Vísir - 01.04.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 01.04.1957, Blaðsíða 7
Mánudaginn 1. apríl 1957 VÍSIR Hugleiðingar um kvikmyndir. Fyrir nokkrum dögum lagði ég leið mína i Bæjarbíó í Hafn- arfirði til þess að sjá hina nýju kvikmynd Gilitrutt, sem þeir Ásgeir Long og Valgarð Run- ólfsson hafa gert. Ég hefi gert mér nokkurt far um að fylgjast með þeim íslenzku kvikmynd- um, sem sýndar eru hér í kvik- myndahúsunum af og til. Það er ekki ófróðlegt að vita hversu áhugamönnum okkar tekst á þessu sviði, því allt eru þetta áhugamenn sem ekki njóta styTks eða framlags neinna opin- berra aðila, og verða eingöngu að treysta á mátt sinn og megin 3 þessu efni. Allir vita hve kvikmyndir hafa feiknmikið aðdráttarafl á nú- tímafólk sem ekki er að furða, því fyrir utan það, að vera oft- ast gott skemmtiefni og dægra- dvöl, er mikinn fróðleik að finna I kvikmyndum eins og t. d. fréttamyndum sem oft berast svo að segja samtímis til allra endimarka hnattar vors, og fræða okkur um atburði sem gerast úti í hinum stóra heimi. Því skyldum við Islendingar ekki geta orðið hlutgengir aðilar á þessu sviði. Við erum gömul menningarþjóð (í það minnsta heyrum við stundum á það minnst). Enginn efi er á því, að þjóðar eðli okkar býr yfir mörg- um og miklum listrænum hæfi- leikum. Öll listtúlkun hér á 'iandi, er svo að segja á bernsku skeiði. Listeðli okkar sagði fljótt til sín, þegar hagur okkar batn- aði og rýmra varð um efnahag og aðrar aðstæður enda margir listamenn okkar efnilegir. Öll vitum við hvaða hörmung- ar þjóð okkar varð að þola, á liðnum öldum. Ekki þykir mér ólíklegt, að þeir einstaklingar sem áttu sér hugsjónaheima og gáfur, hafi verið færari til að standast eldraunina, fremur en hinir, sem aðeins hugsuðu um munn og maga. Hafa þrengingar okkar, orðið þannig ávinningur. hafa svo að segja vinsað hismið frá kjarnanum. Það er ekki bara köld skyn- semi, sem hefir lyft því ..Grettis- taki“ sem íslenzka þjóðin hefir ivft hin síðari ár. Á bak við býr íegurðarþráin og skáldeðli Is- lendingsins sem þráir að sjá Jandið elskaða rísa úr öskustó auðmýkingá og niðurlægingu liðinna alda. Öllum ber saman um það, að landiö okkar sé íögru og stórbrotnu lanslagi, auka gildi hverrar kvikmyndar, að flétta inn i efni myndanna ,,fögru og stórbrotnu landslagi, láta atburði gerast þar sem nátt- úrufegurð nýtur sín. Það væri góð landlagskynning. Við eigum dýrmætan fjársjóð 3 bókmenntum okkar. Því ekki og það sem verra er, að gamall velgerðarmaður minn hefir neyðst til þess að stimpla mig ósannindamann opinberlega og fæ ég engum heiðarlegum vörn- um við komið, en afsaka mig1 aðeins með lítilsháttar oftrú á I ' manneskjumar, sem ekki mun' þó skifta miklu máli um afstöðu mína til þeirra i framtíðinni. Og að lokum bið ég minn gamla kunningja, Pétur Sigurðs- .son, að afsaka frumhlaup mitt. K. J. að taka Islendingasögur til kvik- myndunar, og ávaxta okkar þjóðararf á þennan hátt. Ég get ekki betur séð, en þarna biði gullin tækifæri fyrir unga og framsækna menn, tækifæri, sem búa yfir ótakmörkuðum möguleikum, ef hyggilega er af stað farið, og hæfir menn veld- ust til þess. Við höfum hin siðari ár komið ýmsu í verk, sqm mörgum útlendingum finnst ganga kraftaverki næst, þegar litið er á það, hvað þjóðin er fámenn og efnahagurinn oft