Vísir - 03.04.1957, Blaðsíða 9

Vísir - 03.04.1957, Blaðsíða 9
MiðvikudágisVn' 3. apríl 1957 VlSII^ 9 Ægilegasta dómsmál. Frh. af 4. s. alþjóð kunna þá landráðastarf- \ £emi, sem hann sjálfur hafði verið einn aðal þátttakandinn i. Kona nokkur, Elísabeth Bent- ley, tók þann vanda af Cham- bers. Hún hafði lent í somu átta- villunni, gengið í kommúnista- flokkinn, orðið njósnari Rússa en iðrast synda sinna. Skýrði Bentley bandarísku leyniþjón- ustunni frá því, hvað hún hafði aðhafst. Menn trúðu hérini ekki. í>egar þeir urðu vitni að síðasta stefnumöti hennar við hinn rúss- neska samstarfsmann, þar sém hann afhenti henni stórfé á laún fyrir unnin skemmdarverk, fóru að renna á þá tvær grímur. Meira að segja Trurhan forséti, sem lítinn eða en’gán gaum hafði gefið hinum hrollvekjandi upp- lýsingum MacKenzie Kings for- sætisráðherra Kanada um eitt hundrað sextíu og fimm njósn- ara í Bandaríkjunum, skipaði sérstakan kviðdóm til að athuga •óamerísku starfsemi í landinu. Þegar ungfrú Bentley ákærði Harry Dexter White og fleiri fyrir njósnir um leið og hún skýrði frá, að sér væri kunnugt um að einn af ráðunautúm for- setans væri sekur um landráð, þá var þjóðhollum mönnum, sem mundu eftir upplýsingum Chambers, ljóst að nauðsynlegt væri að stefna honum fyrir rétt, svo að málið yrði ekki svæft. Þegar þangað kom, hélt Chambers því fram, að Hiss og þeir félagar hefðu ekki verið njósnarar heldur hafi áform þeirra verið að koma sem flest- tim dulbúum kommúnistum og vinstri mönnum í embætti í utanrikisráðuneytinu og hjá því opinbera. Orð eins af starfs- mönnum óamerísku nefndar, Carl Mundt, gefa til kynna, hversu samsærisöflin voru Aældug innan rikisstjórnarinnar. Mundt hefur orðið: „Ég hef mjög mikinn áhuga á öllu því, sem drifið liefur á daga Alger Hiss. Ég veit ekkert um Donald Hiss en sem meðlimur utanríkis- málanefndarinnar er hafði um- sjón með starfsliði ráðuneytis- ins, hafði ég tækifæri til að fylgjast með störfum Algers Hiss, á meðan hann var í utan- rikisþjónustunni. Þáð er ástæða til þess að ætla, að hann hafi skipulagt innan utanrikisráðu- ueytisins eina af kommúnista- sellunum, sem reyndu að hafa áhrif á stefnu okkar varðandi Kína, fordæma Chiang-Kai-Shek og koma Marzani í þýðingar- mikla stöðu þar.“ Það er ekki undrunarefni, að þjónar kommúnista ærist, kalli það galdra-ofsóknir, þegar reynt er að hafa hendur í hári þessara voldugu illvirkja, sem þeir stjórna í öllum löndum hins frjálsa heims. Þegar Chambers yfirgaf kommúnista, hafði hann tekið með sér skjöl og mjófilmur, sem sanna skyldu orð hans. Sér- fræðingur Rússa í njósnum, Vladimir Petrov, viðhafði líka þessa aðferð, þegar hann sótti um landvistarleyfi í Ástralíu, þvi hann vissi, að margir mundu draga í efa réttmæti frásagna af djöfullegri starfsemi hinnar rússnesku leynilögreglu. Eina ráðið var að hafa áþreifanlegar sannanir. Er Hiss sat fast við sinn keip, vildi ekkert við njósnir kannast, braút Chambers allar brýr að baki sér. Ég efast um, að i mörgum réttarhöldum á þessari öld hafi nokkur ákærandi lagt fram eins fyrirferðarmikil sönn- unargögn. I fyrri böglinum, sem Chambers afhenti, „voru 47 af- rit af leyniskjölum ríkisins, sem. sonnuðust að hafa verið vélrituð á ritvél Hiss, fimm spólur af mjófilmu, sém varðveittu smá- myndir af hundruðum skjala, fjögúr álitsskjöl til leiðbeiningar með rithönd Hiss og fimrn með rithönd Harry Dexters." 