Vísir - 01.04.1957, Blaðsíða 3

Vísir - 01.04.1957, Blaðsíða 3
Mánudaginn 1. apríl 1957 VÍSTH S Þorsteinn Gunnarssono og Þorsteinn Ö. Stephensen í hlutverk- uin sínum í Browning-þýðingunni. Leikfélag Reykjavíkur: Hæ, þarna úti og Browning-þýðingin. Leikstjórar Jón Sigurbjörnsson og Gísli Halldórsson. Hversvegna eru menn örfhendir? * I bae einuan í Indónesíu ©ru 4000 menn örfhendir af 5000. Reykvískir leikhúsgestir áttu óblandna ánægjustund í Iðnó í fyrrakvöld, þótt tveir harm- leikir væru á sviðinu. Olli þar hvorttveggja: listræn viðfangs- efni, þrungin skáldskap, og af- burða frammistaða sumra leik- endanna. Leikfélag Reykavíkur frum- sýndi þar tvö leikrit einþátt • unginn Hæ, þarna úti! eftir William Saroyan, undir leik- stórn Jóns Sigurbjörnssonar og 3rowning-þýðinguna, eftir Terence Rattigan, undir leik- stjórn Gísla Halldórssonar. William Saroyan er Amer- ikumaður af armenískum ætt- um. Hann er mjög sérkenni- legur og frumlegur rithöfund- ur, en að því er eg bezt veit hefir ekkert verið þýtt eftir hann á íslenzku nema fáeinar smásögur. Þó hefir hann hlotið tvenn bókmenntaverðlaun í heimalandi sínu. Einþáttungurinn Hæ, þarna úti, gerist í fangelsi, innan og utan við grindur fangaklefans. Tilgangur höfundarins virðis' vera sá, að sýna réttarfarið i Suðurríkunum, múgæsingarn- ar og aftökur án dóms og laga. Aðalpersónurnar eru piltur og stúlka. Piitinn, fangann. leik ur Steindór Hjörleifsson af mikiíli innlifun. Fas hans og gervi er ágætt og raddbeiting prýðileg. í heild var þetta mik- ill leiksigur fyrir hann og irammistaðan honura til sóma. Stúlkuna, sem matreiðir í fang- elsinu, þegar einhver situr inni, leikur Margrét Guðmundsdótt- ir mjög smekklega með hóf- stilltu látbragði og viðeigandi mýkt og mildi, jafnvel um- komuleysi. í málrómi. Smærri hluverk, maður, ann- ar maður og kona. Valdimar Lárusson, Theódór Halldórsson og Sigríður Hagalín, gáfu ekk- ert tækifæri til leiks. Leikstjórn Jóns Slgurbjörns- sonar bar vott um smekkvísi og vandvirkni og þýðing Einars Pálssonar var á mjög liðlegu leikhúsmáli. Brownings-þýðingin, sjón- leikur í ein.úm þætti, eftir Ter- ence Rattigan, er talsvert veiga meira leikrit og margbrotnara í öllum sinum einfaldleik. Það hefir verið flutt tvisvar sinnum að mig minnir, i útvarp, svo að margir munu kannast við það, en ei að síður var gaman að sjá það á sviði. Þar kom nýr leikari fram í allstóru hlutverki, korn- ungur piltur, Þorsteinn Gunn- arsson, sem lék skólapilt, John Taplow og var ekki annað að sjá, en þarna væri þaulæfður og sviðvanur leikari á ferðinni. Þessi ungi piltur lofar sannar- legá góðu á leiklistarbrautinni, ef taka má frammistöðu hans í fyrrakvöld sem fyrirheit. Þarna var hvorki hik né fálm byrjandans, heldur vissi hann nákvæmlega, hvað hann var að gera og hvernig átti að gera það. Sem sagt: bráðefnilegur leikari með glansandi debut. Hér um bil sex af hundraði allra manna cru örfhendir; um tólf af hundraði eru jafnvígir á báðar hendur; en tuttugu og fjórir af liundraði þeirra, sem örfhendir eru, hafa átt við ýmsa sálræna erfiðleika að stríða. Hver er ástæðan? Vísindin geta ekki svarað því enn og margt er órannsakað í því efni. Þó hefir nokkuð miðað áfram í þá átt, að leysa þessa ráðgátu, og nýlega kom tilviljun til hjálpar. Ekki alls