Vísir - 29.04.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 29.04.1957, Blaðsíða 4
4 I»að lig’gur óvenjidega þykkur doðrant á skri|borð» Pábí Hall- grímssonar, sýslnmanns á Sel- fossi. Af gömlum vana, en ef til vill af lítilli kurteisi, fer ég að hand- fjalla þessa stóru bók og kemst nú að þvi, að titill hennar er óvenjulega langur og minnir á fornar venjur i þeim efnum, en hann er á þessa leið: „Skýrsla til dómsmálaráðuneytisins, frá nefnd, sera ráðuneytiö skipaði lúnn 4. scpt. 1956, til þess að rannsaka ástiuulið i fangeþiis- málum hér á Iandi, .sérstaklega á vinnuliælinu á Litla-Hrauni, og gera tijlögur til úrbóta.“ Bókin er í hálfú Vísis-broti, fjölrituð. Keflavik---------Kvía- hryggja. . . . Er ég í'enni þumalfingrinum eftir. blaðsíðui’öndunum, næ. ég nokkrum sundurlausum orðum, sem þó mætti segja mér að væri visst sgmhengi á milli: Hegn- ingarhúsið, fangageymsla, Hafn- arfjöi’ður, Keflavík, Kvia- bryggja.---------Hér staldra ég örlítið við, og vei’ður það til þess að mér dettur i hug Cató.gamli, sem endaði allar sínar ræður í senatinu í Rómaborg á þessa leið: „Auk þess legg ég til, að Kartagoborg verði jöfnuð við ,iörðu.“ En fyrst og fi’emst virð- ist nafnið Litla-Hi’aun hér áber- andi og víst er um það, í bök þessari kennir margra grasa. Ég renni augunum, einnig af gömlum vana, yfir eitt hundrað- og nítugustu og síðustu síðu bókarinnai’ og les siðustu setn- inguna oft yfir. Hún festist mér í minni og er á þessa leið: „Þegar undiri’itaður kvaddi einn af yfirmönnum dönsku fangels- istjórnarinnar, hr. Hye Knudsen, sagði hann vio mig að skilnaði: „Fyrir nokkru heimsótti ég fangelsi í Bandarikjunum. Eink- um var fangelsið i San Fi’ansis- kó til fyriiTnyndar. >ar eru að jafnaði yfir 5000 fangar, en „Sella“ í kjallara, bar sem órólegir íungar erti geymdlr til bráðabirgóa . Steinsteypt rúm, barð og stóll. samt hefui' fangelsisstjórninni þar tekist að koma > mörgum ungum afbrotamönnum aftur á rétta bi'aut. Hjá ykkur í fámenn- inu á fslandi, þar sem persónu- leg viðkynning skápast við hvern fanga, ætti að vei'a bai’na- leikur að gera þá flesta að nýt- um mönnum." Glæparlt fyrir almeanuig? Hér er sannarlega um athyglis- verð orð að í'æða, og það hlýtur að vera góð bók, sem enclar á þessum orðum og fastlega má vœnta þess, að þetta „glæparit" vlsm Mámxdaginn 29. apríl 1$>57 eigi erindi til almenniqgs. Það liggur því bejnt við að snúa sér til Páls sýslumanns og; biðja hann um viðtal fyrir „Vísi" í tilefni þessa nýútkomna glæpa- rits“. En sýslumaður tekur þvi ei'- indi fálega. Bókin er hvorki til sýnis né sölu. Hún er ávöxtur nefndarstai’fa þeirra Páls. sýslu- manns, Gunnlaugs Þórðai’sonar og Vilhjálms Jónssonar, og í'áðu- neytið skipaði þá sem sagt 4sept. s.l. til að rannsaka þessi mál og gera tillögur i þeim. Nefndin ili hefur lokið störfum og skýrslan er send dómsmálaráðuneytinu og þangað vísar nefndin viðv. öllum upplýsingum. M. ö. o., al- gert afsvar um viðtal í tilefni reisa betrunarhús og vinnuhæli, þar sem skilyrði þykja góð, til að fangar og slæpingjar, sem ekki vilja vinna fyrir sér eða sínum, geti stundað holla og gagniega vinnu.