Vísir - 12.04.1957, Síða 6

Vísir - 12.04.1957, Síða 6
vísnt Föstudaginn 12. tpríl 1957 1TISI2R. D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. y Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala kr. 1,50. Félagsprentsmiðjan h.f. Húsnæðirmálastofnun — bygg- ingarsjéður — sparnaður. jóriiariVinii varp lagt 1‘rain í gær, Bókstafurinn eða andinn. Alþingi er ekki enn búið að ganga endanlega frá þingsetu Eggerts G. Þorsteinssonar, enda þótt hann hafi tekið sæti á þingi fyrir nokkru, eins og frá var skýrt á sín- um tíma. Liggur fyrir frum- varp um þetta, eins og for- sætisráðherrann boðaði á sínum tima, og birti Vísir í gær nefndarálit sjálfstæðis- manna í allsherjarnefnd, sem fjallað hefir um frum- varpið. Er þar ljóslega bent á veilurnar í allri meðferð stjórnarliðsins á málinu.enda ekki við öðru að búasþ þar sem til þess er stofnað á sama hátt og klækjabanda- lagsins sjálfs á síðasta ári. Klækjabandalagið hefir tvíveg- is orðið að grípa til sérstakra lögskýringa vegna samvinnu sinnar á síðasta sumri. Hin fyrri var fram sett til þess að færa sönnur á það, að það væri í bezta lagi að flokkar gerðu bandalag sin á milli, en uppbótarþingsæti skyldi síðan reikna tveim flokkum en ekki einum.' Ef banda- iagsflokkarnir hefðu verið taldir einn flokkur við út- reikning til uppbótarsæta, hefðu þeir glatað öllum þeim uppbótarmönnum, sem kröt- um tókst að krækja í. En þeir komu því fram, að út- reikningarnir voru þeim . hagstæðir. Til þess þurfti að fara nákvæmlega eftir bók- staf laganna, sem bönnuðu ekki beinlínis kosninga- bandalög, en andi laganna gerði hinsvegar að sjálfsögðu ráð fyrir að uppbótarþing- sæti drægju úr misrétti, en ykju ekki á það, en sá var einmitt tilgangurinn með kosningabandalagi fram- sóknar og krata. Nú er hinsvegar gripið til anda laganna — að þau hafi í rauninni ætlazt til þess, að um uppbótarþingmann væri að ræða, þótt bókstafurinn segði annað. Eru klækjaref- irnir þá búnir að fara heilan hring — farnir að eltast við skottið á sér — en sennilega verða þeir komnir að bók- stafnum aftur, ef þeir þurfa enn að grípa til skýringa vegna þeirrar samvinnu, sem með þeim tókst í fyrra. Framsóknarmenn og kratar hafa ekkert nema skömmina af þessu brölti sínu, þegar til lengdar lætur. enda þótt þeir þykist fagna miklum sigri, þar sem þeir hafa komið öll- um fyrirætlunum sínum fram. En þó verður skömm kommúnista enn meiri, því að svo eindregnir andstæð- ingar kosningasvikanna þótt ust þeir vera á sínum tíma. Þeir ætluðu ekki að láta krötum og framsókn haldast uppi ,,þingmannaránið“ — minna orð kom ekki að gagni, þegar þeir ræddu kosninga- klækina — og svo heimiluðu þeir þetta rán og lögðu bless- un sína yfir það. Heilsteypt- ir menn og heiðarlegir, kommúnistar, svo að þeir munu eiga fáa sína líka á landi hér Stjórnarfrumvarp til laga um húsnæðismálastofnun, bygg- ingarsjóð ríkisins, sparnað til íbúðabygginga o. fl. var lagt fram á Alþingi í gær. Annað helzta nýmæli frum- varpsins er ákvæði um að stofna skuli byggingarsjóð ríkisins, er lúti stjórn 5 manna húsnæðis- málastjórnar og standi straum inga svo og framkvæmdum, sem húsnæðismálastjórn kann að ráðast í til lausnar á hús- næðisvandamálum almennigs. Skal nefnd 9 manna starfa hús- næðismálastjórn til aðstoðar og ráðuneytis. Áætlað er að stofnfé sjóðsins i verði 118,2 millj. kr. og í | greinargerð frumvarpsins er | talið, að hann eigi „að geta . innan langs tíma orðið allöfl- ,ugur“. Gera megi ráð fyrir að járlegt eigið fé sjóðsins til út- lána verði á næstu árum um 40 millj. kr. í frumvarpinu er ætlast til þess að hiS almenna veðlánakerfi starfi áfram við hlið byggingarsjóðs með svip- uðum hætti og áður. Meðal fastra tekna sjóðsins er 1 %c álag, er innheimta skal aukalega, á tekju- og