Vísir - 24.04.1957, Blaðsíða 12

Vísir - 24.04.1957, Blaðsíða 12
Þetr, iem gerast kaupendur VlSIS eftir U. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1681. VÍSIR VlSEtt eT flöyrasta blaðið og þó það fJSl- breyttana. — UringiS 1 sima 1688 •£ gerist áskrifendur. MiSvikudaginn 24. apríl 1057 Þýðing íslands mikil í varnakerfi NATOs. Ratarstö5varnar hér einkar þýðingarmiklar, og ef þær vantaBi myndaðist hættuleg eyða i aSlt radarkerfi Natoþjó5anna. Haraldur Á. Sigurðsson sem Skraffinnur Tobíasson, vatns- beri. Suezmálið lagt fyrir Öryggisráð. Bandaríkjastjórn mun > dag leggja SuÆzskurðarmálið fyrir Öryggisráð Stmieinuðu þjóð- anna. Dulles boðaði þetta í gær á fundi sínum með blaðamönn- um. Kvað hann það gert til þess að ráðið gæti fylgst með öllu, sem gerst hefði, en sendi- herra Bandaríkjar.na hefur á undangengnum tíma verið að reyna að ná samkomulagi, með viðræðum við dr. Fawsi og Nasser. Af orðum Dullesar mátti skiljast, að samkomulagsum- leitanirnar hefðu ekki orðið með öllu árangurslausar, þann- ig gætu Egyptar fallist á að bandarísk skip greiddu skipa- toll „með mótmælum“. Hins- vegar hefur ekkert samkomu- lag náðst um, að Egyptar fari í öllu eftir samkomulaginu frá sJL hausti, hinu svonefnda „6 Hraðskreiðasti kafbátur heims. Bretar gera sér vonir um, að kafbátur, sem beir hafa smíðað reynist hraðskreiðasti kafbát- ur heims. Hann heitir „Explorer“ og er smíðaður í tilraunaskyni. — Christopher Soames aðstoðar- flotamálaráðherra sagifl í neðri málstofunni fyrir skömmu, að það væri ekki í almennings þágu, að skýrt væri nákvæm- lega frá gerð hins nýja kaf- báts, en hann kvaðst þó geta skýrt frá því, að í tilraunaferð hafi hann' náð yfir 25 sjómílna hraða í kafi. „Við fullyrðum ekki neitt enn, en við gerum okkur vonir um, að hann reynist hrað- skreiðasti kafbátur heims.“ í viðtali sem Jerauld Wright flotaforingi og yfirmaður Atl- antshafsflotans átti með blaða- mönnum s.I. laugardag sagði liann að ísland væri þýðingar- inikill lilekkur i bandalagskeðju N ato-þ j óðanna. i3uijojb;oij jqSi.iyW Pinejaf kom hingað til lands fyrir páska, skoðaði bækistöðvar varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli og ræddi við íslenzk stjórnarvöld. Við blaðamenn ræddi Wright ár- degis á laugardag, en sama dag flaug hann til Rómaborgar. í smbandi við þýðingu Islands í varnarkerfi Nato-þjóðanna; kvað hann radar-stöðvarnar hér á landi einkar þýðingarmiklar. Nú er búið að koma upp veiga- miklu og víðtæku radarkerfi vestan frá Kanada austur til Tyrklands. Radarstöðvarnar á íslandi væru að því leyti sér- staklega þýðingarmiklar, að ef þær vantaði myndaðist eyða í allt radarkerfið og gegnum þá eyðu væri hægt að senda flug- vélar til árása hvort heldur á Evi’ópu eða Ameríku, án þess að þeirra yrði vart fyrr en um seinan. Þá gat Wright þess að annað mikilvægt framlag Islands í varnarkerfi Nato-þjóðanna væri að veita bækistöðvar í baráttu gegn kafbátahernaði, en Rússar ættu nú stóran og vel búinn kaf- bátaflota, a. m. k. 400 talsins og