Vísir - 12.03.1957, Blaðsíða 5

Vísir - 12.03.1957, Blaðsíða 5
.Þriðjudaginn 12. marz 1957 VfSl* 5 N.deild hefur afgreitt frv. um afurðasöluna. Frumvarpið fer nú tii Efrideildar. Neðri deild lauk í gær af- greiðslu stjórharfrmnvarpsins um sölu og útflutning sjávar- afurða .o>. fl., sem verið hefur til imiræ'ðu þar að undanfömu. í frumvarpinu var gert ráð fyrir að 1. gr. hljóðaði svo: „Ráðherra sá, er fer með sjávarútvegsmál, skipar þriggja manna nefnd, sem nefnist út- flutningsnefnd sjávarafurða. — Jafnframt skal skipa vara- menn. RáðheiTa skipar formann nefndarinnar. Með samþykki ráðherra get- ur útflutningsnefnd sjávaraf- urða ráðið sér fulltrúa til þess að annast dagleg störf svo og' aðstoðarfólk, eftir því sem nauð syn krefur.“ Eftir að felld var tillaga frá Pétri Ottesen og Sigurði Ágústs syni um að vísa frv. í heild frá rökstuddri dagskrá, fluttu þeir breytingartillögu um að grein- in yrði ox-ðuð þannig: „Sameinað Alþingi kýs hlut- bundinni kosningu til tveggja ára í senn þrjá menn í nefnd, sem nefnist útflutningsnefnd sjávarafurða. Jafnmargir vara- menn skulu kosnir samtímis og á sama hátt. Nefndin kýs sér formann. Með samþykki ríkisstjórnar- innar getur útflutningsnefnd sjávaraíurða ráðið sér starfs- menn eftir því, sem nauðsyn krefur.“ Enn fremur fluttu þeir tví- menningarnir breyt.till. við 2. gr. frvT., og miðaði hún einnig í þá sömu átt, að einstökum ráðherra yrði ekki falið alræð- isvald í þessum mikilsverðu málum, heldur hefði ríkisstjörn in öll og alþingi þar nokkuð um að segja. Breytingartillögurnar voru felldar með 15 atkv. gegn 11, og frv. endanlega samþykkt í deildinni með 17 atkv. gegn 10, og íer nú til Efri deildar, Trípólíbfó: Berfætta greifa- frúin. • Þetta er ein af þeim kvik- myndum_ sem virðist eiga fyrir höndum alilánga sigurgöngu. Vakti hún mikla athygli fyrir margt, er hún kom fyrst fram, og er stcðugt sýnd við mikla aðsókn. Hjálpast þar margt að. t •Krikmyndin er í öllu vel gerð traustlega byggð frá grunni,1 sviðestning óvanaleg og sum- staðar heillandí, snjall leikur. Efnið virðist manni á stund- um ,,reyfaralegt“ en öðrum ■þræði með töfrandi harmblæ og allt fær á sig ljóma listar- innar, af þvi að snillings hend- xir hafa um fjallað. Með helztu hlutverk fara Ava Gardneiý Edmond O’Brien^ Humphrey Bogart, Rozzano Brazzi. Kvik- myndin er til orðin fyrir banda 'rískt-italskt samstarf. Sá, er bessar línm' ritar, sá hana ery •lendis fyrir rúmu ári, og nú ■aftur og þótti jafnmikið til koma. — I. 100 þtísund á ffórðungsmi5a. í gær var dregið í 3. flokki í Happdrætti Háskóla íslands. Bregið var um 636 vinninga að upphæð 835 þúsund krónur. Hæsti vinningurinn, 100 þús. kr., kom á miða nr. 9586, sem er íjórðungsmiði. Þrir hlutirn- ir eru í umboðinu í Vestmanna- eyjum en einn hlutinn í Flatey. 50 þúsund króna vinningur- inn kom á miða nr. 10151, sem er heilmiði í umboðinú á Vesturgötu 10, Rvik. 10 þúsund króna vinningar komu á nr. 8027, fjórðungsmiða á Akureyri, Ólafsfirði_ Stykk- ishólmi og Eskifirði; á nr. 22504 sem einnig er fjórðungsmiði, þrír hlutirnir seldir í Reykja- vík og einn í umboðinu á Keflavíkurflugvelli og á miða nr. 30404, sem er heilmiði seld- ur í umboðinu í Bankastræti 11. — 5 þúsund króna vinningar komu. á miða nr. 962. 