Vísir - 15.04.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 15.04.1957, Blaðsíða 10
10 VlSIR Mánudaginn 15. apríl 1957 • • • • • • • • • / ANDNEMÆUNIM EFTIR • RUTH MOORE • • • • • • • • « 23 • • ránsfeng sinn. Þeir gátu ekki sagt hverjum sem var, að þeir væru af skipshöfn Ringgolds. Hann bölvaði sjálfum sér fyrir að hafa ekki látið sér detta þetta strax í hug. Og ekki batnaði skap hans við það, að sjómenn þeir, sem hann hafði barið, höfðu báðir dáið um nóttina. Á þriðja degi, þegar skipið var búið aö J|á þær birgðir, sem það þarfnaðist og var reiðubúið að leggja af stað, var Jack Windle búinn að ná séi\ Hann sagði við sjálfan sig, að heppni Windlas væri ekki xninni en heppni Ringgolds. Þótt dómslúðurinn hefði goldið, hefði það ekki haft meiri áhrif á Windle, en koma þessara veikbyggðu konu, sem kom og spurði mjög kurteislega eftir Ringgold skipstjóra. Hann hafði verið svo upptekinn af sjálfum sér, að hann hafði ekki tekið eftir því, að bátur nálgaðist. Andartak stóð hann eins og negld- ur við þilfarið. Því næst heyrði hann Jack segja hryssingslega, i'roðufellandi af bræði: — Dragið þau um borð og flýtið ykkur. Konan kom um borð og gekk sjálf upp stigann með kven- legum hreyfingum. Karlmaðurinn rétti upp þunga strigatösku og hann var of seinlátur að áliti Rínggolds. Hann gaf merki með hendinni og sex sjómenn drógu upp stigann með mann- inum og töskunni og fleygðu öllu saman á þilfarið. Frank Carnavon var hygginn maður, sem hugsaði sinn gang. Hann var friðsamur maður og hafði enga löngun til áfloga eða bardaga, að minnsta kosti ekki við sex sjómenn í einu. Hann veittiíþví enga mótspyrnu, þegar honum var fleygt á þilfarið. En hiris vegar var hanri ekki í neinum vafa um, hvað þeir ætluðu sér. Hann lá með lokuð augun og lézt vera í yfirliði, en gægðist þó út á milli augnalokanna og hugsaði: — Ekki lizt.mér á þá þessa. Hann heyrði Elísabetu segja með fyrirlitningu: Déskotans hlunkarnir ykkar! Þið hafið meitt hann,- Svo sagði hún reiði- lega: — Farið burt frá mér, þorpararnir ykkar. Hann sá Morrison skammt fá sér og heyrði hann segja: •— Þetta er Carnavon. Farið með þau bæði undir þiljur, svo að ég sjái þau ekki Jack! Láttu setja upp segl og við skulum sigla burt í skyndi.Höggið á festina! Svo var honum ýtt og hrundið niður stigann og þegar korriið 'vár með hann aftur í skut, var hann barinn þar. Og það rann blóð niður andlitið á honum úr skurði, sem hann hafði fengið fyrir ofan augað. Það er mér eiður sær, að einhverjum skal fá að blæða fyrir þetta, sagði hann við sjálfan sig. En ef til vill blæðir mér og engum öðrum. Hann var hreyfingarlaus og var með augun iokuð að öðru leyti en því, að hann hafði opna rifu milli augnalokanna, svo| hann gæti séð. Hann sá Morrison sitjandi við borð í klefa skip- stjórans og fyrir framan hann stóð Elísabet og sneri baki að honum. Hún var bein í baki og harðneskjuleg. Það mátti sjá á henni, hversu reið hún var. Sú stendur sig vel, þykir rnér, hugsaði Frank. Þetta ætti a'ð nægja til að hræða hana, svo að hún yrði viti sinu fjær. En sú er nú ekki að hræðast. Hún er bara bálreið. Elísabet strauk klæði sin, sem höfðu orðið hrukkótt við hnjaskið. Hún sagði: — Hvar er Ringgold skipstjó^i, þrjóiur- inn þinn. Morrison sagði: — Ég er Ringgold skipstjóri. — Þá er bezt ég ljúki erindi mínu við þig, sagði hún me'ð helkulda í röddinni. — Og því næst gerið þið svo vel og flytjið mig aftur í land og herra Carnavon. Þetta er að segja ef þú o-g þorparar þínir eruð ekki þegar búnir að drepa hann. Ringgold rétti úr sér. Honum var nákvæmlega sama þótt hún bæri enga virðingu fyrir nafni hans. — O, við erum ná ekki búnir að drepa hann enn þá, hvað sem verður, sagði hann. Hann beið stundai'korn til að vita, hv.aða áhrif þetta hefði á hana. — Það er ekki ykkur að þakka, ef hann ar enn á lífi. Og ég skal lofa ykkur því, að þið skuluð fá a(ð heyra frá okkur seinna. — Og hvað heldurðu, að þú geth- gert Jake Ringgold? — Ég get kært til dómsstólanna. Og það mun ég gera. Honuxn var konunglega skemmt. Hann hallaði sér aftur á bak og skgjlihló. Elísabet sagði: — Ég veit ekki, hver þú ert, herra minn, að þú getir leyft þér að fyrirlíta lög og rétt og hlæja að dóm- stólunum. Meiri menn en þú hafa orðið að lúta lögunum. Já, einmitt! Svo að þú veizt ekki, hver ég er. Já, það var og...... Hann lék sér að henni, eins og köttur að mús. — Ég endurtek það, að ég þekki hvorki haus ré hala á þér og mig