“ Er niður eftir kemur, og ég geng um hælið og hlýði á upp- lýsingar og frásögn Magnúsar forstjóra, held ég að það fiögri einna fyrst að mér, hvernig í ósköpunum hafi eiginlega verið gjörlegt að starfi'ækja þarna hegningarhús og betrunarheim- fyrir afbrotamenn, og ég undrast stórlega, að nokkur maður skuli hafa fengizt til fangavörzlunnar. Húsið sjálft virðist í alla staði óhentugt til fangavörzlu. Niðui'grafinn kjall- \ Þar er nú eitt mesta kiíabú iandsins með 55 skýrslunnar og líklega er hér að framan sagt of mikið í þeim eín- um. Fangi leikur laúsum liala. Við spjölluðum síðan stundar- korn um Litla-Hraun. Sýslumað- urinn segist algerlega vera á móti ábyi'gðarlausum yfirborðs- fréttum frá þeim stað og mér skilst, að honum finnist blöðin ekki skyggnast djúpt í fangelsis- málin, þegar þau birti fréttir úr þeim stofnunum. Ég held mig við sama heygarðshoi’nið og spyr sýslumann, hvort það sé rétt, að í vetur hafi verið tekinn úr umferð, hér á Selfossi, stolin bifreið úr Reykjavík, en við stýr- ið setið maður, sem átti að vera undir lás og slá í hegningar- húsinu í Reykjavík. „Að vísu“, segir sýslumaður, „er það rétt, en í sambandi við fréttaflutning af slikum atvik- um mundi fangavörðum þykja sanngjarnt, að litið væi’i til ótrú- lega ófullkominna stai’fsskilyrða þeirra.“ Það kemur mér á óvart nokki u síðar, er sýslumaður gefur mér kost á samfylgd niður á Litla- Hraun. Þar sé í raun og veru margt að sjá, en gagnger breyt- ing og endurbót fer nú fram á hælinu. Ennfremur megi íræð- ast um starfsemina hjá Magnúsi Féturssyni, forstjóra vinnuhælis- ins. — Tek ég þessu boði með þökkum og ræð þegar einhvern ágætasta blaðaljósmyndara aust- an fjalls, Ingimar Sigursson í Fagrahvammi, sem ekur okkur niður eftir. Stutt lög og luggóð'. Vinnuhælið á Litla-Hi'auni var sett á stofn nokkru fyrir 1930. Lögin um það eru frá 7. marz 1928. Þau munu vera einhver styztu lögin í Lagasafni Islands, en þó líklega meðal hinna merk- ari. Eru þau á þessa leið: „Landsstjórnhxni skal heimilt að verja af rikisfé allt að 100 þús. krónum til að undirbúa og láta arinn og t. d. nauðsynlegt fi'á- refmsli útilokað, nerna á mjög írumstæðan hátt. Og svo trónar byggingin margar hæðir upp í loítið. Enda var stórhýsið að i Litla-Hrauni byggt í allt öðrum tilgangi en að gegna hlutverki fangahúss. „Tinians tönn“ lueð nðstoð. Ég ympra á því við Magnús, að það hafi eitthvað staðið um það í blöðunum, að til stæði að skipta um skrár á Litla-Hi'auni. Magnús segir, að hér hafi allt verið komið í þá dæmalausu niðurniðslu, að raunar hafi hæl- ið vei'ið oi’ðið óstarfhæft af þeim sökum. Mjög lítil viðgerð hefur farið fi’am hér, siðaix það tók til starfa — eða á annan aldar- fjói’ðung. Svo hefur nú ekki tímans tönn verið hér ein að verki, Þótt hvöss kumxi að vera á stun.iunx. hefur hún oi’ðið að njóta óyenjulegrár aðstoðar ýmissa \ istmanna, til þess að fá áoi’kað bví, sem „áunnist" liefur í þeirn efxxum á Litla-Hi’auni. Sýnii’ Magnús okkur merki þess °g veigxa ég mér við að nefna einstök dæmi, þar sem hér hafa vissulega í mörgum tilfellum verið hinar lægstu mannlegu hvatir að verki. Það var í nóvember í haust, j sem hælið var rýmt föngum, til1 þess að viðgei’ð og endurbót gæti hafist. Þá var hafist handa, og j hér hefur þegar mikið stai'f verið unnið og virðist vera gengið all rækilega til verks. 30 einmennnigsklefar. Endurbæturnar eru fyrst og fremst fólgnar í því, að gagnger viðgerð fer fram á öllu húsinu. Að viðgerð lokinni verða hér 30 íangaklefar á tveimur hæðum hússhis, allt einbýlisklefar. Þá fer fram mikil bi'eyting á mat- sal fangahússins, sem er, auk eldhússins, í kjallax’a, en mjög heíur verið fundið að því, hve matsalui'inn væri þröngur og lítt hæíur til að gegna hlutverki sinu. Þá eru í kjallai’anum, i út- byggingu, byggðir 4 klefar, sem smiðii'nh' nefna „sellur“, og þótti oklvxu’ aðkomumönnum hér vera heldur óhugnanlegar vistarver- ur. Allt steypt í hólf og gólf, rúnxið, borðið og stpMinn og gluggakytx'an uppi við loft. Magnús telur þessar vistarverur engu að síður