Vísir


Vísir - 25.03.1957, Qupperneq 10

Vísir - 25.03.1957, Qupperneq 10
10 VlSIR Mánudaginn 25. marz 1957 • • • • • • • • i • • ANÐmE3MARMR EFTIR • • • • • IU TII MOORE • • • • • • • • • • • • • Um leið og hann ^kk fram hjá svefnherbergisglugganum sá hann út undan sér smetsið á Jenny gegnum regnvotar rúð- urnar. — Hæ, Jenny! hrópaði hann. — Hvar er Pipar? Hún hafði áreiðanlega heyrt til hans, ®n hún kom ekki aftur fram að glugganum. Tar»a var skrítkS. — Heyrðu! kallaði Natti. — Segðu Piper, að ég hafi fundið vagninn hans hér uppi á veginum. Það lítmr fyrir að krakkar hafi hnuplað honum. Ég kom með hann. Ekkert svar innan úr herberginu. Nat lagði af stað niður til Cowrie Cove. Þaðan hafði Eddi labbað heim til Pipers, náð í vagninn og farið með hann ofan eftir. Og skyndilega datt Natta í hug, að Piper væri þar necfcra, Nat lagði af stað niður til Cowrie Cove. Þaðan hafði Eddi labbað heim til Pipers, náð í vagninn og farið með hann ofan eftir og skyndilega datt Natta í hug, að Piper væri þar neðra, þangað hefði hann fyrst rakið förin. Og ef til vill hefði hann nú fundið bát Edda. Hann tók að hlaupa ofan vegínn. Hann sá Piper fyrr en Piper hann. Hann gekk þreytulega upp veginn með byssuna sína. Natti beið þangað til hann var kominn nærri. Þá kallaði hann: — Hæ, Piper! Piper hrökk við. Hann stökk út af veginum, horfði ráðvilltur kringum sig og miðaði svo byssunnni í brjóst Natta. — Hvað! sagði Natti undrandi. — Hvað gengur að þér? Það er bara ég. — Ég sé hver það er. Piper lét byssuna síga, en beindi hennij þó að Natta. — Jæja, beindu þá byssunni í aðra átt, sagði Natti óþolin- móðlega. Ég' gæti hvort eð væri verið búinn að ráða niðurlög- um þínum tvisvar, áður en þú gætir hleypt úr henni skoti. Þú lítur út, eins og þú sért dauðhræddur. — Ég er ekki hræddur. — Ef þú ert það ekki, þá ertu að minnsta kosti mjög skrítinn. Bæði þú og Jenny hagið ykkur einkennilega. Hún faldi sig fyrir mér. Hafa mér vaxið horn? I — Þú getur haft bæði horn og klaufh’ fyrir mér, sagði Piper og tók að ganga í sveig fram hjá Natta, en sá síðarnefndi horfði á hann með undrun. — Það er engin ástæða fyrir þig að vera reiður við mig út af vagninum. Ég fann hann uppi á veginum og gerði þér þann greiða að draga hann heim til þín. Það er allt og sumt. Ég skildi hann eítir hjá vagnskýlinu þínu. Ég býst við, að einhverjir strákar hafi hnuplað honum. — Það virðast hafa verið stórir strákar, sagði Piper og benti á sporin. j —Það veit ég ekkert um, sagði Natti. — Ég bara fann hann. Það er allt og sumt. Ég ætla að labbað niður að víkinni og vita hvort ég kem ekki auga á fugl. ' Piper var nú kominn fram hjá honum á veginum. Hann hélt áfram að smokra sér burtu og bilið stækkaði milli þeirra. — Það eru engir fuglar þar neðra, sagði hann. — Það er talgangslaust að fara ofan eftir. Hafðu þig heim. — Nú, hver fjandinn er þetta? hreytti Natti út. úr sér. Hon- um fannst hami vera búinn að fa nog. Hvað er eiginlega að þér gamli göltur? En eitt er víst. Vagninn þinn skal fá að grotna niður áður en ég ek honum heim til þín aftur. Natti var orðinn fokreiður. Fjandans klaufi gat hann annars verið að muna ekki eftir þessu með stóru sporin. Hann sneri baki að Piper og lagði af stað niður að voginum. Þegar hann var að komast í hvarf, heyrði hann Piper kalla eitthvað. 1 — Hvað viltu? kallaði Natti án þess að snúa sér við. — Ég vil ekkert hafa með þetta að gera, kallaði hann. — Ég var bara að leita að vagninum mínum og reyndu að halda þig frá húsinu mín,u, þú og þitt hyski. Hann sneri sér við og steytti hnefann ógnandi. Natti leit við og stóð og hoffði á eftir honum. Þetta var ein- kennilegur og óskiljanlegur fjandskapur. piper hafði séð eða heyrt eitthvað þarna neðra. Og hann vissi að Natti var á einhvern hátt tengdur við það. Ef til vill hafði hann séð til Edda í gærkveldi. Og í myrkri erum við Eddi líkir. En Eddi var kominn með slíegg. Hvar, sem það var, sém'Piper hafði séð, þá kafcíl það gert hann hræddan. Eða eitthvað var það. Vegurinn skiptist nú í þrent hjá stórum hól. Aðalvegurinn lá beint niður að ströndinni og mteð fram sjónum. Svo lá gata til vinstri út á skóglendi eitt. En þriðji vegurinn, sem var rakur og sendinn, lá niur að Cowrie-vogi. Natti fór fullhratt og lenti út í vatnið. Það var varla nema ein leirhola hér og hann þurfti endilega að lenda í henni. Sem betur fór hafði hann haft vit á því að fleygja frá sér byssunni. Cowrie Cove var lítill vogur. Það