marga þeirra af stærstu gerð. Jerauld Wright gat hótana Rússa við Nato-ríkin nú að undanförnu. Lofaði hann Islend- inga fyrir afstöðu þeirra, sem þeir hefou tekið með öðrum Nato-ríkjum og minntist í því sambandi sérstaklega á ræðu utanríkisráðherra Islands sem hefði verið skilmerkileg og skor- ið að fullu upp úr með vilja og afstöðu íslenzku þjóðarinnar. Þá minntist Wrigth flotafor- ingi á þýðingu Atlantshafssigl- inga og taldi að Nato-þjóðirnar ættu afkomu sína að verulegu leyti undir því að siglingaleiðir til þeirra héldust opnar. Sagði hann að sér hefði verið falið það hlutverk að halda siglinga- leiðum yfir hafið opnum ef til styrjaldar drægi. Glíanukennsla á Húsavik. í barnaskólanum á Húsavik hefur verið kennd glima í vetur. Fór kennslan fram í 6. bekk og tóku þátt henni 12 til 13 ára , drengir. Kennari var Vilhjálmur Pálsson íþróttakennari. I Hafa drengirnir tvær glímu- ■ sýningar í vetur. Önnur var í sambandi við skólasýningu, en hitt var glímusýning og bænda- glíma. Gönguferð á Esju á morgun. í fyrramálið efnir Ferðafélag Islands til gönguferðar á Esju. Af engum stað er jafn gott útsýni yfir Beykjavík og mn- hverfi hennar sem af Esju en auk þess er þaðan mikil og fögur f jallasýn og víðsýnt mjög. Ferðafélagið hefur á hverju ári efnt til nokkurra Esjuferða og hafa þær orðið einkar vin- sælar. 1 fyrramálið verður lagt af stað kl. 9 og verða farmiðar seldir við bílana. Um páskana efndi Ferðafélag- ið til ferðar í Þórsmörk. Gengið var um nærliggjandi fjöll á daginn og farið á skíðum þar sem snjór var en gist í skála félagsins á næturna. Létu þátt- takendur vel af förinni og töldu færðina inn á mörkina ekki standa að baki sumarfærð. Mikil útgáfustarfsemi AB. Síðarl bækur '57 koma út um næstu mánaöamót. Almenna bókafélagið hefur nú mikla útgáfustarfsemi á prjónunum. Um næstu mánaðamót kem- ur út seinni hluti bókanna 1957. Eru það félagsbækur: Ævisaga Jóns Vídalíns biskups, sem séra Árni Sigurðsson fríkirkjuprest- | ur hafði að mestu gengið frá | áður en hann féll frá og sér Magnús Már Lárusson prófess- í or um útgáfuna. j Þá er skáldsagan Frelsið eða dauðinn, eftir hið fræga gríska | skáld Kasanzaki, í þýðingu | gerðri af Skúla Bjarkan. Gerist! skáldsagan á Krít og er um 440 bls. að stærð. Aðrar > bækur, sem Almenna bókafélagið gefur út, og ekki eru félagsbækur, eru: Hæglátur Ameríkumaður, eftir Graham Greene, og er þýðandi Eiríkur Hreinn Finnbogason. Þá kem- ur einnig úrval úr verkum Sig- urðar Nordals og velur Tómas | Guðmundsson skáld efnið í samráði við höfundinn. í þeim flokki hefir áður komið út úr- val úr verkum Þórir Bergsson- ar og Jakobs Thorarensens. í haust kemur svo út hið mikla verk „Heimurinn, sem við byggjum“, í þýðingu Hj'art- ar Halldórssonar. Félagsmenn í Almenna bóka- félaginu eru nú á sjötta þús- und. Hér sjást fjórir söngvarar úr St. Ólafskórnum við íslenzkunám áður en þeir lögðu upp í íslandsförina. Söngvararnir eru, flestir af norrænu bergi brotnir. Egyptar vilja gera Sudan að ieppríki sínu. Velmegun