Vísir - 09.04.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 09.04.1957, Blaðsíða 4
6 VÍSIR Þriðjudaginn 9. apríl 1957 I wisiat D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala kr. 1,50. Félagsprentsmiðjan h.f. Hættan á Slysum hefir skyndilega farið mjög fjölgandi á götum bæj- arins^ og það eru einkum börn, sem fyrir þeim hafa orðið. Af þessum sökum liggja nú nokkur börn í ; sjúkrahúsum bæjarins, og' eru sum þungt haldin vegna meiðsla sinná. Það leikur heldur enginn vafi á því, hvers vegna slysunum hefir fjölgað skyndilega síðustu daga og vikur — það er batnandi veður og færð, sem segir þar til sín, svo að nú eru fleiri á ferð í bílum sín- um en áður og fleiri börn að leik úti við. Það eru sannarlega ekki gieði- leg vorsins teikn, og von- Á andi er, að þau verði ekki einkennadi fyrir þá hluta ársinst þegar veður er yfir- leitt heppilegt til útiveru. Það væri mjög óskandi, að almenningur þyrfti ekki að óttast stórum vaxandi fjölda umferðarslysa, því að þau eru vissulega orðin alltof mörg. Það er kominn alltof mikill stórborgarbragur á Reykjavík að þessu leyti. En því miður er fjöldi slysanna, sem blöðin segja frá að heita má daglega, ekki nægjanleg- ur einn til þess að hræða menn til að fara varlega — bæði sjálfra sín vegna og annarra — og það mun vera löngu sannað að þung viður- lög eru engan veginn nægj- Sameinað götunum. anleg til þess að hvetja menn til að auðsýna aðgæzlu. vetrarlagi, þegar færð er á margan hátt erfið og hættu- leg virðast slys yfirleitt vera miklu sjaldgæfari. Ástæðan er ekki einvörðungu sú, að þá er umferð oft minni, held- ur mun það ráða meira, að, menn gera sér grein fyrir' því, þegar snjór er eða hálka, | að það er erfitt að stöðva farartæki snögglega, svo að menn aka hægt í stað þess að tefla í tvísýnu. Það sann- ar aftur, að menn gera sér ekki leik að því að valda slysum með farartækjum sínum. þessu virðist sá galli, að að- gæzlan sé nokkuð ’árstíða- bundin hjá ökumönnum, þótt hún megi ekki vera það. Okumaður verður ævinlega að gera sér grein fyrir því, að hann stjórnar farartæki, sem getur verið hættulegt, undir öllum kringumstæð-, um, ef eitthvað smávegis bregður út af, og að hættan vex tiltölulega enn meira en hraðinn_ þegar hann er auk- inn Slys getur dunið yfir fyrirvaralaust, þótt brautin virðist greið — og það er einmitt það, sem veldur flest um slysum. Menn gera sér ekki grein fyrir því, að hætt- an er mest, þegar menn eygja hana ekki. átak. Það er hvarvetna reynsla, að með vaxandi hraða öku- tækja fylgir mjög aukinn fjöldi slysa. Þetta á vafalaust eins vel við hér og annars staðar, en hér bætist þó ýmislegt við, sem eykur slysahættuna til muna. Bif- reiðum hefir til dæmis fjölg- að til mikilla muna á skömmum tíma. Götur eru þröngar og víða er ekki gert ráð fyrir bílskúrum, svo að bifreiðar verða að standa á götunum — eða gangstéttun- um. Loks eru heil hverfi í bænum_ þar sem gangstígar eða stéttir eru ekki afmörk- uð frá akbrautum, og dregur það sannarlega ekki úr slysahættunni. Bærinn verður að taka sér fyr- ir hendur að framkvæma endurbætur að þessu leyti, þar sem þess er þörf. Það verður að afmarka akbraut- ir, svo að fótgangandi menn og börn að leik hafi eitt- L hvert svæði, þar sem friður er fyrir bílunum. Það er einnig nauðsynlegt, að geng- ið sé á svipaðan hátt frá umferðargötum út úr bæn- um. — Var raunar bent á það í Vísi í greinaflokki fyr- ir nokkrum árum, en því miður varð ekki mikið úr framkvæmdum þá. En nú er nauðsynin enn brýnni en áð- ur og töf því hættulegri. Allir eru að sjálfsögðu sam- mála um nauðsyn baráttu gegn slysunum, en hún ber ekki árangur_ nema margir leggi hönd á plóginn: Bif- reiðarstjórinn verður að gæta þess.að aka hægt og gætilega, bæjaryfirvöldin verða að gera allar nauðsynlegar ör- yggisráðstafanir á götum og gatnamótum, foreldrarnir að áminna börnin um varkárni og þar fram eftir götunum. Markinu, færri