9561, 20526 og 25562. — 5 þúsund króna aukavinningar komu á miða nr. 9587 og nr. 9535. Hér sjást tveir litlir drengir, ungverskir og á líku reki. Annar hefnr komizt með forcldrum sínum til Englands, þar sem fjölskyldan býr í skátalieiinili hjá Lyndliurst. Hin er af dreng,, sem fengið hefur matarskanimt á vegum útlendra Rauða kross-félaga, er reyna að lina þján- ingar landsmanna. — Það er auðvelt að sjá, Iivorum líður betur. . f ÍÍMCÍÍ IÞ&sbms ís Grœsslassdi. • Kenneth Anies, brezkur fréttarritari, símar frá Leip- zig, að nýjasta rússneska bfíreiðin, Volga, sé sýnd á vörusýningiumi þar — og líkist í öllu bandariskri bif- reið, sem fyrst koni fram á markaðinn 1954. Margrét IMagnúsdóttir, Þóra Borg og Sverrir Guð- mundsson. Líkreeningjar vilja þeir véra, hvort sem þeim er það einnig kappsmál að heita svo. Sú var tíðin, að Islendingar urðu með þögn og þolinmæði að þola Dönum það, að þeir græfu upp bæi, kirkjur og kirkjugarða íslendinga á Græn- landi ög fluttu hvern nýtilegan hlut þaðan tíl Kaupmannaliafn- ar. En í frosinni jörð á Græn- landi hafa márgir hlutir vel varðveist. Á þennan hátt hafa Danir komið sér upp alveg ein- stæðu safni fornminja varðandi hina norrænu fornöld, og sér í lagi um líf Islendingá i forn- öld. Dönum er vel l.jóst verð- mæti slíkra einstæðra safngripa. Ekki vantar það, að íslenzkir menn liafi mótmælt þessu æru- lausa framferði Dana í islenzku Iandi. En hvað hafa forustu- menn þjóðar vorrar og stjórn lands vors gert til þess, að stöðva þennan ósóma? Síðan Sambandslögin féllu úr gildi, virðist þjóð vorri hafa verið i sjálfsvald sett að hefja sókn i Grænlandsmálinu, og síðan þá hefir verið til alþjóð- legt dómsvald, þar sem lítil- magninn getur leitað réttar síns til jafns við hinn sterka. Enginn veit hversu lengi þetta alþjóð- lega dómsvald stendur lítilmagn- anum til boða. Og ef til vill verður það aðeins til bráða- birgða, likt og leiftur um nótt. Því er þetta gullna tækifæri ekki gripið fegins hendi? Danir myndu vera sjálfum sér líkir, ef þcir liefðu ekki notað sér þessa uppgreftra- og likrán á Grænlandi til stór- felldrar sögúfölsunar og ófræg- ingarherferðar gegn Islending- um, þeim til tjóns, hnjóðs og forsmánar. Þessi líkrán og ófrægingar- herferð er meginuppistaðan í því, sem Danir kalla „Nordbo- forskning". Með henni eru þeir vel á vegi með að afmá þaö úr meðvitund alheimsins, að Islend- ingar hafi búið á Grænlandi, eða að nokkur þáttur sögu þeirra haíi gerst þar eða í Vest- urheimi. ■ Og hvergi má nefr.a íslendinga með þeirra rétta nafni. í þessum „dönsku visind- um“ er nafni þeirra bæði beint og beinlínis afneitað og stað- hæft með „rökum“ að hið rétta nafn þeirra sé „Nordboer“. Það er einungis þegar Dan- mörku sjálfri kemur það \’el og Danmörk getur ábatast á því, að danska ríkisstjúrnin sjálf og uniboðsmenn hennar lýsa því í orði og verki hátt og heilaglega yfir, að Grænla-nd liafi verið . liliiti íslenzkra þjóðfélagsins | allt aftiu- á vikingaöld, svo sem | var 1814—1819, er þeir létu j Grænland