Vísir - 13.04.1957, Blaðsíða 1

Vísir - 13.04.1957, Blaðsíða 1
VI 4«. árg. Laugaidaginn 13. apríl 88. tbl. ísSendingum ógnað með ato Ríkisstjórn íslands óvitandi um sverðaskak Rauða hersins. Ekkert hótunarbréf hafði borist í gær. Ofafur Thors gerir fyrirspurn usn afstöðu stjórnarinnar. Á fundi neðri deildar AI- þingis í gær kvaddi Ólafur Thors sér hljóðs utan dagskrár og beindi nokkrum fyrirspurn- iim til forsætisráðherra, vegna fregna |>ciiTa, sem Vísir og út- varpið fluttu í gær um afskipti rússneskra stjómarvalda af málefnum fslands. Ólafur Thors vitnaði til upp- lýsinga frá fyrrgreindum aðil- um um að í einu af stjórnar- blöðunum í Moskvu hafi nú fallið orð um það, að stjórn Sovétríkjanna telji nauðsynlegt fyrir íslendinga að varnarliðið hverfi úr landi. Kvaðst hann af þessu tilefni sjá ástæðu til að spyrjast fyrir um eftirfarandi atriði: í fyrsta lagi: Hefir forsætisráðherra eða islenzku ríkisstjórninni borizt bréf svipaðs efnis og Norð- mönnum og Dönum barst frá Sovétríkjunum? í öðru lagi: Ef slíkt bréf hefir borist eða berst, hyggst ríkisstjórnin þá gera ráðstafanir til þess að birta það almenningi? í þriðja lagi: Ef slíkt bréf hefir borist, eða berst, vil ég spyrja, hvort rik- isstjórnin muni ekki hafa um það fullt samráð við stjórnar- andstöðuna um alla meðferð málsins og endanlegt svar til Rússa? Ef bréf bærist, sagði hann að það mundi að sjálfsögðu verða birt. Um það, hvort samráð yrði haft við stjórnarandstööuna, sagði ráðherrann, að það hefði ekki verið rætt í ríkisstjórn- inni. Utanrikisráðherra væri staddur erlendis. en ef tilefni gæfist mundi stjórnin taka af- stöðu til þessa atriðis, Fundum Alþingis hefur verið frestað fram yfir páska. í gær voru h^ldnir fundir í báðum deildum og m. a. tekin til fyrstu umræðu hin nýju frumvörp stjórnarinnar lun stóreignaskatt og aðgerðír í húsnæðismálum. Er fundum var lokið um kl. 16, var Sameinað þing kvatt saman og því lýst yfir, að fund- um yrði frestað fram yfir há- tíðina. Skal þing koma saman að nýju miðvikudaginn 24. apríl. Bátur Rússanna fannst við ísinn. Bátur sá er saknað var frá rússneska selveiðiskipinu, sem statt var við ísröndina norður af Jan Mayen er fundinn, að því er Landhelgisgæzlan tjáði Vísi í gær. Mennirnir voru þá ófundnir, en talið var líklegt að þeir myndu hafa komist af og bjarg- ast úr bátnum upp á ísinn. Er talið að annað hvort rússneskir eða norskir selveiðimenn hafi fundið bátinn. Rússneska sendi- ráðið talaði við Siglufjarðar- radio og bað það um að hafa samband við skipið, sem bátur- inn var frá. Þegar íslenzka flugvélin fór yfir svæðið, þar sem líkur voru til að mennirnir væru, var. mik- ið af sel á ísnrun og ógerningur að átta sig á því, hvort um menn væri að ræða eða seli. Þegar báturinn fannst hafði hans verið saknað í rúma viku og talið að vistirnar í bátnum hafi þá löngu verið þrotnar. Hinsvegar er það álitið að þeir hafi getað veitt sel sér til matar. Ef til styrjaldar kemur, hót- ar blað Rauða hersins þessu. Sakar íslendlnga um ú leyfa árásarstöi á Islandr. Sæfaxi sendur um nótt með lífsnauðsynleg lyf. Varpaði gteim niður i fallhlif titi fyrir ísafirði. í fyrrinótt var ein a£ flug- véliun Flugfélags íslands send vestur á Isafjörð með Iyf, sem hættulega veik kona þurfti að Ræðumaður gat þess síðan, að fá án tafar. forsætisráðherra hefði að vísu látið hafa það eftir sér í há- degisútvarpi, að hann hefði ekki fengið slíkt bréf. Það gæti hinsvegar hafa borist síðan, auk þess sem eðlilegt væri að Alþingi fengi fullkomnar upp- lýsingar um málið. Hermann Jónasson, forsætis- ráðherra, svaraði því til_ að hvorki hefði borist bréf, skeyti né skilaboð umrædds eðlis. Ríkisstjórnin hefði aðeins heyrt um hin rússnesku skrif í frétt- um, og vissi því enn ekkert nán- ar um efni þeirra. Liggur kona þessi í sjúkra- húsinu þar, og taldi læknir^ að ekki mætti dragast