slysum og minni þjáningum, verður ekki náð nema með samein- uðu átaki allra borgaranna itréf: Konungar Hreindýrin okkar, þessi stór- glæsilega, harðgerða fótkvika og síunga háfjallahjörð, hefir, sökum fannalaga á öræfum Norðurlands, sem eru heima- hagar þeirra, liðið skort á um- liðnum vetri og jafnvel fallið úr hungri og harðrétti. Þetta eru ill tíðindi, sem við höfum spurt. Þessi stoltu dýr, halda sig á heiðum uppi og fælast manna- byggðir. Þau lifa á heiðagróðri, hinum svonefnda hreindýra- mosa. Þau sækja svo fast til fanga að þau grafa sig jafnvel á kaf í hjarnið eftir lífvænum bletti á barði, sem satt gæti hungur þeirra. En svo getur farið, að þessi aðsækna og úr- ræðagóða öræfahjörð van- megnist í baráttunni fyrir lífi sínu og hnigi máttvana til jarð- ar. Þessum konungum heiða- landanna verður ekki liðsinnt að gagni úr sveitunum, þegar þörfin krefur. Svo er djúp stað- fest milli byggða þeirra og byggða mannanna, að vart verð- ur yfir komist á stundum þreng- inganna. Heimkynni hreindýranna eru hásalir náttúrunnar, viðir og heiðbjartir. Þau lifa á sumrum á sælgæti heiðamosanna, byggja sig upp og eru feit og gljáandi að haustnóttum. Á vetrarbeit- inni verða þau að lifa og eigin fitumagni, þegar hávetur hefir tekið völdin í iandi voru. Þau eiga ekki önnur forðabúr. Eins og gefur að, skilja þarf þessi tiginborna og þroskamikla hjörð vítt og breitt haglendi og móðir jörð verður að bera vel á börðin. því öflin sem hreindýr in búa yfir herja fast á og láta ekki sinn hlut fyrir lítið. Það, sem hægast væri fyrir okkur að gera fyrir þetta glæsta hjarðfé er, að skipta þeim í hópa og færa þau til á landinu. Mætti t. d. flytja svo sem eitt hundrað hingað á Hellisheiðina. Gætu þau þá lagt undir fót Mosfells- heiði, Hengilinn, Hellisheiðina og Reykjanessfjallgarð. Væri Norrænt skólamót. XVII. Norræna skólamótið verður haldið í Helsingfors (lag- ana 6. — 8. ágúst í siunar, og taka þátt í því kennarar og skólamenn frá öllum Norður- löndunum. Aðalviðfangsefni mótsins verð- ur: Fræðilegar og raunhæfar ný.jungar í skólamáluin („Skol- ans förnyelse i teori och praktik“). Fluttar verða 5 aðal- fyrirlestrar, en auk þess aðrir styttri og yfirlitserindi. í sambandi við skólamótið verður sýning varðandi þróun skólamála í Finnlandi. Norræn skólamót hafa verið haldin öðru hverju og oftast á 5 ára fresti síðan 1870, en þá var fyrsta mótið haldið í Gauta- borg, og voru þátttakendur 842, en nú skipta þeir þúsundum. Eins og að likum lætur, eru fyrst og fremst til umræðu á mótum þessum ýmis uppeldis- og skólamál, sem eru ofarlega á baugi hverju sinni. Væntanlegir þátttakendur í mótinu skulu tilkynna það fyrir 20. maí n. k. til fræðslumála- skrifstofunnar, en þar eru gefn- ar allar frekari upplýsingar. heiðanna. þessum hóp borgið, því hér þrýt ur aldrei jörð fyrir svo aðsækin dýr sem hreindýrin eru P. Jak. 500 kr. vinningar hjá SÍBS. Eins og getið var í Vísi s.l. laugardag var dregið í Vöru- happdrætti SÍBS s.l. föstudag (4. flokki). Birtist hér viðbót- arvinningaskrá: 500 kr.: 301 524 864 1637 1897 1927 2034 2283 3095 3197 3278 3283 3605 3802 4114 4597 4947 4991 5121 5573 5580 5727 5768 6222 6630 6753 6787 7396 7868 7983 8021 8062 8722 9741 9774 10112 10437 10938 11579 11690 11873 12440 12509 12602 12742 12755 13019 13290 13776 14242 14646 14890 15293 15855 16207 16408 16427 16944 16955 17107 17151 17552 17794 17800 17808 18130 18977 18984 19137 19257 19604 19801 20396 20440 20534 20568 20794 21005 21339 21378 21867 22302 22412 23279 23377 23490 23632 23906 24295 24336 25391 25777 26283 26394 26512 26683 27294 27309 27955 28226 28268 28886 29433 30078 30301 30578 30917 30964 31931 32107 32174 32538 32766 32994 33044 33191 33366 33383 33974 34088 34583 34685 35796 35857 35910 36156 36481 36547 36723 36725 36951 37008 37252 37606 37723 37732 37751 37784 37817 37834 38102 38812 38826 38835 38877 39147 39253 39270 