fýlgja fslandi undir j krúnu Noiiegs undir lcriinu Daunierkur, og aftnr nú á þingi 1 Sameinuðu þjóðauna 1954, er! stjórnin í Kaupinannaliöfn vildi losiui utidan þeirri skyldu, að ! gefa ritara S. Þ. skýrslur um Grænland framvegis, og fékk það samþykkt í 4. nefnd S. Þ. á þessum forsendum. Þeksa nefndu, íslenzkú réttarstöðu Grænlands birti svo danska utanríkisráðuneytíð, heima. fyrir i yfirlýsingu sinni dags 27. nóv. 1954, til jiess að bæla niöur inn- lenda gagnrým á því, sem fram lór á þingi S. Þ. þetta haust. Frá þessmn yfirlýsingum sín- um, bæði í orði og verki, fær danska ríkLsstjórnin aldrei losað sig. Hún er og verður eilil'Iega af þeim bundin. Hin ærulausu líkrán Dana á Grænlandi koma nú sem uppbót á fyrri -viðskipti þeirra við hina islenzku þjóð: kaupþrælkun, siglingabann, innlimunartilraun- ir og fjötrun með öllu móti, hungurkúgun, fjárpind og rán, og nú síðast löglaust. hald hand- j rita vorra og margs annars sem hér er ekki rúm upp að telja. | Þeir ætla lengi að reynast samir við sig. Skyldi jafnvel þeim „stór- mannlegu þjóðræknismönnum" vorum, sem ekki geta sætt sig við annað en, að íslendíngar séu réttlaus þjóð, og rausa og krota sýknt og heilagt um, að íslendingar eigi „siðferðilegan rétt“ til handritamía, undirstrik- andi þar með, að rétt til þeiiTa eigi Island ekki, þó samt ekki finnast, að þessi líkrán Dana á Grænlandi og ófrægingar- og .sögufölsunarstarf þeirra í sam- bandi við þau, komi eitthvað á kant við þetta siðferðislögmál, sem þeir kannast við? Aðgerðarleysi íslenzku lands- stjórnarinnar gegn þessum danska ósóma og mörgu öðru íramferði Dana á Grænlandi er margfalt háskalegra en aðgerð- arleysi vort í handritamáinu. Fyrst og fremst er þetta svo af því, að aðgerðarleysi vort gegn. ósæmilegu íramferði Dana á Grænlandi felur í sér þann háslca, að svo verði litið á, að í þvi felist sönnun fyrir því, að Island sé búið að gefa Grænland upp, sé búið að henda því á haug og vilji ekki lengur eiga það. Væri svo illa komið, ætti ísland ekki lengur nokkurt til- kall til Grænlands. Og gæti þá skilnaður íslands og Grænlands \arla orðið með meiri vansæmd oss til handa. Uppgjöf er sú einasta rök- semd, sem hugsanlegt er að Danir beri við að íæra fram sem sönnun fyrir því, að Island sé búið ao glata eignar- og yfir- ráðarétti sínum yfir Grænlandí. Til viðbótar afskiptaleysi Is- lands af Grænlandi munu Danir benda á skrif vina sinna hér á landi. Danir munu og benda á sögufalsanir þær varðandi Grænland, sem er að finna í svo til öllum íslenzkum kennslu- Húsmæðrakennaraskót- inn veróur ekki fiuttur. Fellt var í efri deild í gær aði flytja Húsmæðrakennaraskóla íslahds til Akureyrar. Húsmæðrakennaraskólinn er, eins og sakir standa_ algerlega. húsnæðislaus, og höfðu þm. Ak- Umræður um frumvarpið uröu miklar, en það var að lok- um fellt með 6 atkv. gegn. 4. ureyrarkaupstaðar flutt frum- varp um að heimila ráðherra að velja skólanum staö. Var það gert með þáð fyrir augum, aS hann yrði framvegis rekinn í húsi Húsmæðraskóla Akureyr- ar, sem lagður var niður fyrir nokkrum árum vegna dræmrar aðsóknar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.