Vísir - 06.03.1957, Blaðsíða 6

Vísir - 06.03.1957, Blaðsíða 6
vísut Miðvikudaginn 6. marz 1957 D A G B L A Ð Kitstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala kr. 1,50. Félagsprentsmiðjan h.f. Breyta þarf lögunum um álagningu á félög. Fr&íjnvörp um þetta rædd i neðri deiSd. Alltaf kemur eitthvað nýtt! Það er nýjasta uppfinning krata, að „fyrrverandi ríkis- stjórn ginnti þúsundir manna út í húsbyggingar en sveik öll loforð sín um lánin", og síðan er því slegið föstu til viðbótar, að þetta sé „ein svívirðilegasta blekking, sem framin hefir verið í ís- lenzkum stjórnmálum í ára- tugi." Minna mátti ekki gagn gera, og það er einn af þing- mönnum krata, sem þessu ! heldur fram, maður, sem er að auki múrari og ætti að vita sitt af hverju um það, sem hann er þarna að tala um. Það er á allra vitorði að ekki hefir verið byggt meira hér á landi nokkurn tíma_ en síðan sjálfstæðismenn beittu sér fyrir auknu frjálsræði á því sviði. Um það ber til dæmis vitni það mikla hverfi, sem risið hefir upp suður af Sogamýrinni á skömmum tíma og það e? furðuleg ósvífni^ þegar því er haldið fram, að menn bafi verið „ginntir" til að byggja. Hvað segja þeir, sem byggt 1 hafa þar? Það er hverju orði sannara_ að margir hafa ver- ið í vandræðum með fé, en það muri líka eins satt, að margir hófu framkvæmdir án þess að hafa neitt fé milli handa, vonuðu bara, að ein- hvern veginn rættist úr fyr- ii' sér. Það sér hinsvegar hver heilvita maður, að þótt ýms- um hafi orðið það á, er slíkt óhyggilegt í meira lagi, og alls ekki reglan í þessu efni Það er heldur ekki hægt að kenna stjórninni um það, því að aðstoðin við húsbyggj- edur var ekki miðuð við annað en það, að mönnum yrði hjálpað að nokkru. bætt við það, sem þeir hefðu fram að leggja. Krataþingmaður sá, sem hér um ræðir, telur „fyrrverandi ríkisstjórn" hafa gert sig seka um mikla blekkingu. Hann styður nú þá stjórn, sem tekið hefir við af henni. Og hvað ætlast hún fyrir? Hvernig túlkar þessi þing- maður þau ummæli núver- andi forsætisráðherra er hann viðhafði fyrir kosning- arnar, að um alltof mikla fjárfestingu væri að ræða á suðvesturkjálka landsins? Télur hann, að sami forsæt- isráðherra hafi í hygg'ju að auka fjárfestinguna með því að aðstoða það fólk, sem krataþingmaðurinn ber fyrir brjósti? Ekki benda orð hans til þess. Eða hvað gengur ríkisstjórninm sem krata- þingmaðurinn styður, við að útvega þeim fé og aðstoð, sem „fyrrverandi ríkis- stjórn" beitti þessum „sví- virðilegustu blekkingum"? Það verður fróðlegt að lesa skýringar krataþingmanns- ins á þessu, og væntanlega mun ekki standa á svörum í þessu efni. En það má virða kratáþing- manninum það til vorkunn- ar, að hann er ungur maður og framgjarn, og hefir nú komizt á þing eftir talsverð- ar þrengingar og raunir. Hann er haldinn ofsafögnuði ¦yfir upphefð sinni, og vill sýna. að hann sé maður með raönnum. Þess vegna hefir honum orðið það á að taka nokkuð mikið upp í sig, en hann mun sjá eftir því, þeg- ar þar að kemur, og hann gerir sér grein fyrir því. að hann er ekki kominn í neinn englaher meðal stuðnings- manna stjórnarinnar. Dg þegar fram líða stundir, þá mun hann sjá, að betra er að draga úr fullyrðingum í tæka tíð en að þurfa að eta þær ofan í sig síðar. Tvö frumvörp Björns Ólafs- sonar, Jóns Pálmasonaí og Sig- urðar Ágíistssonar iun breyt- ingu á lögum um tekju- og eign- arskatt og útsvarslög^im — að því er snertir álagningii á féiög — voru til umræðu á fundi neðri deildar í fyrradag. 