39398 39638 39640 40290 40426 40822 41258 41273 41367 42099 42220 42326 42385 42572 42636 42724 43320 43615 43636 43707 44039 44053 44890 45423 45637 46336 46538 46710 46942 46948 46996 47012 47576 47742 47878 48088 48103 48327 48359 48948 49128 49169 49547 49585 49650 49741 49844 49973 50261 50395 50419 50764 51642 52316 52349 52544 52743 52899 53296 53495 53506 53630 53823 53990 54634 54742 55003 55088 55222 55414 55506 56026 56244 56334 56854 56870 57231 57651 57823 58283 58434 58586 58910 59222 59959 60065 60082 60191 60200 60461 60525 61529 61598 62508 62746 62843 63212 63693 64279 64431 64439 64769. (Birt án ábyrgðar). Sivih nt týn tSah bÍnbss : Tvær enskar myndir. Um þessar mundir eru sýndar tvær kvikmyndir, sem hafa til að bera flesta kosti enskra skemmtikvikmynda. Gamla Ilíó sýnir kvikmyndina „Dorothy eignast son“, sem er gerð eftir gamanleik, sem L. R. hefur sýnt hér, og margir munu minnast. Aðalhlutverk leika John Gregson, Shelley Winters og Peggy Cummins. — Kvik- myndin er vel gerð, bráðfyndin og ekki gripið til neinna öfga- bragða, til þess að vekja hlátur, heldur er allt jafn eðlilegt og það er skemmtilegt. „Borgari“ skrifar: „Enn er búið að flýta klukk- unni. Þrátt fyrir, að færð haft verið gild rök fyrir þvi ár eftir ár í blöðum, að hætta beri „hringlinu með klukkuna", er daufheyrst við öllum rökum. Vafalaust verður baráttunni fyrir því, að hætta „hringlinu" haldið áfram, og hver veit nema forsjármenn þjóðarinnar átti sig á því, einhvern tíma áður en öldin er liðin, að það er hrein- asti óþarfi að vera að flýta klukkunni norður hér. Af nógn að taka. En það mun lítla þýðingu hafa, að fjölyrða um þetta frek- ara að sinni og skal því yfir öðru kvartað — og er af nógu að taka, þvi að margt fer aflaga eða i handaskolum, sem alger- lega óþarft er, og sumt af því varðar einmitt skylt mál, nefni- lega að klukkur á almanafæri sýna iðulega skakkan tíma, og hefur oft verið yfir þessu kvart- að, en með þessu verður að vera strangt eftirlit að jafnaði. Það er ekki hægt að láta ailt dank- ast um svona hluti, eins og fyrir mörgum áratugum, þar sem nú má ekki mínútunni muna — og ekki það stundum — fyrir menn að ná í strætisvagna til dæmis, og mörgum hefur orðið hált á því, að reiða sig á klukku á almannafæri — þ. e. misst af strætisvagni og þar af leiðandi glatað dýrmætum tima sér til óþæginda og ama. Stórvítavert liirðuleysi verður það að teljast, sé þess ekki gætt, að klukkan á sjálfu Lækjartorgi, aðalstöð strætis- vagnanna, sýni réttan tíma. Hún var i gærmorgun tveimur min- útum of fljót. Fyrir bragðið voru allar strætisvagnaferðir „vitlausar“. Þess verður að krefjast, að klukkan á torginu sýni jafnan réttan tíma. Og m. a. væri ekki athugandi af bænum að reisa þarna myndarlegan, fagran klukkuturn, með klukku, sem er alveg óskeikul? Svo er liitt, sem líka getur verið bagalegt, að blessaðir úrsmiðirnir okkar, sem eru svo hugulsamir að hafa stærðar klukkur fyrir ofan dyrnar á verzlunum sinum, gleymdu sumir að flýta klukk- unni, og eru þeir, sem gleymnir voru, vinsamlega minntir á, að vera ekki að draga það lengur. Og klukkurnar þeirra mættu líka gjarnan sýna réttan tíma. Borgari" q Bedúini reyndi fyrir nokkru að fá einn af liðsforingjunis Sþj. tii annast flutning á eit- urlyfjum. Leiddi þetta til þess, að nálægt E1 Ballaii við Súezskurð voru gerðar upptækar birgðir af ópíum. Liðsforinginn tók nefnilega að sér smygllilutverkið til þess að koma upp um liina egypzku eiturlyfjasala. Hafnarbíó sýnir hugnæma skemmtimynd um unga elskend- ur — sem eru svo mannleg og aðlaðandi, að kynnin við þau eru hin ánægjulegustu. Þau eiga ekki að fá að njótast og verður það þrautarúrræði þeirra, að flýja til Gretna Green, þorps- ins fræga í Skotlandi, til þess að láta smiðinn þar gefa sig saman. Myndin er bráðskemmti- leg og vel eðlilega leikin. — I }

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.