þröngur. Gætum við ekki bætt við okkur einu afreki á sviði kvikmyndunar? Nú nýlega, var þess getið í blöðum, að Ameríkumenn hyggðust senda kvikmyndaleið- angur til Noregs, til þess að gera myndir eftir sögum frá víkinga- öld. Óneitanlega hefði verið skemmtilegra að Islendingar hefðu átt írumkvæði að því, að íornsögurnar yrðu teknar til kvikmyndunar, þar sem þær eru frá okkur runnar og í okkar eign. Tilefni þessa greinakorns, var að gera að umtalsefni hina nýju kvikmynd Gilitrutt sem bætzt hefur í hóp mynda þeirra er áður voru gei’ðar. ,,En hugurinn reikar viða" þvi myndin gefur tilefni tii mai'gskonar hugleið- inga. Er þá fyrst að nefna, að mér finnst þeir félagar hafi gert rétt, er þeir völdu efni úr þjóð- sögu. Við eigum gnægð af ævin- týrum og þjóðsögum, sem er til- valið efni í kvikmyndir fyrir börn. 1 þessu sambandi minnist ég þess, að núna nýlega var ég að athuga auglýsingar kvik- myndahúsanna. Á annari hverri auglýsingu voru menn með skammbyssur á lofti tilbúnar að beita vopninu að andstæðingi, ( sínum. Nöfnin á þessum mynd- um voru eitthvað á þessa leið: | „Skjóttu fyrst“ „Konumorðingj- ( ar og annað þvíumlíkt. Þetta er bað efni sem margir kvikmynda- framleiðendur hafa mikið dálæti, á. Þetta er svo „borið á borð“, fyrir unglinga jafnt og fullorðið ^ fólk. Glæpir eru fordæmdir, en hver er kominn til að segja, i hvaða áhrií svona geta haft. Gætir lítiis samræmis í þeim siðgæðiskenningum sem góður maour á ao lifa eftir. og þeirri, mér liggur við að segja skipu-, lðgðu kennslu i . glæpum sem svona myndir einatt eru. Myndu ( ekki myndir eftirþjóðsögum og , ævintýrum vera hollari dægra- ( dvöl fyrir æskuna en svona ( myndir. Það er undarleg tilhög- ( un að gera glæpahneigð vesælla manna að eftirsóttu sýningar- ^ efni. Er ekki böl mannkynsins ^ nóg, þó ekki sé verið að hampa lægstu hvötum þess framan í óþroskaðar sálír, og túlka þær stundum eins og hetjudáðir. Á meðan ég horfði á Gilitrutt- i Bæjarbíó, var ég að hugsa um það, að kvikmyndir muni vera þessum ungu mönnum mjög hugleikið viðfangsefni. Til þess að ætla sér að gera mynd, sem tekur fullan sýningartíma, þarf mikið hugrekki, töluverða fjár- muni, en fyrst og fremst feikna- lega vinnu. Allt mun þetta vera unnið í íristundavinnu efíir að öðru dagsverki er lokið. Það sem fyrst vekur athygli við sýningu þessa, er það hvað möguleikar kvikmyndavélarinnar eru vel hag nýttir, virtist sem Ásgeir Long (en hann sér um hina tækni- legu hlið verksins) viti til fullnustu hvað hægt er að gera með góða kvikmyndavél, þegar henni er stjórnað af hugkvæmni og nægilegri þekkingu. Trúi ég varla öðru, en mörgum hafi komið á óvart barnamyndin „Tunglið, tunglið taktu migs'1, sem sýnd var á undan Gilitrutt. Það er mjög spennandi að fylgj- ast með íerðalagi Nonna litla til tunglsins, og sá ég að börnin skemmtu sér hið bezta, enda gerist þarna margt óvænt. Umsagnir blaðanna hafa verið flestar á þá lund, að myndin sé full langdregin. Fyrir mína parta hefi ég ekki viljað missa af neinu atriði myndarinnar. Sagan af Gilitrutt er ekki löng en hún býr yfir mörgum mögu- leikum, og það sem óbeinlínis felst í sögunni er ekki veiga- minna sem efni í kvikmynd, en það, sem sagt er skýrum orðum. Til dæmis fannst mér ekki hægt að gera kvikmynd eftir þessari sögu, nema ýtarlega sé farið út