Vísir - 09.04.1957, Blaðsíða 5

Vísir - 09.04.1957, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 9. april 1957 vísm 7 Fjöldamörg mót og nómskeið IMF á sumar. Haldin fyrir menn úr ýmsum stéttum Á vegum Norrænu félaganna verða eins og venja er, haldin allmörg mót og stutt námskeið í sumar. Þeim, sem hafa í hyggju að fara til Norðurlanda í sumar, skal sérstaklega á það bent, að með þátttöku í þessum mótum geta þeir notið ódýrrar dvalar og ferðalaga við hin beztu skil- yrði. Helztu mót og námskeið, sem ákveðin hafa verið_ eru þessi: I Danmörku. Norræn æskulýðsvika verður haldin dagana 30. júní til 7. júlí í Hindsgavlhöllinni á Fjóni, en það. er félagsheimili Nor- ræna félagsins í Danmörku. Mót þetta er fyrst og fremst ætlað fólki á aldrinum 17—25 ára. Kostnaður verður 85.00 danskar krónur fyrir vikudvöl- ina. Tveggja vikna námskeið verða í sumar á 25 dönskum lýðháskólum á tímabilinu frá 19. maí til 15. september. — Haldin eru erindi og náms- flokkastarfsemi fer fram ár- degis. Síðari hluti dags er frjálsari m. a. notaður til stuttra ferðalaga. Dvalarkostn- aður (kennsla, fæði og hús- næði) er alls 165.00 danskar krónur. Auk þess verður norrænt kennaranámskeið í Askov í sumar, svo sem venja er til. í Finnlandi. Dagana 26.—29. maí verður norrænt æskulýðsmót í Hels- ingfors. Mót þetta er ætlað skólanemendum og lágmarks- aldur er 14 ár. Þátttakendur dvelja á einkaheimilum meðal jafnaldra á meðan mótið stend- ur yfir. Dagana 10.—19. júní verður norrænt blaðamannamót haldið í Finnlandi á vegum Norræna félagsins finnska (Pohiola- Norden) og finnsku biani- mannasamtakanna. Fyrstu dagana verður dvalið i Hels- ingfors, en síðan farið i feiða-1 lag. Haldnir verða fyrirlestrar um margvísleg efni. Dvalar- kostnaður fæði, húsnæði og ferðalög) verður 10.000.00 í mörk (ca. 700.00 ísl. kr.)_ Norrænt skólastjóramót er fyrirhugað í Helsingfors dag- ana 3.—5. ágúst. Það er venja að Norrænu félögin efni til skólastjóramóts í tengslum við hið almenna kennara- og skólamannamót, sem haldið ei þriðja hvert ár á vegum fræðslumálastjórna allra Norð- urlanda, en slíkt mót á sér stað í Helsingfors dagana 6.-—8. ág- úst í sumar. Dagana 12.—17. ágúsl efnir svo finnska félagið til nám- skeiðs fyrir norræna æskulýðs- leiðtoga í KK-samvinnuskólan- um í Helsingfors. (Dvalar- kostnaður (fæði og húsnæði) ei 6.000.00 f. mk. (420.00 ísl. kr.). íslandi og Færeyjum er einnig boðin þátttaka. Fundarstaður er Romerike lýðháskóli í Nor- egi (40 km frá Oslo). Mótið er haldið í samvinnu við Norrænu félögin, — Dagskrá vikunnar er mjög fjölbreytt og tendrað verður Jónsmessubál í lok mótsins. Dvalarkostnaður (fæði, húsnæði og þátttökugjald) verður aðeins 45.00 norskar krónur fyrir vikudvölina. Vikuna 1.—6. júlí efnir norska félagið til námskeiðs á Elingard á Onsöy við Fred- júkstad. Námskeið þetta er fyrst og fremst ætlað nefndar- mönnum þeim, sem fjalla um endurskoðun norrænna sögu- kennslubóka á vegum Norrænu félaganna og öðrum, sem áhuga hafa á sögur Norðurlanda. — Kostnaður vegna námskeiðsins þessa viku verðr alls 150.00 norskar krónur. Dagana 7.