Vísir - 28.03.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 28.03.1957, Blaðsíða 4
VÍSIR Fimmtudaginn 28. marz 1957 Medalhiti í febrúar aöeins 1 st. undir meðallagi. Úrkoma var mjög misjöfn eftir landshlutum. WISI3R D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimna línux)' Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala kr. 1,50. Félagsprentsmiðjan h.f. Við hvað er átt? Fyrir nokkrum dögum var eitt af bloðum bæjarins að bolla- leggja um það, að Svisslend-- ingar væru um ýmislegt fyr- irmyndarþjóð, og sagði með- al annars þetta um þá: „Sú venja hefir haldizt þar lengi, að þar hafa allir aðalflokk- arnir átt fulltrúa í ríkis- stjórninni. Vissulega væri æskilegt. að smáþjóð eins og íslendingar gæti tekið sér slíkt fordæmi til fyrirmýnd- ar og sóaði ekki kröftum sínum í neikvæðar deilur. En til þess að svo geti orðið, mega einstakir flokkar ekki þjóna fyrst og fremst óheil- brigðum sérhagsmunum eða vera undir áhrifum erlendra aðila.“ Þetta er vissulega alveg rétt. en menn munu víst ekki hafa átt von á því, að Tíminn tæki þannig til orða. því að flokk- ur hans er einmitt mjög sek- ur um það, sem þarna er á drepið. Framsóknarflokkur- inn hefir til dæmis Ieikið það nokkrum sinnum, þegar ! hann hefir verið í ríkisstjórn, að finna upp misklíðarefni, ! .. búa til deilur, í þeirri von, ! að þær gætu orðið til þess að bæta aðstöðu hans meðal kjósenda í landinu. Hann hefir vakið neikvæðar deil- ui', sem hann telur einmitt, að smáþjóð eins og íslend- ingar verði að forðast! En nú er blað hans allt í einu farið 1 að fordæma slíkt framferði! Eennilega á Tíminn ekki við framsóknarmenn, þegar hann er að vandlætast á þenna hátt. Og heggur Tíminn ekki lika nærri sinum flokki, þegar hann fer að tala um útlendu áhrifin? Finnst Tímanum í raun og veru, að hann geti talað þannig, án þess að það verði skilið sem ávítur á Hermann Jónasson, sem fór rakleiðis til fjarstýrða flokksins, þegar kosningar voru um garð gengnar og bauð honum sæti í ríkis- stjórninni? Eða er Tíminn alveg búinn að skipta um skoðun á kommúnistum, sem hann hefir svo oft og lengi talið vera undir erlendum áhrifum? Það er hætt við. að einhver Tímamaður hafi vaknað við vondan draum. þegar hann gerði sér grein fyrir því, hvað blaðið hafði raunveru- lega sagt í þeim ummælum, sem hér hafa verið tilgreind. Undanfarið hefir verið litið á Tímann sem annað mál- gagn kommúnistaflokksins, því að erfitt hefir verið að átta sig á því, hvcrt har.n styddi frekar stefnu fram- sóknar eða kommúnista : ýmsum málum, að svo miklu leyti sem munur er á sjór.ar- miðunum. Nú virðist ein- hver, sem hefir ekki vérið troðið alveg í vasa kommún • ista, hafa getað komið nokkr- um orðum að, en varla getur hann fengið að skrifa þar lengi, nema framsókn sé að hugsa um að gefa kommún- istum reisupassann. Þess hafa hinsvegar ekki séú nein merki undanfarið, að hún uni sér ekki vel í flat- sænginni, og væntanlega reynir hún að halda i elsk- hugann eins lengi og unnt er, þótt hánn láti stjórnast af annarlegum hvötum. Þetta er nég! Skaítfríðindi sjómönnum til handa hafa verið mikið til umræðu í vetur, því að ríkis- stjórnin hefir íagt fram til lögu um þau, en aðrir ’eyí't sér að gera breýtingartilbig- ur til þess að auka þau. Hafa sjálfstæðismenn bent á það, að ef starf sjómannsins á að vera raunverulega eftirsókn arvert sé nauðsynlegt að búa svo um hnútana. að eftir einhverju sé að sækjast. Ftjórnarflokkarnir hafa hins- vegar tekið þá ákvörðun, að það, sem þeir hafi ákveðið í þessu máli, sé alveg nóg og þá er vitanlcga rétt að fella allar tillögur, sem ganga lengra. Eru jafnvel helztu , „baráttúmenn verkalýðsins“ sendir fram á vigvöllinn til þess að mæla gegn því, að þessi hluti verkalýðsins njóti meiri fríðinda, og hlýtur slíkt að vera ánægjulegt og lofs- vert hlutverk í augum rétt- trúaðra. Aðalatriði málsins er hinsvegar það, að gerð verði skynsam- leg breyting á skattalögun- um, svo að allir menn geti lifað sómasamlega af tekjum sínum, og þar verði jafn- framt tekið tillit til þess, hvort þjóðin telur eitt starf öðru mikilvægara eða ekki. Framsóknarmenn hafa hins- vegar verið manna erfiðastir í .