i það atriði sögunnar, hvað það er, sem hin lata húsfreyja óskar sér, og hvað draumar hennar snúast um. Það er ekki ósenni- legt að þeir hafi verið eitthvað i líkingu við það, sem þeir eru | látnir vera í myndinni. I Mér gæti dottið í hug að bókin sem húsfreyja les öllum stund- um, sé einmitt „Þúsund og ein nótt“, og húsfreyju. muni finn- ast nokkur munur á lífskjörun- um, að betra mur.di nú vera að eiga heima i höll súður í Bagdad, eða hýrast í moldarbæ norður við íshaf, þar sem helztu verkefni voru að staga í sokka bóndans, (sem hún reyndar gerði ekki) og svo að vinna ullina, sem hún hreinlega gafst upp við. Ég minnist á þetta, vegna þess, að sum blöðin hafa látið orð falla um, áð draumur húsfreyju kljúfi efnið að nokkru. Einmitt þetta atriði myndarinnar eykur gildi hennar að miklum mun, að mínu áliti, enda framleiðend- urnir lagt við það mikla rækt og vandað til þess á allan hátt. Um leik þeirra þremenning- anna Ágústu, Mörtu og Valgarðs er það að segja, að mér finnst hann góður, oft ágætur, þó þau séu byrjendur í leiklistinni. Sumir kvikmyndaframleiðendur eru farnir að hallast að því, að láta algjörlega óæft fólk „leika“ í kvikmyndum. Þetta hefur gef- ist vel t. d. á ítaliu. Mér leikur nokkur forvitni á að vita, hvort þeir félagar muni hugsa til framleiðslu á fleiri myndum. Ég tel, að hér sé vel af stað farið, og myndin muni njóta vinsælda, enda heyri ég ságt að aðgöngu- miðar að Gilitrutt gangi upp á stuttum tima, en hún er nú sýnd í Hafnarfirði og Keflavík. Mun í ráði að myndin komi innan skams í eitthvert af kvik- myndahúsum bæjarins. Gestur. Dorothy Disney: Leyndu mér fyrir Þjóð- verjunt. Sn&^ræði hermannsins og hirf jiíýði kon^nnEr. í lok stríðsins hitti eg ungan bandarískan fallhlífarhermann við hádegisverð í Englandi. — Hann var grannvaxinn eins og margir fallhlífarmenn eru, eri herðibreiður og hressilegúr. Þótt hann væri aðeins rúm- lega tvítugur hafði hann mörg heiðursmerkjabönd á öðrum brjóstvasanum. Eg spurði hann um þrekvirki hans eða hetju- dáðir. Hann var allfeiminn i upphafi. En ekki leið á löngu þar til við töluðum saman full- um fetum. — Þá sagði hann mér sögu sína: Tuttugu og tveim klukku- stundum áður en innrásin í Frakkland hófst, var hópur valinna fallhlífarhermanna lát- inn svífa til jarðar yfir Nor- mandie. Þessi ungi Bandaríkja- maður var einn þeirra. Hann var óheppinn, og lenti mörgum kílómetrum frá hinum áveðna stað. Hann fann ekki eitt ein- asta af kennimerkjum þeim, sem hann hafði fengið lýsingu á. Hann sá engan af félögum sínum. Ehm síns liís. Hann blés í lögregluflautu og hugðist safna mönnum saman eins og ráð var f-yrir gert. Hann hlustaði eftir þvi, hvort honum yæri svarað í sömu mynt. Hann beið nokkrar mínútur. Þá blés hann aftur. Ekkert svar. Nú var honum ljóst, að ráða- gerðin var misheppnuð. Hann var einn. Aleinn í landi, sem ó- vinir höfðu hertekið. Hann vissi að honum var nauðsynlegt að fara þegar í felur. Hann hafði lent rétt hjá múr í fögrum, vel- hirtum ávaxtagai’ði. í grárri morgunskímunni gat hann greint lítinn bóndabæ, sem stóð í garðinum. Rautt húsþakið sást uppi yfir trjánum. Hann vissi ekki hvorum íbúar hússins voru hlynntir. En hann komst ekki hjá því að láta slteika að sköpuðu. Hann hljóp til hússins og æfði sig á frönskum setn- ingurn er hann hafði