—23. júlíu verður haldið námskeið á Ringsaker lýðháskóla í Ringsaker. Nám- skeið þetta er einkum ætlað fé- lagsmönnum norrænna stéttar- félaga og er haldið í samvinnu við ,,Arbeidernes Oplysnings- forbund“. Dvalarkostnaður (fæði, húsnæði og ferðalög á meðan námskeiðið stendur yf- ir) er 150.00 norskar krónur. Vikuna 14.—20, júlí efnir norska félagið til norræns æskulýðsmóts á Hundopp lýð- háskóla í Gudbrandsdalen. Heimsóttir verða frægir sögu- staðir svo sem heimili Björn- stjerne Björnsson að „Aule- stad“, ,,Maihaugen“, við Lille- hammer og þjóðminjasafnið „Sandvigske Samlinger“. — Rædd verða ýms málefni sem æskuna varða og er markmið mótsins fyrst og fremst að stofna til gagnkvæmra kynna norræns æskufólks. — Dvalar- kostnaður (fæði, húsnæði og ferðalög) verður 100.00 norskar krónur. Norrænt fræðslumót verður haldið á Sjusjöens háfjalla- hóteli við Lillehammer dagana 26.—31. ágúst. Mót þetta er haldið í samvinnu við „Samnemnda for studie- arbeid“, en sú nefnd hefur nú starfað í 25 ár og haft það verk- efni að auka og efla alþýðu- fræðslu í Noregi. Dvalarkostn- aður verður 130.00 norskar krónur. í Svíþjóð. Norrænt æskulýðsmót verður haldið á Bohusgarden 30. júní —7. júií. Mót þetta er fyrst og fremst ætlað fólki á aldrinum 16—25 ára. Fjallað verður um ýmis norræn málefni sem æskufólk hefur áhuga á m. a. bókmenntir Norðurlanda og listsýningar. Dvalarkostnaður- inn er 95.00 sænskar kr. Vikuna 7.—13. júlí verður haldið fræðslumót í Bohus- ðárden, sem nefnist „Norður- lönd í dag“. Á móti þessu verð- ur m. a. fjallað um Norður- landaráðið og ýmsa þætti nor- rænnar samvinnu á sviði efna- hags- og menningamála. Dval- arkostnaður verður 120.00 sænskar krónur. Norrænt námskeið er nefnist „Litir og snið okkar nánasta umhverfis" (fárg och form i hemmiljö) verður á Bohus- gárden 21.—28. júlí. Námskeið- ið er ætlað kennurum og æsku- lýðsleiðtogum og fleirum er á- huga kunna að hafa á þessum efnum. Dvalarkostnaður verð- ur 160.00 sænskar krónur. Fræðslumót um kvikmyndir verður á Bohusgárden 23.—29. júní. Fræðslumót þetta er haldið í samvinnu við „Nord- iska barnfilmnámnden“ og „Audiovisuella sállskapet“, og er fyrst og fremst ætlað kenn- urum og æskulýðsleiðtogum. Dvalarkostnaður verður 125.00 sænskar krónur. Dagana 20.—26. júlí efnir í Norcgi. Dagana 17.—23. jún! eína fjórir norrænir lýðhásköio„ /. æskulýðsmóts í Noregi. Mót þetta er hugsað sem norrænt uemendamót, en ungu fólki frá sænska félagið í samvinnu við sænsku fræðslurpálastjórnina til norræns kennaranámskeiðs, uppi í fjöllum í Abisko-hérað- inu í Lapplandi. Dvalarkostn- aður mun verða um 150.00 sænskar krónur. Norrænt kennaranámskeið, sem nefnist „Att tala“ verður haldið á Bohusgárden 4.—10. ágúst. Námskeið þetta er hlið- stæða námskeiðanna „Att lása och förstá“ og „Att skriva“ sem haldin voru í fyrra og í hitteð- fyrra. — Á námskeiðinu í ár verður fjallað um listina að tala, bæði almennt og þó sérstaklega frá kennslutæknilegu sjónar- miði. — Dvölin kostar 125.00 sænskar krónur. Norrænt mót verzlunar-, iðnaðar- og bankamanna verð- ur haldið á Bohusgárden við Uddvalla dagana 15.