Vísir - 15.04.1957, Blaðsíða 12

Vísir - 15.04.1957, Blaðsíða 12
►eir, «em gerast kaupendur VÍSIS eftir 19. hvers mánaðar fá blaðið ókej'pis til mánaðamóta. — Sími 166A, VlSíii SL' ðuyrasta blaSið og þó það fjöl- breyttesta. — Uringið i sima 1666 •( ^enst áskrifendur. Mánudaginn 15. apiíl 1957 Örslil i „Bra&kaupsferimii!" m iui. Hjónin Ðóra Wium og liilmar Hálf- dánarson bám sigur úr bytum. Svo margir komu, til vígslu Neskirkju í gær, að fjölmargir urðu að standa, og var kirkjan fuli út ur dyrum. (Ljósm.: P. Thomsen). Bandaríkjastjórn ákveðnari við Nasser, en hann og Saud jaínharðir gagnvart Israel. Sendiherra Bandarikjanna í Kairo ræddi í gær við Nasser forseta Egyptalands, en áður hafði sendiherran rætt við dr. Fawso utanríkisráðherra. Sendiherrann er talinn hafa lýst yfir þvi við Fawsi, að Banda- ríkjastjórn mislíkaði hve dauíar undirtektir tillögur hennar fengju hjá Egyptum en um fund sendiherrans og Nassers hefur ekkert verið tilkynnt. Frétta- ritarar telja, að Bandaríkja- menn muni krefjast ákveðinna svara. Við sama heygarshornið. 1 fréttum kom það enn fram í yfirlýsingum frá valdhöfum Egyptalands og Saudi-Arabíu, að þeir eru við sama heygarðshorn- ið að því er varðar afstöðuna til Israel. Neita rétti þeirra til að sigla um Ákabaflóa og Súez- skurð. Stjðrnarfundur í Jerúsaleni. Israelska stjórnin hélt fund í Jerúsalem í gær og lýsti hún yfir að honum loknum, að hún j liti yfirlýsingarnar miklum al-. vöruaugum. 120.000 flóttamenn til ísraels. Ben Gurion forsætisráðherra ísraels tilkynnti í gær, að ísrael vænti 120.000 flóttamanna í ár. Hvatti hann Gyðinga út um heim til þess að styðja Israel til að taka á móti þeim og koma þeim fyrir. Hvatti Ben Gurion einkum bandaríska Gyðinga til ríflegra fjárframlaga í þessu skyni. Edera á bakvegi. Sir Anthony Eden fyrrv. for- sætisráðherra Bretlands var skorinn upp í Boston fyrir helg- ina. Honum líður eftir atvikum vel, og ætti, ef enginn afturkippur kemur til sögunnar, að fá leyfi til fótavistar eftir hálfan mánuð. ★ Arður varð af rekstri brezkra flugfélagins BOAC á fjárhagsárinu, sem lauk 31. marz. Dálítill hagnaður mun eimiig liafa orðið á rekstri BEA. Ari Arnalds, f. bæjarfógeti, Eátinn. Ari Arnalds, fyrrum bæjar- fógeti, andaðist í gærkveldi úr hjartaslagil. Ari varð stúdent árið 1898 og lauk lögfræðiprófi frá Hafnar- háskóla 1905. Hann var sýslú- maður Húnavatnssýslu 1914 til 1918 og sýslumaður Norður- Múlasýslu og bæjarfógeti á Seyðisfirði 1918—1937. Hann var þingmaður Strandamanna 1908—1911. Árið 1938 var hann skipaður sáttasemjari í vinnu- deilum fyrir Austfjarðaum- dæmi. Hann var ritstjóri „Dag- fara“ á Eskifirði 1906 og með- ritstjóri „Ingólfs“ í Reykjavík 1907—10. Þá var hann í stjórn Landvarnafélagsins 1907—1909. Rithöfundur var Ari ágætur og hafa komið út eftir hann „Minningar Ara Arnalds". Útvarpsþátturinn „Biúðkaups ferðin“ hélt brúðkaupsveizlu sxna í gærkveldi í Sjálfstæð's- husinu fyrir fullu húsi við á- gætar undirtektir. Fór þar fram verðlaunaaf- hending, bæði brúðkaupsferðin sjálf og tvenn önnur verðlaun. Brúðkaupsferðina fengu frú Dóra Wíum og Hilmar Hálf- danarson. Er það annað parið, sem kom fram á Akranesi. Brúðkaupsferðin er ókeypis ferð til Mallorca, fram og aftur, á vegum Loftleiða, og hálfs mánaðar dvöl þar. Munu brúð- hjónin fara í næsta .mánuði. Orlof skipuleggur ferðina. Næst hæst að stigatölu var fyrsta parið, sem kom fram í þættinum í Reykjavík. Heita þau Kristín Jónsdóttir og Helgi Sigvaldason. Fengu þau í verð- laun Kitchenaide-hrærivél frá Sambandi íslenzkra samvinnu- félaga. Þriðju að stigatölu voru Odd- ný Óskarsdóttir og Björn Þor- kelsson. Er það fyrsta parið af fjórum, sem komu fram í þætt- inum á Akureyri. Fengu þau í verðlaun ryksugu frá Rafha. Svo sem áður er sagt fór „brúðkaupsveizlan“ fram fyr- ir fullu húsi í gærkveldi. Var hún hljóðrituð á segulband og verður henni útvarpað næst- komandi miðvikudagskvöld. | Margt var þar til skemmtun- ar. Helgi Sæmundsson flutti j í'æðu fyrir minni brúðarinnar, Friðfinnur Ólafsson flutti minni brúðgumans.. Þá talaði Sigurður Magnússon um hina væntanlegu brúðkaupsfei'ð og lýsti Mallorca, og Indriði G. Þorsteinsson flutti minni Sveins I Ásgeirssonar. Að lokum mælti svo stjórn- andi þáttarins, Sveinn Ásgeirs- son, nokkur orð. Rússar sprengja 4 atom- sprengjur á 10 dögum. Ahyggjur út af kjarnorku- vegbúnaðar kapphlaupinu. Ný áróóursherleró Rússa vesfra. Rússar eru sagðir hafa í hyggju að hefja nýja áróðurs- herferð í Mið-Ameríkulöndum og Suður-Ameríku. 