lært til þess að nota, ef hann kæmist í vandræð’i. Felustaður heimill. Hann barði að dyrum. Kona um þrítugt kom til dyra. Hún var ekki fríð og brosti lítið eitt. Augun voru róleg og vingjarn- leg, sagði fallhlifarhermaður- inn. Hún hafði staðið í eldhús- inu og búið til morgunverð á stórri eldavél. sem kynnt var með trjáviði. Maðurinn hennar og þrjú lítil börn sátu áð morg- unverði. Yngsta barnið sat á háum stól og starði forviða á ókunna manninn. „Eg er bandarískur fallhlíf- arhermaður," sagoi ungi mað- urinn. „Víljið þið fela mig?“ „Já, auðvitað,“ svaraði franska konan og togaði í hann inn í eldhúsið. „Fljótur! Við verð'Um að flýta okkur,“ sagði eiginmaður kon- unnar. Hann ýtti Bandaríkja- manninum í stóran skáp, er stóð við hliS eldavélarinnar og lok- aði dyrunum. | Að fáum mínútum liðnum . komu Þjóðverjar — sex SS- , menn. Þeir höfðu séð fallhlífina svífa til jarðar og vissu að þetta i var eina h úsið í grenndinni. Þeir rannsökuðu húsið og fundu fallhlífarhermanninn innan skamms, Drógu Þjóðverj- arnir hann út úr skápnum. | Franski bóndinn, sem ekki hafði annað gert af sér en fela fallhlífarhermanninn v.ar ( dæmdur. Hann fékk ekki leyfi j til þess að kveðja konuna. Hann (reyndi að kalla til hennar á : meðan hann var dreginn út úr eldhúsinu. En einn SS-mann- anna sló hann á munninn svo ekki skildist hvað hann var að' segja. Þjcðverjarnir stilltu bóndanum upp í garðinum og skutu hann. Konan barmaði séi ' og börnin hágrétu. Undankoma vonlaus. SS-mennirnir vissu hvernig fara skyldi með Frakka, sem leyndu óvinum. En auðséð vat að þeir voru ósammála um það. hvað gera ætti við fangann. Að lokum kom þeim saman um að loka hann inni í útihúsi í bráð- ina. Það var lítill gluggi á útihúsi þessu. Skógur var rétt við hús- ið. F allhlif arhermanninum tókst að stroða sér út um glugg- ann og þjóta út í skóginn. Þjórí- verjarnir höfðu heyrt til hans og eltu hann. Þeir skutu á hlaupunum. Engin kúla hittí fangann. En nú virtist síðast'a vonin um undankomu brostin. Iiann var kominn inn í skóg- inn. Hann var gisinn og næst- um því .enginn kjarrgróður. Hann heyrði að óvínirnir voru allsstaðar umhverfis hann. Þeir höfðu dreift sér og leituðu hans með skipulögðu fyrir- komulagi. Þeir hrópuðu hvor til annars. Raddirnar kváðu við úr öllum áttum. Það var ein- ungis um mínútur að ræða þar til þeir klófestu hann. Honum gat ekki oi'ðið undankomu auðið. Jú. Hann hafði einn mögu- leika. Hann beit á jaxlinn og ákvað að freista gæfunnar. Hann sneri við og hljóp til baka. Hálfboginn þaut hann frá tré til trés. Hann komst út úr skóginum, hljóp fram hjá úti- húsinu, yfir garðinn, en þar lá lík bóndans enn, og heim að húsinu. Hann drap á eldhús- dyrnar. Konan opnaði dyrnar þeg- ar í stað.. Hún var náföl, og' augun grátbólgin. Augnablik stóðu þau þögul. Konan leit ekki þangað er lík bóndans ló. Hún hafði ekki þorað að hreyfa það. Hún horfði í augu unga Bandaríkjamannsins, sem or- sakað hafði dauða eiginmanns hennar og gert börnin föður- laus. Hjálpað í annað sinn. Hann mælti: „Viljið þér fela mig?“ „Já, flýttu þér.“ Hún ýtti honum inn í skáp- inn. í þrjá sólarhringa leynd.' hún honum þar. Hann lá í skápnum daginn sem bóndinn var jarðaður. Áð þrem dögum liðmin; tóku bandamcnn þann hluta

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.