Vísir - 01.03.1957, Blaðsíða 6

Vísir - 01.03.1957, Blaðsíða 6
6 ▼fsm Föstudaginn 1. marz 1957 WSSIH D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Ekkert hækkar Frá Alþingi: Eftir nærri ár er riefnd ekki enn fullskipuð. Kún á að gera tillögur um fræðslu í þjóÖ- félags- og þjóöhagsfræöum. Almenningur man það væntan- lega, að stjórnarherrarnir til- kynntu á sínum tíma, þegar þeir boðuðu að þeir ætluðu að finna „varanlega lausn“ á efnahagsvandanum, að það væri í rauninni hægt að gera, án þess að ura neina kjaraskerðingu væri að ræða fyxir almenning. í augum almennirigs er það kjaraskerðing, ef hann verð- ur að hafa óbreytt iaun, en ríkið leggur á hann skatta- í'úlgu ofan á það, sem fyrir er — til dærnis með því að heimta svo ög svo marga aura fyrir hverja krónu af erlendum gjaldeyri, sem innflytjendur kaupa vegna innflutnings til landsins Það má til dæmis minna á það í þessu sambandi, að Her- mann Jónasson, forsætis- ráðherra, komst svo aG orði, er hann ávarpaði þjóðina í októberbyrjun, að „ef ré't er á haldið, þarf ekki að vera um neina kjaraskerðirgu ao ræða,“ þegar gripið yríi t;l þeirra úrræða, sem hann hefði í pokahorninu. Hann lét sér einnig urn munn fara þau ummæii að „það or prófsteinn stjórnarinnar, hversu tekst að leiða þjóðina út úr þeim ógöngum, sem alröng og tækifærissinnuð stjórnarstefna liðinna ára hefir leitt út í.“ Almenning- ur hefir sennilega vonað, að hið fyrra væri rétt — að hægt væri áð kippa öliu í lag, án þess að það táknaði skerðingu á lífskjörum hans, og hann hefir vissulega ver- ið samþykkur hinu sícara, að það væri pófsteinn. hversu stjórninni tækist að fram- kvæma hin glæstu lofor’i, sem svo mjög var hampað framan í kjósendurna fyrir kosningarnar. Almenningur er nú þegar fat- inn að finna, fyrir því, hvernig stjórnin hefir stað ð við fyrirheit sín. Fvrsta skrefio i átt til framkvæmda á loforðunum var stigið í lok ágústmánaðar, þegar ákveð- in var visitölu- og kaup- binding — einmitt það, sern kommúnistar hafa hamazt gegn árum saman, þegar þeir hafa verið í stjórnarand- stöðu. Næsta skref var í nóvember, þegar ríkisstjórn- in samþykkti að varnarliðið skyldi vera hér kvrrt um ó- ákveðinn tíma. Því var að vísu fagnað af mörgum stjórnarsinnum, enda þót.t önnur lausn hefði verið boð- uð. Og loks komu svo álög- urnar, jólagjöfin góða, þeg- ar ríkisstjórnin lagði fjórð-* ung úr milljarði á þjóðina og sagcii. að það mundi ekki kosta hana einn einasta eyri! Hversu lengi skyldi stjórnin halda, að hún geti fengið al- menning til að trúa því að það kosti liana ekki eyri að hafa veitt kommúnistum fylgi til að efla verðbólguna og komast síðan í ráðherra- stóla? Skyldu olíunotendur og eigéndur bifreiða — sem einnig munu finnast i fylk- ingum stjórnarflokkanna — fást til að trúá því, að olía og benzín kosti ekki eyri meira í dag í byrjun vik- unnar? Skyldu braggabú- arnir, sem Þjóðviljinn segir að verði að kynda dag og nótt til þess að halda hita í híbýlum sínum telja að það kosti ekki meira í dag en, fvrir nokkrum dögum að hafa eldinn logandi nótt og dag? Hver einstaklingur getur svarað þessum spurn- ingum fyrir sig, og hér hefir þó ekki verið getið um nema eina nauðsynjavöru — sem átti ekki að hækka frekar en annað! Meðal dagskrárinála á fundi Sameinaðs alþingis í fyrradag var fyrirspurn tU menntamála- ráðlierra um fræðslu í þjóðfé- lags- og þjóðhagsfræðum. Magnús Jónsson, fyrirspyrj- andi, tók til máls og visaði til þess að hinn 22. marz s. 1. hefði verið samþykkt' þingsályktun þess efnis, að skipuð yrði nefnd tii að gera tillögur um fræðslu í þjóðfélags- og þjóðhagsfræð- um fyrir almenning. Hefði hann nú leyft sér að bera fram fyrirspurn um hvað störfum þeirrar nefndar liði og kvaðst vona, að menntamála- ráðherra gæti upplýst það. Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra, skýrði frá því, að skömmu eftir að þált. var sam- þykkt hefði þáv. menntam. rh. skrifað og leitað tilnefninga í nefndina hjá þeim aðilum, sem ætlazt hefði verið til. Iðnaðarmálastofnunin hefði síðan tilnefnt Pál S. Pálsson, Alþýðusambandið Hannibal Valdimarsson, Háskólinn Theó- dór B. Líndal Landssamband ísl.j útvegsmanna Finnboga Guð- mundsson — en stéttarsamband bænda engu svarað enn, en væntanlega bærist svar eftir næstu helgi. Kvaðst ráðherra þá mundu sjá til þess að nefndin yrði kvödd saman og lyki störfum sem fyrst. Að þessum upplýsingum fengnum kvaddi Magnús Jóns- son sér hljóðs á ný og taldi það mjög miður farið að nefndin skyldi ekki hafa verið látin hefja störf fyrr. Virtist hafa verið ástæða til fyrir ráðherr- ann að ýta undir málið. Því bæri svo hinsvegar að fagna, sem nú liti út fyrir, að tíðinda yrði brátt að vænta af störfum nefndarinnar. Það leynir sér ekki, að fram- kvæmd áðurnefndrar þings- áiyktunartill. hefir dregizt mjög óeðlilega á langinn og ber menntamálaráðh. Gylfi Þ. Gisla- son að sjálfsögðu á þvi megin sök með aðgerðarleysi sínu. Hvar eru hinir óánægðu ? Nefnd er með frumvarpimi, þótt fiestlr mæli gegn því. AAeiiiK ASÍ osj SÍS crea iueð (isksölufriimvarpinu! SmáiKimir Tímans, Tímanum finnst það sannarlega ekki umtalsvert_ þótt vinir hans stjórni eitthvað öðru vísi en þeir höfðu lofað. í gær segir blaðið til dæmis í forstugrein: „Blöð hans (Sjálfstæðisflokksins) hafa kappsamlega blásið út hyað litla veröhækkun, sem hefir átt sér stað. Jafnframt hafa þau miklað hvað litla kjara- bót, sem eitthvert verka- lýðsfélag hefir fengið“. Já, Tímanum finnst það ekki mikið_ þótt almenningur verði að borga a. m, k. 20% meira fyrir olíuna til að hita hús sín. Það er líka eðlilegt, því að framsóknargæðing- ar, eigendur Hamrafells, fá sinn hluta af þeirri hækkun vegna farmgjaldaokursins. Og hvaoa „liila kjarabót" er það_ sem „verkalýðsfélag" hefir fengið? Sannleikurinn er víst sá, að verkalýðsféiög hafa ekkj fengið neinar kjarabætur — kommúnistar sjá fyrir því — en aðrir, sem eru betur settir, fá miklur kjarabætur. En þetta eru alll hreinir smá- I Íyrrínlag var útbýtt út í Neðridoild nefndaráliti imi frv. ti! iaga um sölu og útflutning sjávarafurða, frá meiri lil. sjá- varútvegsnefndar. Segir þar syo: „Nefndin hefur haft frum- varpið til meðferðar á nokkrum fundum og íengið um það um- sögn eftirtalinna aðila: Landssambands ísl. útvegs- manna, Sambands ísl, samvinnu- íélaga, Sölumiðstöövar hrað- frystihúsanna, Sölusambands ísl. fiskframleiðenda, Síldarút- I vegsnefndar, Samlags skreiðar- i framleiðenda. Fiskifélags lsl„ Alþýðusambands íslands, Fé- lags síldarsaltenda á Norður- og Austuriandi, Félags síldarsalt- enda á Suðvesturlandi. I stuttu máli sagt er niður- staða umsagnanna þessi: S.Í.F.. S.I-L, Samlag skreiðarframleið- enda og féiög síldarsaltenda mæla gegn frumvarpinu og sömuleiðis Landssamband ísl. útvegsmanna. Sambands ísl. samvinnufélaga telur „heppileg- ast, að minnst tveir útflytjendur séu löggiltir til að hafa á hendi útflutning á öilum sjávarafurð- um.“ Sildarútvegsnefnd ræðir eingöngu uin útflutning síldar og gerir athugasemdir í því sambandi. Alþýðusamþand Is- lands mælir með því, að frv. verði samþykkt. Fiskifélag ís- iands segir: „Fáum vér ekki séð, að í frv. þvi, sem hér um ræðir, sóu nokkur þau ákvæði, sem fyrrgreind (þ. e. gildandi) lög og regiugerð fela ekki í sér.