Vísir - 01.04.1957, Blaðsíða 6

Vísir - 01.04.1957, Blaðsíða 6
6 VfSIR Mánudaginn 1. apríl 1957 VKSIB. D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala kr. 1,50. Félagsprentsmiðjan h.f. íslenzk jólamerki í meira en hálfa öld. Safnarabók, „Islenzk jólamerki“ gefin út. Hættuleg fjármálastefna. „Bankastjórar íhaldsins neita að lána nokkurt fé til hús- næðismála“. Petta var aðal- fyrirsögnin á fremstu síðu Þjóðviljans síðastliðinn föstudag. Önnur fyrirsögn sama dag í sama blaði á iremstu síðu, hljóðaði svo: ..Ohjákvæmi- að skylda bankana með lög- um til að lána fé til íbúðar- húsabygginga.“ En svo kemur bað markverð- asta, sem taka verður til gi’eina, vegna þess að kom- múnistar eru nú í ríkisstjórn og' ráða mestu um stefnu hennar og aðgerðir. Félags- málaráðherra gaf þessa yfir- lýsingu: „Um afstöðu bank- anna vil eg segja þetta, að frá heim er auðsjáanlega einskis að vænta, MEÐAN ÞEIR ERU SJÁLFRÁÐIRA Þetta er yfirlýsing, sem gera má ráð fyrir, að stjórnin standi öll á bak við. Að öðrum kosti er ótrúlegt, að Hannibal hefði talað með slíkum valdsmannstón, að skipa bönkunum með lögum að láta fé aí hendi við stjórnina, eftir því sem henni hentaði. Eins ríg allir vita, hefur það verið eitt aðalstefnumál kommúnista í mörg ár að fá löggjafarvaldið til að skipta sér af því, hvernig handbæru fé bankanna skuli varið. Tilgangurinn hefur fyrst og fremst verið sá að liða sundur fjárhagskerfi landsins með óskynsamleg- um ráðstöfunum löggjafar- valdsins. Með þátttöku sinni í ríkis- stjórninni hafa kommúnistar nú tækifæri til að koma þeirri stefnu sinni í fram- kvæmd, að lögbinda lán- veitingar bankanna. Það er fyrsta skrefið til að koma hér á algeru ö.ngþveiti í pen- ingamálum, pólitiskri hlut- drægni og hruni atvinnu-1 veganna. Allir, sem nokkuð þekkja til| peningamála hér á landi, | vita, að bankarnir eiga nú fullt í fangi með að sjá fram- j leiðslunni og atvinnuvegun- um fyrir nauðsynlegu rekst- j ursfé. Án þess er allt ,at- \ vinnukerfið óstarfhæft. Ef hins vegar þarf að grípa til j aukinnar seðlaveltu í stór- um stíl, vegna skorts á eðli- 1 legu rekstursfé, mundi af því leiða óviðráðanlega verðbólgu. En á sama tíma sem sjávarútvegurinn styn- j ur undir lánifjárkreppunni,1 hótar félagsmálaráðherrann J að taka með lagaboði fé úr bönkunum til þess að nota ’ í fjárfestingu. Árið 1904 fékk danskur póst- meistari, Einar Hoiböll, liug- niyndina uni útgáfu jólamerkja og það sania ár var fyrsta jóla- merkið gefið út í Danmörku. Síðan var hugmyndin tekin upp víðsvegar um heim og nú eru jólamerkin gefin út í um það bil 50 löndum. Þessi einfalda hugmynd um jólamerki hefur orðið til bless- unar fyrir milljónir manna, því að andvirði þeirra hefur fyrst og fremst verið notað til þess að kosta baráttuna við sjúkdóma, einkum berklaveikina. í Finn- landi, Svíþjóð, Danmörku og Noregi hafa sórvirki verið unnin í baráttunni við sjúkdóma. I Bandaríkjunum var árið 1946 búið að reisa 800 heilsuhæli með 75.000 rúmum fyrir andvirði seldra jólamerkja. Fyrir nokkru skrifaði blaðamaður á þá leið, að þegar sagnfræðingar fram- tíðarinnar færu að skýra það, hvernig sigrast hefði verið á berklaveikinni i Bandaríkjunum, þá myndi það verða upplýst, að það var hugmyndin um jóla- merkið frá Danmörku, sem með l sínum gjeðilegu jólum hefði unnið bug á berklaveikinni þar. Hér á Islandi hófst útgáfa jólamerkja einnig árið 1904, fálkamerkin þrjú, til ágóða íyrir barnaliæli, og síðan 1913 hefur Thorvaldsensfélagið í Reykja- vík gefið út jólamerki óslitið aö undanskildu árinu 1917 og unnið með því óeigingjarnt og fagurt starf. Á Akureyri hefur Kvenfélagið Framtíðin gefið út jólamerki mörg undanfarin ár til styrktar fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri og lagt þar með sinn ágæta skerf til þessa mannúðar- og