eigna- skatt og stríðsgróðaskatt og aðflutningsgjöld skv. tollskrá með gildandi viðaukum. Hitt nýmælið fjallar um skyldusparnað ungs fólks á aldrinum 16—25 ára. Skal það leggja til hliðar 6% af launum meginþunga nauðsynlegustu út- lána til íbúðabygginga“. sínum. Eru atvinnurekendur og aðrir kaupgreiðendur skyldað- ir til að greiða þennan hluta af launum starfsfólks síns með sparimerkjum á svipaðan hátt 1 og nú á sér stað um orlof. — 1 Áætlað er að sparnaður þessi 1 ásamt frjálsum sparnaði nemi um 15 milljónum á ári. í greinargerð frumvarpsins segir, að lánaþörfin að undan- förnu hafi orðið miklu meiri en búizt hafi verið við, og því ekki unnt að sinna öllum lánaum- sóknum. Byggingarsjóður rík- isins „eigi smám saman og í vaxandi mæli að geta að veru- legu leyti staðið straum áf Bók eftir Freuchen. í tilefni af beimsókn Peters Freuchen til Islands befur verið gefin út stytt útgáfa af bók Iians ,,Æskuár mín á Græn- landi“, sem Halldór Stefánsson ritliöfundur íslenzkaði fyrir nokkunun árum. Jón Eyþórsson veðurfræð- ingur annaðist valið á köflum þeim sem teknir voru í bókina. Tilætlunin með útgáfunni er að gefa íslenzku æskufólki kost á því að kynnast nokkurum þáttum úr lífi Freuchens, sam- skiptum hans við Grænlend- inga o ferðum um heimskauts- lönd. Freuchen er mikilhæfur og fjölhæfur vísindamaður, heimskunnur landkönnuður og rithöfundur svo af ber. Mun mörgum þykja fengur í þessari litlu bók hans. Hindra þarf kappsigl- ingu bátanna á miðin. Sameinað þing hefir sam- þykkt ályktimartillögu um innflutning véla í fiskibáta, og er iiún svohljóðandi: Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að láta fram fara rannsókn sérfróðra manna á því: a) hvort eða hvernig hægt sé að koma í veg fyrir óhóflega kappsiglingu báta á mið og hindra þannig óþarft slit véla og báta og sóun verðmæta vegna tíðra vélaskipta í bátum, og b) hvort eða hvernig unnt sé að haga innflutningi á vél- um í fiskibáta þannig, að aukin trygging varahluta fáist fyrir kaupum hentugra véla og nauð- synlegar birgðir varahluta verði ávallt til í landinu. Pétur Pétursson var flutn- ingsmaður tillögunnar og hlaut hún einróma stuðning þing- manna með nokkurri orðalags- breytingu. sem allsherjarnefnd Skortur á Lesendur Þjóðviljans hafa beðið þess með talsverðri óþreyju síðustu daga, að blaðið gæfi einhverjar skýringár á þeim okurprísum, sem formaður Búnaðarfélags fslands sagði að væri á fiski þeim, er Rússar kaupa af okkur ís- lendingum og ríkisverzlan- irnar þar eystra hafa á boð- stólum. Margfaldast verðið á leiðinni frá hafnarbakkan- um og á búðarborðið, svo að síldin kostar til dæmis sem svarar 60—90 krónum, þegar liinum sovézka neytanda gefst loks tækifæri til að fara með hana heim. Flestum mun hafa fundizt eitt- hvað bogið við þær tölur, sem bændaforinginn nefndi, og væntu leiðréttinga í Þjóð- viljanum. Þær hafa þó orðið eitthvað síðbúnar, því að ekki er þær komnar enn, skýringum. nærri hálfum mánuði eftir að upplýsingarnar voru fyrst gefnar í útvarpinu. Er þó enn meiri þörf fyrir þær með tilliti til þeirra upplýsinga um launakjör, sem einnig voru gefnar. Þær gefa til kynna, að sælan sé ekki al- veg eins mikil og kommún- istar láta í veðri vaka. Og menn hljóta að trúa þvi, úr því að Þjóðviljinn mótmælir ekki. Það ber að þakka hon- um fyrir þögnina. Málstaður kommúnista er sann- arlega erfiður, þegar þeir treysta sér ekki til að mæla orð. Venjulega eru þeir fljót- ir að gjamma. eins og illa siðaðir rakkar, en að þessu sinni hafa þeir þó haft vit. á að þegja. Og þessi þögn þeirra talar skýrara máli en mörg orð. IMýjung í umferðarmál* um Reykjavíkur. Stöðumælar settir upp — athugun á farþegaflutningum SVR. Mikil nýjung er nú á döfinni í umferðarmáhini á vegum lög- reglunnar Pantaðir hafa verið