var flóð núna og talsverður öldugangur. Það var því lítil sandræma við sjóinn. í norð- vesturátt var hár bakki og hinum megin við hann var flæði- engi, sem náði langt inn í landið. Vogurinn hinum megin við Cowrie-eyju var breiður, en grunnar, nema állinn. En það varð að þekkja álinn. Vita hvar hann var. jæja, Eddi þekkti álinn vel. Pabbi hafði kennt honum það og þeim Natta báðum. Natti, Eddi og pabbi höfðu fiskað og veitt á þessum slóðum. Þeir höfðu veitt fisk, skotið endur og veitt mink og moskusrottur í gildrur á þessum slóðum. Þeir þekktu líka — og engir betur, stígina þrjá, sem lágu gegnum ílæðilandið. Vogurinn sjálfur var óvenjulega djúpur. Þangað barst enginn sendur og þar var hægt að leggja freigátu, ef skipstjórinn hefði ratað inn álinn. Það var ágætt að lenda þar fyrir þann, sem vildi dyljast, eins og Eddi. Natti hugsaði með sjálfum sér, að ekki myndu 'allir þora að sigla inn álinn að næturlægi. Bátur- inn hlaut að vera hér einhvers staðar. En þar var enginn bátur sjáanlegur. Hvergi. Hann sá aðeins móta fyrir voginum. Ekkert sást á ströndinni nema stöku rekatré. Hann gekk fram með allri ströndinni. Ef til vill hafði Eddi, vegna þreytunnar, gleymt að festa bátinn og hann síðan rekið burtu. En, bíðum við. Sumt af amn- um á fótum Edda hafði áreiðanlega verið úr flæðilandinu. Hann hafði því sennilega farið með bátinn upp í Salt mýrarlæk. Vissulega! Kjáni gát hann verið að láta sér ekki detta þetta í hug. Eddi hafði svo þungan farm, að það var fckki hægt að flytja hann upp brattan bakkann upp frá voginum. Haim hlaut að hafa farið upp ána og lent þeim megin, sem fenin voru. Natti starði á ármynnið. Það var mjög grýtt og strendur þess klettóttar og þarna við ármynnið myndaðist næstum því foss. Nat hafði alltaf haft gaman af að athuga skipti flóðs og fjöru við Salt mýrarlæk. í fyrstu lá vatnið spegilslétt, en svo fór það að hreyfast, þangað til það varð ein hringiða. Natti gekk fram með voginum og klifraði upp ldettana við ármynnið því næst gekk hann upp eftir flæðilandinu. Þar kom hann auga á för. En allt í einu þrutu sporin, eins og sá, sem förin voru eftir, hefði orðið uppnuminn. Fyrst hélt Natti, að hann væri orðinn geggjaðui’. Svo sá hann allt í einu, hvað hafði skeð. Einhver hafði tekið flatan planka eða eitthvað þess háttar np lapt vfir sDorin. Það hafði verið gengið á plankanum þangað ev m i JLo k.vö«hd*v*ö»k«u»n*n*i Læknirinn spyr sjúklinginn: „Hvernig er það? Ef eg teldi uppskurð nauðsynlegan, mund- uð þér þá geta borgað?11 Sjúklingurinn svarar: „Má eg spyrja yður læknir> góður: Mynduð þér telja upp- skurð nauðsynlegnn ef eg gæti ekki borgað?“ Tvær leikkonur ræddu sam- an, önnur ný’llöi, sem vaa- rétt að byrja að spreyta sig á leik- listinni, en hin roskin og reynd. Þær ræddu um heima og geima, fyrst um leiklist, síðan um stutta og síða kjóla og loks snerist samtalið um það, «em allar konur tala run: Karlmenn. „Eg er sannfærð um það,‘* sagði sú unga, „að þegar allt kemur til alls, þá eru það hirt andlegu verðmæti konunnar, sem maðurinn gengst fyrir að lokum.“ „Má vel vera,“ sagði sú eldri og brosti um leið biturlega^ „en mér hefir alltaf virzt, sem karlmennirnir korni venjulega seint auga á andlegu verðmætin. Ef til vill vantar þá líka smá- sjá. I fínu gistihúsi i Los Angeles bar það við fyrir nokkru að ung stúlka kom þangað inn og bað um að mega bíða eftir unnusta sínmn, sem bjó í gistihúsinu, en var ókominn heim. Stúlkan átti vanda til höfuðverkjar og fann til hans einnig að þessu. sinni. Hún tók því upp asperin- töflu úr tösku sinni og gleypti. En starfsmaður gistihússins, sem var þarna nærstaddur taldi, að stúlkan myndi hafa gieypt eitur, og þar sem slíkt gat komið óorði á hið ágæta gistihús, ef stúlkan fremdi. sjálfsmorð í biðsal þess, kallaði hann á lögreglu í skyndi. Og' þá tjóuðu mótmæli stúlkunnar í engu, heldur var hún dregin nauðug viljug inn í lögreglu- bíl og ekið með hana á ofsa- hraða til næsta sjúkrahúss. Þar var ólyfjanin dæld upp úr henni, en þá kom í ljós, að stúlkukindin hafði sagt satt, og nú er heiður gistihússins orð- inn næsta vafasámur. C. <2. Bunouqki — TARZAN — 2323 þarna útiiú miðri eyðimörk- unni ógurlegt karlljón í' vígahús og virti fyrir sér með grænum aug'um auðvelda bráð. , . Þau þutu út í myrknð á hinum fráa gæðingi eins hratt og hann gat farið. og .þegar þau hugðust vera úr- allri hættu námu þau staðar. Þá

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.