Vísir - 01.03.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 01.03.1957, Blaðsíða 10
10 3. ; :v VÍSIR Föstudagirm 1. marz 19ö7 S ■ ■ ■ s ■ ■ B B B <■ iB I ■ ■■■ ■■■■ EDESGIX! (V3ARSHALL: ■■■■ ■■■■ ■■■■ VtkinfuriM IBBBHl flí iEQIGJBÍI — Aella hefur skorað mig á hólm. Á ég að taka áskorunni? ' Hún varð skelfd á svipinn. , — Þú ert fordæmdur, sagði hún. — Hvað áttu við? — Taktu af honum höndina, Ogier, og slepptu honum svo. Þá eruð þið kvittir. — Ertu hrædd um að ég falli? Þú hefur sjálf spáð því, að dauði hans yrði að vísu í kvæði Alans. Þú hefur líka sagt, að ég mundi falla fyrir dauðs manns hönd. Svo sneri ég mér að Aella og sagði: — Ég þarf að leggja eina spurningu fyrir Morgana. Ef svarið verður, eins og ég býst við, tek ég áskorun þinni. 2. Kitti hafði sveipað Morgönu feldi úr hreindýraskinni. Nú lá hún og svaf hjá eldinum. Ég gekk til hennar, staðnæmdist fá- «in skref frá henni og horfði á hana. Morgana opnaði hægt augun. Hún virtist ekkert undrandi yfir að sjá mig hér. — Hvað viltu? spurði hún. Það var engin gremja í rödd- inni. Miklu fremur samúð. — Mig langar aðeins til að leggja fyrir þig tvær spurningar. Ef þú svarar mér, verð ég þér mjög þakklátur. Reyndar grunar mig, hver svörin muni verða. Þú gafst þau í skyn, þeg- ar þú hékkst á bátnum, en ég vil fá bau afdráttarlaust, svo að ég losni við allar efasemdir. Annars mun ég alltaf hugsa um þann möguleika, að ég hafi misskilið þig. — Hverjar eru spurningarnar? — Þú sagðir mér, að þú mundir bíða eftir því, að ég kæmi aftur. — Já, og þú sagðist koma fljótlega. — Þú sagðir, að ég ætti ekki að deyja fyrir þig, heldur Jifa fyrir þig, og að þú mundir alltaf bíða mín. Hún svipaðist um, eins og hún byggist við að sjá veggina í höll Aellu aftur. — Ég hef ekki átt að segja það. Það var hræðilega fljót- færnislegt. Þú gazt ekki komið og tekið mig, án þess að drepa kristna menn. — Hvað sem um það er, þá gerði ég það, sem þú sagðir mér. Ef þú vilt, skal ég verða yfirkonungur Norðimbralands og gera þig að drottningu minni. — Síðan þú fórst, hef ég getað áttað mig á því, sem ég gerði. Þú hjálpaðir mér til að gera mér það ljóst, þegar menn þínir brenndu klaustrið. Ég gæti ekki orðið kristin drottning heiðins konungs. — Þú hefur svarað fyrri spurningu minni. Þá ætla ég að spyrja þig hinnar síðustu. Viltu fara með mér til Avalon? — Hvenær, Ogier? Þegar þú ert búinn að brenna öll klaustrin og drepa allt fólkið? — Eitt klaustrið var griðastaður þinn. Þess vegna mun ég ekki brenna fleiri. Allir norrænir menn mínir skilja það. En ég get ekki ráðið við, hvað aðrir gera. — Heldurðu, að það sé rétt? — Ég veit ekki, hvað er rétt eða rangt — hjá þeim. Ég geri ráð fyrir, að svo lengi, sem þeir eru heiðnir, verði þeir að berj- est gegn kristnum mönnum. Ef gud kristinna manna hefði verið minn guð, hefði ég reynt að halda aftur af þeim. En minn guð er Óðinn. — Er þér ekki ljóst nú, að hinn kristni guð er miklu vold- ugri? | — Þessu get ég ekki svarað. — Geturðu ekki hugsað þér, að guð kristinna manna sé ef- til vill eini guðinn? Það væri slæmt að viðurkenna, að Óðinn væri ekki eins voldugur. En hitt væri enn þá erfiðara, að neita tilveru hans. En heldurðu, að þú gætir það ekki — með tímanum? Nei. Ég ákallaði hann, þegar ég lá bundinn í voginum hjá Ragnari, og hann sendi norðanvindinn, sem bjargaði mér. — Ég hef spurt prestana að því og systurnar. Sumir sögðu, að djöfullinn hefði sent norðanvindinn, en aðrir, að guð okkar hefði sent hann af einhverri ástæðu, sem við geíum ekki gert okkur Ijóst. — Við, norrænir menn, erum ekki í neinum vandræðum með að skilja okkar norrænu guði. Þér er þá ljóst, að það er engin von fyrir okkur er það ekki. Segðu hreinskilnislega, að það sé engin vor., og þá mun ég ekki ónáða þig meira. Augu hennar fylltust tárum. — Seztu niður, Ogier. —• Ég er ekki þreyttur. Samt gat ég ekki neitað mér um að setjast hjá henni við eldinn. — Þú ert Jölur og tekinn. Ég veit, að þú verður aldrei þreytt- ur á hernaði, svo að þú hlýtur að hafa áhyggjur út af mér. En þú þarft þess ekki. Ég mun bjarga mér. — Það er ekki nema eðlilegt. J Þú spurðir mig hvort ég vildi fara með þér að leita að Avalon. En þú sagðir mér ekki, hvenær við gætum lagt af stað. — Um leið og ég hef gert upp sakirnar við Aella, komið Egbert í hásætið, eins og ég lofaði og gert reikningsskil við