svokall- aðir stöðumælar, sem settiÁ verða upp á ýmsum götum og kemur fyrsta sending nú um mánaðamótin og verða þeir mælar strax settir upp. Mælar þessir eru vegna gjalds. sem ákveðið er að taka fyrir stöðu bíla á götum. Er útbúnaður þannig, í, stuttu máli, að settur er pen- ingur í mælinn og síðan' snúið sveif. Fer upphæð sú, sem greidd er eftir þvi hve lengi bíllinn má standa á stæðinu.' Fyrir stundarfjórðung, er gjaldið t. d. ein króna, en fyrir hálftíma tvær krónur. Annars verður nánar skýrt frá þessu síðar, þegar farið verður að setja mælana upp. Þá hefur verið hafin um- fangsmikil rannsókn. á vegum lögreglunnar, á umferð, einkum á farþegafjölda strætisvagna og hvert farþegarnir fara. Mun það vera vegna væntanlegra breytinga á leiðum strætis- vagna. Hefur til dæmis farið fram margendurtekin talning á far- þegum í áætlunarvagninum Kópavogur — Reykjavik og einnig er verið að rannsaka leiðir og farþegaflutninga S. V. R. Að margra áliti er Hvalfjörð- ur einhver fegursti fjörður landsins — að Eyjafirði og fleir- um fjörðum ólöstuðum, og víst er um það, að allir, er séð hafa Hvalfjörð á förgrum sumardegi, munu geta tekið undir orð skáldsins: Ó, fjörður væni, sæll að sýn, í sumarsólar loga“, o. s. frv. Og ekki má gleyma hinum sögulegum minningum og minj- um, sem Hvalfirði eru tengdar, þótt ekki verði um rætt hér. Þó vil ég því við bæta, að fegurstan hefi ég Hvaifjörð litið á vetrar- degi, er allt var snævi þakið, en sól í heiði, og litbrigði fjarðar og fjalla ógleymanleg. Hvalfjarðarleið. | Það, sem hér verður gert lítils háttar að umtalsefni, er að þetta er i rauninni einhver fegursta og skemmtilegasta leið sem um getur á landi hér, fyrir alla þá sem hafa auga fyrir sérstæðri fegurð. Menn heyra að vísu stundum sagt, að það sé leiðin- legt að aka fyrir Hvalfjörð oftar en einu sinni, en ekki hafa þeir næmt auga fyrir því sem fagurt er, er þannig hugsa og tala, því að á þeirri leið er allsstaðar eitt- hvað fyrir augað, ef svo mætti segja. Hitt er svo annað mál, að vegurinn var lengi vel illur, en hefur verið lagfærður mikið og endurbættur, og þarf enn umbóta og endurlagningar við á köflum. Styttri og fegurri leið. Þegar ekið er héðan Hval- fjarðarleiðina í hið fagra Borg- arfjarðarhérað, eiga menn sem kunnugt er um tvennt að velja (á sumrin) þ. e. að halda áfram frá Ferstiklu og fyrir Hafnar- fja.ll, eða aka veginn yfir Drag- háls. Þessi leið er 16 km. styttri en hin og þegar hún er farin má segja, að menn hafi fegurð- ina á hverju leiti alla leiðina, og mun öllum það dýrðleg sjón hverju sinni, er þessi leið er farin, þegar hið fagra Skorra- dalsvatn blasir við augum. Mun þetta verða miklu fjölfarnari leið í framtíðinni, en nú er. Hækkun Skorradals- vatns hefur verið og er mjög á dag- skrá, vegna þarfa Andakílsár- virkjunar á auknu vatnsmagni, en allir aðdáendur Skorradals óska þess að sjálfsögðu, að leiðir finnist til þess að sjá virkjun- inni fyrir vatni, án þess að ' skerða fegurð dalsins og að I flæma þurfi burt menn, er í dalnum búa. Endanlegar ákvarð- anir munu ekki hafa verið tekn- ar og málið enn í athugun á ,,æðri stöðum.“ Vegabætur. En allverulegar vegabætur hafa þegar verið gerðar, ef yfir- borð vatnsins yrði hækkað, og annaðist vegagerðin þær s.l. sumar á vegum virkjunarinnar, og mun þeim framkvæmdum verða haldið áfram í sumar. Var undirbyggður 5 km. vegur frá Dragaánni og mun hann verða fullgerður í sumar. Vegurinn, meðfram vatninu er sem kunn- ugt er slæmur, er ekki upp- hleyptur og mundi fara í kaf við hækkun vatnsyfirborðsins. En hvað sem þeim áformum lið- ur er gott að fá umbætur á þess- ari fögru leið. Aðra 5 km. tii þarf að . laga. I Samkvæmt upplýsingum frá [ Vegamálaskrifstofunni þarf að

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.