langar ekki til þess. Sonur minn Eddi, kom heim og hafði með sér eitthvað af eigum þínum. Það er allt og sumt. Ég efast ekki um, að það hefði verið sanngjarnt að lofa hon- um að halda einhverju af því, því að hann var hálfdauður af meðferðinni, sem hann hafði hlotið hjá þér. En þetta var ekki hans eign, svo að ég kom með það hingað til þín. Það er í töskunni minni, hvar sem hún er. Mér væri bökk á, ef þú vildir losa töskuna, svo ég geti fengið hana aftur. Og flytjið mig og herra Carnavon í land. Nú var andlit Ringgolds orðið karfarautt af reiði. Han.n hreitti út úr sér: — Þú skalt fá að komast að raun um, hver ég er. Elísabet sagði ósmeyk: — Ég skal bíða þangað til ég kerrist að því. Bara það verði ekki búið að hengja þig áður. Frank gat naumast varizt því að skella upp úr. Ringgold var gulgrænn í framan og var búinn að setja upp manndráp- arasvip. En Elísabet tók ekki eftir því. Hún var að svipast um eftir töskunni sinni. Hún sá tvo menn bera hana á milli sín og gekk að öðrum og sló hann kinnhest mikinn. — Settu töskuna þarna upp á borðið og lofaði þessum eiturnagla að sjá peningana sína. Ringgold stirðnaði upp. Peningana? Hvaða peninga? — Peningana, sem Eddi sonur minn kom með heim. Átt. þú þá ekki, eða hvað? — Eddi? Hver er Eddi? — Eddi Ellis, sonur mi'nn. Hann var á skipi þínu. Smávaxni maðurinn stökk á fætur. Hann fór að fitla við lásinn á töskunni, en sjómennirnir hrukku frá. Hann dró upp hníf og tók að rista sundur töskuna. — Þú skalt ekki dirfast að rista sundur töskuna mannsins míns! sagði Elísabet. Hún seildist yfir borðið og hrifsaði af honum hnífinn. Sjómennirnir gripu hana og þrifu af henni hnífinn. Hún gaf öðrum þeirra olnbogaskot í magann. — Hættið þessu, sagði hún. — Ég' skal opna t.öskuna. — Það á að opna töskuna þar sem læsingin er. Ef þú hefðir nokkru sinni séð ferðatösku, mundirðu vita það. Hérna! Þarna eru peningarnir þínir. Viltu nú flytja mig og lierra Carnavon í land? Hvorugt okkur verður flutt í land, hugsaði Frank. Hann t'ann, að skipið var komið af stað. Ringgold horfði á strigapokana fjóra. Hann þreif hnífinn, scm einn af sjómönnunum hélt á og skar fyrir bandið af ein- um pokanum og þreifaði ofan í hann. Mikill ánægjusvipur kom Cjj) l Jb k*v-ö-I-d-i'-B-k-u*n-n-i • :>• ••••••••••••••••••••, í Síður-Ameríku —• eins og reyndar víðar — eru allar út- varpsstöðvar reknar af einka- fyritækjum, og því mjög háðar auglýsingastarfsemi. Nýlega var Ófullgorða sym- fónían eftir Schubert flutt í einni þessara útvarpsstöðva. En í sömu andrá og síðustu tónun- u mlauk, heyrðist karlmanns- rödd í útvarpinu sem las aug- lýsingar og sagði: „Það er al- þjóð kumnugt að Schubert þjáð- ist mjög af höfuðverk. Ef að okkar óbrigðula asperín hefði þá verið til og Schubert neytt þess, myndi hann hafa fullgert öll sín tónverk, líka sýmfóníuna se mþið voruð að hlusta á.“ ★ ,,Þegar eg var skráður í her- inn,“ sagði sögumaður minn, ,,vorum við látnir standa í fæð- ingarbúningi okkar á meðan verið var að skipta okkur niður í herdeildir. Þetta tók ekki svo lítinn tíma. Fyrir framan mig stóð náungi, grindhoraður og samanfallinn og skalf — ekki aðeins af kulda — heldur og af tilhugsuninni um ógnir og skelfingu næstu styrjaldar. Þar kom að liðsforingi gekk framhjá og spurði: „í hvaða herdeild?" Ekkert svar, aðeins slsjálfti og gnístran tanna. , Liðsforinginn beið átekta og spurði að lokum: „Hafið þér einhverja ákveðna ósk?“ „Já,“ stundi veslings maður- inn upp. „Hvað er það?“ ,,Að þurfa ekki að fara í herinn.“ ★ Amerískir ferðamenn komu í þýzka borg, fóru þar á ferða- skrifstofu og vildu vita allt um borgina. hvað merkilegast væri við hana og skoðunarverðast. Reynt var að leysa úr spenn- ingum þeirra eftir beztu föng- um en alltaf vildu gestirnir fá að vita meira. „Hvernig er það,“ spurðu þeir, „hefur ekki fæðst hérna eitthvert frægt stórmenni?" „Nei, hér fæðast aðeins smá- börn,“ hljóðaði svarið. ★ T”T7l/l **♦' 1»!» M,.rRlc*J»Br»6U,hf.luc.-T».R ___D,str- b/ Unitcd Feature Syndlcate, Inc. C. (2. ButtcuykA — TARZAIM — 2340 blSAlte Þegar hann vissi að Sam var að- eins einni stund á undan honum, steig hann á bak úlfaldanum og lét nú spretta úr spori yfir sandöldurn- ar. Allt í einu byrjuðu sandkornin að þeytast í andlit hans og vindinn herti.-Hann vissi nú að hann hafði mætt versta óvini allra eyðimerkur- fara, Simoon, hinum voðalega sand- stormi, sem engu vægði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.