—22. sept- ember. Mótinu lýkur í Gauta- borg. Rætt verður m. a. um norrænan efnahagssamvinnu, aðstöðu Norðurlanda til sam- eiginlegs Vestur-Evrópu- markaðs, Norðurlönd á atómöldt o. fl. — Dvalarkostnaður og þátttökugjald verður alls 150.00. sænskar krónur. Nánari upplýsingar um námskeið þessi og mót gefur Magnús Gíslason, (sími 7032), Norræna félagið, Box 912, Reykjavík. Samkomulag um hvalveiðaeftirlit. Frá fréttaritara Vísis. —< Oslo í apríl. Samkomulag um eftirlit með hvalveiðum í Suðurhöfmn varð á ráðstefnunni Jiiér í sl. mánuði. Ráðstefnuna sátu fulltrúar frá Bretlandi, Hollandi og Jap- an, og urðu þeir ásáttir um, að hlutlausum eftirlitsmönnum skuli falið að fylgjast með því, að ekki sé fleiri hvalir skotnir en heimilt er. Sovétríkin vilduj elcki taka þátt í ráðstefnu þess- ari, en þau hafa verið grunuð um að fara ekki að alþjóðasam- þykktum. Stúlha stúlka óskast strax, helzt vön vinnu í efnalaug. Til greina kemur hálfan daginn. (Engar upplýsingar í síma). Elnalaugin Hjálp Bergstaðastræti 28. Stúdentafélag Revkjavíkur Peter Freuchen Vegna þess hve margir urðu frá að hverfa s.l. sunnudag, endurtekur Peter Freuchen fyrirlestur sinn og sýnir Grænlandskvikmynd í kvöld kl. 7 í Gamla Bíói. AðgöngumiSar á kr. 15,00 verða seldir hjá Eymundsson í dag og við innganginn meðan miðar endast. Allur ágóði rennur í Sáttmálasjóð. STÍÓRNIN. slcóla, prófessor Erik Warburg, sem hér er um þessar mundir, flutti fyrirlestur í gærkveldi fyrir Læknafélag Reykjavíkur. Warburg rektor er hér í boði Dansk-íslenzka félagsins. Hann er sérfræðingur í hjartasjúk- dómum og fyrirlesturinn, sem hann hélt í gærkvöldi, fjallaði um bilanir á hjartalokum. Warburg ræddi í gær stundar- korn við blaðamenn í danska sendiráðinu. Sagði hann m. a., að Kaupmannahafnarháskóli hefði um langt skeið einnig verið háskóli Islands og enn kæmu stúdentar frá Islandi til Kaupmannahafnar, til að leggja þar stund á háskólanám. Rektor Eitt helzta vandamálið fyrir botni Miðjarðarhafs er mikill f jöldi | Warburg hefur einnig haft ís- flóttamanna í Israel. Myndin hér að ofan sýnir Araba, sem, lenzka nemendur i sérgrein Warburg rektor mjög hrif- inn af Reykjalundi. Kveður bjartsýni cg stérhug ríkja hér. Rektor Iíaupinannahafnarhá- meðal þeirra Sigurður Samúels- son prófessor og Friðrik Einars- son aðstoðaryfirlæknir á Lands- spítalanum. Warburg rektor leizt mjög vel á sig hér í Reykjavík. Sagði hann að allt hér bæri vott um öra þróun, bjartsýni og stórhug. Þá hafði rektorinn einnig komið að Reykjalundi og var stórhrifinn af framkvæmdum hér í berklavarnarmálum. israelskur hermaður hefur gætur á. i sinni, hjartasjúkdómum. Eru Warburg rektor nýtur hins bezta álits í heimalandi sínu og víðar, bæði sem læknir og lækna- kennari. Auk læknismenntunar sinar er hann mjög fjölfróður maður. Hann er ágætlega lesinn í sögu, heimspeki, bókmenpt- um og trúarbragðaheimspeki. Hann er frjálslyndur maður og, hleypidómalaus, » L». L I im ■*» -■*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.