nauðsynjamáls. Árið 1917 voru gefin út tvö jólamerki í Önundarfirði, þriggja og fimm aura, en af öðru merk- inu var prentað afbrigði, þannig að á því stendur ÖNFIRÖ í stað ÖNFIRÐ. Mörg íslenzku jólamerkjanna ! eru sérstaklega fögur, enda i teiknuð af ýmsum færum drátt- 1 listarmönnum svo scm Tryggva I kosti tvö af Reykjavíkurmerkj- j unum, 1924 og 1955, eru teiknuð af Jóhannesi Kjarval. Bókin „Islenzk jólamerki" er j fyrsta tilraunin svo vitað sé hér j á landi til þess að gera mönnum \ unnt að safna íslenzkum jóla- j merkjum í eina bók, en áhugi ! fyrir þeim hefur farið vaxandi j bæði hér á landi og víða í öðrum löndum. Verð bókarinnar er kr. 35.00 J og er send hvert á land sem er. Fímmtugur þúsund-þjaSasmiður: Agúst Olafsson, Þarflr atvinnuveganna. Sygging ibúðarhúsa er að vísu nauðsynleg, þar sem hús- næðisskortur er. En sá þætti lélegur framkvæmdamaður, sem notaði allt rekursfé sitt í fjárfestingu til per- sónulegra þarfa. Til þess að geta lifað og starfað verður þjóðin að halda atvinnuveg- um sínum gangandi. Bönk- unum hefur verið lögð sú skylda á hérðar að sjá þeim fyrir rektursfé. Undanfarið hefur ríkisstjórnin lokað augunum fyrir þeirri nauð- syn og neytt bankana til að festa mikið fé í fjárfrekum opinberum framkvæmdum. En þegar bankarnir benda á hættuna, sem atvinnuvegun- um stafar af þessu, er hótað að taka peningana með laga- valdi. Þjóðin er á hættulegri leið í fjármálum. Ef þessi fjár- málastefna á að verða hér ráðandi, þá verður skammt að bíða öngþveitis og hnms, fjárkreppu og atvinnuleysis. Ef tekin verður upp sú stefna, að úthluta fé bank- j anna með lagaboði þeirra flokka, sem á liverjum tíma fara með stjórn í landinu, þá í er um leið kippt fótunum ■ undan öllu trausti bankanna j erlendis. Erlendir fjármála- f menn munu þá líta á bank- I I ana sem leiksopp ábyrgðar- lausra pólitískra afla. Þeir verða taldir ósjálfráðir, al- vel eins og félagsmálaráð- herrann vill að þeir séu. Þeir menn, sem þekkja ekki frumstæðasta lögmál þess efnahagskerfis, sem lýð- frjálsar þjóðir byggja af- komu sína á, virðast ekki vel til þess fallnir að hafa í j höndum sér mikilsvarðandi1 þátt í stjórn landsins. Slíkir j óvitar í fjármálum geta1 unnið þjóðinni tjón, sem seint verður bætt, ef þeir fá að ráða. Mér var sagt, að kunningi minn, Ágúst Ólafsson, skósmið- ur, gasvirki og tónlistarmaður, hafi orðið fimmtugur laugard. 30. marz. Mig iangar til þess að minnast hans nokkrum orðum á þessum merku tímamótum ævi hans. Ágúst Ólafsson er Reykvik- ingur í húð og hár, austurbæ- ingur, fæddur við Njálsgötuna. Þegar á unga aldri vakti hann á sér eftirtekt fyrir hljómlistar- gáfur og góða söngrödd, er hann var í söngsveit hjá K. F. U. M., og ýmsir tónlistarmenn töldu, að hann ætti að leggja fyrir sig söngnám. Atvikin höguðu þvi þó þannig, að af þvi varð ekki. En Ágúst var ýmsum fleiri góðum gáfum búinn, óvenju lagtækur og röskur verkmaður, og árið 1924 hóf hann skósmiðanám hjá Jóni skósmíðameistara Vil- hjálmssyni, og fékk meistara- bréf í þeirri iðngrein. Jafnframt tók hann að læra blásturshljóð- færi hjá þýzkum kunnáttu- manni, sem hér var á vegum Lúörasvei.tar Reykjavíkur. Hann gerðist starfsmaður vlð Gasstöð- ina árið 1927, vann þar í 12 ár og fékk meistarabréf sem gas- virki. Ágúst varði frístundum sínum til þess að æfa kunningja sina í blásturshljóðfæralelk. Erfitt var oft um húsrými fyrir æíing- arnar. Um hríð raddæfði hann í kjallaraplássi hjá foreldrum sínum, hljóðfærin voru gömul, fengin að láni hvaðan æva aö, en áhuginn var ódrépandi, og árið 1930 stofnaði hann lúðra- sveitina Svan, ásamt íleiri góð- um mönnum, og stendur hún enn með miklum blóma,' eins og bæjarbúum er vel kunnugt. Næst bregður Ágústi fyrir austur á Selíossi, en þar er hann önnum kafinn við að leggja hita- veitu þorpsins. Síðan hefir hann