fyrir löngu var nefnd lækna frá alþjóðlegri stofnun á ferð um Malajalönd. Vísindamennirnir komu m. a. til hafnarborgarinnar Corontalo á Sundaeyjum í Indónesíu. Nefnd in átti að rannsaka hitabeltis- sjúkdóma, en hún rakst á þá merkilegu staðreynd, að af 5000 íbúum borgarinnar voru 4000 örfhendir. Kynslóð fram af kynslóð hefir það verið þannig á þessum slóðum. Var hér komið kærkomið tækifæri til að rannsaka nánar fyrirbær- ið um örfhenduna. Miðstöðvar öfugu megin. Hvernig stendur á því, að sumir menn nota vinstri hönd- ina, og hvaða þýðingu hefir það? Mannsheilinn er tvískiptur. I hvorum helmingi hans fyrir sig eru miðstöðvar, sem stjórna hreyfingu og skilningarvitun- um svo sem heyrn, sjón, ilman, smekk og tilfinningu. Hjá þeim, sem örfhendir eru, er hreyf- ingamiðstöðin öfugu megin í heilanum miðað við það, sem er hjá þeim, sem ekki eru örf- hendir. Þegar móðir heldur á barni sínu á vinstri handlegg, til þess að hægri höndin sé frjáls, leggur barnið hægri handlegg- inn um háls henni til að halda sér. Vinstri hönd barnsins er þá frjáls og barnið ber hana því meira fyrir sig, en þá hægri. Getur það verið, að barnið verði örfhent af þessu? Nei, því er ekki þannig varið. Er örf- henda þá kannske arfgeng? Því neita vísindamennirnir. Þeir skipta mönnum í fjóra flokka Menn, sem nota hægri höndina (HHH), menn ssm nota vinstri höndina (VVV), menn, sem eru jafnvigir á báðar hendur, en beita þá frekar þeirri vinstri (VVH) og loks menn, sem eru jafnvígir á báð- ar, en beita helzt þeirri hægri (VHH). Vitað er, að ekkert samband er á milli handa og fóta i þessu efni, né heldur augna. Örfhendur eða örfeygur. Þó maður noti frekar vinstri fótinn t. d. til að spyrna knetti, er hann ekki endilega örfhend- ur fyrir því. Þessu er eins varið hvað augun snertir. Þetta má reyna þannig: Haldið blýanti í útréttri höndinni þannig, að hann viti í beina línu á ein- hvern annan hlut og hafið bæði augun opin, þegar þér miðið. Nú lokið þér hægra auganu. Ef blýanturinn er enn í beinni línu við hlutinn, eruð þér örf- eygur. En aðeins annar hver örfhendur maður er líka ör- eygur. Um þriðji hver rétthend ur maður er örfeygur. Ef þér horfið í kíki og viljið helzt loka vinstra auganu eruð þér örf- eygur annnars öfugt. Reynt hefir verið að finna samband á milli skapgerðar manna og örfhendunnar. Ekki virðist það hafa borið neinn ár- angur. Margir miklir og frægir menn voru örfhendir svo sem: Lenardo da Vinci, Adolf Men- zel o. fl. og stríddu gegn örf- hendunni. Við vitum núna. að það er mjög óráðlegt að gera það og getur valdið alvarleg- um truflunum á sálarlífinu, ef barni, sem er örfhent, er bann- að að beita vinstri hendinni og þvingað til að beita þeirri hægri. Þessu er líkt farið með dýrin eins og með mennina. Sníglar, páfagaukar, hundar, fílar og mörg önnur dýr hafa verið rannsökuð í þessu efni. Menn hafa reynt að venja dýr af „örfhendunni", en það er vita tilgangslaust. Rannsóknum Corontalo er haldið áfram og vonandi fir.nst eitthvað, sem varpar ljósi á þessa ráðgátu. Forma&ur BúnaðarféEagsins segir frá RússEandsför. Fékk ekki þá ósk uppfyllta að koma á heimili samyrkjubænda! Hargrét Guðmundsdóttir og Steindór HjÖrleifsson í hlutverkum sínum í Hæ, þarna úti. Frank Hunter kennara lék Jón Sigurbjörnsson hófsamlega