Vísir - 09.04.1957, Blaðsíða 1

Vísir - 09.04.1957, Blaðsíða 1
QMHPQHP W n »7. árg. Þriðjudaginn 9. apríl 1957 84. tbl. nranna- ^kkur atis kosiiinn par a laa sg &an sa-jata Isyti í fyrra. í Si-AÍ Frá Vestmannaeyjuni var Vísi símað í morgun, að þar væri nú kominn áþekkur afli á land og' um sama leyti í fyrra, undan- farna daga hefur verið þar bæ3i rnikill og- jafn afli. Síðustu 4—5 sólarhringana hefur þess einkum gætt; að meira aflaðist en áður. Á laug- ardaginn öfluðu tveir bátar um eða yfir 60 lestir hvor, sem telja má algert einsdæmi. Sidon fékk 66 lestir í einum róðri og Gull- borg 59 lestir. Síðan hefur afl- inn ekki verið jafnmikill hjá ein- stökum bátum, en aftur á móti mun jafnari og heildaraflinn meiri. Á sunnudaginn bárust um 1500 lestir af fiski á land þar og mun það vera einn mesti afla- dagur það sem af er vertíð. 1 gær voru^ bátarnir einnig með ágætann afla. Gamlir Vestmannaeyjasjó- menn telja aflahrotu með fyrsta straumi í aprilmánuði nær ó- brigðula og þeim virðist hafa orðið að trú sinni að þessu sinni. Þessa dagana er veiðiveður líka eins og bezt verður á kosið, stillilogn og góðviðri. Alls lætur nærri, að um 120 skip, stór og smá, stundi veiðar frá Vestmannaeyjum og eyjar- skeggjar eiga afkomu sína nær eingöngu undir sjósókn og afla- brögðum hverju sinni. Gífurlegt annriki hefur verið við höfnina undanfarna sólar- hringa og er unnið þar látlaust að nóttu sem degi, ekki aðeins við löndun fiskaflans, heldur og við út- og uppskipun. Flutninga- skip, sem lestar 1000—2000 lest- ir af beinamjöli, saltskip hefur verið að losa salt. trönduðu skipm CÍ Ife'3£ÍÍÍ2°£2 essas fjýiiru. Selfangarinn Polar Qusst og togarinn Váh der Weytle liggja enn á MeðalHadsfjöru og hafa ekki náðst á flct. Hefir nú Polar Qu:st legið þar í mánuð en Van der Weyde í 10 daga. Búið er að ná mestö'Ííum fiskinum úr Van der Weyde en í honum voru um 100 tonn. Er það nýr togari og mjög vand- aður. Mun hann vera sama og ekkert skemmdur og Polar Quest lítið skemmdur. Úm 7 km. mun vera milli strandstað- anna og liggja bæði skipin á þurru um fjöru, svo að hægt er að komast út í þau þurrum fót- um. Smástreymt er nú og er ekki hægt að vinna neitt að björgun sem stendur, en með straumi verður hafizt handa um að reyna að ná skipunum á flot. Menn eru alltaf niðri á sandin- um til að gæta að hvað líður. Einmuna veðurblíða er nú fyrir austan, vegir ágætir og jörð alauð. 0 Hafskip á siglingaleiðum á Norður-Atlantzhafi hafa orð- ið að sigla allt að 40 sjómíl- um sunnar en vanalega vegna þess að borgaris er nú meiri á venjulegum sigl- ingaleiðum en nokkrun tima fyrr í hálfa öld. Mikíð athafnalíf í Þorlákshöfn. Síiip(sfi(fiist5ss' tíðar oa áuœtwr afli á hátana. Frá fréttaritara Vísis Selfossi í gær. Ágætur afli var hjá Þorláks- hafnarbátum í vikuiuú sem leið og einn daginn komst heildar- afli þeirra (en þeir eru 7-8) allt npp S 180 lestir. Siðastliðinn föstudag öfluðu þeir samanlagt 130 lestir, sem einnig verður að teljast mjög gott. Á laugardaginn leituðu bæði Eyrarbakka- og Stokkseyrar- bátar til Þorlákshafnar vegna brims og sjógangs í heimahöfn- um. Aflanum var skipað upp í Þorlákshöfn, en megnið af hon- um síðan flutt á bílum til Eyrar- bákka og Stokkseyrar. Lítilsháttar af aflanum var saltað í Þorlákshöfn. Mikið hefur verið um skipa- komur til Þorlákshafnar siðustu dagana og athafnalíf þar mikið. Faxaborg frá Reykjavík lagði þar upp afla sínum s. 1. laugar- dag, en bílar sóttu fiskinn og fluttu til Reykjavíkur. Fyrir helgi kom Hvassafellið til Þorlákshafnar og losaði þar fóðurbæti og í gær kom Arnar- fell með áburð. En ekki gat skipið athafnað sig við bryggju í gær sökum sjógangs og bíður með að losa sig þar til brimið gengur niður. Vegna hinnar miklu atvinnu í Þorlákshöfn síðustu dagana hafa verkamenn frá þorpunum austan fjalls farið í hópum til Þorlákshafnar og unnið þar dag og nótt við höfnina. Þessi mynd var tekin í gærkyci 'i n foreldrafundi, sem haldinn var í Melaskólanum. Þar kom fram lúðraveit Vesturbæjf.v. unoir sveinar og áhugasamir, sem skemmtu íundarmönnum með leik sínum