1 öðru frumvarpinu er lagt til, að sú breyting verði gerð á skattalögunum, að Veftuútsvar og eignarútsvar, sem greitt hef- ur verið á árinu, megi draga frá tekjum, áður en tekjuskattur er reiknaður; en í hinu að þessi gjöld skuli einnig dregin frá tekjum, áður en útsvar er lagt á þær. I greinargerð og ýtarlegri framsöguræðu fyrir frumvörp- unum hefur verið sýnt mjög ljóslega fram á, að um full- komið sanngirnismál er að ræða í báðum tilfellum. Annars segja flutningsmenn m. a. svo í gr. g.: „Flm. þessa frv. gerðu sér ljóst, að ýtarleg endurskoðun á félagakafla skattalaganna mundi varla ná samþykki á þessu þingi. Þess vegna hafa þeir talið rétt að bera aðeins fram breyt- ingu til að leiðrétta að nokkru leyti þá skattlagningu, sem nú er að verða óbærileg fyrir félög og einstaklinga, veltuútsvarið." Hefur fjárhagsnefnd tekið undir það í áliti sínu, að full- komin þörf sé á að gera breyt- ingar á núverandi fyrirkomulagi i þessum efnum. Hins vegar lítur nefndin svo á, að ekki sé íært að gera það eitt að ákveða, að veltuútsvörin verði frádrátt- arhæf við álagningu skatta og útsvara, heldur þurfi um leið að setja reglur um álagningu veltuútsvaranna, þar sem henni verði sett ákveðin takmörk. . Málið i heild telur nefndin að ekki sé hægt að leysa nema að undangenginni viðtækri at- hugun á tekjuöflun bæjar- og sveitarfélaga, og lagði hún því til í áliti sínu, að ríkisstjórninni yrði falið að vinna að lausn málsins á þeim grundvelli. Björn Ólafsson kvaðst líta svo á, að ef tillaga nefndarinnar -um að visa málinu til rstj. yrði sam- þykkt, bæri stjórninni að hefja þegar viðtæka rannsókn, til þess að réttlátum breytingum á nú- verandi ástandi yrði komið um kring. Öllum, sem til þekktu, væri ljóst, að við svo búið gæti ekki staðið öllu lengur. Atkvæðagreiðsla fór fram, og gerði Bjarni Benediktsson stutta grein fyrir afstöðu sinni til til- lögu fjárhagsnefndar. — Þar sem núverandi ríkisstjórn væri ekki treystandi tilað finna full- komna lausn á þessu mikils- verða máli, gæti liann ekki stutt það, að málinu yrði vísað til hennar og mundi þvi sitja hjá. Tólf samþykktu að lokum til- löguna, 7 sátu hjá og 16 voru fjarstaddir. Félagsmönnum BFI fjölg- aði um 160% á þessu ári. Félagið ailmgar 11111 frasiileioslu örrggisíækja íyrs v bíla. Eins og kunnugt er urðu miklar deilur um gerð íslenzka fánans þótt áður, eða þar til fánamálið var tekið upp á nýjan leik, eins og getið hefur verið áður i þessum dálki væri ekki um annan fána rætt en hinn bláa og hvíta. Á rikisráðsfundi um haustið (1913) fékk Hannes 'Hafstein vilyrði konungs fyrir íslenzkum .staðarfána, „og lét konungur í Ijós að hann vænti tillagna frá ráðherra um lögun og lit fánans. Varð þetta til þess, að skipuð var nefnd, sem gera skyldi tillögur til Alþingis um gerð hins ís- lenzka fária." ÍG. G. H. í.And- vara) Deilurnar. Deilurnar um gerð fánans urðu allharðar sem vonlegt var, því að hinir gömlu forvigismenn í fánamálinu og þeir, sem þeim fylgdu dyggilegast, börðustu áfram drengilega fyrir bláhvíta. fánanum, en nú þótti mörgum ýmsir agnúar á þvi, að hann yrði framtiðarfáni Islands. Því var haldið fram, að hann væri of líkur siglingafána, Grikkja og mjög var því haldið á loft, að illt væri að greina sundur bláhvitan fánann og þjóðfána Svia, sem eins og kunnugt er, hefur gulan kross á bláum feldi. Danakonungur „griskari en Grikkir". Um þetta segir í Andvara- greininni: „Utanríkisráðherra Grikkja lýsti. yfir í bréfi tii fánanefndarinnar, sem skipuð hafði verið, að gríska stjórnin hefði ekkert við það að athuga, þó að Islendingar löggiltu blá- hvita fánann, en Danakonungur reyndist griskari en Grikkir. Honum fanst sér bera skylda til, að vernda fána frænda síns Grikkjak., &em var nokkru líkari bláhvíta fárianum en siglingafáni Grikklands, sem raunar var hon- um ólikur." Styrkjum gott máiefni. Eins og venjulega leitar Rauði krossinn nú til almennings á þeim stöðum, þar sem deild- ir félagsins eru starfandi_ og heitir á menn að veita því stuðning. Félagið beitir sér fyrir margvíslegum . mann- úðarmálum, sem óþarft er að rekja hér, því að það hefir verið gert síðustu daga í blöðum og útvarpi til