Vísir - 10.04.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 10.04.1957, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 10. apríl 1957 VÍSIR % Margvísleg nýmæli í nýju stjórnar- frumvarpi um Háskóla Islands. Mefnrf var skipuð til að semja frumvarpið árið 1954. Fyrir helgina var lagt frani á Alþingl nýtt frunivarþ um Háskóla íslands og var það tekið til fyrstu umræðu á fundi efri deildar í fyrradag. Frumvarpið er 47 greinar i 10 köflum, og er hér um að ræða heildarendurskoðun á lög- um og reglugerðum um há- skólann. Við samþykkt frum- varpsins er gert ráð fyrir, að úr gildi falli 17 eldri lög, en auk þess hafa ýmis nýmæli ver- ið tekin upp i hinn nýja bálk. Sainning frumvarpsins. Undirbúningur að samningu frúmvarpsins hófst i ársbyrjun 1954, er til starfa tók — undir forsæti Ármanns Snævarr — nefnd fimm prófessora, sem há- skólaráð skipaði til starfans. Um haustið 1955 skipaði mennta- málaráðherra sjötta nefndar- manninn, Benjamín Eiríksson, og tók hann þá við formennsku í nefndinni. Að samningu lok- inni var frum%rarpið sent öllum deildum háskólans og stúdenta- ráði til umsagnar, síðan yfirfar- ið á ný af nefndinni og loks af- greitt frá háskólaráði, svo sem lög mæla fyrir um frumvörp, er háskólann varða. Menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gislason, fylgdi frumvarpinu úr hlaði og rakti meginefni þess og helztu nýmæli. í upphafi þess er kveðið svo á, að Háskóli Islands skuli vera vísindaleg rannsókna- og fræðslustofnun, er veiti nem- endum sínum menntun til að gegna ýmsum embættum störfum í þjóðfélaginu. að það sé auglýst laust til um- sóknar. Skipting kennsluárs. Deildarforsetar skulu kjörnir til tveggja ára í stað eins, og tekin eru upp í frumvarpið ákvæði um að þeim sé heimilt að kveða á deildarfund einn eða fleiri fulltrúa nemenda, ef til umræðu er mál, sem varðar þá sérstaklega. Kennsluár háskólans skiptist í tvö kennslumisseri, haustmiss- eri frá 15. sept. til 31. jan. og vormisseri frá 1. febr. til 15. júní, en háskólaráð getur skv. frumvarpinu ákveðið aðra miss- eraskiptingu fyrir tilteknar greinar eða deildir. Væri þannig t. d. unnt nú að heimila að láta próf fara fram að hausti og afnema jafnframt miðsvetrar- prófin í janúar, en talið er að það mundi drýgja mjög kennslu- tímann. Aðhald að stúdentum. 1 frumvarpinu er lagt til að heimila stjórn háskólans aukið aðhald að stúdentum — sem einkum er fólkið í því, að stand- ist stúdent ekki próf, gangi frá því, eftir að hann hefur byrjað, eða komi hann ekki til prófs, án þess þó að boða forföll, skal hann hafa lokið sama prófi innan árs og staðizt það. Falli hann á prófinu eða gangi frá því á ný, hefur hann fyrirgert rétti sinum til að ganga oftar undir það. Á hinn bóginn er svo bætt réttarstaða stúdentanna að því er snertir brottrekstur úr skóla og þeim m. a. heimilað að skjóta úrskurði háskólaráðs um það efni til Hæstaréttar. Um veitingu doktorsnafnbóta í heiðursskyni skal gilda sú regla, að til þurfi einróma sam- þykki atkvæðisbærra deildar- manna og samþykki háskóla- ráðs. Prófessorar verði ?8. Gert er ráð fyrir i hinu nýja frumvarpi, að háskólabókavörð-1 ur kenni bókasafnsfræði við skólann og njóti þá sömu launa og prófessorar. Fjöldi prófess-. ora er óbreyttur, í guðfræðideild 4, læknadeild 8, laga- og við- skiptadeild 6, heimspekideild 7 og verkfræðideild 3. í 1 niðurlagi ræðu sinnar gat menntamálaráðherra þess, að frumvarpið, sem er stjórnar- frumvarp, væri i nokkru atrið- um frábrugðið tillögu nefndar- innar, m. a. verið látin haldast að meginefni núgildandi ákvæði um veitingu kennaraembætta, sem gefist hefðu vel. Varhuga- vert hefði verið talið að binda veitingavaldið við tillögur há- skólans, eins og nefndin hefði lagt til, enda líklegt að þaö hefði valdið deilum. Meimtun kennara. Þá hefði kennaraskólanemum ekki verið veitt heimild til að voru léleg, en þar var svo mynd- stunda í BA-deild háskól-( arlega úr bætt, er safnið var ans- sem nefndin hefði madt ^ og Stjórn stofnnnarinnar. Síðan er vikið að stjórn há- skólans, og eru ákvæði frum- varpsins um það eíni allmiklu fyllri en þau er nú gilda, m. a. að því er snertir starfssvið rclit- ors og skipan háskólaráðs, en varðandi hið síðarnefnda er tekið upp það nýmæli, að heim- iit sé að leyfa fulltrúum há- skólastúdenta fundai'setu. Samkvæmt frumvarpinu er at- vinnudeild háskólans ekki talinn til deilda hans og verða þær því 5 í stað 6 áður. Nafni laga- og hagfræðideildar er til samræmis við starfsemi deildarinnar