Vísir - 04.03.1957, Blaðsíða 1

Vísir - 04.03.1957, Blaðsíða 1
VI 47. árg. Mánudaginn 4. marz 1957 52. tbL Róið á loinusunnudag í Eyjunt aldrei þessu vant Nokkrir bátar brutu bannið og öfluðu vel. Loðnusunnudagur kallast í Vestmannaeyjum sunnudagur- inn í vikunni, sem loðnan geng- ur, og loðnusunnudagur var þar i gær. Það er samþykkt sjó- manna í Eyjum að róa ekki á línu á sunnudögum, en í gær brutu nokkrir bátar þessa sam- þykkt, því freistingin er mikil, þegar lítið hefur aflast imdan- farið, að bæta nokkuð hag sinn, þegar fiskurinn loksins fæst á línuna. Vegna þess að fram til þessa hefur vertíðin verið mjög léleg i Eyjum voru fundir haldnir í sjómannafélögunum þar til að ræða um hvort róa ætti á loðnu- sunnudag. Voru menn ekki á eitt sáttir og varð það úr að með naumum meirihluta var sam- þykkt að breyta ekki frá því sem véi'ið hefur undanfarin ár og róa ekki. Þrátt fyrir þessa samþykkt fundarins ætluðu margir bátar að róa, en svo kom yfirlýsing frá stjórnum félaganna þar sem skorað var á félagsmenn að brjóta ekki samþykktina og varð það til að margir hættu við að róa. Nokkrir bátar fóru þó á sjo og öfluðu frá 5 til 16 lestir á bát. Meðalaflinn mun hafa ver- ið um 9 lestir. Samþykktin mun ekki gilda fyrir handfærabáta (og voru þeir allir á sjó en fengu lítinn afla. Hafa þeir afl- [ að minna síðan loðnan gekk á ; miðin. Mikið veiðist af loðnu og er nóg í beitu fyrir alla bátana í’ Vestmannaeyjum. Heildaraflinn í Vestmannaeyj um frá áramótum eru nú orð- inn 6800 lestir og er það stórum minna en var á sama tíma í fyrra. Til dæmis mun afli sá er Vinnslustöðin hefur tekið á móti í ár um 1000 lestum minni en á sama tíma í fyrra og hlutfallið mun vera það sama hjá öðrum . fiskverkunarstöðvum þar. Einn bátur hefur róið með net en hefur aflað lítið, eina til I tvær lestir í róðri. Þó er kominn hugur í menn a,ð taka net um borð og í morgun var annar bát- ur að búa sig út á net. Er það fyrr en venjulega. Úrslit í jsraelsmálinu í dag. Norðmenn prófa fiíkalyf í fiski. Fró fréttaritara Vísis. Osló í fyrradag. Um þessar mundir er verið að byrja tilraunir með að setja fúkkalyf í fisk til útflutnings, til að verja hann skemmdum. Tilraunir þær, sem fram hafa farið að undanfömu, leiða í ljós að fiskurinn helst sem nýr um það bil 20 dögum lengur en ella. Engin hætta er á skemmdum fyrstu 5—6 dagana. Læknar eru ekki alveg sannfærðir um, að hættulaust sé að setja fúkka- lyf í fisk, og í landinu gilda enn lög, er banna, að þau séu sett í matvæli. Þjófnaður framinn í 3 bifreiðum í nótt Slökkvlliðið gabbað þrívegis í gær og í morgun. t nótt var framin þjófnaður úr þremur bifreiðxun, sem stóðu fyrir utan bifreiðaverkstæði Niels K. Svane að Háaleitisvegi 39 hér í bænum. Bifreiðaverkstæði þetta er á homi Háaíeitisvegar og Miklu- brautar og stóðu bifreiðarnar rétt við Miklubrautina þannig að ekki er ósennilegt að ein- hverjir vegfarendur, sem þar hafa átt leið um í nótt, hafi tekið eftir þjófunum þegar þeir voru að stela úr bifreiðunum. Ef svo hefði verið vill rann- sóknarlögreglan hafa tal af þeim. Úr einum bílnum voru skrúf- aðar felgur undan jeppabíl og þeim stolið .ásamt varahjól- barða, úr öðrum bíl var stolið útvarpsviðtæki og tveimur tjökkum úr þriðju bifreiðinni. Þjófnaður þessi mun hafa verið framin eftir kl. 12 á miðnætti í nótt. Slökkviliðið á ferð. Frá því í gærdag og þar til í morgun var slökkviliðið þrí- vegis gabbað. Fyrst að .Fjölnis- vegi 2 og síðan að Laugavegi 126 í gær en í morgun var það abbað inn á Vitatorg. Á öllum siöðunum höfðu brunaboðar verið brotnir. Á laugardagskvöldið kvikn- aði í húsinu nr. 33 við Skóla- vörðustíg. Eldurinn kviknaði I utan frá og er talið að annað hvort sé það af mannavöldum eða þá að rafstraumur hafi með einhverju móti komizt í járnið á húsinu. Slökkvistarfið gekk fljótt en skemmdir á veggnum urðu talvserðar og þarf að rífa úr honum og lagfæra. Á föstudagskvöldið var slökkviliðið kvatt að rafstöð- inni við Elliðaár en þar hafði kviknað eldur í sorptunnum. Aðfaranótt laugardagsins var lögreglunni tilkynnt um ofur- ölvi mann og slasaðann, sem lægi fyrir utan Þórscafé. Mað- urinn var fluttur í slysavarði stofuna og geymdur þar um nóttina til rannsóknar. f gær datt ölvaður maður í höfnina en nærstaddir menn björguðu honum. Hann var fluttur heim til sín. i Farmannadeilan: Hýr sáttafund- ur i dag. Samkomulagsumleitanir í far mannadeilunni hafa