Hasting. — Blóðskuldir, — haturs og hefnda, dáð, sem olli því, að blóð var úrhellt. Viltu hætta við allt og leggja af stað þegar? — Nei. — Þetta er svar, sem ég átti skilið að fá. Hvaða prestur sem væri mundi segja mér það. Ég mundi hafa farið með þér, Ogier, ef þú værir fús til þess að leggja af stað undir eins, en það mundi vera synd gegn guði kristinna manna og öllum helgum mönnum. Ég ætti að hugsa um að verða aðnjótandi sælu Himna- ríkis í stað þess að komast til ævintýralands með elskhuga mínum. Kristnir menn ættu ekki að dreyma drauma um ham- ingju í löndum, þar sem aldrei festir snjó, og jurtir gróa og blóm anga allan ársins hring og ekki er við neina erfiðleika að stríða. Það var ekkert við það að athuga, þótt hinar welsku hetjur okkar færu þangað, því að þeir höfðu aldrei fengið neina vitneskju um Himnaríki, en þegar ég tala um það er ég mér þess miðvitandi, að iðrun mín á sér ekki nógu djúpar rætur. — Iðrun, mér hafði ekki flogið í hug, að þú hefðir gert neitt rangt. -=*=£ * k«v*ö»I*d*v*ö4*u*n*n*í — Ég fékk ást á heiðingja og við urðum eitt.--------- —■' Ég sá ekkert athugavert við það. Ég hugsaði ekki um þig sem kristna stúlku, heldur sem álfdis. — Jafnvel þótt ég væri það ætti ég að reyna að vera góð og eiga skilið að hljóta blessun helgra manna, svo að ég, er þar að kemur, fái inngöngu í Himnaríki, þótt ég hafi fengið ást á heiðingja og notið með honum holdsins lystisemda. — Já, sagði ég og minntjst þessara unaðssemda. — Ó, íusannleika, ég var gáskafyllri, léttúðugri hjá þér en kristin kona með löglegum eiginmanni, en dögunum saman eftir á brann ég af þrá. Síðar gat ég séð hve stór synd mín var. En jafnvel þá kom djöfullinn til mín og þrá rríín og girndar- löngum espaðist, en nú hefi ég loks vitkast. Það var eekki nóg, að þú sendir menn til að ræna í klaustrinu, sem hafði skýlt mér allan tímann, sem þú varst í burtu, heldur brenndu þeir það lika til ösku; Ekki var það talið nóg, að hinar frómu og góðu systur, sem höfðu skotið skjólhúsi yfir mig, væru braktar út í rigninguna. Samt frefstaðist eg enn til þess að fara með þér til Avalon. Það var ekki fyrr en þú sagðir mér með berum orðurn, að það skipti mestu fyrir þig að gjalda blóðskuldir þínar. Égjkyn^jr skipti ekki eins miklu máli. Nú verður þú að jafna þetta við ! Aella. Þú verður að setja Egbert á valdastól--------- Kvenlæknir í Kaupmanna- höfn, sem auk þess er giftur, hefir ráðlagt öðrum eiginkon- um hvernig þær eigi að með- höndla bændur sína ef þeir veikjast. Það er í fyrsta lagi að sækja meðöl handa bóndanum nokkr- um sinnum á dag, kenna af- skaplega í brjósti um hann og láta hann ekki á neinn hátt gruna að hún viti, að um upp- gerð er að ræða hjá honum. Þetta leiðist eiginmanninum. svo_ að hann rýkur upp úr rúminu í síðasta lagi á þriðja degi og er þá alheill heilsu. ★ Nemandi í Búdapest spurði kennara sinn hver væri mun- urinn á kapitalista og kom- múnista. — Munurinn er sá_ sagði kennarinn, að kapitalistinn elskar peninga meira en allt annað, en kommúnistinn metur manninn öðru fremur. — Þá skil eg, sagði nemand- inn hversvegna kapitalistar læsa peninga inni, en kommún- istar læsa fólk inni. * Sovétborgarar_ sem aldrei hafa skipt sér af stjórnmálum, ná stundum mjög háum aldri og í hátíðaskrúðgöngu á Rauða torginu gaf að líta hóp manna, sem allir voru 100 ára eða eldri. Þeir báru spjald, sem á var letrað: „Við þökkum félaga Búlganin fyrir hamingjusama æsku“.Þegar Búlganin sá spjald ið brá honum og sagði við þá: „Gömlu félagar, eg var ekki einu sinni fæddur þá.“ „Það var nú einmitt þess vegna að við vorum hamingju- samir í æsku,“ sögðu öldung- ax-nir glettnislega. Franska skáldið Francis Jammes sem var búsettur uppi í sveit og skrifaði það bók- menntaþætti fyrir dagblað nokkurt- í Paris veiktist og var andlát hans simað af misskiln- ingi til Parísarborgar. Sam- dægurs fékk Francis Jammes skeyti frá ritstjóra blaðsins svolátandi: „Parísarblað til- andlát þitt. Stop trúi því ekki. Stop. Sendu stað- I festingu sti-ax.“ €. £ BuncucfhA -TARZAN- 230.3 Felmtri sló á Arabana, þegar þeir við eyrað á sér. Þeir þustu á hestbak heyrðu herlúður Frakkanna gjalla og hleyptu burtu allt hvað þeir gátu, þegar þeir sáu flokk franskra her- manna þeysa með brugðnum byssum í áttina til sín. Youk Nrep —-vou'ite moe.p Civili&n Pefenee.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.