1 Mun henni verða stjórnað frá Mexico-borg, sem lengi hefur verið áróðurshöfuðstöð Rússa í Vesturálfu. Sendisveitarlið Rússa þar er fjölmennara en dæmi eru til annarsstaðar, — í sendiráðinu og vegum þess eru sem sé starfandi 900 manns. — Til samanburðar er þess getið, að í brezka sendiráðinu þar og á þess vegum starfi 60 manns. Fregnir bárust um það í gærmorgun, að Rússar hefðu enn sprengt kjarnorkusprengju. Það er fjórða sprengjan, sem þeir sprengja á 10 dög- um. Br.ezk blöð ræða mikið kjarn orkumálin í morgun. — Þar er leidd athygli að því, að Aden- auer hafi sýnilega sneitt hjá, að girða ekki fyrir þann mögu- leika, að Þjóðverjar framleiddu kjarnorkuvopn. Telja þau mikilvægt, að fleiri þjóðir verði ekki þátttakendur í framleiðslu kjarnorkuvopna en nú er, og eitt þeirra telur, að tilgangurinn með seinustu tillögum Eisenhowers hafi ver- ið að koma í veg fyrir það. Tak- ist það eru meiri líkur fyrir samkomulagi þar næst um bann við framleiðslu og notkun allra kjarnorkuvopna. Voroshilov á leið til Peking. Voroshilov forseti Ráðstjórn- arríkjasambandsins er lagður af stað loftleiðis til Peking. Fer hann þangað í opinbera heimsókn, þaðan til Indónesíu, og svo heimsækir hann mong- ólska alþýðulýðveldið í heimleið. Kjamorkunjósnir í Svíþjóð. Sænskur maður hefur ver ið handtekinn í Stokkhólmi, grunaður um kjarnorkumála- njósnir. Hann ey aðstoðarfi])’Jtrúj í sænska kjarnorkuráðinu. Engar nánari upplýsingar uin sakir á hendur honum eru enn. fyrir hendi. Tripnlibió : Apache. Þetta er bandarísk stórmynd í litum, sem fjallar um baráttu og örlög seinasta Rauðskinna af Apache-stofni. —■ Kvikmynd þessi er langt fyrir ofan venju- legar „Indíána-myndir" cg er það einkum leikur þeirra Burt Lancaster og Jean Peters, sem gefur myndinni gildi. — Kvik- myndin hefur verið sýnd lengi við mikla aðsókn. Hvatt til aukinnar menning- artengsla við Island. Vekur athygls á áróðrl Rússa. á Bslandi. Tito hefur áhyggjur. Tito forseti hefur áhyggjur miklar um þessar mundir, þar j sem einn bezti stuðningsmaður j hans lézt fyrir skömmu, en amiar er hættulega veikur. Sá fyrrnefndi var Moshe Pijade þingforseti, sem varð bráðkvadd- ur í Frakklandi, og nú -er Kocaj Popovic, utanríkisráðherra Titos alvarlega veikur, sjálfur þjáist, Tito af liðagikt. Samkvæmt Lundúnafregn- lun hefir einn af þingmönnixm Ihaldsflokksins gert áróður Rússa á íslandi að umtalsefni í neðri málstofu brezka þingsins. Kvað hann íslendinga, sem vinveittir væru Bretum, hafa áhyggjur af þessum áróðri og afleiðingum þess, hve Rússar verðu miklu fé til hans. Þingmaðurinn, Mr. Vane, leiddi athygli þingheims að hinum mikla áhuga, sem ríkir á Islandi fyrir enskri tungu og menningut og nánara samstarfi við brezkar stofnanir, og spurði hvort ríkisstjórnin væri þessa vör og hvað hún gerði til þess að auka þennan áhuga og verða við óskum íslendinga á nánara menningarsamstarfi. Af hálfu utanríkisráðuneyt- isins varð fyrir svörum Ian Harvey, sem sagði, að nefnd hefði til athugunar þá upplýs- ingaþjónustu, seni látin væri í té erlendis, og að sjálfsögðu yrðu teknar til athugunar allar óskir, sem fram kæmu um auk- in menningarleg tengsl. Um á- róður Rússa á íslandi sagði hann, að því yrði að sjálfsögðu veitt athyglit sem Rússar að- hefðust í áróðursskyni. (Mrt William Vane kom hingað til lands í fyrra, sem kunnugt er, og flutti hér erindi og ræddi við fréttamenn o. fl. Hann er mikill íslandsvinur).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.