1 síðari bögglinum voru mjó- filmur. Á þeim var að finna ýms mikilvægustu leyndarmál Bandaríkjastjórnar og annarra stjórna. Hér voru varðveittar upplýsingar um hernað, flota og vígbúnað i lofti, enn fremur fyrirætlanir annarra þjóða sam- kvæmt vitneskju amerískra sendihérra. Sökum þess, hve hér var alvarlegt mál á ferðinni, var efni þessara skjala ekki allt birt. Hiss neitaði öllum ákærum jafnt eftir sem áður. I bók sinni hafði Chambers gefið þá lýsingu á sjálfum sér, að sem kommún- isti hafi hann hvorki virt orð né eiða. Þessi framburður hans fær staðfestingu í sögu Klaus Fuchs. Hann sór þess dýrán eið að virða stjómarskrá Englahds, þegar hann var sem önnum kafnastur i njósnarstarfsemi. Við þurfum því ekki að láta okkur bregða, þótt menn eins og Július Rosenberg og Alger Hiss kannist ekki við syndareg- istur sitt. Sannsögli er ekki sterkasta hlið kommúnistá. Það var ekki fyrr en banda- ríska leyniþjónustan gat sannað, að nokkur skjalanna höfðu verið skrifuð á ritvél Hiss, sem þessi harðsviraði maður var ákærður fyrir meinsæri. Kviðdómur þess dómstóls felldi einróma sektar- dóm yfir Hiss. Harry Dexter White, sem áður getur, dó rétt eftir að hann hafði vitnað um sakleysi sitt. Einn hinna grun- uðu játaði, en annar, sem var fiæktur í málið, framdi sjálfs- morð. Þannig lauk þessu ægilegasta njósnamáli aldarinnar, þar sem sjálfur hö-fuðpaurinn var aldrei ákærðar fyrir landráð, og for- seti og utanrilíismálaráðherra einnar bezt menntúðu þjóðar á vesturhveli' jarðar, lýsti samúð sinni með glæpamanninum. Til marks um, hve vitneskjan um glæpaferil Alger Hiss var orðin útbreidd, eru upplýsingar, sem foráætisráðherra Frakka Daladier hafði afhent banda- riska sendiherranum, Bulleitt 1939. Daladier hafði fengið þær fréttir hjá frösku leyniþjónust- unni, að í BandaríkjUnum störf- uðu njósnarar, sem hétu Alger og Donald Hiss. Þessari aðvörun var ekki sinnt, þegar hún kom í bandaríska utanríkisráðunéytið. Menn skulu og hafa það hug- fast, að með uppljóstunum frá Bentley og Chambers var einn njósna-flokkurinn afhjúpaður. I skýrsju Gouzenkós hins rúss- neska starfsmanns, sem flúði úr sovétsendiráðinu í Ottawa, var skrá yfir 165 njósnara í Banda- ríkjunum. Slíka landráðastarf- semi reka kommúnistar i öllum löndum. rn. Á að veita óþokkmn viðnám? Fyrir nokkrum árum struku tveir starfsmenn í brezka utan- íikisráðuneytinu, Burgess og Maclean, til Moskvu. Fyrrver- andi sérfræðingur Rússa í njósn- um, Vladimir Petrov, hefur látið þess getið, að báðir þessir ná- ungar hafi verið landráðamenn. 1 Svíþjóð hefur hvert njósna- málið rekið annað. I Frakklandi ætlaði allt af göflunum að ganga út af blaðamanni, sem var ákærður fyrir jósnir i þágu Rússa. Kommúnistár sitja á svikráð- um við allar þjóðir. Ein af algengustu aðferðum bolsa er að skipuleggja tvær ar.dstæðar hreyfingar, sem hafa útrýmingu kristindóms og þjóðernis að höfuðmarkmiði. Þeir elfdu naz- ista tii þess að fá tilefni til vald- beitingar. Stalín barðist með hnúum og hnefum fyrir því, að hin raunverulega frelsishetja Júgóslafíu, Mikailovits, yrði svikinn, en bandamenn styddu illræðismann að nafni Titó. Með hjálp háttsettra manna í herbúð- um Engilsaxa, manna eins og Alger Hiss, tókst Stalín að tryggja fylgi Churchilis og Roosevelts. Titó gerði litið ann- að en berjast á móti Mikailovits. Eftir stríðið hófst mikill fjadskapur milii Stalíns og Titó. Þetta var eitt af bellibrögðum kommúnista. Eins og Hitler var bolsum þarfur þjónn við að út- breiða þrælahald, eins gat ein- ræðisherran Titó aflað einræðis- öflunum samúð vestrænna leið- toga, ef Moskvumenn fordæmdu hann. Raunin varð líka sú, að margir foringjar sósialdemó- krata féllu fyrir títóismanum. 1 menningarmálum hallast Vestur-Evrópu-kommúnistar nú orðið að alls kyns fáránlegheit- um, þar eð mjög fáir listamenn hins frjálsa heims eru fáanlegir til að hylla hina nýju glæpa- mannakynslóð í Ráðstjórnar- rikjunum. Kristinn Andrésson, sem fær ógrynni fjár frá Moskvu til að eyðileggja íslenzkt menningarlif, veit hvað hann sjmgur, þegar hann hænir að sér atómskáld og abstraktmál- ara. Hér á landi hafa kommúnistar allmikið fylgi meðal mennta- manna. 