundust sam- tökum um að vinna að stofnun hestamannafélags hér í bænum. Aðalmarkmið stofnendanna var að endurvekja kappreiðarnar, er þá höfðu legið niðri um skeið. Undirtektir manna undir stofnun slíks félags voru ágæt- ar. Daníel Daníelsson, síðar dyravörður í Stjórnarráðinu, skrifaði sig fyrstur á stofnenda- listann og \’arð formaður félags- ins, er hlaut nafnið hestamanna- félagið „Fákur". „Fákur" er því nú 35 ára, eins og fyrr segir. Fyrstu stjórn hans skipuðu: Daníel Daníels- son, dyravörður, Guömundur Kr. Guðmundsson, skipamiðlari og Karl Torfason, aðalbókari. Daniel gengdi formannsstarf- inu til æfiloka 6. des. 1937. Síðan hafa verið formenn Björn Gunn- laugsson, Bogi Eggertsson og svo núverandi formaður, Þorlák- ur Ottesen. „Fákur" hefur starfað' að áhugamálum hestamanna og er I sú starfsemi fjölþætt. Fyrst og fremst má nefna kappreiðarnar, sem haldnar eru hér árlega. Þá sér félagið urn hagabeit fyrir hesta félagsmanna að sumrinu til, fóðrun að vetrinum og eru nú um 50 héstar á fóðrum hjá „Fáki' að Laugalandi. 1 undirbúningi er nú hjá „Fáki" að koma upp nýjum skeiðvelli, breikka hann og koma upp áhorfendabekkjum. Þá er einnig bygging nýs hest- húss framundan, þar sem nauð- syn þykir að fjarlægja hesta- haldið úr bæum og vegna hinn- ar auknu umferðar þyrfti slíkt hesthús að vera fyrir utan bæ- inn. 1 sambandi við þá starfsemi hefur „Fákur" i hyggju að hafa tiltæka hesta til notkunar fyrir aimenning og mundi æskunni ábvggilega vera kærkomið að fá að kynnast hestinum. Þurfa þau kynni vanalega ekki að verða löng til þess að um gagnkvæma ást verði að ræða. Land ,,Fáks“ er nú þegar girt og þarf stórt átak til að ljúka þessum áhuga- málum. Hefur „Fákur" i undir búningi bilahappdrætti, sem kemur til sögunnar nú á næst- unni. Félagið minnist afmælisins með sameiginlegu borðhaldi í Tjarnarkaffi annað kvöld laug- ardag 2. marz. kl. 7. Núverandi stjórn skipa: Þor- lákur Ottesen, Kristján Vigfús- son, Þorkell Einarsson, Jón Brynjólfsson og Ingólfur Guð- mundsson. Vorið er komið .., Vorið cr gengið í garð á meginlandinu, lierma f-regnir 'þaffan. Til marks um þetta er líaft, að gangstéttaveitingar eru hafnar í París, Briissel og Am- sterdam, enda var hitinn kom- inn upp í 15 stig. í Berlin var nýlega heitasti febrúardagur frá 1830, er þar mældust 12 stig. Fá þær nú að kjósa ? Enn ein tiiraun verðnr gerð i ár til að veita svissnesknm kon- nm kosningarrétt. Málið hefir verið lagt fyrir þingið i Bern, en jafnvel þótt það verði samþykkt þar, á það eftir að ganga i gegnum hreins- unareld þjóðaratkvæðis. Og þar mega karlar einir greiða at- kvæði. Óú'úlc<4 björs>B3ii: Ctb^rðis í Grein úr „Reader’s Digest“ eftir Robcrt Littell. Á annan jóladag 1955 kom símskeyti til frú Lilly Nicolaj- sen, er bjó ein í litlu húsi nærri Oslo. Skeytið var frá skipstjór- anum á norska mótorskipinu „Höegh Silverspray" og varð- aði son hennar: „Arne Nicolaj- sen háseti féll fyrir borð á að- fangadagskvöld úti fyrir strönd Florida.“ Hvert orð skeytisins kramdi hjarta móðurinnar eins og heljarfarg. „Öllum skipum gert aðvart en frekari leit voit- laus.... “ Þegar þetta skeyti var sent, var Arne Nicolajsen enn ofan- sjávar á þessum slóðum. Hann átti alls að svamla þarna i 29 klukkustundir. Tuttugu og níu klukkustund- ir einsamall í sjónum, án björgunarbeltis, án svo mikils sem appelsínukassa til að haldá sér á floti. Tuttugu og niu stundir ýmist í svartamyrkri næturinnar eða brennand.i geislum hádegissólarinnar, syndandi, fljótandi, vonandi, örvæntandi, biðjandi. Og mæn- andi vonaraugum á skip sigl- andi fram hjá of langt í burtu til að sjá hann eða heyra óp hans. Vissulega er þetta met karlmennsku og þrautseigju jafnvel úr mannraunaannálum siglinganna. Þegar ég hitti Arne Nicolaj- sen, nokkrum vikum eftir þennan atburð, virtist mér of- urlítið — en aðeins ofurlítið — auðveldara að skilja í þessari einstæðu björgun; því þessi ungi maður, er gerðist sjómað- ur 16 ára gamall, er þreklega vaxinn náungi, lægri en £ með- allagi, en miklu meiri en með- allags um brjóst og axlir. Hann er nú 25 ára, en er í fasi öliu og framkomu eins og helmingi eldri maður. Þykkt bylgjað rautt hár þekur höfuð hans; andlitið er fjörlegt og hlátur- hrukkur myndast fljótt; þunnt uppbrett nef hans klýfur ioftið eins og hnýfill á skipi. Kjálka- svipurinn og augnatiilitið virð- : ist segja: „Eg elska lífið og ætla mér að lifa þvi.“ Arne Nicolajsen mun aldreí skilja í því, hvernig hann datt útbyrðis á afgangadagskvöldið. Veðrið var hlýtt og sjórinn stilltur. ,,Silverspray“ var ein- hyersstaðar milli Florida og Kúbu, þegar langdregið og frekar kyrrlátt jólasamsæti hófst. Það var sungið og svo var jólatré með „snjó og glitri“ og nóg áð borða. En lítið var drúkkið. ,,Ekki á meðan yfir- mennirnir voru viðstaddir," sagði Arne til skýringar. i Um klukkan 11 fór Arne niður í klefa sinn, tók af sér skóna og lagðist til svefns í rúmi sínu og hugsaði heim. „Það næsta sem eg vissi,“ sagði hann, „var að eg var í sjónum." Þetta var draumur, fannst honum, og hann hlaut að vakna — svo hann ætlaði að slá með hnefanum í þilið, eins og lrann hafði stundum gert áður, þegar sótt hafði að honum í svefni. En í stað þess að finna fast fyrir, skullu hnefar hans í vatninu. Hann varð allt í senn, hissa, reiður-, vantrúaður, sár og hræddur. Það var aðeins ein skýring á þessu öllu. Ilann hlaut að hafa gengið í svefni. Hann tók að hamast að synda í Örvæntingáræði og hrópaði hvað eftir annað út í náttmyrkr- \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.