o<? fen<?u svo mikn lófatak að launum, að þeir urðu að „gefa aukalag". Paul Pf.n-3ichlei- hefur sijóriiað lúðrasveiiinni frá byrjun — veturinn 1955—56 — og tekizt með ágætum. (Ljósm.: Pétur Thomsen). f:*~: #*cbt!u sakfelldur? Krafist líflátsdoms. - Horfur betri fyrir Adams vegna ágreinings lækna. Ákærandinn í málinu gegn Adams lækni, en það er rekið i London (í Old Baily réttinum), og- hann er sakaður um að hafa myrt ekkjufrú Edith Morrel, með eiturlyfjagjöfum, svo sem getið hefur verið í fyrri fregn- um, krefst dauðarefsingar. Framburður vitna í þessu máli að undanförnu hefur vak- ið alveg geysilega athygli, eink- anlega vegna þess, að verjanda tókst að gei-a eitt aðalvitnið, hjúkrunarkonu hikandi um fyrri, ákveðinn framburð sinn, og leiða fram sem vitni lækni, sem var algerlega á annarri skoðun en læknir sá, sem saksóknarinn tefldi fram. Var verjandi svo gunnreifur orðinn, að hann vildi fá málinu vísað frá, þar sem sannað væri, að ekkert hefði komið fram sem réttlætti, að því væri haldið áfram, — en því neitaði dómarinn. Ekkjan var 81 árs og átti Adams von að fá arf samkvæmt erfðaskrá hénnar. Hún lézt í Eastbourne aðfaranótt 13. nóv. 1950. Við vitnaleiðslurnar lét lækn- ir sá, sem síðar var leiddur sem vitni, dr. Harman, eftirfarandi í ljós, gagnstætt því, sem hinn læknirinn, dr. Douthwait hafði haldið fram: 0 Það er ekkert, sem mælú* gegn því að gefa öldruðu fólki inn heroin. © Hann taldi ekki hættulegt, að gefa inn bæði heroín og niorfin, en hvorttveggja Iyfið er unnið úr opium. 0 Það er rétt og lögmætt af lækni að nota eiturlyf til að lina þjáningar sjúklings, þótt ekki sé um sárar kval- ir að ræða. 0 Að Iiætt var í 6 daga að gefa sjúklingnum morfin, meðan haldið var áfram með heroin, bendh- alls ekki til að um neinn illan tilgang hafi verið að ræða. % Loks kvaðst lækniriiui ekki hafa fundið neitt furðulegt við það, þótt læknirinn hafi skipað hjúkrunarkonunni 9. nóv. 1950 að gefa sjúklingn- um korn af heroini, er þörf krefði. „Eg geri það oft sjálfur. En hinn læknirinn hafði sagt, að þetta hefði verið furðuleg fyrirskipun. Saksóknara tókst ekki að fá dr. Harman til að hvika frá neinu. Drengur slasast í morgun. Laust fyrir hádegið í morgun varð slys á Laugavegi rétt aust- an við gatnamót Rauðarárstígs. Sex ára gamall drengur, Helgi Kjartansson, Melgerði 25, vara að fara út úr strætisvagni, en féll við það í götuna. Vagn- stjórinn mun hafa ekið um sama leyti burt og að því er sjónarvottur telur, mun vinstra afturhjól vagnsins hafa lent á vinstra fæti drengsins og far- ið yfir hann. Vagnstjórinn varð ekki slyssins var^ en nærstaddur maður kallaði til hans, er hann sá hvað skeð hafði, og nam ek- illinn þá strax staðar. Drengurinn var strax fluttur í Slysavarðstofuna og var ver- ið að rannsaka meiðsli hans er blaðið frétti síðast. Be!giskur togari tekinn í landhetgi. Belgiskur togari var tekinn í landhelgi síðdegis í gær og fór varðskip með haim til Vest- mannaeyja. Hófust réttarhöld kl. 9 árdegis. Togarinn var tekinn út af Mýrnatanga kl. 6 síðdegis í gær vestan Kúðafljóts og reyndist vera 0.7 sjómílur innan land- helgi. Skyggni var slæmt. Fyrsti stýrimaður, sem var á vakt, hefur játað að togarinn hafi verið innan landhelgi. Togari þessi er stór og nefn- ist John og hefui einkennis- töluna 081 og er frá Ostende. Aswanstíflan m SeiiBiistfu frcgnir Seinustu fregnir um Aswan- hleðsluna fyrirhuguðu eru þess ar: — Egyptar breiða það út, að ráðstjónrin rússneska ætli að leggja fram fé það og tækni- lega aðstoð til þess að reisa As- wan-fyrirhleðsluna og önnur mannvirki í tegslum við hana. Vesrænir stjórnmálamenn líta á þetta sem einskonar áróður, sem eigi enga stoð í veruleik- anum, og sé áróðurin ætlaður- til þess_ að hressa upp á álit Nassers meðal arabisku þjóð- anna, en trúin á forystuhæfi- leika hans sé allmjög dvínandi. L>itla telpan rtvn*Blaus enn. Litla telpan sem slasaðist á Suðurlandsbraut fyrra laugar- dag, Iá enn rænulaus í gær, er Vísir spurði um hana í gær. Er hún nú búin að vera rænulaus í 10 daga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.