“ Að athuguðu máli leggur m. hl. n. (ÁkJ, GG. KGuðj) til, að frv. verði samþykkt. Teiur meiri hl. rétt, að með sórstakri löggjöf verði nánar mælt fyrir um með- ferð þessa valds, sem rikis- stjórnin nú heíur samkv. lög- tim frá 1910. Um síldarútvegs- nefnd vill meiri hl. taka það fram sérstaklega, að hún liefur að verulegu leyti sérstöðu sem opinbcr stofnun, enda gerir meiri hl. ráð fyrir því, að heppi- legt reynist, að hún starfi áfram á svipaðan hátt og vcrið hefur, sbr. lög nr. 74 1934.“ munii* í augum Tímans. Með an framsóknarmenn geta verið í stjórn og formaður flokksins forsætisráðherra, þá er allt í bezta lagi. Luku héskóléi- j prófi. I janúar og febníar luku : eftirtaldir stúdentar prófum við Iiáskóla íslands: j Embættisprófi í guðfræði: jPáll Pálsson, og í læknisfræði ^Ása Guðjónsdóttir Bragi Níels- son, Ólafur Ólafsson (Bjarna- sonar), Ólafur Ólafsson (Gunn , arssonar) Ólafur Haukur Ól- afssun og Ragnar Arinbjarnar. jEmbættisprófi í lögfræði tóku ^Halldór Þ. Jónsson og Þor- jvaldur Arj Arason. Kandidats- [prófi í tannlækningum luku þeir Guðmundur Ólafsson og ÍStefán Yngvi Finnbogason og kandídatspx’ófi í viðskipta- fræðum Ingi Þorsteinsson. Ól- íafur S. Valdimarsson og Stefán „Gai’ðar“ sendir Bergmáli stutta hugvekju um happdrætti og sitthvað fleira, og kemst meðal annars svo að orði: „Ef ég man rétt, birti Bei’gmál ekki alls íyrir löngu hugleiðingar um happdrætti og fyi’irkomulag þeiri’a. Ég rak séi’staklega aug- un í það, að stungið var upp á því, að eitt happdi’ættið væri fengið til að hætta auglýsinga- starfi í sambandi við afhendingu vinninga. Hlédrægni almemi. Ég vil leyfa mér að taka undir þessa uppástungu. Það er alveg áreiðanlegt, að menn eru al- mennt hiédi-ægii’, vilja ekki láta hafa sig til auglýsinga, en hiris- vegar munu menn líta svo á, að þeir geti ekki neitað happdi’ætt- inu um það, að sagt sé frá því, hver hinn heppni hafi verið í það og það sinnið. Kemur þar tvennt til: Annars vegai’, að málefnið er alls góðs maklegt, og í öðru lagi hefðu viðkomandi menn sennilega ekki fengið „þann stói’a", ef happdi’ættið starfaði ekki. En sanit...... En þrátt fyrir þetta finnst mér, að hafa ætti annan hátt á þessu. Vil ég þó taka skýrt fram, að ég segi þetta ekki af neinum illvilja gagnvai-f happ- di’ættinu, síður en svo, þvi að ég vil styðja það á ailan hátt- og geri raunar með miðakaup- um. En það er nú einu sinni svo að þeir eru svo fáir einstakling- arnir, sem liaía gaman af aug- lýsingum um sig, að það á ekki að neyða aðra til að gerast aðilar að slíku. Önniu- iiappdrætti. Svo kem ég að hinu 31100111X1, sem mig langar til að minnast: á: Eru því engin takmörk sett, hversu mörg happdrætti megí vera „í gangi“ samtímis? Á ég þar við happdrætti, sem ýmis félög stofna til í þeim tilgangf að bæta fjárhag sinn. Stundum hefir maður bókstaflega ekki frið fyrir sífelldum happdrætta- sölum, sem skyiTast ekki einu sinni við að berja upp á hjá fólki fram undir háttatíma. Ég held. að það mætti gjarnan tak- marka tölu slíkra íyrirtækja og ákveða hjá þeim „lokunartima", þ. e. a. s. að menn skuli látnir í friði í heimahúsum eftir vissan tíma á kvöldin. Göturnar. Að endingu þetta: Er ekki hægt að taka um það ákvörðun, að götur bæjarins skuii þvegnar rækilega, þegar veður leyfir næst, til dæmis i nxestu þíðu? Vitaniega er ekki ha^gt að þvo allar götur, en þær, sem eru malbikaðar mætti gjarnan þvo, svo og steinlagðar gangstéttir. Annars verður rykið óþolandi, ef verulega hvessir. Með þökk fyrir birtinguna." ★ Samkomulag liefur náðst um það í Amman, að brezk- jordanski sáttmálinn skuli ganga úr gildi eigi síðar en 1. apríl n. k. Brottflutningi herliðs Breta á að vera lokið innan misseris frá þeim dcgi, er sáttmálinn gengur úr gihli- Guðjohnsen. Kennaraprófi í íslendingasögu lauk Jón Guðna son og B.A. prófi luku þeir Einar Pálsson og Sigurður Lin- dal.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.