og smekklega, þar var hvergi of né van. Millie Crocker-Har- ris lék frú Helga Valtýsdóttir með miklum listrænum tilþrif- um og hafði ágæt tök á hlut- verkinu. En þó kom það í hlut Þorsteins Ö. Stephenscn í hlut- verki Andrew Crocker-Harris, að lyfta þessari sýningu upp í æðra veldi listrænrtar túlkunar. Frammistaða hans var hrífandi og hefir sjaldan sézt hér ann- ar eins leikur, enda var hon- um óspart klappað lof í lófa. Síeindór Hjörleifsson, Peter Gilbert, og Sigríður Hagalín, frú Gilbert, fóru laglega með lítil hlutverk, en síztur var Einar Ingi Sigurðsson í hlut- verki Frobister skólastóra. Leikstjórn Gísla Halldórs- sonar er með ágæturru og þýð- ing Bjarna Bencdiktssonar frá Hofteigi var áferðarsnotur. Karl ísfeld. I lok bændavikunnar var efnt til kvöldvöku í útvarpinii í fyrra- kvöld. Vakið hefur mikla at- liygli erindi, sem Þorsteinn Sig- urðsson bóndi á Vatnsleysu, formaður Búnaðarfélags fslands, flutti þar, um ferð til Ráðst.jórn- arríkjanna, en MÍB hafði verið svo liugulsamt að bjóða Iionum og fleirum til ferðalags um Rá ' stjórnarríkin til þess að kynna sér búskapinn þar. Erindi Þorsteins var, eins og vænta mátti frá honum, skýrt og skilmerkilega flutt, og menn fengu t. d. af því glögga liug- mynd um búskapinn á sam- yrkjubúunum, en liann gerði grehi fyrir kaupi og kjörum hins marga fólks, sem á búum þess- um er. M. a. kom eftirfarandi í ljós beint eða óbeint: Jafnvel kona sú, sem Þ. S. ræddi um, vegna furðulegra vinnuafkasta, en hún mundi hér hafa verið kölluð „tveggja manna maki“ fyrrum — býr í reyndinni ekki við nein kosta- kjör. IJún fær sína miklu vinnu vel borgaða og ýmiskonar verð- ]aun — en svo er hin hliðin á málinu, hvert geypiverð er á öllu, sem kaupa þarf. En þetta var afrekskonan. Fólki þessu virðist vera hjálpað á ýmsa vegu, m. a. ungum hjónum, að koma sér upp húsi, er þau gift- ast. En það talaði sínu máli að eirta ósk a. m. k. fékk Þ. S. ekki uppfyllta að koma inn á heimili bónda á samyrkjubúi. — þess gat hann siðar i erindi sínu, að kona hans heirna á Vatnsleysu hefði verið það ánægjuefni, að leyfa Rússum, sem þar komu, að ganga í bæinn og svipast þar um — og einnig að skoða fjósið, hvers þeir óskuðu. Þ. S. minntist annars á fjósin þarna á samyrkjubúunum, og kvað sig og félaga sína hafa furðað sig á hve flórarnir voru mjóir og kýrnar hreinlegar — og allt þar inni. En skýringin kom í ljós -— það voru sem sé konur i fjósinu dag og nótt, til þess að hirða jafnharðan allt sem kýrnar létu frá sér. Ekki vantar mannaflann þar og vinnutæknina. — Einnig minnt- ist Þ. S. á hreinræktuð kúakyn — sem öllum var þó ljóst, að voru ekki hrein. Þau voru höfð aðskilin á stórum ökrum — en aðskilinaðurinn framkvæmdur með því að hafa margt manna, til þess að halda hópnum að- greindum. Á Norðurlöndum mundi rafmagnaður vírstrengur hafa verið látinn duga sagði Þ. S. og allt þetta vinnuafl sparað. 50,000 elíorSyfjansyt- eíidisr í ÖSA. í Bandaríþjunum eru nú um það bil 50,000 eiturlyfjaneyt- endur. Þetta hefur komið fram á ráðstefnu um baráttuna gegn eiturlyfjunum, er situr á rök- stólum í Kaliíorníu. Flestir neytendurnir eru taldir innan við tvítugt, og það er áætlað, að þeir eyði um 250.000 dollur- um á dag til að kaupa eiturlyf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.