u3 minna á það og þann da',', öskudaginn_ sem það hofir valiö sér til fjársöfnunar. Það væri að bara í bakkafullan lækinn að telja hér upp störf_ sem Rauði kross- inn vinnur. En þegar á það er iitið, að bifreiðar félags- ins fóru nærri 4000 sjúkra- flutninga á síðasta ári og á þriðja hundrað börn dvöldust í sveit á vegum þess á síð- asta sumri — og annað sé ekki talið — þá eru þeir nokkuð margir, sem hafa haft einhver persónuleg kynni eða not af þjónustu félagsins. Þeir munu kunna að meta störf þess, og vilja vöxt þess og viðgang. Mcnn geta sýnt stuðning sinn við Aðalfimdur Bindindisfékigs ökumanna var haldinn laugar- dagrimi 2. marz s. 1. Formaður skýrði frá starf- semi félagsins á s. 1. ári, en helztu framkvæmdir voru stofn- un deildanna á Akranesi, Akur- eyri, í Hveragerði og Húsavík, ennfremur aksturskeppni fé- lagsins og gluggasýning í sýn- ingaglugga Málarans. Félags- mönnum hafði íjölgað á árinu 1956 um því sem næst 160%. Mikið var rætt um bílatrygg- ingamál félagsmanna. Bræðra- félögin í nágrannalöndum okkar tryggja sjálf bíla félaga sinna með mun hagkvæmari kjörum en önnur tryggingafélög veita, og hafa þó getað borið sig. Voldugt bræðrafélag B. F. Ö. utanlands lánaði félagi i öðru landi stórfé til að koma af stað eigin tryggingum. B. F. Ö. hefur borizt til eyrna, að ef til vill stæði því sömu kjör til boða frá þessu mikla félagi. Allt þetta verður athugað nánar, enda brýn nauðsyn á, þar eð félagið telur að meðlimir þess eigi yfir- leitt. að njóta beztu kjara, sem þekkjast um bílatryggingar. það' í verki i dag — styrkt félagið með því að kaupa merki þess. Fundurinn taldi, að framvegis bæri að stefna að því, að félagið yrði haft með í ráðum um opin- berar ráðstafanir í umferðarmál- um, þar eð það er eina félagið , hér á landi, sem fyrst og fi'emst hefur bætta umferð á stefnuská sinni. Rætt var nokkuð um nýtt öryggistæki fyrir bíla, sem fé- lagið telur að vel komi til athug- unar að hefja framleiðslu á. Að vori eða snemma næsta sumars verður stofnað lands- samband hinna ýmsu deilda B. F. ö. og ný lög samin. Var aðal- fundi frestað til þess tíma, enn- fremur stjórnarkjöri. — Hagur félagsins er góður. Skuldir, engar. Mjög mikill áhugi rikti hjá fundarmönnum og tóku margir til máls. ¦£ Brezka olíufélagið (British Petroleum Co.) hefur til at- hugunar mikla áætlun um smíði olíuskipa. Áður hafði verið tilkynnt, að félagið myndi láta smíða 23 olíu- skip 32.000—42.000 smálesta fyrir um 52 milljónir stpd. 17 skipanna skyldi smíða í Bretlandi og 6 á ítalíu. — Nú er áformað að smíða 60 þús. smál. olíuskip. Friðrik VIII. og' blá- hvíti fáninn. Sú saga er sögð, að Friðrík konungur VIII hafi sagt, er hann sá bláhvitu fáriana á Þing völlum 1907: Þetta ætti nú við hann bróður minn. Var þessu mjög á lofti haldið af sumum Heimastjórnarmönnum, en úr þeim flokki munu þeir haía verið sem vildu breytta gerð fúnans, en landvarnarmennirnir héldu fram bláhvíta fánanum. Lagt á konungsvald. „Á þingi var það ofari á", segir i Andvaragreininni, „eftir allmikið þjark, að lagt væri á vald konungs, hvort hann stað- festi blálivíta fánann eða aðra gerð, þar sem rauður kross var settur inn í þann hvíta Konung ur kaus síðari gerðina, eins og menn höfðu raunar búist við". Vonbrlgði mörgum. Ekki þarf . að taka fram, að þessi afgreiðsla var f.iölda mörg um Islendingum vonbrigði, ekkt aðeins vegna þess að hér var aðeins um staðarfána, heldur og vegna þess, að bláhviti fáninn var sá fáni, sem frá upphafi var barist fyrir, var löghelgaður á Lögbergi, hann var fáni með þjóðlitum Islands (það hefur rauði liturinn aldrei verið) og það var til bláhvíta fánans, sem fánasöngur Einars BenediktS' sonar var orktur til, og átti hið þróttmikla og fagra ljóð hans mikinn þátt í að vekja þjóðina

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.