ekki borið árangur enn, en þeim er haldið áfram. Sáttasemjari hefur boðað fund með fulltrúum deiluaðilja og hefst hann kl. 17. Á laugardagsmorgun kk 9 lauk samningafundi, sem staðið hafði frá því daginn áður, og á laugardag kl. 17 hófst fundur á nýjan leik. Nú um helgina ræddi stjórn Sjómannafélagsins við farmcnn. Verkfallið hefur nú staðið hálfan mánuð. I höfninni liggja 4 skip Eimskipafélagsins og 3 strandferðaskip, sem stöðvast hafa af völdum verkfallsins. Losun úr Hamrafellinu verð- ur lokið í dag, en það hefur að vanda verið losað úr þvi eftir leiðslum milli skips og geyma í landi. Hefur verið losað í geyma á Laugarnesi og við Skerja- fjörð og í morgun var verið að losa í geyma í Örfirisey. Mannfall í beggja liði í Alsír. Skæruliðar í Alsír felldu 17 Frakka í gær, en Frakkar 21 skæruliða. Það var franskur flokkur, sem varð fyrir árás úr launsátri uppi í fjöllum. og féUu þá 11 menn af liði þeirra. Liðsauki kom á vettyang og felldi 21 skæruliða. Á öðrum vettvangi féllu 6 Frakkar. Ben Gurion tiikynnir lokaákvörðun og biður um traust. ilrabaþjúðir rerna að knvja irain refsiaðgerðir, ef ísrael lilvðir ekki Sþ. Israelsstjórn mun taka lokaákvörðun sína í dag varðandi brottflutning herliðsins frá Egyptalandi, en stjórnin kom saman á fund árdegis, og að honum loknum ávarpar Ben Gurion for- sætisráðherra þingið og fer fram á, að það votti ríkisstjórninni traust sitt. — Abba Eban sendiherra Israel í Washington til- kynnir allsherjarþinginu ákvörðun Israelsstjórnar í kvöld. Tveir róttækir flokkar í Israel hafa tilkynnt. að þeir muni greiða atkvæði gegn stjórninni, ef hún boði heim- kvaðningu liðsins en ekki ræð- ur afstaða þessai'a flokka eimia úrslitum. — Fréttaritarar í Jerúsalem telja, að ekki sé ó- líklegt, að stjórnin bjóðist til þess áð flytja burt liðið frá Akabaflóa í trausti á að viður- kenning siglingavelda varðandi öryggi þar muni nægja. Hins- vegar muni stjórnin óska eftir eftir ákveðnum yfirlýsingum varðandi Gazaspilduna, svo að tryggt verði, að spildan verði ekki notuð til bækistöðva til árása á Israel. Margt stangast á. Fréttariturum ber saman um, að afstaða Bandaríkjastjórnar muni vega mikið, er ísrael tek- ur lokaákvörðunina, en það var megn óánægja með afstöðu hennar, eins og hún kom fram í yfirlýsingum Dullesar og. Lodge, sem olli því, að Isrels stjóm frestaði að láta yfirhers- höfðingja landsins fara á fund Byrns. Litu menn svo á, að þar stangaðist margt á ^ið það, sem sagt hafði verið við Eban, og var ákveðið að bíða frekari greinargerðar hans. — Var mikið um kröfugöngur og mót- mælafundi út af þessu í Israel um helgina. Abba Eban í sjónvarpi. Eban talið í sjónvarp í Bandaríkjunum í gærkvöldi .og var margspurður að því, hvort Isrelsstjórn mundi lýsa yfir, að hún ætlaði að hlíta fyrirmæl- um Sameinuðu þjóðanna og kalla heim herliðið, en hann EramhaW » 6. síðu. LEoyd og Menon á fundS. Selwyn Lloyd ntanríkisráð- herra Bretlands og Krishna Menon sendilierra Indlands ræddust við tvívegis í gær. Menon er á heimleið frá New York. Á viðræðufundunum var rætt um nálæg Austurlönd, Kýpur og Kashmír og önnur heimsvandamá], af fullri hrein- skilni og vinsemd, að því er til- kynnt er í London. Líklegt að Polar Quest verði náð á flot. ifil úr Reykjavík fór srse5 öflugar dælur austur á Slsafjöru í nólt. Menn frá Björgun h.f. fórfl og hjálpar það til, að mikill sjór s.I. mánudag austur á Slýja- fjöru í Meðallandi til þess að undirbúa að norska selveiði- skipið Polar Quest verði dreg- ið á flot, ef það reynist ó- skemmt. Vísir átti tal við Sigurgeir Lárusson, bónda á Kirkjubæj- arklaustri, í morgun. Sagði er í því. í nótt lagði bíll úr Reykjavík af stað austur með öflugar dæl- ur og er hann væntanlegur aust ur á sand í dag. Eáai er hægt að ganga úr skugga um skemmd ir á skipinu, fyrr en búið er að tæma sjóinn úr því og eru þá taldar líkur fyrir því að það fljóti. Straumur- fer nú stækk- hann, að lítið hefði verið hægt and. Qg ef veður helzt stillt, að aðhafast enn sem komið er, þar eð skipið heíði verið fullt af sjó og dælur ekki nógar til að tæma það. Síðan skipið strandaði hefur eru taldar líkur fyrir því, að hinu verðmæta skipi verði bjargað. Ekki verður farið með víra og annan útbúnað austur fyrr veður yfirleitt verið stillt og ' en séð verður að skipið náist skipið lítið hreyfst í sandinum i óskemmt á flot.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.