þeim efnum, svo að það er skiljanlegt, að stjórn þeirra skuli rísa gegn öllum fríð- í febrúar var veðráttan eftir- minnilega tilbreytingalaus, eins og einn athugunarmaður Veður stofunnar á Vestfjörðum orðar það. Fyrstu dagana var áttin dá- lítið breytileg, en síðan hefur rnátt heita óslitin norðaustanátt. Stöku sinnum hefur hann hall- að sér meira til austurs eða norðurs, en jafnan lagst aftur í norðaustanátt innalr-stundar. En þrátt fyrir þessa norðaust- annæðinga hefur frostið verið vægt, og meðalhitinn í mánuð- I inurn var ekki nema rúmlega einu stigi lægri en í meðal- febrúar. Á Akureyri varð mán- aðarhitinn —3.4 stig, en —1.5 í Reykjavík. Einna kaldast varð aðafaranótt þess 16., þá komst frostið í 17 stig í Reykjahlíð við Mývatn. Sennilega hefur úrkoma mán aðarins verið mun minni en venjulegt er í landinu í heild. En slíkur samanburður er þó gagnslítill, því að úrfellið var ákaflega breytilegt eftir lands- hlutum. í hafáttinni norðan lands og austan var sífelldur snjóhreytingur og stundum all- mikil snjókoma. Á Húsavík eru taldir 4 sólarhringar úrkomu- lausir. Þar var mánaðarúrkom- an 105 mm, þrefalt meiri en í meðalári og nær eingöngu snjór. Á Akureyri mældust 80 mm, 2svar til 3svar sinnum meira en í meðalfebrúar, 38 í Reykjahlíð og 43 á Sauðárkróki. Ekki voru nein veruleg hvass- viðri norðan lands, og þess vegna lagðist snjórinn fremur jafnt, og varð tiltölulega lítið um djúpa skafla. Færðin var að sjálfsögðu slæm, en þó kannske ekki eins og við mátti búast eftir snjókomunni. Að sjálf- sögðu voru mikil dimmviðri fyr ir norðan, og' sá sjaldan til sól- ar. Veðraskilin voru urn Vest- firði, þannig að á Ströndum var sama veður og austar á Norð- urlandi, en sunnan við Djúp fór heldur að draga úr snjókomu, og á Suðureyri var hún heldur í minna lagi, 66 mm. En þar var fyrir allmikill snjór frá janúar. — Þegar sunnar dró, minnkaði snjókoman mikið, og var mjög þurrviðrasamt og bjart veður um Vestur- og Suð- vesturland. Skýrslur hafa ekki borizt frá Suðausturlandi eða Austfjörðum, en þar mun snjó- koma hafa farið vaxandi eftir því sem austar og norðar dró. í Reykjavik mældust 27 mm, en 12 inn við Elliðaár, 12 á Jaðri í Hrunamannahreppi, en 19 í Síðumúla og 8 á Lamba- vatni á Rauðasandi. Þetta er allt mjög lítið, viða aðeins 1/10 meðallags í febrúar. Þó var mán uðurinn harður í þessum hér- uðum. Olli því mest snjórinn frá janúar, sem var orðinn að hörðu hjarni. Þótt sólfar væri mikið, bætti það ekki úr, nægði í hæsta lagi til að lina snjóinn á dag'inn, svo að hann yrði enn- þá harðfrosnari eftir næstu nótt. Sólskinið í Reykjavík var 98 klukkustundir í mánuðinum, og er það mjög mikið, hefur þó stundum verið meira í febrúar á síðustu áratugum. Víða á Suður- og Vestur- landi var vindasamt í mánuðin- um, en gæftir þó allgóðar vegna hinnar sífelldu landáttar. Aftur á móti var þar aflatregða. Á Norðurlandi voru lakari gæftir. Að öllu samanlögðu verður þessi febrúar að teljast harð- ' indamánuður í sveitum, en gæft ir þolanlegar. _____♦_______ Parakeppni B.K. lokið. Parakeppni B. K. 1957 lauk á þriðjudagskvöldið eftir mjög spennandi og jafna keppni um efsta sætið á milli tveggja efstu paranna. Spilaðar voru fimm umferð- ir, og voru þátttakendur 56 pör. Átta efstu pörin eru þeSsi: Margr. Jensd., Jóhann Jóns- son 915 stig. Magnea Kjartansd., Eggert Benónýsson 904. Laufey Þorgeirsd., Stefán Stefánsson 872. Guðbj. Andersen ívar Andersen 869. Guðr. Guðmunds dóttir. Sveinn Helgason 868. Ásg. Einarsd., Brynj. Stefánss. 849. Laufey Arnalds, Gunnar Guðmundss. 