til morguns að gefa henni lyfið, sem aðeins mun hafa fengizt á einum stað á landinu — nefnilega í Ingólís Apóteki. Þar sem svo mjög lá á þessu, var leitað til Flugfélags fslands, og sendi það Catalinu- flugbátinn Sæfaxa. Lagði hann af stað kl. 1,45 í fyrrinótt og flaug beint vestur. Var veður þá heldur óhagstætt þar, þungbú- ið loft og gekk á með éljum. Tók það flugvélina nokkurn firðinum, en tókst þó, og þegar menn í landi urðu vélarinnar varir, var bátur sendur til móts við hana, til þess að ná lyfjum, sem ætlunin var að varpa í sjó- inn. Var gengið tryggilega frá þeim í þrem pökkum til öryggis, og var fallhlíf fest við hvern og auk þess björgunarbelti með Ijósaútbúnaði^ sem á kviknaði um leið og beltið kom í sjóinn. Bátverjum tókst greiðlega að ná tveim pakkanna, en þegar flugvélin ætlaði að varpa þriðja pakkanum útbyrðis, var veður orðið svo slæmt, að hún varð frá að hverfa. En lyfið var fljót- lega komið í hendur sjúkrahúss læknisins, sem kvað það hafa Hinar berorðu hótanir Rússa um tortímingu íslendinga, e£ til styrjaldar dregur, eru í sama tón og orðsendingar þær, sem aðrar Atlantshafsbandalags- þjóðir hafa fengið undanfarið. í einkaskeyti til Vísis frá United Press í gærkvöldi lun hina sví- virðilegu árásargrein, segir m. a., að hvert það ríki, sem gefi Bandarikjunum heimild til Ltk frnnst t Reykjavík- urhöfn. í fyrradag fanst lík af karl- manni á floti í Reykjavíkur- höfn. Það fannst í norðvesturhluta hafnarinnar, í krikanum hjá olíubryggjunni framundan Örf- irsey. Enn veit lögreglan ekki af hverjum hkið er, en þykír þó sýnt að það sé af hvorugum þeirra tveggja manna, sem hurfu i vetur og lögreglan hefur lýst eftir. Líkið var alklætt og virðist hafa legið lengi í sjó, eða um 3 mánuði, eftir því sem næst varð komizt. 40 manns drukkna. Fjörutíu manns drukknuðu í sl. viku á eynni Jövu. Voru 50 manns — bændur og konur þeirra á leið til upp- skerustarfa — að fara yfir á í vexti. Hvolfdi ferju þeirra og komust aðeins tíu manns af. að staðsetja flugskeytastöðvar fyrir kjarnorkuvopn á landi sínu megi búast við því að fá endurgoldið grciðann mcð kjarnorkusprengingu, ef til styrjaldar kemiur. Blaðið gerir að umtalsefni ummæli Guðmundar f. Guð- mundssonar utanríkisráðherra, þar sem hann gerði grein fyrir afstöðu íslands í Atlantshafs- bandalaginu. Segir blaðið, að íslenzkt land hafi verið undir- búið til þess að bandariskt lið geti fyrirvaralaust hafið árás á Sovétríkin af íslenzkri grund og það gegn vilja íslenzku þjóð arinnar og minnlst á samþýkki alþingis 28. marz í fyrra, þar sem krafizt var brottflutnings varnarliðsins. Afhjúpun og svör Stefna Rússa í heims- pólítík hefur aldrei birzt Islendingum jafn skýrt og áþreifanlega og nú. Svar stjórnarinnar hlýtur að verða það sama og annarra samstöðuríkja innan vé- banda Nato, sem Rússar hafa ógnað. Svar Dana kom í gær: Beiðni til Bandaríkjanna um fjarstýrð flugskeyti. — V.-Þýzkaland: Strauss hvetur til órjúfandi sam- stöðu og enga eftirgjöf. — Itaiía tekur í sama streng. Þrír menn handteknir fyrir inn- brotstitraonir í fyrrinótt. tíma að „skrúfa sig niður“ yfirkomið í tæka tíð. í fyrrinótt voru þrír menn handteknir fjTÍr tilraun til iimbrots. r v.r e * 3 e « Rétt eftir miðnætti kom Iög- reglan að manni sem var að reyna að brjótast inn í verzlun á Frakkastíg, 16. Hafði hanr. kippt fjölum, sem negldar höfðu yerið á hurð, burt og hugðist með því opna smekklásinn. Mað- J ur þessi var undir áhrifum áíengis og flutti lögreglan hann í íangageymsluna. í fyrrinótt voru og tveir piltar teknir sem gerðu sig líklega til þess að brjótast inn í skúr bak víð húsið Fríkirkjuveg 11. Voru þeir bunir að brjóta rúðu í skúrnum þegar lögreglan kom að þeim og handtók þá. Þeir voru undir áhrifum áfengis og kváðust hafa aðhafzt þetta af hrekk en ekki í áuðgunarskyni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.