1 vetur samþykktu allir landstæðingar Sjálfstæðisflokks-- j ins i Háskólanum tillögu, þar 1 sem þess var krafist að hinum bandaríska her yi’ði sem fyrst vísað úr landi. Það talar skýru I máli um skort á söguþekkingu, þegar ungir og gáfaðir menn vilja taka upp merki Chamber- lains, óska eftir að blóðþyrstir þrælahaldarar nái heiminum undir sig, án þess að. þeim sé ' viðnám veitt. Þetta er ókárl- ' mannlegt athæfi. Sagan hefur nú réttlætt hervæðingarstefnu Churchills gamla. Á sama hátt mun hún réttlæta þá, serri ekkert samstarf vilja við komm- únista; menn, sem vilja eflá varnir vestrænna þjóða, viðlialda kristinni menningu og vara við alheimssamsæri kommúnista. Eins og stríð við Hitler var fyrir- sjáanlegt 1933, eins virðist heimsstyrjöld af völdum glæpa- hyskis Krúséffs óumflýjanleg í dag. Hið bandaríska blað, sem ég gat um í upphafi, gagnrýnir ís- lenzka ríkisútvarpið, skólakerfið og telur almenning á Islandi allt of blindan fyrir starfsemi rauðliða. Við skulum athuga, hvort þessar ásakanir hafa við rök að styðjast. 1 fyrra hélt Skúli Þórðarson, sagnfræðingur, erindi um aðj-i draganda og atburðarás siðustu heimsstyrjaldar. Er skemmst frá þvi að segja, að hann skellti eingöngu skuldinni á Vestur- veldin fyrir uppgang og vöxt nazismans. Þau hafi borið aðal- ábyrgðina á styrjöldinni. Á með- an slík fávizka er flutt i Ríkis- útvarpinu, hafa erlendir menn, sem eru vinveittir íslenzkri menningu, fullan rétt til að álíta að helzta menningarstofnun Is- lendinga sé að meira eða minna lej'ti á bandi kommúnista. Og á meðn tillögur eins og kröfur háskólastúdenta um varnarleysi á geigvænlegum tímum eru fluttar af mennta- mönnum, þá er eðlilegt, að menn spyrji í hverju menntun þeirra sé fólgin, ef þeir eru svo hrapa- lega illa að sér í samtíðasögu að vita ekki, að kommúnistar stefna að alsherjaþrælahaldi. Við íslendingar eru stoltir af fortíð okkar og menningu. Erj vitnar núverandi ástand íslenzkq þjóðarinnar um mikla menn- ingu? Þegar aðrar þjóðir gera allt til að hefta — starfsemi kommúnista, þá álíta eftirkom- endur Jóns Sigurðssonar að menn, sem alls staðar eru viður- kenndir fyrir lygi, svik og ódren.gskap, séu ekki hæfir til að ráða um stjórn landsins. Þátttaka kominúnista í nú- verandi rikisstjórn er þjóðar- skömm. Msin« iinited sigr&r enn. Manchester Uniíed færist enn nær sigrinum í deildinni. A laugardaginn sigraði það W. B. A. með 2:1, en á meðan tapaði Preston, sem gengur næst þeim að stigum. Aston Villa sigraði þá með 2:0. Dýrasaga litlu barnanna. Eg veit um nokkra fugla sem hafa afskaplega mikið að gera þegar sumri hallar. Það eru skógarþrest- irnir Lars og Lisa. Þá efna þau til veizlu og kveðja alla góða vini sína, sem bráðlega leggja af stað til heitari landa. Þeir, sem venjulega eru boðmr, eru neeturgalinn, gaukurinn, svalan og starmn. Lísa leggur sig alla fram um að gera veizluna sem bezta, enda stendur hún yfir í marga daga, Undir epÍatrénu, þar sem hreiðrið henn- ar er, leggur hún á borð. Hún gerir það með því að hreinsa svolítmn blett og á hann raðar hún mosa og laufblöðum og þetta lítur út ems og dúkur með fallegu mynstri. Þegar dúkurinn er tilbúinn raðar hún á hann hindberjum, hnetum, bláberjum, krækiberjum og alls- konar öðru góðgæti. Vinir hennar hlakka mikið til veizlunnar og allir koma stundvíslega ncma gaukunnn, sem er dálítill silakeppur, en er nú sarfít sem áður glað- vær og skemmtilégur. Larfe héldur svohtla ræðu og býður alla velkomna, þakkar fyrinsumarið oð biður þá að gleyma ekki vinumi sínum undir eplatrénu og muna nú að senda jólakort úr heitu löhdunum, jafnvel þó kcrtið komi ekki fyrr en um voríð. Starinn, sem á það til ’ að vera meyr, fellir stundum tár á skilnað^r- stuhdinni. Svo er borðað og skemmt sér. Naéturgalinn er beðinn að syngja nokkur lög, en hann færist undan, en þegar hann loksins fæst til að byrja, heldur hann áfram í margar klukkustundir. En það gerir nú ékki svo mikið til, því allir vinir hans eru löngu steinsofn- aðir. Og svona heldur þetta áfram í fjóra eða fimm daga og svo fljúga vinirnir af stað. Þeir kveðjast ekki því það er svo átakanlegt og þá gæti starinn farið áð gráta. Svo hittast allir aftur næsta vor.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.