breytt í laga- og viðskiptadeild, og jafn- framt lagt til, að deildinni verði skipt, þegar þrjú föst kennara- embætti hafa verið stofnuð í við- skiptafræði. Þá er gert ráð fyrir, að eðli dósentsembættis breytist mjög, og þeir tveir dósentar, sem nú starfa við háskólann, verði skip- aðir prófssoi'ar, þegar frum- varpið tekur lagagildi. Það ný- mæli er tekið upp, að mennta- málaráðherra er með vissum skilyrðum heimilað að bjóða vísindamanni að taka kennara- embætti við háskölann, án þess seminni hve húsnæðisskilyrðin hyggju að láta á sumri komanda fara fram endurskoðun á núgild- andi löggjöf um menntun kenn- aranna með það m. a. fyrir augum, að skapa þeim bætt skil- yrði til framhaldsnáms. Einnig hefði verið fellt niður úr frum- varpsuppkastinu ákvæði um að ekki megi undanþiggja háskóla- kennara kennsluskyldu nema 4 ár í röð. Að lokum kvaðst ráðherra þess mjög óskað bæði af háskól- anum og ráðuneytinu, að af- greiðslu frumvarpsins yrði hrað- að og það samþykkt á þessu þingi. Alfreð Gíslason tók til máls og kvað sér finnast heimild til handa háskólaráði um að tak- marka aðgang að vissum deild- um skólans stríða gegn akadem- iskum anda. G. Þ. G. kvað þess hafa verið mjög eindregið óskað, að þessu ákvæði yrði haldið í lögunum. Því hefði á hinn bóginn aldrei verið beitt og engar fyrirætlanir uppi um slíkt nú. Það ástand gæti samt skapast, að rétt yrði talið að grípa til slíkra ráðstaf- ana. Hasslock vann ÍR eftir harðan, spennandi leik. Hasslock sigraði I.R. eftir mjög liarðan og spennandi Ieik. F^'rsti leikur þýzka handknatt- leiksliðsins Hasslock fór fram að Hálogalandi i gærkvöldi og léku þeir við gestgjafa sína, l.R. Leikur þessi var geysilega spenn andi frá upphafi til enda og jafn. Óhætt er að fullyrða, að Þjóðverjarnir hafi ekki haft neina yfirburði. Leikur Í.R. var mestan hluta leiksins mjög sterkur og leikaðferð þeirra eða „taktik“ að minu áliti mun ár- angursríkari og skemmtilegri, en Þjóðverjarnir léku mjög frá- brugðið því, sem við eigum að ' venjast. Mest ber á milli í varnarleikn- I um. Hér leggja öil liðin áherzlu á að mynda sem þéttastan vegg og takmarkið að gera andstæð- ingunum sem erfiðast að skjóta eða smjúga í gegn. En Þjóðverj- arnir sýndu okkur algerlega nýja aðferð, sem að mínum dómi er mun veikari og ekki eins örugg. Vera má, að í stærra húsi, líkt og tíðkast víðast hvar erlendis, sé þessi aðferð væn- legri, þar sem sex mönnum er ókleift að valda allan bogann, en í Hálogalandi á hún alls ekki heima. Hún hefur það í för með sér, að varnarmenn verða að leika mjög fast og ólöglega, ef andstæðingarnir eiga ekki að komast í gegn og inn á línu. Að- ferðin er í því fólgin, að aðeins þrír menn leika aftast, en hinir þrír eru mun framar, oft nærri miðju og reyna að sjá til þess, að andstæðingarnir komist ekki i skotfæri. Þjóðverjunum gekk mjög erf- iðlega að gæta hinna hviku I.R.- inga og neyttu oft mikillar hörku og óskemmtilegra bola- bragða. Verð ég að segja, að okkar handknattleikur er ólíkt skemmtilegri og íþróttamanns- legri, en þessi leikur líktist oft frekar fangbragðaglímu en handknattleik. Var sumum I.R.- inga auðsjáanlega mjög farið að renna í skap, enda engin furða. Dómaranum, Frímanni Gunn- laugssyni, var mikill vandi á höndum, en hann skilaði hlut- verki sinu með prýði, dæmdi ekki eins strangt og hann á vanda til, en þess ber að gæta, að Þjóðverjarnir eiga öðrum reglum að venjast en við og verða að fá tíma til að átta sig á, hversu strangt við tökum á allri hörku og bolabrögðum í leik. Komu þeim sýnilega undar- lega fyrir sjónir margir dóm- arnir og áttu erfitt með að sætta Austur þýzkir bílar flutt i húsið Esjuberg, að bæn- itm er mikil sæmd að. a. með, og væri ástæðan sú, að menntamálaráðuneytið hefði í Ákveðinn hefur verið nokkur innflutningur austur-þýzkra bíla á þessu ári. Þeir, sem hafa nauðsynleg gjaldeyris- og innflutningsleyfi, eru vinsamlega beðnir að hafa samband við okkur sem fyrst, varðandi afgreiðslutíma, sem í flestum tilfellum er mjög góður Bilar þeir, sem til greina koma eru: P-70 íólksbíll, 4 manna plastbíll P-79 siationbíll, plastbíll Wartburg fólksbíll, 5 manna Wautburg stationbíll Garant vörubíll, 3 tonna með benzín- e8a dísilvél Garant sendiferðabíll, 3 tonna með benzín- eða dísilvél I F A, H 3 S vörubíll með dísilvél, 5 tonna Allar nánari upplýsingar i skrifstpfu söluumboðsins. Einkaumboð ú Islandi: foeáa ft.fi Söluumboö: Vat/hihh h.fi. Laugavegi 103, sími S2945.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.