stundað- jöfnum höndum skó- smiðar og pipulagningar, en það er á allra vitorði, sem tll hans þekkja, að hann er völundur á járn og tré. Ágúst Ólafsson er ólatur maður, reiðubúinn að rétta öðrum hjálparhönd, glaö- lyndur í viðræðum. Hann hefir yndi af lax- og silungsveiðum og bezt unir hann sér á bökkum blárrar bergvatnsár, fjarri mannaglaumi. Ég þakka Ágústi skemmtileg- ar samverustundir og óska hon- um allra heilla um ókomin ár. Thorolf Smith. Sölutækni veitlr nám- skeið í glugga- skreytingu. Námskeið í skreytingu verzl- unarglugga er nú að hefjast í Reykjavík. Þátttakcndaf jölda varð að takniarka við fjörutíu, en margir fleiri óskuðu eftir tilsögn undir stjórn Norð- mannsins, Per Skjönberg, sem kominn cr hingað á vcgum Sölutækni, cr cfnir til nám- skeiðsins. Námskeiðiú er haldið í húsa- kynnum Hand'ða- og mynd- listaskólanns og samkomulag hefir orðið um, að það verði samkvæmt markmiðum skólans. Bergmáli liafa borist eftirfar- andi „þakkarorð til Péturs Sig- urðssonar frá Ragnari i Smára“. Til ritstjóra Bergmáls. Ég er vanur að renna rólega augunum yfir þættina yðar um leið og ég fæ Vísi i hendur, nema á laugardögum. Þá geymi ég blaðið venjulega ólesið fram á kvöld. En stundum er það horfið þegai’ ég ætla aö grípa það á náttborðinu og þannig fór fyrir mér s.l. laugardag, og ein- mitt í því blaði birtist kveðja til mín frá gömlum kunningja, Pétri Sigurðssyni, erindreka. Mér var bent á þetta í dag og nú langar mig líka að biðja yður fyrir kveðju. Bjartsýni — falleg hjón. Ég hefi alltaf verið ákaflega bjartsýnn maður og trúaður á góðan vilja mannskepnunnar, þó á ýmsan veg fari um hlutina í framkvæmd eins og hjá post- ulanum. Ég held að þetta sé meðfætt hjá mér, fremur en afleiðing af kynnurn við margt gott fólk. Þegar ég var drengur heima á Bakka, fluttu þangað ung hjón að sunnan. Þá hafði ég ekki áður augum litið jafn- íallegt, fólk og prúðmannlegt, jafnt til orðs og æðis, sem í klæðaburði. Og það var miki) hamingja fyrir mig aö fá notiö gestrisni hinna ungu, fallegu hjóna. Svo hóf hinn ungi maður upp raust sína í samkomuhúsi staðarins og boðaði fegurra lif og betra framtiðarfólk. Og við unglingarnir urðum hrifnir og þakklátir vegna þessara vin- samlegu fyrirheita. Ilinir eldri urðu margir enn dýpra snortnir, og sumir urðu að betri mönn- um. Jafnvel við unglingarnir, sem hinir fullorðnu munu þó, að mig minnir, hafa leynt hjá sér þeim grunsemdum að hinn heit- trúaði postuli guðs, tæki stund- um allríflega upp í sig. og kynni síðar að fá bágt fyrir heima hjá drottni sínum. Síðan þetta var er mjög iangt um liðið og ég hefi að mestu týnt þessum góðu fallegu hjón- um, líka þeirra góða forda:mi um háttvísi og kurteisi. Viðurkenning Iieims- menningarHinar. j Nýiega kom út á mínum veg- um fyrsta skáldsaga fyrsta ' íslenzka Nóbelsverðlaunahöf- . undarins. Bókmenntaverðlaun Nóbels er mesta viðurkenning sem heimurinn á til að heiðra rithöfund. Og íslendingar sú mesta bókaþjóð veraldar. Aður ' en H. K. Laxness hlaut þessa 1 viöurkenningu heimsmenningar- innar var hann þekkt stórskáld um viða veröld og ekki mun vitað um þann liöfund annan undir sólinni sem á tiltölulega fleiri bækur á heimilum þjóðar sinr.ar en H. K. L. Þjóðar tilhlökkun — „víta- vert skruni." t ! Vitandi um allt þetta var ég svo bjartsýnn þann dag er hin ; nýja bók kom út að trúa því ' í einlægni að í þessu landi, sem setur að jafnaði bókina ofar f öðru, væri enginn sá maður til, er ekki biði þessa atburðar með ! nokkurri tilhlökkun, og vissu- l lega hafði ég fulla ástæðu til þess. Nú hefir þó komið í ljós að ég liefi veriö barnalega bjart- sýnn. Og hefi beinlinis verið staðinn að þvi að iiafa gerst sekur um vítavert skrum, sem er nokkurskonar glæpur. Þetta er mjög skammarlegt athæfi,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.