848. Rannv. Þor- steinsd., Árni Guðmundss. 842 stig. Tvenndarkeppni Bridgefé- lagsins hefst nk. mánudag, og eru væntanlegir þátttakendur beðnir að skrá sig fyi’ir sunnu- dag hjá Eggert Benónýssyni. Hin árlega keppni Bridgefé- lagsins, milli austurbæjar og vesturbæjar, verður spiluð í Skátaheimilinu nk. sunnudag kl. 1.30. Nóg er, segir stjórnarliðið. Rætt um skattfrádrátt sjómanna. Skattafrádráttur sjómanna var enn til uniræðu á fundi efri deildar í fyrradag. Komu þá til atkvæða bi’eyt- ingatillögur þeirra Sigui'ðar Bjarnasonar og Friðjóns Þórð- arsonar um raunhæfari aðgerð- ir í þessum efnurn, en frum- varp stjórnarinnar gerir ráð fyrir. indum, en sumir hafa senni- lega ekki búizt við hinu sama af „verkalýðsflokkunum“. I Höfðu tillögurnar verið til jathugunar í fjárhagsnefnd, en jfullti'úar stjórnarflokkanna þar ekki treystst til að veita þeirn stuðning. Gerði Eggert Þor- steinsson þá grein fyrir and- stöðu stjórnarsinna gegn tillög- unum, að frumvarpið í sinni upphaflegu mynd væri i einu og öllu sniðið eftir óskmn sjó- manna og hvers kyns breyting- ar á því væru af þeim sökum hrein svik við sjómamrastéft- ina! Eftirfarandi bréf liefur borLst fni „kaupmanni \ið Laugaveg": Kæra Bergmál, „Járnið skaltu hamra heitt“. Vil ég ekki láta hjá líða að skýi'a fi'á því, sem núna rétt áðan gei'ðist í vei’zlun minni. Nokki’ar prúðbúnar, ungai’ stúlkur á fei’mingaraldri báðu um að fá að skoða leðui’veski, sem mikil eftii’spui’n er að. Var þeim veitt hin lipi’asta þjónusta, en engin kaup voru gei'ð, en ég veitti því athygli, að ein stúlknanna kló- með það út úr búðinni. Bað ég tvær af stöllunum að bíða, en þær af stöllunum að bíða, en þær kváðust vera úr skóla hér í bæn- um, sem þær nafngi’eindu. Sendi ég þar næst aði’a þeirra út af örkinni* til þess að hafa upp á telpunni og veskinu. Kom hún að vörmu spori með veskið og hafði fundið það í porti í'étt hjá, því að sú sem hafði tekið það hafði hent því frá sér á flóttanum. Til viðvörunar. Tilgangur minn með þessurn línum er að benda afgi-eiðslu- fólki á þetta til viðvörunar, að hnupli unglinga í búðum. kunni að vera talsverð brögð, og því vei’ði að hafa betur gát á, þegar þeir koma i stórum hóp- um, yfii'fylla búðii’nar, þvæla af- gi’eiðslufólkinu sem mest þeir mega, en gei’a sjaldnar nokkui' kaup. Samantekin ráð? Oft virðist sem um saman tekin ráð unglinga sé að ræða, en börn og unglingar sem þannig haga sér ættu að athuga ráð sitt — gei’a sér ljóst, að þau , hafa stigið yfir mörk, sem þau ! ættu ekki að fara yfir. Mér þótti | leitt að standa pi’úðbúnar, ung- I ar stúlkur að þessu athæfi, en það vei'ður að segja hvei'ja sögu | eins og hún gengur. Reykjavík I 26/3. ’57. Kaupniaður við Lauga- ! veg.“ I .. Önnur lilið málsins. Unglingar hafa gaman af að fara í búðir, skoða hluti, spyrja um verð og þar fram eftir göt- unum, þótt auraráð séu kannske ekki til kaupanna. Þetta er mannlegt og skiljan- legt, enda munu þau fá lipra. ; afgreiðslu sem aðrir, og ekki ! amast við þeim, þótt engin séu kaupin gerð, komi þau kux’teis- lega og heiðarlega fi’am. Það gei'a þau vafalaust flest, en þau i sem haga sér eins og lýst er í , bréfinu ættu að hugsa vel sinn gang sjálfra sín vegna. Þau j munu komast að raun um, að ánægja er engin að illa fengnum hlut, og þau gætu með fram- ferði sínu vakið grunsemdir í garð saklausra. Það er önnur hlið á málinu. Sigurður Bjarnason og Jón Kjartansson deildu hart á full- trúa stjórnarflokkanna fyrir þessa afstöðu og bentu rétti- lega á að sjómenn mundu vissulega ekki hafa við' það að athuga, þó hlutur þeirra yrði bættur frekar en í frumvarp- inu væri kveðið á um. enda væri þar urn kák að ræða, sem ekki væri að vænta neins ár- angurs af. Atkvæðagreiðslur um tillög- urnar lauk þannig, að þær voru felldar með 7 atkvæðum gegn 5, og málinu vísað til 3. um- ræðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.