rikir í Sutfan — en hættai er af kommúnistum. Súdan hefir nú verið sjálfstætt ríki í eitt ár og rúmum ársf jórð- ungi betur. Velmegun ríkir og kyrð í landinu og má scgja, að vel hafi verið af stað farið, seg- ir brezkur fréttaritari, og bæði ríkisstjórnin og þjóðin geti ver- ið stolt af þessum frumbýlings- tíma, en horfurnar séu þó að einu leyti ískyggilegar, og stafi Ihættan af undirróðri kommún- ista. Ráðstjófnarríkin og lepprík- in hafi mjög fjölmennt sendi- sveitastarfslið í landinu, og bendir það til þess, að komm- únistalöndin hafi mikinn áhuga á að færa út kvíarnar með áróðri í Kenya, Uganda_ Belg- íska Kongó og Mið-Afríkulönd- um Frakka, og séu með hinu fjölmenna liði sínu að „byggja brú“ til þessara landa. Sendisveit Ráðst j ór narríkj - anna er fjölmennust og hefir ekki ráðið einn einasta súd- anskan aðstoðarmann og er eina erlenda sendisveitin, sem þannig forsmáir hina innfæddu. Innbornir, súdanskir komm- únistar eru enn fáir, en meðal þeirra eru nokkrir mennta- menn og nemar við Kharto- umháskólann, en eitthvað mun kommúnistiskum áróðurs- mönnum einnig hafa orðið á- gengt í Gezira. þar sem er mik- il baðmullarrækt. Til varnar fyrir áhrifum kommúnismans er, að fram- kvæmdir eru miklar, sem miða að aukinni velmegun, og má þar til nefna Roseires-fyrir- hleðsluna og Manaquil-áveitu- áformin, nýja og réttlátari kjördæmaskipan og ný kosn- ingalög. íhlutun Egypta. Egyptar eru haldur illa þokk- aðir.en þar geta þeir sjálfum sér um kennt, því að þeir hafa reynt að hlutast til um innan- ríkismál í Æúdan. Almennt er talið, að Egyptar styðji komm- únista og hafi reynt að múta þingmönnum. Þá er talsverður kvíði ríkjandi vegna útþenslu- stefnu. sem egypzka stjórnin. er talin hafa tekið, vegna þess, að Egyptaland getur ekki brauðfætt alla íbúa sína og hvergi nærri því. Líta þeir því Súdan ágirndaraugum og vilja gera það að egypzku leppríki. Ekki verður sagt, að nein gremja að ráði ríki í Súdan. yfir árás Breta og Frakka á Egyptaland sl. haust, þótt kommúnistar hafi reynt mjög að vekja hana. Millilandafarþegum með F.I. fjölgar. A fyrstu þrem mánuðum þessa árs fluttu flugvélar Flug- félags íslands 1545 far|þega milli landa, en. 1131 á sania tíma í fyrra. Lætur því nærri að tala farþega í millilandafluginu hafi aukist um þriðjung á þessum tíma miðað við s.l. ár. Vöruflutningar miUi landa jan.-febr.-marz 1957 námu 57339 kg. en 37500 á sama tíma í fyrra. Póstur fluttur milli landa á þessu tímabili nam 7100 kg., en 5930 kg. s.l. ár. í innanlandsfluginu urðu far- þegar nokkru færri fyrstu þrjá mánuðina í ár sem stafar af rekstrarstöðvum vegna verk- falls á flugflotanum. Farþegar fyrstu þrjá mánuð- ina í ár voru í innanlandsflug- inu 6140, en 6738 í fyrra. ★ Nylon-verksmiðjurnar í Nottingham eru farnar að Jramleiða nylonsokka með saumnum utan á. Stúlkur voru almennt farnar að nota sokkana á ranghverfunni, til að saumurinn sæist bct- ur, en það fannst þéim gera fótleggina lögulegri".

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.