nauðsynlegar. Koxni það fyrir, að meðal fang- anna séu menn, sem ekki séu í húsum hæfir og raski ró og svefnfriði samfanga sinna, séu þeir eklci einangraðir. Geti því vei'ið nauðsynlegt að grípa til þessara einangrunarklefa, en það mun ekki verða gert nema nauðsyn krefji, og ekki nema stuttan tíma í einu. Ekki fer hjá því, að manni renni til rifja ógæfa þeirra manna, sem þarna verða geymdir af illri nauðsyn. .Táriu-imlar fyrir gluggunx. Þá er verið að setja jái'iihurðir með sérstökum öryggislokum, ! fyrir alla fangaklefa og með járngrindum mun verða hægt að loka einstökum hlutum hælis- ins, ef þess gerist þörf og í-eynslan sýnir, að þetta getur verið æskilegt til að halda uppi reglu. Járnrimlarnir, sem áður voru innan á gluggakörmunum, eru nú endurnýjaðir, en komið iyrir utan glugga og mun sú ráðstöfun vera talinn öruggari. Ýmsar aðrar endurbætur eru gei'ðar á vinnuhælinu, og þrátt fýrir allan öi’yggisútbúnaðinn, sem hér liefur verið lýst að framai), og venjulegum „utan- garðsmanni" mun finnast æði kakh’analegur, dylst ekki að hæl- ið muni fá vistlegri svip að viðgerð lokinni. Klefarnir eru flestir sæmilega rúmgóðir, mið- að við allar aðstæður, gluggar stórii’, og skUdist mér á forstjór- anum, að það íæri nokkuð eftir föngunum sjálfum, umgengni og framkomu, i hve ríkiim mæli öryggisútbúnaðurinn yi’ði notað- Gömul skipsklukka ixangir við' dyr varðstjórans. A hana er letrað „Giovaiini Guinti“. Hriitgir hún fangaxxa tjl vinnu, til matar og til hvíldar og hef- ur því miklu hlutverki að gegna á Litla-Hrauni. ur og er það í’aunar skiljanlegt og skýiranleg.t á stað sem þess- um. n 55 gripir í fjósi. Á Litla-Hrauni er rekinn mik- ill búskapur og hefur hann feng- ið á sig fyrii’niyndarsnið í tið núverandi forstjóra. Við göng- urn með Magnúsi í nýreist íjósið, sem rúmar um 50 kýr og þanxa og í gamla fjósinu við hliðina eru 55 gripjr., sem aUii’. eiga að lifa. Mun þetta því vera eitt af stæi’stu kúabúum landsins. Öll umgengni er til fyiirmyndar. Ber allur „heimilisbragur“ hér Magnúsi gott vitni. Hann er gamall búfræðingur, var læri- sveinn Halldórs heitins Vil- hjálmssonai’, Að Ilvanneyrar- námi loknu dvakli hann ú fyrir- myndai’búi í Danmörku, var „Kongelig landbrugselev“ á Fjóni, að því liann segir okkur nú. Er við dveljura i góðu yfii’læti i hinu vistlegá forstjóraheiniili á Litla-Hi’auni, ' og njótum þar ósvikinnar íslenzki’ar gestrisní þeiri’a hjóna, ber margt á góma viðvíkjandi hæiinu og rekstri þess. Það dylst vai’jt, að Magnús gerir sér vel ljóst, að þvi fylgir mikil ábyrgð að Etjórna jxessu 'hæli og virðist hann hafa rika sanxúð með þeim rnönRum. sem þarna lenda fyrir ill örlög, e£ svo mætti að oi’ði komast. Ég vík að því, að stundum sé um það rætt að föngum á Litla- Hrauni líði of vel. Segir þá Páll sýslumaður aUiygiisverða setn- ingu: — „Þjóðfélagið hefur einnig sínar skyldur. gagnvart afbrotamönnum11, segir hann og mætti þetta verða þeira til íhug- unar, sem kunna að iesa þessar linui’. Öld bruggara cr liðin. Minnist ég þess nú, að endur fyrir löngu kynntist ég nokkrum föngum frá vinnuliælimx, sem unnu sumartíma að Laugai’V'atni og virtust þetta mestu meinleys- ismenn. „Já, það var r.ú i tíff landabruggai’anna", segir Magn- : ús. „Þá sátu liér margir ágætis karlar, en hú er öldin önnur.“ I Mér skilst á þcim forráða- I mönnum hælisins,- að ekki sé hægt að loka augunum fyrir því, I að á siðari árum sé að myndast Vinnuhælið og nokkuð af útihúsunum. (Myndiniar tók Ingimar stétt afbrotamanna, hirðuminní Sigurðsson). j Framh. á 9. síðu, <

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.